Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 1
Sunnudagur
25. nóvember
Bls. 49-80
Landspítalinn veröur fimmtugur á næsta ári.
Langur aðdragandi var aö stofnun hans. Það var
eftirmaöur Bjarna Pálssonar í landlæknisembætt-
inu, Jón Sveinsson, sem átti upphaflega hug-
myndina aö því, aö hérlendis yröi stofnsett
almennt sjúkrahús, rekið á alþjóöarkostnað. Það
var árið 1791, eða fyrir nær 200 árum, að hann
gerði áætlun um stofnun og rekstur
slíks sjúkrahúss.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síöan og þaö var fyrst eftir rúma öld,
eða 19. júní 1916 sem þessari hug-
mynd Jóns var komið í framkvæmd.
Var þá formlega stofnaður Land-
spítalasjóður að tilhlutan íslenskra
kvennasamtaka. Fljótlega kom al-
þingi til móts við kvennasamtökin, en
framkvæmdir hófust þó ekki við
Landspítala fyrr en haustið 1925.
Landspítalinn hóf störf án allr-
ar viðhafnar í árslok 1930 og
veitti viðtöku fyrsta sjúklingnum 20.
desember það ár. Veröur spítal-
inn því hálfrar aldar gamall á
næsta ári, þó um tvær aldir séu
liðnar frá upprunalegu hugmyndinni að stofnun
hans.
Mikiö hefur verið rætt um framtíðarhugmyndir
um mannvirkjagerö á Landspítalalóð að undan-
förnu. Breskur sérfræðingur, John Weeks, hefur
undanfarin ár unniö að sérstakri þróunaráætlun
fyrir spítalasvæöið. Landspítalinn hefur sérstöðu
að því er varöar sjúkrahús hérlendis að því leyti,
að hann er og hefur verið viðurkennd kennslu-
stofnun samhliða því að vera eitt af stærstu
sjúkrahúsum þessa lands. Þó hafa læknar
annarra sjúkrahúsa einnig kennt við háskólann.
Vegna framkominna framtíðarhugmynda um
mannvirkjagerð á Landspítalalóö ræddi Mbl. við
hr. Weeks, forráðamenn heilbrigð-
ismála Landspítalans og nokkra for-
ráðamenn þeirra deilda spítalans,
sem mest hafa veriö í brennidepli í
umræðunum um væntanlega mann-
virkjagerð.
Viðtöl þessi birtast í blaðinu í dag
og næstu daga undir heitinu „Land-
spítalinn framtíðarhugmyndir“.
Morgunblaðið mun síðar reyna eftir
aðstæðum að gera öðrum þáttum
heilbrigðismála í landinu sams konar
skil, t.a.m. þeirri nauðsynlegu upp-
byggingu, sem verða þarf við önnur
sjúkrahús og má þar til nefna Borgar-
spítalann og Landakot, en uppbygg-
ing þeirra er ekki síður brýnt og verð-
ugt viðfangsefni á næstu árum. Þess
má geta, að Mbl. gerði Landakotsspítala þó
nokkur skil, þegar hann var gerður að sjálfseign-
arstofnun, en meö því var merkilegt spor stígið í
sjúkrhúsmálum. Þaö ætti ekki að vera neinum
þyrnir í augum, þótt sjúkrahús séu ekki öll rekin
meö sama hætti og raunar nauðsynlegt, að ólík
„kerfi“ hafi aðhald hvert af öðru.
hram-
tídar
hug-
myndir