Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 10

Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 5. grein Naut — vog 20. apríl — 20. maí/ 23. sept. — 23. okt. nautið þverkallast við að sjá aðra hlið en sína eigin. En vogin hefur góð áhrif á nautið og það hrífst af henni, sér kosti hennar þótt það eigi erfitt með að viðurkenna þá á stundum, finnst hún skemmtileg þótt ekki megi alltaf hafa hátt um það. Skilji vogin að svona er nautið bara gert og skilji hún að tilfinningar þess eru miklu hlýrri og meiri en það vill sýna geta þau átt góð skipti. Auðvitað má nautið gæta sín að hanga ekki fram af voginni, og hún má líka gæta sín að ofbjóða ekki nautinu með endalausum vangaveltum. Jómfrúr dást að nautinu fyrir einbeitni, en þar með er ekki sagt að þær hafi sérstaklega mikla þolinmæði með þver- móðsku nautsins og þeim eiginleika sem er hvimleiður í fari nautsins: að viðurkenna aldrei mistök sín. Nautið dáist að því, hversu jómfrúin getur verið skörp, fljót að hugsa og úrræðagóð, en það getur orðið þreytt á smámunasemi og nöldri jómfrúar. Venjulega fer vel á með einstaklingum í þessum merkjum, þau eru bæði gædd góðum slatta af heilbrigðri skynsemi og hvorugt fer á mikið flug, ímyndunarafl þeirra starfar fjarska rólega. Naut og jómfrú standa fast á sínum reglum og þau hafa sefandi áhrif hvort á annað. Þau halda stillingu sinni við erfiðustu aðstæð- ur, en geta hins vegar bæði misst fullkom- lega stjórn á sér út af smáatriðum. Jómfrúr gleyma aldrei að tala um galla hjá öðrum og þetta er ekki einvörðungu af ónáttúru, heldur er viðkvæmni jómfrúar fyrir sjálfri sér slík, að hún getur ekki afborið bresti sína og reynir að breiða yfir þá með því að finna þá hjá öðrum í staðinn. Rósemd nautsins hjálpar til að hafa hemil á þessu og ýtir undir sjálfstrú jómfrúar með yfirvegun og gætni. Þau geta sem sagt lifað saman í góðum friði og við allmikla ánægju. Auk þess sem bæði hafa áhuga á peningum, eru ekki miklar ævintýramanneskjur og una því ágætlega návist hvort annars. Krabbi — jómfrú 21. júní — 22. júli/ 23. ágúst — 23. sept. Við fyrstu sýn mætti ætla að krabbi og júmfrú ættu lítið erindi í ástarsamband hvað þá sambúð. Smámunasemi jómfrúar getur sært krabbann ósköp oft. En mildi hans og hlýja hefur jákvæð áhrif á jómfrúna sem hættir svo oft til að taka neikvæða afstöðu. Jómfrúr eru ekki eins smeykar við að reyna sé að ráska með þær þegar þær eru í návist krabbans og margra annarra merkja. Og milli þeirra getur skapazt samræmi og samhljómur. Þau eru áreiðanleg og traust. Bæði hneigj- ast að því að líta fremur á vinnu sem nautn en býrði. Krabbinn nýtur þess að vinna það er honum meðal annars tæki til að safna sér innstæðum sem gætu verndað hann gegn óvæntum áföllum. Jómfrú getur ekki afborið að vera öðrum fjár- hagslega háð. Sjálfsvirðing beggja er eindregin og hana vilja þau ekki láta flekka. Krabbinn hefur fjörgandi áhrif á hug- myndaflug jómfrúr og júmfrúin vill vernda krabbann sinn. Jómfrú getur fyrirgefið og þótt jómfrú eigi erfitt með að beygja hnén getur hún það í innbyrðis skiptum þeirra. Vogin er loftmerki og því er nærtækt að láta sér detta í hug að hún hafi ekki neitt í þungt og stíflynt nautið. En það er ekki alls kostar, vogin leynir furðanlega á sér. Hún er föst fyrir þegar hún loks hefur komizt að niðurstöðu, hún er hins vegar mjúk í framkomu og er lagin að leiða nautið án þess það taki eftir því. Hún getur líka ruglað nautið heldur hressilega í ríminu, vegna þess að nautinu finnst ekki að svo mjög þurfi að fjalla um hvern hlut eins og voginni. Nautið finnur snarlega lausnirnar og vill svo standa við þær, þótt þær teljist ekki hugmyndaríkar. Reynist þær rangar viðurkennir nautið ekki mis- tök sín, reynist hugmyndir vogar rangar viðurkennir hún það — meira að segja fjálglega. Þarna er auðvitað verulegur munur á. Vogin finnst þetta ákaflega þungbær ljóður á ráði nautsins og hún reynir mikið til að telja því trú um að nokkur sveigjanleiki sé nauðsynlegur, réttlætiskennd hennar er misboðið þegar Krabbinn — vogin 21. - 22. júlí/ 23. sept —23. okt. Þetta samband er eitthvað hið forvitni- leegasta milli allra einstaklinga stjörnu- hringsins, en ekki hið auðveldasta, það fá baðir að finna fyrr en síðar. Sagt er að afar erfitt sé að ná þessum merkjum í jafnvægi og samskipti þeirra verða stöðug og gagnkvæm áskorun. Þeim tekst sjaldan að finna meðalveginn en lukkist það, er lífið ekki samt og áður, gildi þess er annað og meira, vegna þess að það hefur neytt þau til að læra þá flóknu lexíu að mætast á miðri leið. Þau launa hvort öðru ríkulega ef þau geta þetta. Það er mikilvægt mark báðum að skilja hvort annað og það veitir þeim Naut — jómfrú 20. apríl — 20. maí/ 23. ágúst — 23. sept. skyldi eiga sam- leið með hverjum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.