Morgunblaðið - 07.12.1979, Blaðsíða 18
ÁALDARÁRTÍÐ
JÓNS OIGURÐSSONAR
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979
Bergsteinn Jónsson:
Nýtur virðingar sem fræðimaður
ekki síður en stjórnmálamaður
— Sjálfsagt er leitun að íslensk-
um stjórnmálamanni og hann er
örugglega ekki til núna, sem er
eins farsæll og heppinn og Jón
Sigurðsson var og sem nýtur jafn
mikils álits liðsmanna sinna sem
andstæðinga, en hann nýtur í
sögunni virðingar ekki aðeins sem
stjórnmálamaður heldur ekki
síður sem fræðimaður, sagði
Bergsteinn Jónsson sagnfræðing-
ur er Mbl. bað hann að rekja
nokkra þætti úr æviferli Jóns
Sigurðssonar.
— Jón Sigurðsson var fyrst í
læri hjá föður sínum, en síðan hjá
Gunnlaugi Oddsen dómkirkju-
presti, sem bjó hann undir stúd-
entspróf og tók Jón prófið hjá
honum, en í þá daga höfðu menn
með háskólapróf rétt til að út-
skrifa stúdenta. Jón vann í fyrstu
ýmis verslunarstörf hjá Einari
föðurbróður sínum og síðar
tengdaföður, en hann var þá
faktor hjá Knudtzonverslun.
Seinna gerðist hann skrifari hjá
Steingrími biskup Jónssyni, sem
bjó í Laugarnesi. Var hann mikill
fræðimaður og átti merkt safn
skjala og bóka og má segja að Jón
hafi þar kynnst kannski nauðugur
viljugur ýmsum skjölum, sem
komu honum mjög til góða síðar á
lífsleiðinni, auk áhugans sem á
slíkum gögnum vaknaði.
Bergsteinn sagði það hafa verið
algengt í þá daga að ungir menn
öðluðust ýmsa hagnýta þekkingu
og reynslu með ritarastörfum hjá
embættismönnum og meðfram
hefði oft gefist tími til náms. En
eftir nokkurra ára störf hjá bisk-
upi fer hann til Kaupmannahafn-
ar árið 1833.
— Þar dvaldist hann til ársins
1845 er hann var fyrst kosinn á
þing, segir Bergsteinn. Stundaði
hann nám í málfræði, en lauk því
ekki og sótti einnig tíma í hag-
fræði, sem þá var ný námsgrein og
ekki hægt að taka próf í henni.
Hvers vegna lauk hann ekki
prófi?
— Fljótlega eftir að hann kem-
ur út kemst hann í launuð störf,
bæði föst störf og tímabundin,
m.a. við Arnasafn, rannsóknar- og
útgáfustörf, en Jón var afburða
góður fræðimaður og eftir hann
liggja feikimikil verk á því sviði.
Má þar nefna upphaf Fornbréfa-
safnsins, Lovsamling for Island,
sem hefur að geyma tilskipanir og
reglugerðir frá 1096 til 1874, þegar
útgáfa Stjórnartíðinda hefst. Er
það mjög merkt og nauðsynlegt
safnrit, sem sagnfræðingar leita
mikið til. Árið 1850 var hann
kjörinn forseti Hins íslenska bók-
menntafélags og er upp frá því
kallaður meðal Islendinga í Dan-
mörku Jón forseti, en ekki vegna
þess að hann var forseli Alþingis.
En á þessum árum útvegaði Jón
Sigurðsson einnig stúdentum ýmis
störf og munu þau hafa verið
aílvel launuð, enda gat hann valið
úr þá menn er hann taldi hæfasta
til starfanna. Ég geri ráð fyrir að
öll þessi störf hans hafi smám
saman orðið til þess að hann
hverfur frá náminu sjálfu.
Héldu fræðistörf hans áfram
allan tímann, sem hann var í
stjórnmálabaráttunni?
— Já, hann stundaði fræðistörf
allan tímann, sem hann er í
stjórnmálum, enda kom honum
verulega að haldi þekking hans í
sögu, hann beitir jafnan sögu-
legum rökum og er ekki teljandi
rómantískur, heldur fyrst og
fremst praktískur í öllum skoðun-
um og störfum.
Hann gerist strax forystumaður
um ýmis útgáfumál?
— Já, og segja má að hann hafi
verið svo ráðríkur að hann þoldi
vart að deila völdum og þannig
varð t.d. ekki af því að endurvakið
var nafn Fjölnis þegar Tómas
Sæmundsson féll frá, en hann
stofnar sitt eigið rit, Ný félagsrit.
Á árunum 1781—1800 var gefið út
Ársrit þess ísl. Lærdómslistafé-
lags og var oftast talað um það
sem Gömlu félagsritin. Tók Jón
það nafn upp að nýju fremur en að
nota Fjölnisnafnið, sem þá var
orðið óvinsælt.
Bersteinn sagði að á þessum
einveldistíma hefðu menn ekki
mátt deila á stjórnarfarið í ræðu
eða riti, en hægt hefði verið t.d. að
fjalla um atvinnu- og skólamál og
gagnrýna, þannig að það hefði
verið nokkuð vandasamt að skrifa
í þá daga.
