Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979 45 . Thomson lávarður, núverandi eigandi. Henry Wickham Steed, aðalrit atjóri „The Timea“ 1919—1932. Arthur Fraser Walter, aöalrit- stjóri „The Times“ 1894—1908 þegar hann gafst upp og seldi Northcliffe bróöurpart hluta- bréfa í blaðinu. C. F. Moberley Bell, fram- kvæmdastjóri „The Times“ 1894—1911. Hann hjálpaöi Northcliffe aö komast yfir „The Times". Northcliffe ásamt Geoffrey Dawson, sem var ritstjóri „The Times“ bæði fyrir og eftir dauöa Northcliffes. þeir höfðu til málanna að leggja. Því taldi „The Times" innlimun Austurríkis i Þýzkaland eðlilega og krafðist afsals Súdetahérað- anna á undan ríkisstjórninni. Dawson lokaði augunum þegar fréttaritarar blaðsins vöruðu við nazistum og hyllti Chamberlain sem sigurvegara þegar hann kom frá Múnchen. Blaðamenn „The Times" gengu jafnvel svo langt að saka hann um að hagræða efni frá sér, en það var einstætt í sögu blaðsins. Ritstjórar eins og Barnes og Delane „höfðu ekki látið ráð- herra hafa áhrif á sig og gagnrýnt þá þegar þeir töldu það nauðsyn- legt“ og undir þeirra stjórn end- urspeglaði „The Times" ekki al- menningsálitið, „blað þeirra var stofnun, sem mótaði þá skoðun er það taldi hina réttu, og reyndi að fá landsmenn á sitt band, hvort sem það var vinsælt eða ekki“. Geoffrey Dawson var enginn Barnes eða Delane og undir hans stjórn var „The Times“ því ekki eins áhrifamikið blað og það var á stórveldistíma sínum þegar það var kallað „The Thunderer". Dawson lét af ritstjórn 1941 og við tók R.M. Barrington Ward, sem lézt sjö árum síðar, og þá tók W.F. Casey við. Stríðsárin voru uppgangstími, en samkeppni við sjónvarpið og blaðadauði settu mót sitt á útgáfu blaða eftir stríðið. Árið 1952 varð Sir William Haley, þá forstjóri BBC, ritstjóri. Upplag blaðsins minnkaði i 250.000 eintök laust fyrir 1960 og var miklu minna en keppinauta þess, en „The Times" hélt hinu gamla áliti sínu. Það álit sem það hafði fyrir sjálfstæði breyttist ekki. Fullyrt er að Sir Alec Douglas-Home forsætisráðherra hafi ákveðið að segja af sér þegar hann hafði lesið forystugrein í „The Times". Thomson eigandi Árið 1966 keypti kanadíski blaðakóngurinn Thomson lávarð- ur „The Tirnes". Samskipti blaða- kóngsins og stórblaðsins eru sér- stakur kapituli í sögu enskrar blaðaútgáfu og minnir að mörgu leyti á samband Northcliffes og „The Tirnes". Blaðið var í öldudal áður en hann tók við eins og þegar Northcliffe tók við því 1908, og hallarekstur blasti við. Eigend- urnir, Astor lávarður af Hever og sonur hans Gavin Astor, sem hafði verið formaður félagsins síðan 1950, réðu ekki við halla (John Walter IV hafði einnig haldið dálitlum hlut í blaðinu). Endurnýjun fór fram í maí 1966: auglýsingum var rutt út af for- síðunni í fyrsta skipti í sögu blaðsins og fréttir og myndir komu í staðinn. Upplagið jókst í 290.000 en það var ekki nóg. Gavin Astor vissi, að hallinn yrði sex milljónir punda 1966 og að við dauða hans yrðu erfðaskattar svo háir, að ekki yrði unnt að halda blaðinu í ættinni. Þess vegna varð að leita til Thomsons, sem varð eigandi fræg- asta blaðs heims sem að vísu bar sig ekki. „Hann sameinaði „The Times“ og vikublaðið „Sunday Times" og stofnaði sameiginlega blaðaútgáíu og sjálfstæði rit- stjórnarinnar var tryggt. Thomson hófst handa um nú- tíma endurbætur á „The Times“ og skipaði Denis Hamilton aðal- ritstjóra. Takmarkið var að auka upplagið fyrst í 400.000 eintök og síðan í hálfa milljón. Breytingarn- ar áttu að verða hægfara, en urðu raunar hraðstígar: nýtt umbrot, stækkanir, breytingar á síðum, ný fylgiblöð, fleiri myndir og stærri fyrirsagnir. Nafnleysisreglan var Brezk þjóðar- stofnun ítvær aldir lögð niður. Endurnýjað og upp- yngt blað átti að keppa við blöð eins og „The Guardian“ og „Daily Telegraph". Upplagið jókst ekki eins mikið og vonað var; komst í 450.000 eintök, en fór svo að lækka, í 400.000 eintök 1970 og í aðeins 340.000 1972. Útgáfa blaðs- ins kostaði offjár, þótt upplag og