Morgunblaðið - 07.12.1979, Qupperneq 13
ÁALDARÁRTÍÐ
JÓNSIJIGURÐSSONAR
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979
41
Formenn stjórnmálaflokkanna fjögurra, Alþýöuflokks, Alþýöubandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæö-
isflokks voru spurðir hvaö væri aö þeirra mati eftirminnilegast frá starfi Jóns Sigurðssonar.
Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins:
„Enginn getur sá gjört
fullt gagn sem
frelsi til
ekki hefir
stofnað skyldi til iðn- og verslun-
arnáms og það samþætt námi í
neðstu bekkjum lærða skólans
(menntaskólans), sem þar með
hefðu orðið hliðstæðir fjölbraut-
arskólum nútímans, og telur
óþarft og jafnvel skaðlegt að prófa
í öllum námsgreinum, enda verði
kennslan þá um of bundin við
próf. Nokkrar greinar (kjarna-
greinar) skyldu þó vera prófs-
greinar, og var saga í þeim flokki.
Þessi dæmi og fleiri benda til, að
Jón hafi verið framsýnn maður,
Þótt mat hans á mikilvægi ein-
stakra námsgreina hafi ekki stað-
ist tímans tönn, því miður.
Jón er nú kunnastur sem foring-
inn í sjálfstæðisbaráttunni og að
makleikum, enda markaði hann
þá stefnu, sem fylgt var í því máli
fram á þessa öld og reyndist
sigursæl, og lagði á ráðin um
baráttuaðferðir. Þetta er allmikils
virði, en líklegt verður að telja, að
sambandi Islands og Danmerkur
hefði verið slitið á þessari öld, þótt
hans hefði ekki notið við. Hitt er
ólíklegra, að baráttan á tímabilinu
1840—1880 hefði verið jafn mark-
viss án hans og baráttuaðferðir
jafn árangursríkar. Þá má þakka
Jóni, að baráttunni var hagað á
þann hátt, að ekkert tilefni var
gefið til hernaðaríhlutunar, en
slíkri íhlutun beittu Danir í
Slesvík-Holstein um miðja 19. öld
að gefnu tilefni. Annars er nánast
út í hött að bollaleggja um fram-
vindu sjálfstæðisbaráttunar, ef
Jóns hefði ekki notið við. Störf
hans á öðrum sviðum hafa legið í
hálfgerðu þagnargildi miðað við
þjóðmálastörfin. Sum þeirra
hefðu þó nægt til að halda nafni
flestra annarra manna á loft, en
svona vill oft fara, ef af miklu er
að taka.
Rit- og vísindastörf
Jóns lítt kunn
þorra landsmanna
Ýmsir meta og virða Jón fyrir
rit- og vísindastörf hans, en sá
þáttur ævistarfsins mun þó vera
þorra landsmanna lítt kunnur.
Einnig vill gleymast, að Jón eggj-
aði landa sína lögeggjan til fram-
fara á öllum sviðum atvinnulífsins
og fræddi þá um nýjungar í
atvinnumálum. Honum var um-
hugað um, að framfarirnar ættu
upptök sín hjá landsmönnum
sjálfum, en var þó ekki frábitinn
því að heimila erlendum mönnum
að athafna sig hér, ef íslendingar
bæru ægishjálm yfir öllum þeirra
athöfnum. Þetta sjónarmið 19.
aldar mannsins mun eiga sér
marga formælendur enn, ef marka
má umræðu síðustu ára.
