Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979 SÍÐARI GREIN THE TIMES endurborið Um og eftir aldamót var „The Times“ í einum mesta öldudal á ferli sínum. Blaðið hafði þá verið rekið með halla um árabil, upplag þess hafði minnkað í 38.000 og mörgum fannst útlit blaðsins og stíll lítið hafa breytzt frá því um miðja síðustu öld. „Það eina sem eimdi eftir af fyrri stórveldis- ljóma var nafnið: „The Times“ og heimilisfangið: Printing House Square." Þá keypti enginn annar en blaðakóngurinn Alfred Harms- worth, síðar Northcliffe lávarður, meirihluta hlutabréfa í blaðinu, af aðalerfingjanum, Arthur Walter, með hjálp C.F. Moberley Bell, framkvæmdastjóra blaðsins 1894—1911. Með stofnun „Daily Mail“ hafði Harmsworth innleitt útgáfu blaða fyrir alþýðufólk og hann hafði uppi mikil áform um „The Times“: hann gerði blaðið nútímalegra og útgáfan fór að skila hagnaði. En hann varð mesta ógnun í sögu blaðsins við „þá heilögu reglu, sem hafði gert „The Times“ að því blaði sem það var“: sjálfstæði ritstjórnarinnar gagn- vart eigendum. Hann hafði hægt um sig fyrst í stað, „en herti síðan tökin á blaðinu og að lokum hafði hann næstum því kæft það.“ I fimmtán ár geisaði ófriður milli eigenda og ritstjóra og þessi tími hefur verið kallaður „babýlonsk fangavist" „The Times", þótt það færi eftir ýmsu hvor aðilinn ynni sigrana í þessu stríði. Nýtt stórveldi „The Times" hafði alltaf haldið fullri reisn og áhrif blaðsins héldust. Hermálafréttaritarinn Repington ofursti átti þátt í stefnu Samúðarsambandsins. Balkanfréttaritari „Times", J.D. Bourchier, átti hvað mestan þátt í stofnun Balkanbandalagsins 1912 er leiddi til Balkanstríðanna og upplausnar Tyrkjaveldis í Evrópu. Löngu áður varð Flora Shaw fyrsta kona sem gat sér frægð í blaðamennsku. En Northcliffe kallaði blaðamennina og ritstjór- ana, sem fyrir voru, „munkana" og 1911 skipaði hann Geoffrey Daw- son ritstjóra og krafðist styttri greina, fleiri frétta og líflegri uppsetningar. Nokkrum árum síðar lækkaði hann svo verðið á blaðinu í eitt penny og upplagið fór yfir 150.000 eintök. „The Tim- es“ varð að nýju blaði og North- cliffe bjargaði því frá glötun. Yfir ritstjórnina rigndi frá honum á hverjum degi símskeytum með hrósi og skömmum eftir atvikum og ótal ráðleggingum, misgóðum. Deilur voru óhjákvæmilegar og harðast var deilt um pólitíska stefnu blaðsins, sem frá gamalli tíð studdi valdakerfið, ríkjandi stjórn, embættismannakerfið og opinber yfirvöld, en Northcliffe „blés á ráðherra og herforingja þegar honum fannst þeim skjátl- ast“. Snemma í fyrri heimstyrjöld- inni afhjúpaði hann geigvænlegan skotfæraskort gegn vilja rit- stjórnarinnar. Hann var sakaður um að ljóstra upp um ríkisleynd- armál, „The Times“ var brennt í Kauphöllinni og upplagið minnk- aði (Svar Northcliffes við ásökun fyrir skrifin um skotfæraskortinn og árásir „Daily Mail“ á þjóðhetj- una Kitchener lávarð var eftirfar- andi: „Það er betra að tapa upplagi en að tapa stríði.