Morgunblaðið - 07.12.1979, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979
37
ir, eða fylgdust með þeim að
minnsta kosti, og tilkynntu hlut-
aðeigandi mjólkurbúi um þær án
tafar. Þetta gerðist því miður
ekki, eða mistókst, svo að gjöf
fúkalyfja handa mjólkurkúm er
nú hvort tveggja, eftirlitslaus og
takmarkalaus. Munu þeir mjólk-
urneytendur vandfundnir á
íslandi, sem ekki fá þessi „ágætu"
lyf öðru hverju eða jafnvel stöðugt
með kúamjólkinni.
Það er öllum ljóst, sem til
þekkja og ekki síst mjólkurfram-
leiðendum, að erfitt eða nær
ógerlegt er að rekja til uppruna
síns svolítið af fúkalyfi, sem
finnst í innihaldi 2.000 1. mjólkur-
tanka við móttöku í mjólkurbúi.
Ekki dygði minna en stöðugar
prófanir og mælingar á fúkalyfj-
um í mjólk hvers einasta fram-
leiðanda, til þess að finna þá
brotlegu. Bannið í reglugerðinni
er því gagnslaust, þangað til
skipulögð hefur verið sjálf lyfja-
gjöfin og eftirlit með henni.
Ég ætla að láta íslenskar rann-
sóknastofnanir um það, að birta
fyrirliggjandi niðurstöður hér að
lútandi, s.s. hversu mikið er af
fúkalyfjum í mjólkinni og hverj-
um truflunum við framleiðslu osta
og súrmjólkur fúkalyfin í
mjólkinni hafa valdið. Heilbrigð-
iseftirliti ríkisins „undir stjórn
landlæknis" er svo best treystandi
til þess að gera grein fyrir því,
hversu heilsusamleg þessi lyfja-
gjöf er fyrir mjólkurneytendur.
Lagfæringar
Af framanskráðu er ljóst, að
það er einkum tvennu, sem er
ábótavant í matvælaeftirlitinu á
íslandi, þ.e. stjórn eftirlitsins og
reglugerðunum, sem starfa skal
eftir. Hvort tveggja má lagfæra ef
vilji er til þess.
1. Verksvið matvælaeftirlitsins er
miklu stærra en svo, að Heil-
brigðiseftirlit ríkisins geti farið
með stjórn þess, til viðbótar öllu
öðru, sem heilbrigðisþjónustan í
landinu nær til. Auk þess er
matvælaeftirlit sérgrein, byggð
á staðgóðri þekkingu í matvæla-
fræði, einkum á sviði gerlafræði
og efnafræði, sem ekki er að
vænta, að læknisfræðin nái yfir,
að þeirri grein ólastaðri. Mat-
vælaeftirlitið verður því að
skilja frá Heilbrigðiseftirlitinu
og setja það undir sérstaka
stjórn, sem ekki hefur neitt
annað eftirlit með höndum.
2. Reglugerðir um matvælaeftirlit
eiga fyrst og fremst að vera
þannig, að unnt sé að vinna eftir
þeim. Skýringar á hugtökum
eiga að vera greinilegar og
rökréttar. Og í vörulýsingum á
að setja greinilega fram það,
sem vega skal og meta, þannig
að séð verði í aðalatriðum,
hvernig varan á að vera og
hvernig ekki, til þess að hún
teljist hæf til neyslu. Þetta,
ásamt ákvæðum um merkingu
vörunnar, ber að skoða sem
lagaboð. í þennan kafla reglu-
gerðar ber að forðast að setja
ákvæði, sem ekki verður full-
nægt undir fyrirliggjandi kring-
umstæðum. í öðrum köflum
reglugerðarinnar geta svo verið
kröfur og leiðbeiningar um
framleiðsluhætti og eftirlit, en
þar verða afdráttarlausar skip-
anir oft hlægilegar.
