Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979 Það þjóðfélagsástand að valdbeiting manna gegn öðrum er eins lítil og mögulegt er, það ástand er til marks um það að frelsi sé þar við lýði. Frelsishugtak frjálshyggju- manna og hugtaka- ruglingur marxista Ekki er ofsögum sagt af stjórn- málamönnum! Nú hefur þeim tek- ist með kosningabrambolti sínu að bæta gráu ofan á svartasta skammdegið. Auðvitað er það illa gert að niðurlægja almenna skynsemi á samhæfðan og skipu- lagðan hátt, einmitt á þessum árstíma, þó ekki sé nema vegna þess, að Islendingum er annt um skynsemina, þeir eru öðrum þjóð- um þunglyndari og raunar er þyngst í þeim lundin þegar sól er lægst á lofti. Ætlunin með þessari grein er m.a. sú að fjalla um stjórnmál og skynsemi. Það er þó ekki meining mín, að stjórnmálamenn eigi einir sök á óskynsamlegum stjórnmála- umræðum. Og það sem meira er, ég ætla hér með að taka þátt í þessu brambolti þeirra, því þessi grein verður í besta falli að skóðast sem óbeinn áróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýni (vonandi harðsvíruð) á marxísku stjórnmálaflokkana, Fylkinguna og Alþýðubandalagið. Þessa vil ég geta áður en lengra er haldið. Hitt er svo annað mál, að sjálfur tel ég að þetta framlag sé meira í ætt við skynsemi en almennt gengur og gerist í kosningabaráttu á Islandi. I þeirri trú er greinin skrifuð. Svo er annarra að dæma hvernig til hefur tekist. Ef að likum lætur, þá er ég ekki eini Islendingurinn, sem þessa dagana veltir því fyrir sér í fullri alvöru, hvort skynsamlegar stjórnmálaumræður séu möguleg- ar. En hvað sem þeirri spurningu líður, þá er okkur einatt tamt að meta umræður skynsamlegar eða óskynsamlegar. Og meðan svo er, ættum við að geta fallist á að óskynsamlegar umræður geti orð- ið skynsamlegri. Það liggur í augum uppi, að til að menn geti talað saman um stjórnmal af einhverri skynsemi þá þurfa þeir að skilja hver aðra. Nú kynni einhver að halda, að tali menn sama tungumál, þá sé þeim ekkert að vanbúnaði í þessum efnum. En svo er reyndar ekki, því menn geta í umræðum sínum notað sömu orðin án þessa að skilja þau sama skilningnum. Og þegar grannt er skoðað, kemur ,í ljós, að flest þau orð sem oftast koma fyrir í umræðum um stjórnmál og stjórnspeki, hafa hvert um sig bæði margvíslegar og óljósar merkingar. Þegar tveir menn tala saman á tungumáli, sem öðrum þeirra eða báðum er ekki tamt, þá gera þeir sér jafnan far um að misskilja ekki og verða ekki misskildir. Það er hins vegar eftirtektarvert, að í stjórnmálum þykir alltof fáum það ómaksins vert að gera sjálfum sér og öðrum grein fyrir merkingu þeirra orða sem til álita koma. Algengustu orðin í stjórnmálumræðum hafa ekki einungis margvíslegar merki- ngar eftir því hvaða einstaklingar nota þau. Hitt þykir ekki síður sjálfsagt að hver og einn breyti sinni eigin merkingu á orðinu allt eftir hvað þurfa þykir fyrir áróð- ursgildi umræðnanna. Orðin stjórnmál hægri, vinstri, stétt, alþýða, jöfnuður, jafnrétti, rétt- læti, lýðræði, vald og frelsi gætu því nálega merkt allt milli himins og jarðar. Hætt er við að mörgum þætti það kyndugur talsmáti ef almenningur tæki nú upp á því allt í einu að nota orðið bifreið yfir fáein, mörg eða öll samgöngu- tæki á láði, lofti eða legi, allt eftir hentisemi hvers og eins. Menn yrðu þá aldrei vissir í sinni sök um það hver ætti við hvað. I einu tilfellinu gætu menn átt við barnavagna, boeing-þotur og brunabíla, í annan stað væru það kannski skuttogarar og skíðasleð- ar. Og guð má vita hvað mönnum kæmi til hugar því af nógu yrði að taka. Nú ber þess að geta, að ekki er verið að mæla með einni lögbund- inni skilgreiningu fyrir hvert þeirra orða sem upp eru talin hér að framan. Öll eru þessi orð vandmeðfarin og ágreiningur um það, hvernig beri að skilja þau, er hvorki meira né minna en megin- ágreingur allrar stjórnspeki. Ekki er til neinn einn algildur mæli- kvarði á það hvaða skilgreining sé annarri