Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
Sultur og seyra
— og aldrei betri
sala í morðtólum
• Á síðasta ári eyddu þjóðir
heims hvorki meira né minna en
212.000 milljónum sterlings-
punda til hermála, og þar af
runnu 60.000 milljónir sterl-
ingspunda til vopnakaupa. Að
meðaltali nam fjárfesting fyrir
hvern hermann 130 sterlings-
pundum á árinu, og má sjá,
hversu há tala það er samanbor-
ið við, að á sama tíma nam
kostnaður við menntun hvers
barns á skyldunámsstigi aðeins
130 sterlingspundum að meðai-
tali.
Þetta er sjöunda árið í röð,
sem kostnaður við vígbúnað í
heiminum eykst meira en verð-
bólgan og nú er varið 70% hærri
upphæðum til hermála en árið
1970.
Þessar tölur hefur frú Ruth
Leger Sivard lagt fram, en hún
var til skamms tíma forstöðu-
maður efnahagsmáladeildar á
stofnun þeirri í Bandaríkjunum,
Þróunarlöndin verja til-
tölulega mestu fó til
vígbúnaóar
sem vinnur að takmörkun
vígbúnaðar.
I skýrslu sinni segir frú Siv-
ard: — Stærsti liðurinn í efna-
hagsmálum heims eru kaup og
sala á vopnum. Vopnasalan nem-
ur hærri upphæðum en svarar
til þjóðartekna allra þjóða heims
að einungis tíu undanskildum.
Til dæmis er meira magn til af
sprengiefni á jörðinni en af
matvælum, og fjárfesting í þágu
vígbúnaðar er 2.500 sinnum
meiri en sú sem varið er til þess
að koma á friði.
Það hryggilegasta við þessa:
tölur er sú staðreynd, að þjóðii
þriðja heimsins verja stöðugt
meira fé til hermála. Hafa út-
gjöld hinna fátæku þjóða til
hermála aukizt um 400% frá
árinu 1960, en aukningin hjá
iðnríkjunum á sama tímabili
nemur 44%.
Til dæmis verja Eþíópíumenn
64 milljónum sterlingspunda til
hermála, en aðeins 35 milljónum
til menntamála og 13 milljónum
til heilbrigðismála. Samsvarandi
tölur hjá Pakistönum eru 390
milljónir sterlingspunda til her-
mála, 141 milljón til mennta-
mála og 40 milljónir til heil-
brigðismála. Á hinn bóginn
verja Bretar 5.537 milljónum
sterlingspunda til hernaðar-
þarfa sinna, 6.673 milljónum til
menntamála og 5.720 til heil-
brigðismála.
I skýrslunni greinir frá 132
vopnuðum átökum, sem hafa átt
sér stað í 65 löndum frá árinu
1955. Langflest þessara landa
eru í þriðja heiminum. Til dæm-
is hefur nánast engin Afríkuþjóð
staðið utan við vopnuð átök á
þessu tímabili, svo að farið sé
eftir stafrófinu frá Alsír til
Zaire. - HAROLD JACKSON.
VERSLUN & VIÐSKIPTi
Er Kassaver
það sem
koma skal?
• Ýmsar breytingar eru nú á döf-
inni í bandarískum verslunarháttum
og sem dæmi um það má nefna, að
K-Mart-verslanahringurinn er nú að
hverfa að nýrri gerð smásöluversl-
ana, svokallaðra „kassaverslana",
sem margir telja, að muni einkenna
smásöluverslunina á næsta áratug.
Nú þegar hefur verið komið á fót
um 400 „kassa-verslunum“ í Banda-
ríkjunum og búist er við, að þær verði þrefalt fleiri í
lok næsta árs. K-Mart-verslanahringurinn, sem hér
er tekinn sem dæmi, hefur rekstur fyrstu „kassa-verslunar“
sinnar á 10.000 ferfeta gólffleti, þar sem á boðstólum verða
um 500 vöruheiti. í stað þess að verja fé og fyrirhöfn í það
að stafla upp vörunum og raða í hillur er opnum kössunum
komið fyrir á gólfinu og úr þeim geta viðskiptavinirnir
síðan tínt þær vörur, sem þeir ætla að kaupa.
Ekki er að efa, að allur kostnaður við verslunarrekstur-
inn mun stórminnka og þá væntanleg álagningin líka.
PETER DAY.
Ekkert
umstang,
lægra verð
AFREKSMENN
Litla stúlkan
með flughúfuna
„Faddur flugmaður-
• Þaö er löng leiö frá litla flugvell-
inum í Croydon í útjaöri Lundúna
til grýttrar og erfiðrar brautar
skammt frá Darwin íÁstralíu. Þessi
vegalengd ætti þó aö hafa vaxið
mönnum enn meira í augum, þegar
flugiö vað aö ryöja sér til rúms sem
samgönguleið yfir heimshöfin um
1930. En Amy Johnson lét þessa
erfiðleika ekki aftra sér, enda þótt
hún þyrfti jafnframt aö kljást viö þá
fordóma, aö konur gætu ekki
stjórnaö flugvél. Hún ætlaöi aö
láta drauma sína rætast, kærði sig
kollótta um alla fordóma. Hún
lærði fyrst aö aka bíl, og setti þá
upp flughúfu og snaraði sér í
flugmannsbúning og flaug alein í
lítilii flugvél hátt í loft upp.