Vakning til
pólitískrar virkni
Ari Finnsson í Saurbæ á Rauða-
sandi kvartar árið 1846 um það í
bréfi til Jóns, að félagslíf á íslandi
sé hverfandi lítið, fundarhöld nær
engin og bæði skorti nytsamlegar
bækur og blöð. Þetta voru orð að
sönnu. Örfá félög og fámenn
störfuðu í landinu, mismörg eftir
landshlutum, og ekkert blað í
nútímamerkingu þess orðs var þá
efið út (Þjóðólfur hóf göngu sína
1848). Jón Sigurðsson hafði trölla-
trú á mætti samtakanna og hvatti
landa sína óspart í bréfum og
ritgerðum í tímariti sínu, Nýjum
félagsritum, til að stofna félög og
halda fundi. Á fundum þessum
áttu landsmenn að hans dómi að
ræða þjóðmál og hagsmunamál
einstakra byggðarlaga og sam-
þykkja bænaskrár til Alþingis um
umbætur. Jón var líka ekkert að
liggja á því, ef einhverjir urðu við
þessum tilmælum hans. Slíkra
funda var rækilega getið og það
sjálfsagt í þeirri von, að framtakið
yrði öðrum fordæmi. Fundarboð-
endum var í fréttum gefinn allur
heiðurinn af framtakinu, en hitt,
lét Jón liggja í þagnargildi, að
hann hafði oft og einkum í fyrstu
stungið hugmyndinni að einhverj-
um þeirra áður. Þessi háttur hefur
án efa reynst vænlegur hvati.
Árangurinn af þessu starfi varð
sá, að þjóðmálafundir urðu all
tíðir um og eftir 1850 og mörg
félög voru stofnuð um svipað leyti,
bindindisfélög, bændafélög, lestr-
arfélög og verslunarfélög o.fl.
Upphaf flestra þeirra má vafalítið
rekja til hvatningar frá Jóni eða
fylgismönnum hans í ræðu eða riti
og hann styrkti ýmis félaganna á
einn eða annan hátt. Jón hefur því
átt flestum öðrum mönnum meiri
þátt í að efla félagslíf í landinu og
sannfæra landsmenn um nauðsyn
samtaka. Á nútímamáli mætti
orða þetta svo, að hann hefði
öðrum mönnum fremur vakið
landa sína til pólitískrar virkni.
Við sem nú byggjum þetta land
njótum vafalítið enn ávaxtanna af
þessu starfi hans.
Hér hefur verið drepið á nokkur
atriði úr ævistarfi Jóns Sigurðs-
sonar í tilefni af 100 ára ártíð
hans. Jón hefur verið og er í meiri
metum meðal þjóðarinnar en
nokkur maður annar og er það
mjög að makleikum. Hann var
réttur maður á réttum tíma,
maður sem þekkti sögu lands síns
og þjóðarhag og kunni glögg skil á
þjóðfélagsmálum og stjórnmálum
erlendis og bar gæfu til að hag-
nýta allt þetta til framdráttar
baráttumálum sínum, sem jafn-
framt voru hagsmunamál allrar
þjóðarinnar. Hann hefur markað
dýpri og fleiri spor í íslandssög-
unni en aðrir menn á síðari öldum,
að Skúla Magnússyni einum þó
e.t.v. undanskildum.
Mestu máli skiptir að reyna
að svara þeirri spurningu, hvað
við nútíðarmenn getum lært af
Jóni Sigurðssyni, hvaða skoðan-
ir hann hafði og hvort þær eiga
enn við. Þessari spurningu ætla
ég að reyna að svara í þeim
örfáu orðum, sem hér fara á
eftir og eru raunar að miklu
leyti tilvitnanir í skrif Jóns
Sigurðssonar.
Jón Sigurðsson var auðvitað
umfram allt foringi okkar í
sjálfstæðisbaráttunni. Takmark
hans var sjálfstæði íslensku
þjóðarinnar. Fyrir þessu sjálf-
stæði færði hann rök, og greindi
jafnframt forsendur þess.
Rökin, sem Jón Sigurðsson
færði fyrir sjálfstæði íslensku
þjóðarinnar, voru annars vegar
þau, að hún ætti rétt til sjálf-
stæðis samkvæmt Gamla sátt-
mála 1262 og öðrum réttarheim-
ildum og hins vegar þau, að
sérstök menningarverðmæti
væru fólgin í sögu þjóðarinnar,
tungu, bókmenntum og siðum,
sem þeir, er byggðu landið hefðu
fengið í arf, bæru skyldu og
ættu rétt til að njóta, varðveita
og ávaxta fyrir eftirkomendur
sína, og jafnframt sem þátt í
menningarmynstri mannkyns.
