Morgunblaðið - 07.12.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.12.1979, Qupperneq 15
ÁALDARÁRTÍÐ JÓNS &IGURÐSSONAR 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979 43 Einar Laxness cand. mag.: Reisn hans og framganga mikið for- dæmi löndum hans um langa framtíð „Baráttan fyrir að koma á alþingi og gera að lýðræðis- legu fulltrúaþingi, skv. kenn- ingum frjálslyndrar borgara- stefnu á þeim tíma, en þó sniðið eftir þörfum íslendinga, þ.e.a.s. að eignaréttarskilyrði máttu ekki vera of ströng, því landsmenn eru þá að mestu eignalausir bændur. í því sam- bandi leggur hann áherzlu á, að Alþingi sé fyrir alþýðuna og það eigi að koma henni að gagni“ sagði Einar Laxness cand mag er MBl. spurði hann hvað hæst bæri í starfi Jóns Sigurðssonar, annars vegar í stjórnmálum og hins vegar fræðistörfum, og þýðingu ævi- starfs hans fyrir íslendinga. „Grundvallarkjarninn í kenn- ingum hans er baráttan fyrir landsréttindum íslendinga þar sem hann leggur línurnar þegar danakonungur afsalar sér einræði 1848. Þá setur hann stefnuskrá sína fram í ritgerðinni „Hugvekja til Islendinga" í Nýjum félagsrit- um. Kjarninn í henni er, að þá fengju íslendingar sín fornu rétt- indi skv. Gamla sáttmála, sem þýðir að þjóðin er „frjálst land“ í sambandi við konung einan og við hann einan sé að semja um stjórn landsins en ekki danskt þing. Grundvallarhugsunin er, að jafn- rétti Islendinga við Dani sé viður- kennt og ekkert jákvætt vinnist fyrir íslendinga fyrr en byggt sé á jöfnum réttindum beggja þjóð- anna. Jón krefst löggjafarvalds fyrir Alþingi og innlenda lands- stjórn, sem hafi framkvæmdavald í sínum höndum. Auk þess má nefna kröfur hans um fjárforræði til handa íslendingum, að þeir fái einhvern sjóð til eigin nota. t>á taldi hann, að við ættum stórfé hjá Dönum en værum engir ómag- ar á Danmörku. Á grundvelli þessara kenninga sinna verður hann til þess að berja kjark í þjóðina og vekja hana til vitundar um þrótt hennar og mátt. Hann hvetur til lýðræðis- legra funda um kröfurnar og samstöðu. Það hljómar e.t.v. und- arlega að hvetja hafi þurft til samstöðu um sjálfstæði þjóðar- innar en menn þessa tíma voru aldir upp í einveldisanda og undir- gefni við konungleg yfirvöld og þjóðin var frumstæð í pólitískum efnum, eftir margra alda niður- níðslu. Þorri íslendinga vaknaði til meðvitundar og fylgdi honum, þó starf hans hafi ekki skilað árangri fyrr en 1874 með stjórn- arskránni og síðar heimastjórn og þá fullveldi. Fræðistörfin aðalatvinna Jóns I raun og veru voru fræðistörfin aðalatvinna hans og hafði hann sitt lífsviðurværi af þeim. Ég held að hann hafi þó ætíð þurft að halda vel á spöðunum til að komast sæmilega af, því hann bjó ætíð með rausn og var höfðingleg- ur heim að sækja. Það er engan veginn hægt að gera tæmandi upptalningu á fræðistörfum Jóns en fljótlega eftir að hann kom til náms í Kaupmannahöfn 1833 varð hann styrktarþegi í Árnasafni og síðar ritari í stjórn Árnasafns og þess vegna helzti stjórnandi safnsins og nákunnugur þeim þjóðararfi, sem þar var geymdur. Verður hann síðar vandvirkur og gagn- rýninn vísindamaður sem bar höf- uð og herðar yfir aðra á því sviði. Menn leituðu ráða hjá honum og hlíttu hans dómi. Auk þess vann Jón fyrir Kon- unglega fornfræðafélagið undir stjórn Kristjan Rafn, en hann hafði mikið álit á Jóni. Jón var skjalavörður Fornfræðafélagsins í nokkur ár og sá um nýja útgáfu á fornritunum þ.