Morgunblaðið - 07.12.1979, Side 4

Morgunblaðið - 07.12.1979, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979 32 » SAGA. Tímarit Söguíélgs. XVII — 1979. tltg. Sögufélg. Rvk, 1979. Á seinni árum hafa allmargir íslenskir sagnfræðingar valið sér að viðfangsefni samskipti íslend- inga og englendinga á umliðnum árum og öldum. Ástæðurnar hygg ég vera einkum tvær. í fyrsta lagi blíð og stríð kynni þessara tveggja grannþjóða seinustu fjörutíu árin. I öðru lagi áhrif frá Birni Þor- steinssyni sem gerði þetta að kjörefni sínu — og raunar að ævistarfi sem sagnfræðingur. Ráðagerðir um innlimun íslands í Bretaveldi á árunum 1785—1815 heitir fyrsta ritgerðin í þessari Sögu, höfundur Anna Agnarsdóttir. Anna er ung að árum og nýliði í hópi sagnfræð- inga. Ritgerð hennar er greinagóð og vel unnin. Hún er líka forvitni- leg fyrir ýmissa hluta sakir. Til að Anna Agnarsdóttir mynda snertir hún skrítnasta hluta Islandssögunnar, valdatöku Jörundar hundadagakonungs hér árið 1809. Anna leiðir rök að því að Jörundur hafi átt — í fúíustu alvöru — að þjóna hér breskum hagsmunum, en hins vegar stóð breska stjórnin engan veginn að valdatöku hans, mun hafa verið henni andvíg, og þess vegna urðu völd Jörundar hér svo skammvinn sem raun varð á. En til voru meiri háttar menn en Jörundur sem vildu að England sölsaði undir sig ísland. Anna upplýsir að »á tímabilinu 1785— 1815 hvöttu ýmsir Bretar bresku stjórnina til að slá eign sinni á Island. Voru þessar tillögur und- antekningarlaust komnar frá einkaaðilum, sem virðast fyrst og fremst hafa haft eiginhagsmuni í huga.« Bðkmenniir eftir ERLEND JÓNSSON En ísland varð ekki bresk ný- lenda, þó svo að bretar væru nægilega sterkir og meira en það til að hrifsa landið af dönum. Hvað hélt aftur af þeim?. Anna svarar því í niðurlagsorðum: »Þegar öllu er á botninn hvolft, má segja, að meginástæðan fyrir því, að Bretar innlimuðu ekki Island í Bretaveldi, hafi verið sú, að talið hafi verið, að það gæti ekki borgað sig, enda hafi bæði skort stjórnmálalegar og efna- hagslegar forsendur fyrir töku landsins.« Næst er ritgerð eftir Ólaf R. Einarsson sem hann nefnir Fjár- hagsaðstoð og stjórnmálaágrein- ingur og fjallar um »áhrif er- lendrar fjárhagsaðstoðar á stjórn- málaágreining innan Alþýðu- flokksins 1919—1930.« Því næst rita þeir Anders Bjarne Fossen og Magnús Stefánsson um verslun Björnvinjarmanna á íslandi 1787—1796, en þar næst er svo ritgerð Helga Þorlákssonar, Miðstöðvar stærstu byggða. »Því sést hér ei stórbær með Ijómandi torg?« kvað Einar Ben þegar hann sigldi á gufubáti upp eftir Hvítá. Einar var að spyrja um sam- tímann. En Helgi spyr hér um fortíðina — hví risu ekki á fót þéttbýli kringum verslunarstaðina fornu — hér eins og í öðrum löndum? »Alkunnugt er,« segir Helgi, »að bæir urðu ekki til á íslandi á miðöldum. En til urðu miðstöðvar þar sem fólk kom saman árstíðabundið ýmissa er- inda og sums staðar verður vart forstiga þéttbýlismyndunar.« Helgi ræðir einkum um tvo staði: Hvítársvæðið og Eyrar. »Hvað olli því að á Eyrum varð ekki bær á miðöldum? Fátækt landsins og fámenni skiptu að sjálfsögðu miklu máli. Þó virðist mjög sennilegt að ísland hefði « getað borið smábæ á Eyrum á f.hl. 14. aldar, þ.e. áður en upp kom svarti dauði í Noregi og dofnaði yfir sambandi milli landanna. Fólksfjöldi hefur þá líklega verið með því mesta sem varð á Islandi fram á 19. öld, atvinnulíf skipt milli sjávar og sveita og skreið eftirsótt. Líklega olli skortur sam- ræmdra pólitískra aðgerða því að Eyrar urðu ekki bær.« Svipað telur Helgi að komið hafi í veg fyrir þéttbýlismyndun á Hvítár- svæðinu — »fólksfæð en þó kannski fremur skortur pólitískra aðgerða og loks breyttir atvinnu- hættir olli líklega mestu um að svo varð ekki.