Nútíðarmenn hljóta að benda
á það, að Jón var réttar-
sinni, fór með friði, en beitti
ekki ofbeldi, sótti rök í sögu og
rétt þjóðarinnar, enda er það
eina vörn og von smáþjóðar.
Hvaða þjóð önnur hefur barizt
fyrir sjálfstæði sínu með rétt-
arskjölin og orðsins brandi ein-
an að vopni? Þennan vettvang
laga og réttar markaði Jón
Sigurðsson. Því miður heyrast
stundum þær raddir með íslend-
ingum, að hafa beri að engu lög
og rétt í viðskiptum við aðrar
þjóðir, ef það henti. En Jón
Sigurðsson hefði ekki hlustað á
þær.Og áminningar hans til
Islendinga um að glata ekki
þjóðlegum menningarverðmæt-
um eiga eins vel við 1979 og
1879.
Jón Sigurðsson var aldrei á
valdi þess óraunsæis og þeirrar
óskhyggju, sem fylgja stundum
miklum hugsjónum. Hann
greindi forsendur sjálfstæðis
íslenzku þjóðarinnar þannig að
af má læra enn í dag. Hann
vissi, að þjóðin varð að tryggja
öryggi sitt inn á við og út á við.
Hann hljópst aldrei frá þeim
vanda inn í einhvern óskaheim,
eins og sumir nútíðarmenn,
jafnvel þeir, sem hafa nafn hans
gjarnan á vörunum. Hann sagði
í Nýjum félagsritum 1841: „Þeg-
ar stjórnin sér ekki fyrir vernd
lífs og eignar og réttinda þegna
sinna, þá er hún ónýt stjórn, því
hún gjörir ekki það sem henni er
ætlað — hún stendur ekki í
skilurn". Og tveimur árum síðar
sagði hann í sama tímariti: „Það
er að vísu enginn kostur á
mannkyninu, að hver þjóð skuli
verða að vera viðbúin til varnar
á móti annarri eins og á móti
villidýrum, og að því leyti betur
sem menn eru slægari en dýrin“.
Og hann bætti við: „En svo
verður að búa sem á bæ er títt.“
Jón var raunsær í þessu efni
sem öðrum.
Jón Sigurðsson skildi það
einnig, að fátt var hættulegra
fyrir smáþjóð með einhæft at-
vinnulíf en að einangrast.
íslendingar gátu ekki á hans
dögum fremur en okkar rekið
sjálfsþurftabúskap, þeir verða
að verzla við aðrar þjóðir, reka
markaðsbúskap. Jón sagði í Nýj-
um félagsritum 1843: „Annar
annmarkaflokkur rís af því, að
verzlun Islands er bundin við
eitt land, en bægt frá öllum
viðskiptum við öll önnur. Þetta
er móthverft öllu eðli verzlunar-
innar og allrar menntunar, því
þar er grundvölluð á framför og
velgengni mannkynsins og hverr
býti öðrum gæðum þeim sem
hann hefir og allir styðji eptir
megni hverr annan." Og hann
sagði í sama hefti: „Ekkert land
í veröldinni er sjálfu sér
einhlítt." Athyglisvert er, að Jón
notaði jafnan hin almennu rök
fyrir verzlunarfrelsi, sem ættuð
voru frá Adam Smíth, föður
hagfræðinnar og einum helsta
hugsuð frjálshyggjunnar. Jón
benti á það, að eðli frjálsra
viðskipta er alveg eins samvinna
og samkeppni. Þar er engin
mótsögn.
Það er nútíðarmönnum þörf
áminning, sem Jón sagði í Nýj-
um félagsritum 1843: „Verzlun-
inni er eins háttað á íslandi eins
og annarsstaðar: að því frjálsari
sem hún verður, því hagsælli
verður hún landinu." Jón minnti
landa sína á þá reynslu, sem
þeir höfðu af einokunarverslun-
inni. Og hann var einnig óþreyt-
andi að gagnrýna það, að
ákvörðunarvaldið í öðrum mál-
efnum íslendinga, var í höndum
danskra valdsmanna í Kaup-
mannahöfn, en ekki íslendinga
sjálfra, sem þekktu þó vitanlega
þarfir sínar og aðstæður betur
en dönsku valdsmennirnir. Jón
var frjálslyndur, en ekki stjórn-
lyndur, hann var eindreginn
andstæðingur þeirra hafta, boða
og banna, sem áttu sér talsmenn
á hans dögum eins og okkar.