á m. tvö fyrstu bindin, sem hefjast á íslendinga- sögu og Landnámu. Þá má einnig nefna forystu- og útgáfustörf í Hinu ísl. bókmennta- félagi. Hann var kjörinn forseti þess félags 1851 og af því hlaut hann titilinn forseti. Fyrir bók- menntafélagið gaf hann út „Safn til sögu íslands" og fleiri rit, s.s. íslenzkt fornbréfasafn, sem hann sá einn um útgáfu á fyrsta bindi og lagði með því undirstöðu að þessu merka sagnfræðilega verki. Eitt af stórverkum hans var lagasafnið „Lovsamling for Is- land“ en meiri hluta þess efnis safnaði hann og annaðist einnig útgáfu sumra bindanna. Má af þessu sjá þekkingu hans og innsýn. Sjálfur safnaði hann fjölmörgum merkum bókum og ritum og segir safn hans einnig sína sögu. Mynd hans allrík í hugum manna — Telur þú að íslendingar meti störf Jóns Sigurðssonar sem skyldi í dag. Hver er mynd æskunnar og nútímans af honum? „Jón Sigurðsson er áreiðanlega fjarlæg persóna í vitund nútím- ans. Hann er sögulegt fyrirbæri sem menn læra um í skólum, kannski af skyldurækni og illri nauðsyn. Ef til vill er það eðlilegt í rás tímans, er upp koma ný sjónarmið og vandamál. Æskan í dag sér hann mest í sögulegu ljósi. En af því hversu stutt er síðan við urðum sjálfstæð þjóð og uppskár- um af hans starfi þá finnst mér mynd hans allrík í hugum manna og skilningur á því starfi sem hann gegndi. Hitt er annað mál að honum hefur á liðnum áratugum verið lyft hátt á stall af þeim mönnum sem rituðu um lokabaráttuna við Dani og þá átti helzt ekki að sjást blettur né hrukka á ferli hans. Þessi mynd ríkti lengi og er þá e.t.v. ekki óeðlilegt að viðbrögðin verði svolítið öðru vísi hjá næstu kynslóð, sem er ekki uppnæm fyrir þjóðhetjum og dýrkun og efast um að allt hafi verið eins og sagt er. Stundum verður maður var við slíkar hugmyndir þar sem reynt er að draga Jón af stallinum og skoða hann sem venjulegan mann með holdi og blóði. Ég tel þetta ofur- eðlilegt mál, ef ekki er farið út í fullkomið virðingarleysi gagnvart minningu hans. Vísaði veginn en var jafnframt mannlegur — Hvað ætti að þínu mati að bera hæst í huga samtímans af störfum hans? „Ríkur skilningur á forystuhlut- verki hans og hvað hann gerði fyrir þjóðina, og rétt mat á verkum hans. Hann vísaði veginn, en jafnframt var hann mannlegur og lifði sínu persónulega lífi og hafði sína kosti og galla. Hann gat verið ráðríkur og þungur á bár- unni ef honum var misboðið og fjarri því að allir hafi þolað forystuhlutverkið sem hann gegndi. Þetta eru mannlegir þætt- ir, sem auðga myndina sem við eigum af honum. Eftirfarandi saga gefur innsýn inn í þá þykkju sem gat komið í huga hans, ef honum mislíkaði. Það eru orð sem hann lét falla í einkabréfi, en sagði ekki opinberlega og lýsa nokkuð eðli hans. Þegar honum fannst landar sínir fara inn á rangar brautir í kláðamálinu 1858, sem var óskaplegt hitamál, — með því að krefjast niðurskurðar fjár, en sjálfur var hann mikill „lækn- ingamaður", þá komst hann svo að orði: „Þið eruð enn einfaldari en forfeður vorir í Kópavogi 1662 en stjórnin verður nú að hafa vit fyrir ykkur, og ég er blóðrauður út undir eyru af að sjá til ykkar og hugsa um, að maður getur varla fyrir Guði og samvizku sinni beðið um löggjafarvald handa slíkum mönnum." — Er kannski gert of mikið úr Jóni og starfi hans á spjöldum sögunnar? „Nei, það er af og frá. Við að kynna sér náið lífsstarf hans og feril, þá sannfærist maður um að hann var á margan hátt yfir- burðamaður og langt á undan sinni samtíð í