Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 27

Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 75 Ann-Margret lifgar eftirminni- lega upp á BÍIKTALARANN... í STUTTU MÁLI MAGIC er í auglýsirtKunni líkt við hina sígildu hrollvekju Ilitchcocks, PSYCIIO. en þrátt fyrir dágóða spretti stenst hún ekki slíkan samanburð. Til þess er efnið of laust í sér og spennan skemmd með of upplýsandi upphafsatriði og annarri undanlátssemi. En Hopkins er frábær sem hinn geðklofni búktalari og Ann-Margret sjaldan sannað betur að hún geur líka leikið og jafnvel aldrei verið fegurri en nú. Prýðis- skemmtun. NEW YORK, NEW YORK NEW YORK, NEW YORK segir af ungum saxó- fón-jassleikara og söng- konu, er verða ástfangin, giftast, eignast barn, skilja. Baráttu þeirra á frama- brautinni, framagirni og ást og hvernig þessi tvö öfl fara í bága hvort við annað. I bakgrunni dunar tónlist stórhljómsveitatímabilsins, eins og „Iloneysuckle Rose“, „Bugle Call Rag“ og „Blue Moon“. Hálfbágstaddur, upp- rennandi saxófónleikari, Robert De Niro, og met- orðagjörn söngkona, Liza Minelli, kynnast í gleðskap á lokadegi seinna stríðs. Þau fá starf við sömu hljómsveitina, en vinsæld- um stórhljómsveitanna („the big bands“) fer ein- mitt stórhrakandi þegar hér er komið sögu. Þau giftast, Minelli verður þunguð og yfirgefur bandið, sem eftir það ber ekki sitt barr. De Niro vill breyta tónlistinni, hverfa frá „Dorsey-sándinu" yfir í „bebop", en Minelli opnast leiðin á toppinn sem söng- og leikkona. Og leiðir þeirra skilja. Þær myndir sem við höf- um áður séð eftir leikstjór- ann Martin Scorsese — MEAN STREETS, ALICE DOESN’T LIVE HERE ANYMORE, TAXI DRI- VER — eru um flest ólíkar þessari misjöfnu músik- mynd. Margir kaflar henn- ar eru dágóðir, sérstaklega fyrri hlutinn, en smátt og smátt dvínar áhuginn fyrir framgangi myndarinnar, dramað kafnar í tónlist og stílbrigðum. Þrátt fyrir góða parta, leik, tónlist og myndatöku, þá skortir N.Y., N.Y. herslumuninn, sterk- ari og ákveðnari heildar- svip. New York-borg er Scor- sese hugleikið yrkisefni og hér framkallar hann nýja hlið á „Thi Big Apple“, gjörólíka þeim sem hann hefur sýnt okkur í öðrum myndum sínum. Eftir stríð var New York háborg jass- ins, framtíðardraumur allra metnaðargjarnra jasstónlistarmanna var að Liza Minelli komast þar á framfæri og heimsfrægar jassbúllur á hverju götuhorni. Og hvít- um jafnvel vært í Harlem. Þessa sýn dregur Scorsese dável upp, hún er hálf- raunveruleg, en í aðra rönd- ina minningar Scorseses sjálfs um jass- og söngva- myndir þessa tímabils, og margar hverjar gerðust einmitt í borginni hans. Framvinda N.Y., N.Y. er aftur á móti stirð og ósann- færandi, stíllinn kuldalegur og myndin oft langdregin, maður er næstum þakklát- ur fyrir að Scorsese var skipað að stytta myndina úr einum fjórum tímum í röska tvo. En leikurinn er stórkostlegur. De Niro, sem hafði tæpast snert saxófón áður en hann heyrði nafn myndarinnar getið, spilar af innlifun (en það er gam- alkunnur snillingur, Geor- gie Auld, sem leikur fyrir hann í myndinni, en hann lék í Artie Shaw’s orchestra og í sextett Benny Good- mans. Fer einnig með hlut- verk hljómsveitarstjórans í myndinni). Hann er trú- verðugur og dregur upp raunsæja mynd af hinum eigingjarna listamanni sem lætur allt í sölurnar fyrir eigin frama. Minelli er ein besta söngkona Bandaríkj- anna, með örugga, lang- þjálfaða sviðsframkomu og sjarmerandi fas. Ekki ómerkari maður en Laszlo Kovacs sér um myndatök- una. Með alla þessa frægu og Það segir talsvert af vönduðum vinnubrögðum De Niros, að hann æfði stanslaust vikum saman saxófónleik áður en myndataka N.Y., N.Y. hófst. traustu bakhjarla verður maður fyrir nokkrum von- brigðum með NEW YORK, NEW YORK og vonar að Scorsese haldi sig við jarð- bundnari og honum mun meðfærilegri hliðar tilver- unnar í framtíðinni. Laugaráshíó: Ævin- týraferill Picassos Sænsk. Leikstjórn: Tage Danielsson, sem jafnframt samdi handritið ásamt Hans Alfredson og Gösta Ekman. AðaÍhlutverk: Gösta Ekman. Hans Al- fredson. Birgitte Ander- son. Lena Nyman. Þessa dagana sýnir Laug- arásbíó ÆVINTÝRAFERIL PICASSOS, sem kominn er frá nágrönnum, aðrir segja frændum okkar, Svíum. Kærkomin tilbreyting í því engilsaxneska flóði sem löngum hellist yfir okkur. ÆVINTÝRAFERILL PIC- ASSOS er þar að auki guðsblessunarlega laus við hið gamalkunna, sænska þjóðfélagsjarm, því myndin er gáskafullur farsi og á ekkert skylt við alvarlega úttekt á lífshlaupi lista- mannsins heimskunna. Eða eins og höfundar sjálfir segja: „Næstum allar hinna svokölluðu sjálfsævisögu- legu mynda um ýmsa lista- menn — Toulouse-Lautrec, van Goch, Billie Holliday, Adith Piaf o.s.frv. fegra og ljúga venjulegast upp 60 prósent. Við ákváðum að ljúga upp 95.“ Það þjónar engum til- gangi að fara að fræða lesendur um innihald fars- ans, en óhætt er að fullyrða, að Æ.P. er ein af skemmti- legri myndum sem gerðar hafa verið síðari ár, a.m.k. í þessu heimshorni. Æ.P. varð ein langvinsæl- asta myndin á Norðurlönd- unum á síðasta ári, lagði að velli risa á borð við STAR WARS o.fl. Það er því forvitnilegt hversu hún má sín hér á frændlandinu Gösta Ekman i titllhlutverki hins sænska farsa ÆVIN- TÝRAFERILS PICASSOS. SÆNSKIR BREGÐA ÁLEIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.