Heimildir eru fyrir því, að Jón
hafi lesið Frelsið eftir John
Stuart Mill, einn kunnasta
frjálshyggjuhugsuð nítjándu
aldarinnar, með velþóknun. En
raunar nægir að blaða í ritgerð-
um hans til þess að komast að
því, að hann var frjálshyggju-
maður, því að skilningur hans á
og rök fyrir frelsinu eru í anda
nútíðarmanna. Hann sagði í
Nýjum félagsritum 1843:
„Reynslan er hinn bezti kennari
mannkynsins, en enginn getur
sá reynt, sem ekkert má reyna,
og sannast þaraf, að frelsið er
hinn bezti læknir þeirra sára
sem ófrelsið hefir höggvið." Öllu
skýrar er varla hægt að orða
forn og ný rök fyrir frelsinu.
Ein bezta heimildin um
stjórnmálaskoðun Jóns er þó
líklega ritgerðin um Alþing á
íslandi í fyrsta hefti Nýrra
félagsrita 1841. Þar mælti hann
fyrir því, sem á nútíðarmáli
nefnist „fulltrúalýðræði", en tók
fram, að lögin ættu að ráða, en
ekki mennirnir. Hann sagði
einnig: „Enginn getur sá gjört
fullt gagn sem ekki hefir frelsi
til þess, en hætt er einnig við, að
sá sem hefir allt frelsi gjöri ekki
frelsi annarra hátt undir höfði,
en þá má ekkert félag standast
ef ekki er slakað til á ýmsar
hendur sanngjarnlega. Krapt-
arnir verða því að vera lausir
þannig, að þeir geti unnið allt
það sem til nytsemdar horfir.“
Hann var þannig sömu skoðun-
ar og aðrir frjálshyggjumenn,
að frelsi eins manns yrði að
takmarkast af sama frelsi ann-
arra. Og hann sagði: „Að sér-
hverr maður hafi frelsi til að
halda trú þá sem hann vill, tala
hvað hann vill, rita hvað hann
vill, og láta prenta hvað hann
vill, meðan hann meiðir engan,
þykir vissulega engum á íslandi
frelsi um of, að líkum hætti má
atvinnufrelsi og verzlunarfrelsi
ekki missa, þar sem nokkuð fjör
og dugnaður á að komast á fót,
og má í því skyni ekki hafa
stundarskaða nokkurra manna
fyrir augum, heldur gagn alþýðu
bæði í bráð og lengd".
Ég hef hér rætt nokkuð
stjórnmálaskoðanir Jóns Sig-
urðssonar. Hann var í senn
fræðimaður og sívirkur stjórn-
málamaður. Af honum má
margt læra um störf ábyrgs
stjórnmálamanns. Fátt var fjær
honum en lýðskrumið, sem ein-
kennir því miður marga nútíð-
armenn. Til dæmis hafði Jón
kjark til þess í fjárkláðamálinu
að rísa gegn almenningsálitinu
vegna sannfæringar sinnar,
hlaut fyrir ámæli um stund, en
virðingu að lokum. Þennan
kjark verða stjórnmálamenn að
hafa.
Ég vona, að aldar ártíð Jóns
Sigurðssonar minni okkur öll á
að læra af honum, temja okkur
það raunsæi og frjálslyndi og þá
sanngirni, ábyrgðarkennd og
víðsýni, sem gerðu hann að
leiðtoga sjálfstæðisbaráttunnar
á nítjándu öld og þjóðhetju
ávallt síðan. Sjálfstæðisbarátta
íslenzku þjóðarinnar er ævar-
andi. íslendingar verða að gæta
öryggis síns út á við og inn á við,
gæta þess brothætta fjöreggs
síns, sem frelsið er.