Morgunblaðið - 07.12.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979
47
Sannkölluð sumarparadís
Sunnudagsmorgunn 22. júlí
1979 verður mér ógleymanlegur,
sem gleðistund og fyrirheit um
sigra á ókomnum árum. Sér-
kennileg sóskinsparadís friðar
og fegurðar í faðmi fjalla og
gróandi lífs hins íslenzka
sumars. Undur á þrautavegum
þjóðlífsins.
Um sjöleytið var dyrabjöll-
unni hringt á heimili mínu við
Sólheima 17, raunar ekki að
óvörum, þar eð sú ósk hafði
borizt mér að helgistund væri
undirbúin fyrir hundruð manna
austur í Galtalækjarskógi á fjöl-
mennri sumarsamkomu.
Ung kona stóð í dyrum, þegar
ég opnaði. Bifreið hennar beið í
hlaði. Hún átti að sækja mig og
flytja austur til morgunbæna.
Ég kannaðist við þessa fallegu
og dáðríku dömu, sem fyrir
mörgum árum var ein í fjöl-
mennum hópi fermingarbarna
minna. En nú einn helzti fræðari
og forystumaður á sjúkrastöð og
endurhæfingarhæli S.A.Á. í
Sogni í Ölfusi. Hafði verið í
Vesturheimi og kynnt sér þar og
lært nýjustu og heillaríkustu
reglur og tök í glímunni miklu
við áfengið eða „alkoholismann",
sem nú er tízka að nefna svo.
Hún hafði raunar sjálf, þrátt
fyrir æsku sína, fegurð og gáfur
orðið um tíma herfang þessa
harðstjóra, sem Bakkus er
nefndur og böli mestu veldur. En
sú reynsla og sigurinn að lokum
hafði gjört hana bæði vitra,
fórnfúsa og svo kraftmikla að
undrum sætti. Og nú hafði hún
ákveðið að helga alla krafta sína
til aðstoðar og frelsunar, sem
flestum af fórnardýrum þessa
djöfuls. Vinna að því að sem
fæstir kæmu í þann kvalastað
hans, sem herjar unga sem eldri
og leggur undir sig heimili,
hallir og vinnustaði, fjötrar,
villir og tryllir, bæði einstakl-
inga og heilar þjóðir.
Við áttum ótal margt hvort
öðru að segja. Og sannarlega var
ég stoltur af þessari fermingar-
dóttur og fann, að ekki þarf að
fræðast í guðfræðideild til að
vera góður predikari á guðsveg-
um sannleika og elsku til leið-
sagnar og handleiðslu.
Oðar en varði var löng leið á
enda. Það hafði verið musku-
legur morgunn og nærri kaldur.
En allt í einu brostu við fjöllin í
uppsveitum Rangárþings, fræg-
asta fjallasýn íslands ljómandi í
morgunsól. Paradís skógarins
birtist eins og hún væri að fela
sig í hrauninu við silfurtæran
læk, sem svamlað var yfir á
bílnum. Hlátur barna, sem léku
sér við lækinn, barst okkur að
eyrum, ásamt morgunglöðum
röddum í orðum og söng úr
tjöldum, sem nú gægðust hvar-
vetna fram í lautum og hraun-
krikum, hvömmum og rjóðrum.
Lækurinn suðaði lágt og
morgungolan hvíslaði í laufi
bjarkanna, sem brydduðu
hraunjaðrana og sendu angan
með blænum á móti gestunum.
Betri kossar gátu varla boðið
okkur velkomin. Samt vorum við
nú óðara umkringd af góðum
glöðum vinum, sem vart áttu
nógu sterk og fögur orð til að
lýsa friði og unaði staðarins og
gleðistundum samkomudaga og
kvöida frá föstudegi til þess
sunnudagsmorguns, sem nú
signdi staðinn.
Þarna hafði verið fjölskyldu-
samkoma, sem það nefndi svo.
Ekkert kynsióðabil, allt frá öldn-
um til ungbarna. Eitthvað fyrir
alla, svo að hvergi bar skuggann
á. Sól og sumardýrð hvert sem
litið var. Og samt ógleyman-
legust gleðibros og hjal sjálfra
samkomugestanna, sem virtust
keppast við að gera hvor öðrum
allt til gleði. Enginn þurfti að
óttast né hafa áhyggjur af neinu.
Og í tjaldi forystumanna voru
hvíslaðar frásagnir um mynda-
vélar og yfirhafnir, sem gleymzt
höfðu á greinum og í lautum. En
fundust síðar á sínum stað.
Enginn virtist gera öðrum mein,
skaða né ásælast það, sem öðrum
tilheyrði. „Hér er sannarlega
eins og sagt er um paradís og
aldingarðinn Eden“, sagði ein-
hver og undir það virtust allir
taka heilshugar.
Nú var hóað og kallað í
hátalara og fólkið kvatt saman
til helgistundar, sem átti að vera
lokaþáttur samkomunnar og há-
tíðahaldanna, áður en tjöld yrðu
felld og lagt af stað heim.
Á stórum danspalli var ræðu-
stóll reistur. Söngfólk og hljóð-
færaleikarar með harmóniku og
gítara stilltu sér upp við stólinn
og áður en varði ómaði:
„Þín miskunn, Ó Guð, er sem
himinninn há“, yfir hraunið og
skóginn, rjóðrin og runnana. Það
var eins og tjöldin væru lítil
börn, sem kúrðu sig í hálsakot
hólanna til að hlusta. Þarna var
eins og fólkið þyrsti í hvert orð
af vörum ræðumannsins, svo
mikil var andakt þess og eftir-
tekt. Margir spenntu greipar
allan tímann. Enginn sást trufla
né heyrðist hjala.
