Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 v4W MORötlNí- KAFFINU Qvll GRANI GÖSLARI Já, ást mín er mikil á náttúr- unni og því sem hún framleiðir! Kæru vinir og bræður: Megi augu yðar vera opin! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft reynir á framsýni þegar velja þarf afkast frá blindum snemma í spili. Lesendur ættu að byrgja spil austurs og vesturs og ákveða hvaða spil þeir létu í þriðja slag. Austur/allir utan. Vestur S. K H. 93 T. G8742 L. D10984 Norður S. G105 H. ÁK42 T. KD93 L. 53 Suður S. Á743 H. G85 T. Á106 L. K62 Austur S. D9862 H. D1076 T. 5 L. ÁG7 Suður er sagnhafi í þrem grönd- um og vestur spilar út lauftíu, sem austur tekur með ás og spilar síðan gosanum. Suður tekur þriðja laufslaginn og hvaða spil lætur þú frá blindum? Greinilega er vestur vondi COSPER Pabbi! — Við erum í skattálagningarleik! Á þessum miklu jafnréttistímum Þegar rennt er augum yfir framboðslista stjórnmálaflokk- anna í höndfarandi Alþingiskosn- ingum, vekur það athygli að í efstu, og að því er bezt verður séð, öruggustu sætunum á hverjum lista eru karlmenn í svo til öllum tilvikum. Hvað veldur því að svo maðurinn í þessu spili. Fái hann færi á mun hann taka fleiri slagi en við þolum. Ekki látum við tígul, því þar þarf að fá fjóra slagi. Og varla látum við hjarta því þá verður ekki hægt að spila að gosanum í von um, að austur eigi drottninguna. Ráðlegast virðist því að láta spaða og síðan spilum við tígultíunni á kónginn, tökum á hjartaás og spilum lágu hjarta. í ljós kemur, að austur á drottning- una eins og vonast var til og spilið verður auðvelt viðfangs þegar austur fylgir ekki í tígulásinn. En til er vinningsleið þó látið sé hjarta í laufkónginn. Suður spilar þá tígultíu á kóng og til baka lágum á ásinn. Austur lætur þá sennilega spaða og vitað er, að vestur byrjaði með 5 spil í báðum láglitunum. Suður tekur þá tíglana, sem eftir eru og austur lætur hjarta og annan spaða. Eitthvað verður suður að gera og segjum að hann taki næst á hjartaás og kóng. Drottningin kemur ekki í en vestur fylgir. Með fjögur spil á hendi er austur sennilega með hjartadrottninguna og þrjá spaða. Eigi hann KD og smáspil má neyða hann til að gefa blindum slag á spaðann. En þar sem hann opnaði ekki í upphafi á vestur örugglega annaðhvort hjónanna einspil og suður tekur því á spaðaás og blindur fær níunda slaginn á spaðagosa eða tíu. 1 "I > + Lftir hvelvn Anthonv Lausnargjald 1 Persiu. ^sángs Það var blóð á höndum henn- ar, því sárið á höfðinu hafði opnast á ný. Hún þrýsti honum að sér og grét hljóðlega. Hún skalf af sjokki og kulda. Peters neyddi hana tii að lita á sig. Hann talaði bliðlega en einarðri röddu þó að það útheimti mikla áreynslu. — Hiustaðu á mig, sagði hann — þú verður að komast i burt. Eg er búinn að drepa Ahmed. Hin eru sofandi. Það er enginn á ferii. Taktu iyklana í vasa mínum og þá kemstu út um hiiðið og biil er rétt fyrir neðan. Þú tekur hann. Flýttu þér nú. Eileen horfði á hann. Hann var öskugrár i framan og skyndilega var eins og fæturnir neituðu að bera hann og hann hné niður. Hún kraup við hlið honum. — Ég lenti í slysi. Ég er aliur í kiessu. Ég get ekkt gert meira. Þú verður að taka bilinn og komast héðan. — Nei. Hún hristi höfuðið. Hún strauk sér um andlitið. — Nei endurtók hún. Ég fer ekkert án þin. Hann sneri sér að henni og gat ekki dulið ofsann. — I hamingju bænum. Ég var að fá skipun um að drepa þig! Farðu. Hann ýtti á hana. Eileen hreyfði hvorki legg né lið. — Ég skil þig ekki eftir. Ef ég fer drepa þau þig. Ég verð kyrr ástin mín, eða þú kemur með mér. Hann leit á hana og hún sá ekki betur en augu hans væru rök. — Ég get það ekki, sagði hann hægt. — Ég er að fara á hverri stundu. Ég er búinn — skilurðu það. En ég elska þig. Viitu nú fara, ástin min. Hún dró hann að sér. — Ég elska þig. Og ég yfirgef þig ekki. Við verðum að bíða þang- að til þú hefur jafnað þig. Við förum saman. Hann reyndi að segja eitt- hvað en augnlokín sigu aftur og hann hvarf á ný inn í myrkrið. Eileen hélt utan um hann. Hún kyssti hann biiðlega. Dyrn- ar voru i hálfa gátt og hún þurfti ekki annað en teygja höndina niður i vasa hans til að ná lykiunum sem iágu til frels- isins. Hún gæti -verið frjáls manneskja innan nokkurra minútna ef hún gerði eins og hann bað og yfirgaf hann. En sú sekúnda hafði ekki runnið upp að hún hefði íhugað það. Hún hélt honum að brjósti sér og taiaði til hans hljótt og þýtt enda þótt hann heyrði ekki til hennar. Hún fann ekki til ótta. Á honum hafði hún unnið bug i eitt skipti fyrir öll þessa löngu nótt. Ef þau áttu að deyja hlaut það að mega verða hlutskipti þeirra að deyja saman. Uppi i herberginu sem hún svaf í ásamt Resnais var Made- leine að losa svefninn. Resnais svaf enn, munnurinn hálfopinn og annar fóturinn hékk út af stokknum. Hún hafði hatað allt sem hann gerði og hún haíði viðbjóð á sjáifri sér fyrir að hafa gefist honum. Það hvarfl- aði að henni þegar hún horfði á hann að leysa málið með þvi að drepa hann. En það var ekki nein lausn og hún vék hugsun- inni frá sér. Hann hafði tekið stjórnina. Hann var grimmur og óútreiknanlegur maður og hún var með réttu hrædd við hann. Það var engin von til þess hún kæmist undan honum, fyrr en ætlunarverki þeirra væri lokið. Hún fór inn í sitt her- bergi og tók sér steypibað. Henni til mikillar gremju fann hún að tár biönduðust vatninu og þau tár voru felld vegna Peters. Og þá mundi hún eítir fanganum í kjallaranum. Það var fanganum að kenna að allt hafði farið úrskeiðis. Það var Eileen Field sem i raun og veru bar ábyrgð á því að Peters hafði dáið. Madeleine hlakkaði til að reita af henni hárið og pina hana dulítið. Það var ekki trúiegt að Resnais myndi rumska alveg á næstunni. Að minnsta kosti gæti hún farið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.