« Allar eru þessar athuganir og hugleiðingar hinar merkilegustu því víst hefði íslandssagan orðið önnur ef hér hefðu þegar á miðöldum — eða »til forna« eins og löngum var sagt — risið á fót umtalsverðir kaupstaðir með fastri búsetu, verkaskiptingu og innlendri borgarastétt. Að svo varð ekki olli meðal annars því að upphaf þéttbýlismyndunar hér á Helgi Þorláksson liðinni öld og fyrri hluta þessarar var af mörgum talin óþjóðleg og uggvænleg þróun. Hefðina, fyrir- myndina, festuna vantaði. Jafnvel svo lengi sem á fimmta áratug þessarar aldar hélt framsóknar- þingmaður einn því fram í fullri alvöru að búseta í þéttbýli væri andstæð íslendingseðlinu. Þeim hluta sögunnar, sem varðar hug- myndir íslendinga um frumstig þéttbýlismyndunar í landinu, hafa sagnfræðingar þegar gert nokkur skil og munu vafalaust gera betur síðar. Þrjár ritgerðir eru enn í þessari Sögu: Skjalabók Helgafellsklaust- urs eftir Sveinbjörn Rafnsson, Var konungsúrskurðurinn um stofnun Innréttinganna brot á samningsbundnum rétti Hör- mangarafélagsins eftir Jón Kristvin Margeirsson og Sagn- fræði og félagsfræði, síðari hluti ritgerðar eftir Loft Guttormsson, auk þess ritfregnir, félagatal, upp- lýsingar um höfundana og fleira. Það sannast á hinum mikla félagafjölda í Sögufélaginu hversu áhugi á sagnfræði er hér almenn- ur. Þetta ágæta ársrit, sem stækk- ar að blaðsíðutali með hverju árinu sem líður, er líka alþýðlegt á sína vísu. Eigi að síður hefur tekist að halda því á ströngu sérfræði- stigi og verður svo vonandi áfram, það er að segja að einungis verði birtar ritgerðir sem reistar eru á nýjum og traustum rannsóknum. Þjóðlegur fróðleikur, sem alþýð- legir fræðimenn hafa tekið að sér að sinna, er ekki síður merkilegur. En hann er annars konar og fær inni í öðrum ritum. Saga, tímarit Sögufélagsins, er vísindarit og á að vera það. Varð það örugglega síldin sem brást? Anton Helgi Jónsson: DROPI ÚR SÍÐUSTU SKÚR (ljóð) 60 bls. Mál og menning ’79. ÞESSI ljóðabók finnst mér góð. Vitaskuld þykja mér ekki öll ljóðin í henni jafn góð, en sem heild finnst mér hún góð. Ég tel mig þess engan veginn umkominn að gefa Antoni Helga holl ráð hins gamalreynda skálds, eins og einatt tíðkast í ritdómum um bækur ungra höfunda. Það er einfaldlega vegna þess að ég er ekki gamal- reynt skáld, heldur í alveg sömu aðstöðu og hann sjálfur, enda held ég að við séum nærri jafnaldrar. Ég get því einungis sagt hvað mér finnst um bókina og hvers vegna. En fyrst nokkrar staðreyndir: Þetta er önnur ljóðabók höfund- ar, sú fyrsta, Undir regnboga, kom út 1974 og þekki ég ekkert til hennar. Þessi nýja bók skiptist í fjóra kafla, sem heita: Heimslyst- arsálmar, Farsælda frón, Mánu- dagar og Þjóðvísur. Þessi kafla- skipting virðist mér fremur vera tæknilegt atriði, en að ljóðin í hverjum kafla fyrir sig eigi nokk- uð sérstakt sameiginlegt sem skilji þau frá hinum. í fyrsta, öðrum og fjórða kafla er að finna ljóð um margvísleg efni, bæði mjög persónuleg ljóð og ljóð um lífið og tilveruna og þjóðfélagið. Þar má m.a. finna sniðugt ástarljóð, sem hefur að geyma þessar setningar: Ég vil yrkja nafn þitt og mitt og plús á milli á biðskýli öll og simaklefa í bænum. Tvö á samá miöa feröumst við meö hjörtun aö leiðabókum. Bókmenntlr eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON Til dæmis um hin pólitísku ljóð langar mig að tilfæra bröt úr Heimslystarsálmi nr. 2: Hreinir eru draumar sem klukkur raska spakar samræður sem verkstjórar slita göfugar hugrenningar sem stritið kæfir. Og sannlega sannlega segi ég yður meðan ekki er siglt vegna hagsmuna ræðaranna er