— Víst er að Jón skrifaði sjálfur
mest af efni Nýrra félagsrita, og í
þeim birtist að minnsta kosti ekki
annað en það sem hann vissi af og
hefur samþykkt að birt yrði. En
Jón leggur jafnan á ráðin um hvað
eigi að gera í sjálfstæðisbarátt-
unni og skrifar hverja hugvekjuna
á fætur annarri, og er áreiðanlegt
að hann hefur vakið þjóðina til
umhugsunar um þessi mál öll. Á
þessum árum skrifast hann á við
menn víða um land og þar kemur
kannski einna helst fram hvernig
hann ýtir á menn bak við tjöldin,
t.d. um að sendar verði sem flestar
fundarsamþykktir og bænarskrár
þar sem farið er fram á verslunar-
frelsi og margt fleira. Þannig
berst Jón ekki aðeins opinberlega í
tímaritunum, heldur og undir
niðri og er í stöðugu sambandi við
kjósendur um landið, enda voru
líka á þessum árum betri sam-
göngur við Island frá Danmörku
en frá Reykjavík, skipin fóru á
hafnir út um land beint að utan,
en ekki frá Reykjavík.
Jón Sigurðsson átti sér ýmsa
samstarfsmenn við útgáfu Félags-
ritanna og nefndi Bergsteinn t.d.
Jón Hjaltalín síðar landlækni,
Oddgeir Stephensen, Berg Thor-
berg, Steingrím Thorsteinsson,
einnig Arnljót Ólafsson og Gísla
Brynjólfsson, en síðar urðu þeir
allir nema Steingrímur andstæð-
ingar Jóns, einkum þó þeir Arn-
ljótur og Gísli.
— Ég kann ekki skýringu á
þessum vinslitum milli Jóns og
Gísla og Arnljóts, en sjálfsagt á
t.d. fjárkláðamálið einhvern þátt í
því. Það mál var þannig vaxið að á
árunum 1856—1861 geisaði mikill
fjárkláði í landinu og vildu menn
annaðhvort lækna eða skera og
var Jón í hópi lækningamanna.
Það er eitt fárra mála, þar sem
hann lendir í minnihluta, en í
framhaldi af þessu máli urðu m.a.
Arnljótur og Gísli andstæðingar
Jóns í landsmálunum og hefur þó
áreiðanlega eitthvað fleira hangið
þar saman við.
Er mynd sú sem dregin er upp
af Jóni í íslandssögunni rétt, gera
menn ekki of mikið úr honum?
— Kannski er það ósjálfrátt
gefið í skyn að hann hafi verið
óskeikull og að hann sé einhvers
konar páfi. En sé t.d. litið á það
sem Lúðvík Kristjánsson hefur
skrifað um Jón, og hann er
fróðastur núlifandi manna um
hann, má sjá að hann fer oft um
hann mjúkum höndum og tel ég að
honum hafi farist það vel úr hendi
gagnvart Jóni og aðdáendum
hans. Jón er t.d. greinilega um
tíma á hættubrautum í fjármál-
um, en þá koma vinir hans til
skjalanna og lánardrottnar falla
frá kröfum, þegar hann hafði
tekið við greiðslum fyrir verk, sem
hann tímans vegna komst ekki
yfir að ljúka við. Þetta gerir
honum m.a. kleift að ánafna
skjalasafn sitt og bókasafn íslandi
sem ella hefði verið veðsett.
Að síðustu fer Bergsteinn
nokkrum orðum um fræðistörf
Jóns:
— Þrátt fyrir að Jón Sigurðsson
hafi verið stjórnmálamaður alla
ævi, er hann alltaf fræðimaður
fyrst og síðast. Það er með ólík-
indum hvað hann hefur komið
miklu í verk og myndu fræðistörf-
in ein nægja til að halda nafni
hans á loft. Er það sannmæli að
honum hafi aldrei verk úr hendi
fallið.
Heimir Þorleifsson:
Ungt fólk lítur á Jón Sigurðsson sem
fjarlæga, goðsagnakennda veru
Vorið 1880 voru lík þeirra Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar
Einarsdóttur flutt til íslands og jarðarför þeirra gerð í Reykjavík á
kostnað ríkisins og er myndin tekin við það tækifæri. Flestar
myndirnar með greinum þessum eru fengnar að láni úr bók er Einar
Laxness hefur samið um Jón Sigurðsson og Sögufélagið gefur út i
dag í tilefni aldarártíðar Jóns Sigurðssonar.
Heimir Þorleifsson er einn
þeirra sagnfræðinga er Mbl. leit-
aði til um fróðleik um Jón Sig-
urðsson og störf hans og var hann
í upphafi spurður hver væru að
hans mati helstu atriðin í starfi
Jóns að stjórnmálum og fræði-
mennsku:
„Jón Sigurðsson var yfirburða-
maður bæði sem fræðimaður og
stjórnmálamaður. Með sagnfræði-
iðkunum sínum lagði hann raunar
grunn að stjórnmálastörfunum,
enda lifði hann á rómantískri öld,
þar sem menn leituðu hugmynda-
fræðilegra fyrirmynda í fortíð
frekar en samtíð", sagði Heimir.