mörgum efnum. Hann var hámenntaður og víð- sýnn með mikla þekkingu, ekki aðeins í stjórnmálum, sögu og bókmenntum, heldur einnig í at- vinnumálum og ég held að hann hafi verið afar raunsær maður og praktískur í viðhorfum sínum. Við umfjöllun á lífi hans og starfi, sem ég hef gert mér svolítið far um undanfarið að taka saman þá sannfærist ég betur og betur um að hann rís undir merkjum. Reisn hans og framganga var og verður áreiðanlega mikið fordæmi löndum hans um langa framtíð, svo stór var hann í allri sinni gerð. „Komið þér nú bráðum upp á harðan fisk“ „Þáttur Ingibjargar verður vita- skuld aldrei ofmetinn fremur en þáttur hverrar eiginkonu, sem kann að meta störf manns síns, hvetja og styrkja til góðra hluta enda sé það gagnkvæmt. I þessu tilfelli skipti það afar miklu máli að hjónin væru samhent. Jón Sigurðsson hafði mörgum störfum að sinna bæði á heimili og utan, ýmis erindrekstur, sem kostaði bæði tíma og fjármuni. Hann var fremsti fulltrúi Islendinga í Dan- mörku og á heimili hans komu fjölmargir landar, bæði ættingjar, vinir og vandalausir, til lengri og skemmri dvalar. Heimili hans var opið fyrir öllu slíku fólki og a.m.k. einu sinni í viku hafði hann opið hús fyrir landa sína og var þar oft fjölmennt. Einhvers staðar hef ég séð að t.d. hafi eitt kvöld verið 13 manns til borðs hjá þeim hjónum og áreiðanlega ekki einsdæmi. Þegar á þetta er litið má sjá, að ekki hefur lítið mætt á húsmóður- inni og hvergi eru að finna heimildir aðrar en þær, að hún hafi staðið vel í stöðu sinni, verið rausnarleg húsmóðir og gætt sóma heimilis þeirra hjóna. Þegar hún hitti landa sína á förnum vegi þá sagði hún oft „Komið þér nú bráðum upp á harðan fisk“. Þann- ig bauð hún mönnum til samfunda á heimili þeirra hjóna. Þá má þess geta, að hún sigldi með manni sínum heim til íslands í hvert einasta sinn, þegar hann fór til Alþingis, oftast annað hvert ár. Hefur það vafalaust verið honum mikill styrkur að vita eiginkonu sína sér við hlið til halds og trausts. Ekki er annars getið af þeim sem voru heimagangar hjá Jóni og Ingibjörgu en að sambúð þeirra hafi verið hin bezta alla tíð og Jón kunnað að meta konu sína og virt það fullkomlega þó hún hefði aðrar skoðanir á mönnum og málefnum en hann og sagði slíkt umbúðalaust, enda var hún sögð hreinskilin og hreinlynd. Haft er eftir fóstursyni þeirra hjóna og frænda, Sigurði Jónssyni, að þeim hafi aldrei orðið sundurorða svo hann heyrði, þótt mismunandi skoðanir kæmu fram. Ég hygg því, að með þeim hafi verið góðar ástir og gagnkvæm virðing. Hún hafði verið honum stoð og stytta í lífinu og skapað honum það skjól á heimilinu, sem hlaut að gera honum mögulegt að sinna sínum fjölmörgu verkefnum og áhugamálum á þann hátt sem hugur hans stóð til. Og af því má álykta, að hennar þáttur í lifi hans og örlögum hafi verið mikill og góður. Skrýplapabbi veröur gestur okkar í hljóm- plötudeildinni í dag. — Hann afgreiöir frá kl. 5—7 og áritar plötu sína. Austurstræti 22, 2. hæö. Sírrti 8505S. Nú erum viö búin aö fá mikið úrval af alls- konar herra- og dömuskóm. er nu eitt glæsilegasta fataúrval landsins. Allt þaö bezta á börnin UNGLINGADEILD ypp KARNABÆR FRAKKAR, PFYRIJR SPORTFÁTNAÐUR SKYRTUR O.FL. O.FL. SKODEILD HLJOMDEILD ssm '**VC>**:***<,'*>*4,>>' i hjarta borgarinnar aö Austurstræti 22. Leitiö ekki langt yfir skammt »v,<S- Austurstræti 22 Sími frá skiptiboröi 85055

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.