Codex Alimentarius
Fyrirmynd að matvælareglu-
gerðum, þar sem settir eru annars
vegar staðlar um gerð og merk-
ingu matvæla og hins vegar leið-
beiningar um framleiðsluhætti, er
að finna í skráningu þeirri á
alþjóðlegum matvælastöðlum
(Codex Alimentarius), sem verið
er að framkvæma á vegum FAO
og WHO. I stöðlunum fyrir ein-
stakar vörutegundir, eða fleiri
tegundir saman, eru lýsingar á
vörunni og uppruna hennar, gerð
grein fyrir þeim efnisþáttum og
aukaefnum, sem í henni skulu eða
mega vera, og mengun, sem ekki
má þar vera, ennfremur hvernig
varan skuli merkt. Staðlar þessi
(Recommended Standards) hafa
lagagildi hjá þeim þjóðum, sem
gangast undir þá, og auðvelda þeir
þá mjög milliríkjaviðskipti, svo
sem til var ætlast. Út eru nú
Fjórir hreppar með fund
í tilefni „Barnaársins44
komnir um eitt hundrað svona
staðlar. Til viðbótar þessum stöðl-
um eru svo gefnar út reglur um
framleiðsluhætti (Codes of Prac-
tice). Eru þetta allstór rit með
ítarlegum leiðbeiningum og út-
skýringum varðandi framleiðslu
matvælanna. Út eru komnar
nokkrar svona reglugerðir, m.a.
fyrir frystan fisk og lagmeti.
ísland hefur tekið þátt í þessari
alþjóðlegu staðlagerð frá upphafi
hennar, árið 1964. Síðustu 3 árin
hefur verið skipulögð hér dreifing
á stöðlum, reglugerðum um fram-
leiðsluhætti og margvíslegum
skýrslum og skjölum um þessi mál
til viðkomandi aðila hérlendis. Má
þá vænta þess að einhverjum hafi
lærst að taka rétt á hlutunum,
næst þegar semja skal eða endur-
skoða reglugerðir um matvælaeft-
irlit, og lögð verði þá niður sú
grautargerð, sem ráðandi hefur
verið í þessum efnum siðustu árin.
í TILEFNI „barnaárs“ gang-
ast barna- og áfengisvarna-
nefndir Hvalfjarðarstranda-
hrepps, Skilmannahrepps,
Leirár- og Melahrepps fyrir
fundi í Heiðarskóla í dag
föstudag. —
Umræðuefni fundarins er að
Hrefna Tynes æskulýðsleið-
togi flytur erindi sem hún
nefnir: Foreldrar, börn og
heimili. — Þá flytur Karl
Helgason fulltrúi áfengis-
varnaráðunauts erindi um
áhrif áfengisneyzlu fullorð-
inna á börn. Nemendur í
Heiðarskóla lesa úr ritgerðum
sínum er þau sömdu í tilefni af
„viku gegn vímuefnum" nú í
haust. — Fundarmenn geta
komið með fyrirspurnir, sem
leitast verður við að svara.—
Fundurinn er öllum opinn
og vilja nefndirnar hvetja
foreldra til að fjölmenna á
fundinn, sem hefst í Heiðar-
skóla, sem fyrr segir kl. 14.30 í
dag.
(Úr fréttatilk.)
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Landslidið
Það má með sanni
segja að á „Vitltum
Heimildum" sé
samankomið
landslið íslenskra
popptónlistar-
manna, því hér
koma m.a. fram,
Stuömenn, Lonli
Blú Bois, Lumm-
urnar, Halli og
Laddi, Diddú og
Egill, Gunnar
Þórðarson,
Brimkló ásamt
mörgum fleiri frá-
bærum mönnum
og konum.
\fít TTAD IXFTMTT TITO
V iLLliiíl JQLliVVILIJ1 Ji
nn r*rT1 rriT fin
«dU blUULUb
7. Drykkjuvísa l‘W2
(E"V, ri'ö-Göössr' :ir*a?i* wíaage)
2, IJt á stoppistcíð
3. Rurt með þér
5. Katrín og Olivcr
6. Dansað á dekki
VA íp.Wohófcw E.
S.Bíólagið
9. Það blanda aiiir
ianda
4. Sói í dag
[Jwjb M-jgi'óssort)
lO.Ásvörtmn lakkskóm:
Hlið2.
1. Óskadratimur
j 5. A góðtim degi
9. i'.freyjar
i (Sróíár. S
lOÆiskisaga
| SíBSTAKAB ÞAB.KtB TR
í AsryA>,DSSOMA« r v»í« val '..aoa A
; ÞfssA ok.cn>
tiTi.iT•''PSTtjB •iAi.I.OÓflSS!
6. Ég er maðtuinn
hcnnar i wuwmm »>.
Jónínu hans Jóns
úfrna ItwíSfddseö/todi'íð; W'mjiA
j Ai-i-UR fCrnw Sn
Hliðl.
I. Mér cr aiveg sáina
j 2. Hcirn í Búðardai
I 7, Vertu ekki að horfa
j svona ailtaf á mig
4. Bióðrautt sóiarlag
3. Ródi raunamseddi
8, Túri kiúrt
Villtar Heimildir
— 201aga
studplata
sem borgar sig aö eignast, enda kostar
. 0 _ .