Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979 56 Steíngríms Saga og sex aörar nýjar bækur STEINGRÍMS SAGA Sjálfsævisaga Steingríms Steinþórssonar forsætisráðherra Brýtur í blað í íslenskri ævisagnaritun Þegar Steingímur Steinþórsson féll frá lét hann eftir sig handrit að ævisögu sinni. Hann hélt lengst af dagbækur og byggði sögu sína á þeim. Ævisaga Steingríms er því skráð eftir heimildum sem ritaðar voru í hita baráttunnar frá degi til dags og í sögunni er ekkert undan dregið. Steingrímur er opinskár og einlægur og fjallar á þann hátt um menn og málefni að bók hans á fáar sér líkar. Hann hlífir engum og allra síst sjálfum sér. STEINGRIMS SAGA ER ÍSLENSK STÓRSAGA Roy Hattersley: NELSON flotaforinginn mikli Nelson er einn af mestu sæ- görpum allra tíma. Þrír miklir sigrar hans í orrustunum við Níl, Kaupmannahöfn og Trafalgar tryggðu honum frægð og þakk- læti föðurlandsins. Áhrif Nelsons á gang veraldarsög- unnar eru ótvíræð. Hannes Pálsson frá Undirfelli VOPNASKIPTI OG VINAKYNNI Andrés Kristjánsson skráði Hannes rekur misvirðasama og margþætta lífssögu sína af mik- illi ósérhlífni, opinskáu hrein- lyndi, glöggskyggni og heiðar- leik — og án feluleiks eða tæpi- tungu um menn og málefni — einnig um sjálfan sig. Per Sundböl: ÍSLANDSPÓLITÍK DANA 1913-18 Þessi bók varpar nýju Ijósi á sjálfstæðisbaráttu l'slendinga og kallar marga stjórnmálamenn fram á sjónarsviðið. Þetta er þörf bók sem á erindi við alla sem unna íslenskri sögu. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, þýddi. Jón Bjarnason frá Garðsvík: BÆNDABLÓÐ Það er þjóðlegur fróðleikur, kraftur og kitlandi kímni í þók þessa norölenska bónda. Hann segir forkostulegar sögur af fólki og fénaði og varpar skemmtilegi Ijósi á þaö líf sem lifað var í landinu til skamms tíma. Om og Örlygur Vestungötu42 s 25722 Sigurgeir Magnússon: ÉG BERST Á FÁKI FRÁUM Fjörhestar- og menn Þessi bók hefur á sér öll ein- kenni þeirra ritverka um hesta sem minna á bókmenntir um konur, en jafnframt talar höf- undurinn tæpitungulaust um ýmislegt sem hann telur að mætti betur fara hjá hesta- mönnum og forsvarsmönnum þeirra. Metsöluþókin: UPPREISN FRÁ MIÐJU Frá því að bók þessi kom út í Danmörku í febrúar 1978 hefur hún vakið óskipta athygli víða um heim og selst í metupplög- um. Höfundar hennar lýsa nýrri þjóðfélagsgerð og skilgreina þá þróunarleið ýtarlega og undan- bragðalaust. Ólafur Gíslason þýddi. eb Klapparstig 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.