Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 23

Morgunblaðið - 25.11.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 71 Frá brjóstagjöfog blegj- um íhlutverk Orfeusar + SIGRÍÐUR Ella Magnúsdótt- ir söngkona er nýkomin heim með nýfæddu tviburana sina. t viðtali við Mbl. sagði hún, að sér og sonunum heilsaðist vel og þessa dagana snerist allt um brjóstagjöf og bleyjur, eins og við væri að búast. Synirnir voru teknir með keis- araskurði og sagðist Sigríður hafa haft miklar áhyggjur af því er hún frétti af væntanlegum keisaraskurði að lítið yrði úr að hún gæti sungið í jólaóperu Þjóðleikhússins. „Allir, sem hlut áttu að máli, hafa greinilega lagt sig fram og ég get varla sagt að ég finni fyrir þessu lengur. Ég prófaði strax á fæðingardeild- inni að gera algengar öndunar- æfingar til að athuga, hvort allt væri á réttum stað, og ég tel mig fljótlega vera tilbúna til að hefja æfingar af fullum krafti." Sigríður sagði einnig, að hún væri viss um að þetta gengi allt vel. Hún hefði góða hjálp heima og nú einbeitti hún sér að því að fclk í fréttum L safna kröftum. „Ég sef þegar börnin sofa. Strákarnir eru feiknasprækir og mjög matlyst- ugir. Þetta eru mikil viðbrigði og kannski mest fyrir dóttur mína, sem er aðeins eins og hálfs árs.“ Sigríður fer með hlutverk Orf- eusar í óperunni Orfeus og Evridís. A myndinni eru þau mæðginin Sigríður og tvíburarnir með stóru systur Önnu Leópoldínu Sólveigu, sem verður áreiðanlega dugleg að passa bræður sína þegar þeir verða stærri. Erindreki íslenzkra skáta tekur þátti „Operation Drake ” Tvítug Akureyrarmær, Bjargey Ingólfsdóttir, er fjórði Islendingurinn sem hlýtur það hnoss að fá að taka þátt í leiðangrinum „OPERATION DRAKE“ í viðtali við Mbl. sagði Bjarg- ey, að hún myndi taka þátt í leiðangrinum frá 20. júlí n.k. til 7. október. Bjargey lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri s.l. vor og starfar nú sem erindreki hjá Bandalagi íslenskra skáta. Þrír aðrir Islendingar hafa fengið þetta sama tækifæri, þ.e. Guðjón Arngrímsson blaðamaður, Hrafnhildur Sigurðardóttir, sem tekur þátt í leiðangrin- um þessa dagana og er vænt- anleg heim rétt fyrir jól, og Börkur Arnvíðarson, sem leggur upp í leiðangurinn eftir áramótin. „Landið og íslenzki hesturinn hafa náð á mérsterkum tökumy* Flug í 35 ár HÉRLENDIS hefur dvalið undan- farnar sex vikur Angela Mayer, 20 ára gömul stúlka frá Sviss. Angela er hér öðru sinni, hún var hér í eitt ár 1977—78 og þá sem skiptinemi. A meðan á dvöl hennar sem skiptinema stóð var hún fyrst á íslenzkunámskeiði í Reykjavík, vann í fiskvinnslu og var við nám á Húsmæðraskólanum að Lauga- landi. Hún starfaði á upptöku- heimili ríkisins í Kópavogi í tvo mánuði og í eldhúsi á spítalanum á Húsavík. Hún sagði þó skemmti- legustu dvölina hafa verið á bónda- bænum Jaðri hjá Egilsstöðum, en þaðan var hún að koma, er Mbl. ræddi við hana. Angela talar góða íslenzku og sagði að landið og þó sérstaklega íslenzki hesturinn hefðu náð sterk- um tökum á sér. „Ég lauk námi s.l. vor og vann í sumar sem fararstjóri heima í Luzern í Sviss. Ég hef fullan hug á að koma hingað sem oftast, en það er bara svo dýrt að fljúga á milli. Það var erfitt að læra íslenzkuna og sérstaklega er erfitt að lesa blöðin. Ég hef þó lesið nokkrar bækur á íslenzku eftir Halldór Laxness og nokkrar af íslendingas- ögunum á þýzku." + UÓSMYNDARINN okkar, Ólafur K. Magnússon, rakst einn morguninn á tvo menn í kaffi- teríunni á Loftleiðahótelinu og auðvitað var ekki rætt um annað en flug. Á borðinu lá líka tímaritið Flug. Ásbjörn Magn- ússon hjá Loftleiðum hóf um 1945 útgáfu þessa rits, sem ætlað er öllu áhugafólki um flug, og gaf það út fyrir eigin reikning. Þá var hann flugumferðarstjóri hjá flugmálastjórn. Áhuginn á flugi var þá svo mikill, að það var gefið út í 4000 eintökum. Þegar Ásbjörn fluttist til Dan- merkur til að opna fyrstu skrif- stofu Loftleiða erlendis, þá gaf hann útgáfuréttinn að blaðinu Flugmálafélagi íslands og fleir- um. Var það gefið út undir ritstjórn ýmissa góðra manna, svo sem Þorsteins Jósepssonar, Sigurðar Magnússonar o.fl. En gekk milli manna og dalaði, urðu eyður í útgáfunni. Þar kom að ungur maður, Jón Karl Snorra- son, hóf sjálfur útgáfu þess með leyfi flugmálastjórnar. Og nú hefur Pétur Johnson (bróður- sonur Arnars Johnson) gefið út eitt blað af Flugi fyrir eigin reikning, og er að koma út öðru, og hefur samið við Flugmálafé- lagið um það. En Ásbjörn er nú aftur orðinn forseti Flugmála- félagsins, og voru þeir þarna að spjalla um ritið. Sagðist Ásbjörn vera ánægður með að blaðið væri aftur að fara í sama gamla farið. — Við erum íhaldssamir, sagði hann, og erum m.a. enn með sama haus á blaðinu. „Skemmtilegust var þó dvölin á bóndabænum Jaðri,“ sagði Angela og bendir blaðamanni á staðsetningu hans á íslandskortinu. Ljósm. Mbl. ól.K.Mag. Tónlistar- snillingar framtíðar- innar? + ÞEGAR börnin „tóku útvarpið yfir“ s.l. fimmtu- dag komu fram þessir átta krakkar úr Tón- menntaskóla Reykjavíkur og fluttu frumsamið tón- verk eftir þau sjálf. Tónverkið nefndu þau MAGUHRATA, og var nafnið að þeirra sögn fengið með því að taka stafi úr nöfnum þeirra allra og raða þeim upp á margvíslegan hátt þar til þau töldu útkomuna læsi- lega. Hólmgeirsdóttir, Hrafn- hildur G. Hagalín, Mar- grét Þorsteinsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson og Þórunn Sveinbjarnar- dóttir. Stjórnandi og kennari krakkanna er Bergljót Jónsdóttir. Þórir Steingrímsson tæknimaður útvarpsins sagði, er hann vann með krökkunum að upptöku verksins, að hann teldi tónverkið fyllilega stand- ast samjöfnuð við margt af því sem þeir fullorðnu láta frá sér fara. Krakkarnir sem eru 14—15 ára, heita: Björk Guðmundsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Dagrún Hjartardóttir, Guðrún

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.