skynsamlegri. Hitt er svo annað mál, að skilgreiningar eru misjafnlega skynsamlegar, og hægt er að sýna fram á það með rökum og samanburði. Mönnum er að sjálfsögðu heimilt að nota orð eins og „frelsi" og „félagslegt réttlæti" í hvaða merkingu sem er. En geri menn þá kröfu, að litið sé á umræður þeirra sem eitthvað annað og meira en ómerkilegt áróðurstagl, þá verður að gera kröfur til þeirra á móti. Þeir verða í fyrsta lagi að gera sjálufm sér og öðrum sæmilega skýra grein fyrir þeim skilningi sem þeir leggja í orðin. Þeir verða í öðru lagi að vera reiðubúnir til þess að rök- styðja það hvers vegna þeir leggi þennan skilning í orðin, en ekki einhvern annan. Og þeir verða í þriðja lagi að vera sjálfum sér eftir Kjartan Gunnar Kjartansson Fyrri hluti samkvæmir hvað varðar merking- una. Ekki breyta um merkingu eftir því sem þurfa þykir í við- leitni til að sannfæra mótherjann. Uppfylli menn ekki þessar kröfur, verður með engu móti sagt að þeir séu að fjalla um „frelsi" eða „félagslegt réttlæti" á skynsam- legan hátt. Það er því miður alltof út- breiddur misskilningur að hug- leiðingar af þessu tagi komi heim- spekingum einum við. Sé það vilji okkar, að stjórnmálaákvarðanir verði skynsamlegri en við höfum hingað til átt að venjast, þá hlýtur það einnig að vera vilji okkar, að stjórnmálaumræður verði skyn- samlegri. Og með stjórnmálaum- ræðum er hér ekki aðeins átt við útvarpaðar umræður milli mál- svara stjórnmálaflokkanna, held- ur allar alvarlegar tilraunir manna til að skiptast á skoðunum um stjórnmál. Mikilvægasta skrefið í þá átt að gera stjórn- málaumræður á Islandi uppbyggi- legri en þær hafa hingað til verið, felst í því að rýma svolítið til í þeim frumskógi hugtakaruglings, sem hér hefur verið fjallað um. í lýðræðislegum þjóðfélögum hafa stjórnmálaskoðanir og stjórnmálaumræður úrslitaáhrif á ákvarðanir stjórnvalda. En ákvarðanir stjórnvalda hafa bæði mikil og margvísleg áhrif á líf okkar allra. Þegar til lengdar lætur, eru áhrif stjórnmálanna afdrifaríkari fyrir mannlífið en marga grunar. Þess vegna er vilji hvers og eins til þessa að hugsa og ræða um stjórnmál af skýrleik og skynsemi einhver gleggsti vottur um siðferðilega afstöðu hans til meðbræðra sinna. Frelsið og frelsishugtök Allir þeir, sem eitthvað þekkja til ólíkra stjórnspekistefna, kom- ast vart hjá því að uppgötva þá undarlegu en kannski eðlilegu staðreynd, að hver stefna hefur sín uppáhalds orð. Marxískir málsvarar hafa þannig mestar mætur á orðunum stéttarvituhd, jöfnuður, kúgun, alþýða, öreigar, auðvald og alræði. Því má svo bæta við, að ekki aðeins marxist- ar, heldur allir svokallaðir vinstri- menn, hafa gert orðið — félags- legt— að einhverju algengasta forskeyti í íslensku máli. I umræðum um stjórnmál og stjórnspeki höfðum við frjáls- hyggjumenn hins vegar oftar til orðanna vald, markaður, upplýs- ingar, þekking skynsemi og frelsi. Og við látum ekki þar við sitja, því það er skoðun okkar að frelsið, í þeim skilningi sem við leggjum í orðið, sé lykilhugtak stjórnmál- anna. Ástæðan til þessarar skoð- unar er sú kenning frjálshyggj- unnar, að frelsið (í okkar skiln- ingi) sé nauðsynleg forsenda þeirra meginmarkmiða, sem flest- ar stjórnspekistefnur setji sér, og almennt eru viðurkennd sem já- kvæð markmið. Dæmi um slík markmið eru félagslegt öryggi, almenn menntun, frjáls menning, mannréttindi, lýðræði, réttarríki, aukin efnahagslegur jöfnuður, efnahagslegar framfarir og vernd- un lífríkis, náttúruauðlinda og menningarverðmæta á byggðu bóli. Það er með öðrum orðum skoðun okkar, að frelsið (í okkar skilningi) sé eina tryggingin fyrir mannúðlegum stjórnarháttum sem taki mið af velferð þegnanna. Þegar þessa er gætt, ætti engan að undra þá staðreynd, að okkur frjálshyggjumönnum er annt um orðið frelsi, og að við leggjum áherslu á skynsamlega skilgrein- ingu þess. En rétt eins og vikið var að hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.