“) En bætt var úr skotfæraskortinum, skipt var um æðstu stjórn hersins, herskylda var innleidd og Lloyd George komst til valda. North- cliffe gegndi „eins sögulegu hlut- verki í fyrri heimsstyrjöldinni og Delane í Krímstríðinu" og styrj- aldarárin voru „einn glæsilegasti tíminn í sögu blaðsins.“ Northciiffe var kallaður „Napo- leon blaðagötunnar", þ.e. Fleet Street, en að lokum bilaði hann á geðsmunum og árin 1919—1922 voru martröð fyrir lesendur og starfsmenn blaðsins. Dawson var rekinn 1919 og eftirmaður hans, Henry Wickhman .Steed (d.1956), var kominn á fremsta hlunn með að segja af sér þegar Northcliffe lézt. Eitt síðasta verk Northcliffes var að kaupa nokkurn hlut, sem Walter hafði haldið í blaðinu þegar hann seldi það. í júní 1922 féll hann saman í Evian og var sendur til London. Þá linnti ekki hringingum frá honum til „The Times“ og gripið var til þess ráðs að taka símann úr sambandi. Þó tókst honum að ná sambandi í einhvern síma um hánótt og hann hrópaði: „Ég heyri sagt að ég sé brjálaður. Látið bezta manninn fylgjast með fréttinni." A banabeðinum færði North- cliffe fram tvær óskir og sú fyrri var að hann yrði jarðsettur við hlið móður sinnar. Hina óskina orðaði hann þannig: „Ég vil fá heila síðu í „The Times“ með æviatriðum mínum eftir einhvern sem þekkir þau út í æsar og forystugrein eftir bezta manninn, sem þið getið náð í þegar þar að kemur." Við lát hans skrifaði J.L. Garvin, ritstjóri „The Observer“: „Mér líður eins og manni mundi líða ef Niagara-fossar þornuðu upp og hyrfu...“ Þjóðarstofnun Rothermere lávarður, bróðir Northcliffes, vildi halda blaðinu, en samkvæmt samningi sínum við Northcliffe 1908 hafði Walter rétt til að kaupa blaðið aftur og það gerði hann ásamt J.J. Astor maj- ór, sem varð stærsti hluthafinn. Þeir vildu gera blaðið að þjóðar- stofnun og forðast að blaðið yrði „leiksoppur metnaðargjarnra einkaaðila". Þeir mynduðu því stjórn nokkurra áhrifamanna (kallaðir „governors"), þar á með- al forseta hæstaréttar, forseta konunglega vísindafélagsins, bankastjóra Englandsbanka og rektors All Souls College í Oxford. Geoffrey Dawson var aftur ráð- inn aðalritstjóri og gerbreytti „The Times“. Ritstjórarnir fengu frjálsar hendur samkvæmt sam- komulagi við eigendur, sem gátu ekki skipt sér af málum ritstjórn- arinnar. Dawson varð sjálfstæð- asti ritstjóri í Bretlandi. Letri blaðsins var breytt 1932 og ýmsar tækninýjungar voru teknar upp og athygli vakti að „hausnum" var breytt þannig að hann var með latnesku letri í stað gotnesks áður. Skipulagi blaðsins var breytt, auglýsingar jukust og upplag blaðsins jókst úr 185.000 þegar Dawson tók við í 334.000 í byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar. Dawson tók aftur upp þá reglu að fréttir væru nafnlausar til að skapa blaðinu traust og virðingu og litlu auglýsingarnar voru áfram á forsíðu. Síðan komu íþróttafréttir, sem voru oft betur skrifaðar en í útbreiddari blöðum, en fréttirnar og leiðarinn voru þungamiðja blaðsins. Blaðið kom sér upp einhverri víðtækustu fréttaþjónustu í heimi og seldi mikið af efni til ótal erlendra blaða og fréttaritarar þeirra fengu skrifstofu í byggingu „The Times". Reynt var að hafa frétt- irnar eins nákvæmar og nokkur kostur var og skýr greinarmunur