Geturðu rakið nokkuð hvaða
þýðir.gu ævistarf Jóns Sigurðsson-
ar hafði fyrir Islendinga og sam-
skipti landsins við aðrar þjóðir?
Ég tel, að Jón Sigurðsson hafi
nokkuð snemma náð hámarki
stjórnmálaferils síns eða þegar
árið 1848. Hann áttaði sig strax á
því, að þá væri lag, sem þyrfti að
nýta. Byltingaralda fór um lönd
og Danakonungur afsalaði sér
einveldi. Jón Sigurðsson skrifaði
þá Hugvekju til íslendinga og
hvatti menn til þess að gera þær
kröfur á hendur Dönum, að
Islendingar væru óháðir dönsku
löggjafar- og framkvæmdarvaldi.
Þróun mála í Evrópu varð hins
vegar slík. að þetta fékkst ekki
fram og á Þjóðfundinum 1851 var
Jón kominn í varnarstöðu. Hann
virðist hafa talið, að Trampe
stiftamtmaður hafi gengið of
langt, þegar Þjóðfundinum var
slitið, en slíkt var fjarri sanni.
Trampe fylgdi nákvæmlega fram
skipunum dönsku stjórnarinnar.
Jón mat því stöðuna á Þjóðfundin-
um ekki fyllilega rétt en engu að
síður var ekkert annað hægt að
gera en mótmæla hugmyndum
Dana og fara heim. — Þau 25 ár,
sem Jón Sigurðsson átti eftir að
starfa að réttindamálum íslend-
inga, urðu ekki nein sigurár.
Miklu fremur voru þetta ár þófs
og þrefs við Dani og jafnvel ýmsa
fyrri samstarfsmenn. Með því að
gera fjárhagsmálið að helsta bar-
áttumáli í viðskiptunum við Dani
lentu þau í hnút, sem Danir
hjuggu á með setningu Stöðulag
anna 1871. — Stjórnmálastörf
Jóns Sigurðssonar fyrir ísland og
Islendinga voru árangursríkust
fyrsta áratuginn eða frá því að
hann byrjar að gefa út Ný félags-
rit árið 1841 og fram að Þjóðfundi
1851. Eftir það hallar undan fæti“.
Telur þú að íslenskir stjórn-
málamenn nútímans geti tekið
Jón Sigurðsson sér til fyrirmynd-
ar á einhvern hátt?
„Stjórnmálamenn nútímans
ættu fremur að taka starfsaðferð-
ir Jóns Sigurðssonar til fyrir-
myndar en hugmyndir hans. Jón
undirbjó öll sín mál vandlega, og
hann tjáði sig um þau bæði í ræðu
og riti. Öllum stjórnmálamönnum
er nauðsynlegt að geta skrifað
skilmerkilega um áhuga- og bar-
áttumál sín og stjórnmálaforingj-
ar, sem ekki eru færir um það, eru
ekki upp á marga fiska".
Hvað er hægt að segja um
söguskoðun ungs fólks á Jóni
Sigurðssyni, hvaða augum ber
okkur íslendingum að líta á hann?
„Ungt fólk nú á tímum lítur Jón
Sigurðsson sem fjarlæga, goð-
sagnakennda veru og það hefur
ekki mikinn áhuga á honum.
Þessu má breyta með því að fá
fólk til þess að kynna sér ritverk
hans. Þá sjá menn fljótt að Jón
Sigurðsson var afburða fjölhæfur
maður og sívinnandi að hinum
ýmsu áhugamálum sínum. Mér
hefur sýnst að ungt fólk, sem á
annað borð hefur reynt að kynna
sér störf og hugsjónir Jóns Sig-
urðssonar, hafi fengið áhuga á
þeim“.
Hefur kannski verið gert of
mikið úr ævistarfi hans?
„Það hefur ekki verið gert of
mikið úr ævistarfi Jóns Sigurðs-
sonar, en hins vegar hefur verið
alið á persónudýrkun í sambandi
við hann“.
Hver var hlutur Ingibjargar
Einarsdóttur í starfi hans?
„Jón Sigurðsson hélt alla tíð
uppi mikilli risnu í húsi sínu í
Kaupmannahöfn og þangað kom
margt íslendinga, bæði stúdenta
og annarra. Þáttur Ingibjargar
Einarsdóttur í starfi Jóns var
auðvitað ekki síst fólginn í því að
gera honum kleift að halda þess-
ari risnu uppi“.
Hvort heldur þú að haldi nafni
hans meira á loft, fræðistörfin eða
stj órnmálabaráttan ?
„Stjórnmálabaráttan heldur
auðvitað nafni Jóns Sigurðssonar
meir á loft en fræðistörfin. Allir
þekkja stjórnmálamanninn, Jón
Sigurðsson, en sagnfræðingurinn
Jón Sigurðsson er miklu minna
þekktur", sagði Heimir Þorleifs-
son að lokum.