letin er letin letin dyggð. Anton Helgi víkur einnig að trúmálum og í ljóðinu Illa feðr- aður drengur má lesa þessi orð: En eigi ég að boða fögnuð er hann þessi: Það kemur ekkert guðsríki Það kemur ekkert guðsriki. Von er um bjartari daga verði þörfin fyrir guði sigruð og börnin sem fæðast og gráta frelsarar heimsins. Besti hluti bókarinnar finnst mér þó vera þriðji hlutinn, Far- sælda frón. Sá ljóðaflokkur hefur að geyma ljóð um ýmsa viðkomu- staði á hinum margræga Hring- vegi. Hér er þó ekki um að ræða meðvitundarlausan óð til lands- lagsins, heldur eins konar alls- herjar áminningu til íslensku þjóðarinnar um að hugsa sinn gang, en gleyma sér ekki í óminn- islandi „velferðarinnar". Og þar eð mér finnst þetta einmitt vera hlutverk ungra skálda, finnst mér þessi ljóðabók góð. Að lokum enn eitt dæmi; úr ljóðinu, Á Siglufirði: Smábær í herpinót skyndigróöans úr brúnni stjórnuðu hverfulir peningamenn. Siðan hefur lóðað A einni spurningu: Var það orugglega síldin sem brást? Kaupmannahöfn 24.11 ’79 Hafa þeir bæði heyrn og mál Valdís Óskarsdóttir: Búálfarnir Myndskreyting meginmáls: Katrín Jónsdóttir. Myndskreyting kápu: Bjarni D. Jónsson. Prentsmiðjan Oddi hf. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. - 1979. Álfasaga þessi gerist í mann- heimum eins og flestar sögur um álfa. Þótt trúin á tilveru þeirra sé að mestu dauð fyrir meir en hundrað árum eru sögur af þeim og samskiptum þeirra við menn- inga enn í fullu gildi. Samkvæmt fornum sögnum gátu heimkynni álfa verið í hólum, steinum, sjó og jafnvel í lofti. Hefðin hefur verið sú að búálfar væru helst í sveitum og létu sér annt um hag bús og barna. Ekki held ég að þeir séu íslenskt fyrirbrigði í vitund fólksins. Sjonni er „búálfur, dvergur eða álfur" og á heima í steinvegg frystihúss í Vestmannaeyjum. I Bókmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR frystihúsinu vinnur ungur Reykvíkingur Sveinn eða Svenni. Einkennileg atvik verða til þess að þeir Sjonni og Svenni hittast og verða vinir. Sjonni sem áður hefur átt heima í Reykjavík fylgist síðan með Svenna til Reykjavíkur og sest að á heimili hans í litlu, gömlu húsi. Brátt er allt krökkt af búálfum heima hjá Svenna og allt erfiðið sem Sjonni hefur skapað honum margfaldast. Svenni lætur það ekki á sig fá. Hann kemur fram eins og fyrirmyndar húsráð- anda sæmir, enda hefur hann líka gaman af jtessu ærslafulla litla álfafólki. Álfarnir eru sýnilegir Svenna, en ósýnilegir vinum hans og út frá því skapast ýmsir skrýtnir atburðir. Þegar Svenni ætlar að flytja úr gamla húsinu í blokk, flytur álfaskarinn út í hraun. Það er einkum dvergurinn Þrammi sem ræður því — hann getur ekki lifað inni í borginni þar sem „gervináttúran" gerir honum gramt í geði. „... Rennisléttir grasfletir og gangstígarnir út- reiknaðir í skrefafjölda ..." Valdís Óskarsdóttir Valdís Óskarsdóttir segir skemmtilega frá og hefur mikið hugarflug. Hún reynir ekki að gera sögufólk sitt meira né gáf- aðra en aðra. Það er líf í tuskun- um í þessari bók og margt gerist. Áreiðanlega þekkja börnin sig sjálf í frásögnum hennar af álfun- um. Og hver þekkir ekki glaðan og gáskafullan krakkahóp, sem ærsl- ast og ruslar til eins og álfarnir. — Og krakka sem ekki þvo sér. Ekki er ástæða til að amast við því þótt álfarnir bulli stundum. Það gerðu þeir líka þegar álfatrú var við lýði. í gömlum sögum segir frá því er Sigurður nokkur Pálsson heyrði kveðið í Álfhól: „Ali mírin dansi florin bimbsi". Það var álfamál. Þetta er skemmtileg álfasaga sem börnin hafa áreiðanlega gam- an af. Kápumynd og myndir prýða bókina og frágangur allur er ágætur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.