Hún var fæddur flugmaður, en
lét lífið í flugslysi viö Thames ána
og er ýmislegt enn á huldu um þaö
skapadægur hennar. Hún var 37
ára aö aldri, en haföi á fáum árum
skapað sér mikinn frægöarferil
sem flugmaöur og hefur engin
kona skákaö henni síöan.
Á næsta ári munu Ástralíumenn
minnast þess, aö 50 ár eru liðin frá
því að Amy Johnson lenti eins
hreyfils flugvél sinni af geröinni
Gipsy Moth skammt frá Darwin og
haföi þá unniö það afrek að hafa
fyrst kvenna flogiö frá Bretlandi til
Astralíu. Þetta gerðist síödegis 24.
maí áriö 1930.
í Hull, fæöingarborg Amy, er
ráögert aö minnast þessa atburðar
meö sérstakri athöfn.
Amy Johnson var látlaus ung
stúlka, og jafnvel dálítiö feimin, en
hún var staöráðin í því aö bjóöa
tíöarandanum birginn og sýna þaö
og sanna aö kona gæti flogið
flugvél.
Hún naut skilnings og stuönings
fjölskyldu sinnar og lagöi stund á
flugtækni og geröist flugmaöur
eftir mjög skamma þjálfun. Þegar
hún var 26 ára gömul og haföi
aðeins stundað flug um 11 mán-
aöa skeiö og í 80 klukkustundir
alls, lagði hún upp frá Croydon
flugvelli til Ástralíu. Feröin þangaö
var um 10.000 mílur. 19 dögum
síöar lenti hún flugvél sinni í
Darwin viö gífurleg fagnaöarlæti.
Hún var alþjóöleg hetja og naut
hylli hvar sem hún kom.
Hún vann hugi og hjörtu ástr-
ölsku þjóðarinnar vegna hugrekkis
síns og fallegrar framkomu, og
ekki spillti þaö fyrir aö fólk leit
rómantískum augum á flugið, sem
þá var enn á bernskuskeiði.
Á næstu árum setti Amy hvert
metið á fætur ööru í langflugi um
heim allan, og geröist brautryðj-
andi í þróun flugtækninnar.
Á stríðsárunum geröist hún flug-
maður fyrir Air Transport Auxilary
og flutti flugvélar frá verksmiöjun-
um, þar sem þær voru settar
saman, til herflugvallanna.
Á sunnudagsmorgni, 5. janúar
1941, lagöi hún af staö frá flugvell-
inum í Blackpool í tveggja hreyfla
vél af geröinni Airspeed Oxford.
Síöar um daginn steyptist flugvélin
niður í ósa Thamesárinnar. Amy
haföi líklega villzt í veðurofsa og
flugvélin oröiö uppiskroppa meö
eldsneyti. Enginn veit þó meö
vissu nákvæmlega hvaö geröist og
hvorki líkiö né flugvélin hafa
nokkru sinni fundist.
— David O'Reilly
MENGUNI
Eitrað úr-
felli ógnar
20.000
sænskum
vötnum
• í Svíþjóð fjölgar þeim stöð-
ugt, sem krefjast þess, að al-
þjóðlegar stofnanir grípi í taum-
ana og komi í veg fyrir, að
sænsku vötnin verði endanlega
eyðilögð vegna mengunar frá
Bretlandi og Vestur-Þýskalandi.
Sérfræðingar telja, að u.þ.b.
20.000 fiskivötn séu í hættu
stödd vegna mengandi loft-
strauma, sem berast yfir
Svíþjóð, einkum frá Englandi,
yfir Norðursjóinn, og frá
V-Þýskalandi og Póllandi. Meng-
unarefnin, sem falla til jarðar
með regninu, valda því að sýru-
stigið hækkar og afleiðingarnar
eru þær, að fiskurinn deyr. Lars
Eliasson, sem er í forsvari fyrir
sænskum stangveiðimönnum,
segir að enn sé lítið vitað um
langtímaáhrif mengunarinnar á
fólk, skepnur, skóga og akra.
Brennisteinsmengunin er lang-
verst viðureignar og umhverfis-
verndarmenn leggja hart að
sænsku stjórninni að höfða mál
á hendur þeim þjóðum, sem
menguninni valda, en hún hefur
lengi verið treg til vegna þess
hve erfitt er að sanna ábyrgð
hverrar og einnar.
Erfftt að sanna ábyrgð
Svíar eru ekki eina þjóðin, sem
orðið hefur fyrir barðinu á
menguninni. Samband nor-
rænna stangveiðimanna, sem
Norðmenn. íslendingar, Finnar,
Danir og Svíar eiga aðild að,
hefur nú þegar farið þess á leit
við bresk stjórnvöld og v-þýsk,
að þau dragi úr menguninni.
Haft er eftir Lars Overrein, sem
stjórnað hefur rannsóknum
Norðmanna á „eiturregninu" :
„Súrt regn er eitt umfangsmesta
og alvarlegasta mengunarvanda-
málið um heim allan og það er
með öllu ógerlegt að segja fyrir
um afleiðingarnar.“
— Chris Morgensson