auglýsingar ykjust nokkuð. En Thomson lávarður og sonur hans, sem erfði blaðið 1976, kváðust reiðubúnir að reka „The Times" þótt það kostaði þá aleiguna, og raunar var það skilyrði sett þegar Thomson eldri keypti blaðið. Blaðinu lokað Olíutekjur úr Norðursjó bættu hag hins risastóra fyrirtækis Thomsons, sem á sjónvarpsstöðv- ar, hótel, stórverzlanir, trygg- ingafyrirtæki og flugfélag. En útgáfa „The Times", „gömlu drottningarinnar", varð æði kostnaðarsöm og um þverbak keyrði í nýafstaðinni vinnudeilu sem varð til þess að útgáfan stöðvaðist. Deiluna má rekja til þess, að starfsmönnum „The Tim- es“ var tilkynnt 1974 að ritstjórn, tæknideild og skrifstofur yrðu að flytjast frá hinni frægu bækistöð við Printing House Square til Thomson House við Greys Inn Road, þar sem m.a. „Sunday Tim- es“ er til húsa, og fækka yrði verulega í starfsliði, því að of margir starfsmenn störfuðu bæði við „The Times“ og „Sunday Tim- es“. Að lokum var blaðinu lokað 1. desember 1978 í kjölfar ólöglegra verkfalla, sem kostuðu blaðið 12 milljónir eintaka í fyrra. Thomson var staðráðinn í að innleiða tölvuvæðingu í útgáfu blaðsins og tryggja blaðstjórninni aftur þau réttindi að ráða og reka starfsmenn að vild. En þegar samkomulag náðist 21. október sl. lék lítill vafi á því að verkalýðsfé- lögin höfðu haft betur. Blaðstjórn- in fékk því framgengt að ólögleg- um verkföllum yrði hætt að því er virðist og samþykkt var að fækkað yrði í starfsliðinu. En tölvurnar verða ekki í höndum blaðamanna og ritara, þótt samið verði aftur um það mál á næsta ári. Og starfsmennirnir fengu ríflegar kauphækkanir: meðallaun góðra prentara verða 22.500 dollarar á ári, en blaðamanna 25.000 dollar- ar. Stöðvun blaðsins kostaði fyrir- tæki Thomsons að minnsta kosti 60 milljónir dollara, en olíumillj- ónirnar hjálpuðu upp á sakirnar og fróður maður sagði: „Þótt „Times" væri lokað að eilífu sæist það ekki í bókhaldinu." Nánast allir 4.250 starfsmenn blaðsins sluppu við fjárhagsfórnir. Prent- arafélagið er auðugt félag og meðlimir þess fengu 220 dollara á viku. Aðrir starfsmenn, sem unnu að útgáfu blaðsins, voru ráðnir á önnur blöð og Thomson greiddi starfsmönnum ritstjórnar laun. Starfsmenn „Sunday Tirnes", „sömdu rúmlega 20 bækur um ýmis efni, allt frá líkamsæfingum til glæpamennsku áKorsíku“,og til að halda blaðamönnum í æfingu hélt „The Times“ áfram að senda þá út af örkinni til að fylgjast með atburðum, „allt frá ráðstefnum stjórnmálaflokka til funda OP- ECs.“ Bjartsýni „The Times" missti lesendur til keppinauta sinna, en blaðið er vongott um að geta náð þeim aftur. Upplag „The Times“ var 292.000 eintök þegar blaðinu var lokað, en „Daily Telegraph", „Guardian“ og „Financial Times“ bættu við sig 300.000 kaupendum til samans. Upplag „Sunday Tim- es“ var 1,4 milljónir eintaka, en „Observer" rúmlega tvöfaldaði upplag sitt í 1,5 milljónir eintaka og upplag „Sunday Telegraph“ jókst úr 850.000 eintökum í 1,3 milljónir. En útgefendur „The Times“ eru bjartsýnir og ætla að halda áfram á sömu braut eins og núverandi ritstjóri, William Rees-Mogg, lét um mælt: „Fólk bíður eftir því að „Times“ komi aftur út og verði eins og blaðið var áður og ekki öðru vísi.“ Því mun blaðið halda áfram að gegna því hlutverki virðulegrar og mikils virtrar þjóðarstofnunar sem það hefur gert í tæpar tvær aldir. Margir telja, að ekki hefði þurft að koma til deilunnar, sem leiddi til stöðvunar blaðsins, og báðir aðilar eru bjartsýnir um, að sú saga muni ekki endurtaka sig. „Það verður hlé,“ var tilkynnt í forystugrein þegar útgáfu „The Times" var hætt fyrir einu ári og það reyndust orð að sönnu, þótt margir væru með hrakspár um að dagar þessa áhrifamikla blaðs væru endanlega taldir. Nú virðast allir hafa lært af deilunni, svo að „The Times“ ætti að eiga sér langa framtíð fyrir höndum. Skopmynd eftir Gabriel sem sýnir hvernig Chamberlain sœtti sig viö útþenslustefnu Hitlers gagnvart grannlöndum Þýzkalands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.