gerður á fréttum og skoðunum. Skoðanir blaðsins komu fram í leiðurum, leiðarar voru fjórir dag hvern og hinn síðasti jafnan í léttum dúr. Sambandi við lesendur var haldið í hinum frægu bréfa- dálkum lesenda, þar sem jafnt fremstu menn þjóðarinnar sem venjulegt fólk skrifuðu um allt milli himins og jarðar. Stundum voru lesendabréf notuð til að kanna viðbrögð almennings. Þing- fréttirnar voru miklu viðameiri en í öðrum blöðum og sérstakur dálkur fyrir fréttir af hirðinni og hefðarfólki; auk mjög ítarlegra frétta um efnahagsmál. Allt efni var sett fram á mjög virðulegan máta, yfirleitt eindálka, og þótt tvídálka fréttir kæmu fyrir þurfti mikið til ef þriggja dálka fyrir- sögn var sett á frétt.Síðasten ekki sízt flutti blaðið virðulega bók- menntadálka. Friðkaupastefna „The Times“ gekk einstaklega vel undir stjórn Dawsons, sem endurnýjaði blaðið og yngdi það upp, jafnframt því sem hann hélt í gamla og góða hefð. Hann hefði verið talinn einn merkasti rit- stjóri blaðsins, ef hann hefði ekki haft óheillavænleg afskipti af utanríkismálum. Dawson „kunni ekkert erlent tungumál, þekkti lítið til málefna á meginlandinu og var þröngsýnn í sarnræmi við enska hefð“. Hann tortryggði Frakka, taldi að Þjóðverjar hefðu sætt óréttlátri meðferð í Versölum og „leit á það sem meginhlutverk sitt að halda Frökkum í skefjum og byggja upp heiðarlegt samband við Þjóðverja". Því varð Dawson einn helzti talsmaður og raunar málpípa hinnar svokölluðu frið- kaupastefnu (appeasement) Breta á árunum fyrir síðustu heims- styrjöld. Hann var náinn vinur höfunda þeirrar stefnu, Baldwins, Chamberlains og Halifax, og hlustaði með virðingu á það sem Henri de Blowitz, „pressuprins- inn“, hinn kunni fréttaritari „The Times“ í París fyrir alda- mót. Ly dear 9f*lier, I ok. verjr acrry not. to hnv* seen you before T Ltart or« tay world tour. 1 oftould have ilited to Li«cus« with you at frínting House Square. L'h« Faper ia coiclnfí 8«.ti**factorily throutrh this Lravo flrtanðial ori«i» in r»#>wapapero. I cannot Lay ctcre thar tfcat. At th* praaent raostertt X bej iovft khere are ohiy three aominc hfjwgpapero In London Ifcnat are paying oxpensee. í aa parfcly i'or reaaone of hoaltfc fcecuu8e I thiuk. *e ought tc kno* LiKe »tid worit of tfce J.apanese. íou, I fcnoi ‘or hoaltfc eotireiy, ar:d I oarr-eetiy tr»*nt that you iely reetoreA. Xoure aincöreiy J ofch ?ial THE TIMES Should Europe share North Sca oil? Page 16 New Zealand DC10 with 257 on board crashes into volcano on Antarctic sightseeing flight EEC leaders face threat to throw out budget Higher ta\ threafened if pay rises continue Call for concessions Bréf fré eiganda „The Times", North- cliffe lávarði, til framkvæmdastjórans, John Walter IV. Skömmu síðar bilaöi Northcliffe á geósmunum og einu ári síðar var hann létinn. Northcliffe lávarður, braut- ryðjandi í útgéfu blaða fyrir almenning og útgefandi „The Times“ 1908 til 1922. Denis Hamilton, sem varð aðal ritstjóri þegar Thomson lávarð ur keyptí blaðið. J.J. Astor majór, sem keypti meirihluta í „The Times" 1922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.