Margir þökkuðu fyrir með tár
á brá eða vanga. Friðurinn í
þögn og fegurð morgunsins verð-
ur öllum ógleymanlegur. Samt
var ræðan svo hversdagsleg um
samkomur og fundi A - A
Það, sem vekti þó mesta undr-
un og nálgaðist hið ótrúlegasta
kraftaverk, að hér væri einmitt
saman komið fólkið, sem flutt
væri stundum brott og fengi
jafnvel ekki aðgang að gleðimót-
um og skemmtistöðum landsins,
meira að segja fyrrverandi fang-
ar og áður ofstopamenn. En hér
þyrfti enga lögreglu, varla eftir-
lit. Allir gerðu ósjálfrátt og af
innri þörf sitt bezta, svo að allt
yrði til fagnaðar og heiðurs.
Helgistundinni lauk með sam-
eiginlegri bæn safnaðarins:
„Guð srefi mér ædruleysi
til þess ad sætta mi« við
þaA, sem ég fæ ekki breytt,
kjark til þess að breyta því.
sem é» get breytt. »k vit
til að velja þar á milli.*4
Amen.
Svo barst „Faðir vor“ af allra
vörum upp til fjallanna og him-
insins. Ög síðast hljómaði
„Hærra minn Guð til þín“ yfir
hraunið og skóginn. Tónar
harmonikunnar fengu eitthvað
svo sérstæðan hvíslandi blæ
minninga frá löngu liðnum skóg-
armótum ungmennafélaganna.
Bornir uppi af fjálgum röddum
fólksins á pallinum og í rjóðrin
með orðunum:
Galtalækjarmót AA-manna
samtakanna í Safnaðarheimili
Hálogalandskirkju í Langholts
prestakalli í Reykjavík síðastlið-
inn áratug, áhrif þeirra, fyrir-
heit, óskir og vonir, sem hefðu
nú síðast skapað þetta undur,
þessa furðulegu paradís liðinna
sólahringa í sumardýrð við
íslenzkan öræfafaðm og fjalla-
hring. Væri unnt að hugsa sér
meiri andstæður en þessa sam-
komu friðar, fegurðar og gleði
annars vegar og æðingsgengin
„gleðimót", sem algengust voru
nú jafnvel á helgistöðum lands
og þjóðar og nefnd „fylliríis-
samkomur", með fyrirlitningu
og ótta.
við
gluggann
eftirsr. Arelius IMielsson
„Hljóma skal harpan mín, hærra
minn Guð til þín, hærra til þín.“
Svo þyrptist fólkið að, til að
þakka. Hljóðlátt og hátíðlegt.
Margir með tár í augum.
Að lokinni helgistund gekk ég
um skemmtisvæðið. Börn voru
að leik. Konur hjöluðu saman
glaðlega og brosandi. Karlar
ræddu næstum hvíslandi um
einhvejar minningar, sem virt-
ust svo órafjærri, að slíkir at-
burðir hefðu varla getað verið
veruleiki. Hvarvetna virtist
ríkja traust, einlægni, vinátta
friður og fögnuður. Allt var
signt af sóldýrð og angan í
fegurð þessa fagra morguns.
Hæðirnar brostu. Lækurinn
læddist um hraunið og speglaði
himin og sólargeisla í lognslétt-
um fleti milli grænna gras-
bakka.
Orðin: „Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast og leiðir
mig að vötnum, þar sem ég má
njóta næðis“, virtust rituð á
hvert blóm og bjarkargrein.
Allt í einu heyrðist kallað:
Ef einhver hefur laust sæti í
bifreið handa ræðumanni tii
Reykjavíkur, þá gefi hann sig
fram.“ Innan andartaks kom ung
kona fremur alvarleg á svip út
úr skóginum, gekk til mín og
sagði: „Við höfum sæti. En
bifreiðin er gömul og ekki af
beztu gerð. Samt vona ég að hún
bili ekki á leiðinni suður. Ég var
raunar lengi á leiðinni austur.
En nú er maðurinn minn til að
stjórna. Hann var kominn á
undan hingað til að vinna við
undirbúning mótsins."
Svo fylgdumst við að út að
vagninum, sem var niðri við
lækinn, þar sem maður hennar
og dóttir biðu okkar. Allt gekk
vel á leiðinni, þótt stundum
virtist bifreiðin dálitið göngum-
óð. Margt var rætt. Meðal ann-
ars um það, hve prestar væru oft
fjærri veruleikanum í ræðum
sínum og yfirleitt of fjarlægir
hinum almenna borgara í amstri
og vonbrigðum hverfulla daga.
Svo var dáðst að öllu þarna á
mótinu. Það kom öllum saman
um, að þessir dagar og þessi
staður hefði verið eins og krafta-
verk, algjör paradís og í raun
eins og fjarstæða þessum þátt-
takendum og þeirra fyrrverandi
ástandi og umhverfi. Þar var
munurinn líkt og hugsýnirnar
tvær, himnaríki og helvíti. Og
bifreiðarstjórinn, sem var fáorð-
ur en gagnorður, sagði eitthvað á
þessa leið til að undirstrika orð
okkar sem töluðum margt: Nú er
ðllum vísað í A A-deildir að
lokinni læknismeðferð, nám-
skeiðinu og hjúkrun, hvort sem
þeir hafa dvalið á Free-Port,
Vífilstöðum, Sogni, „Tíunni"
„Saunum eða Hlaðgerðarkoti".
„Það er eins og höfn friðarlands
með vernd og skjól þeim, sem
vilja," bætti presturinn við. Og
fátt er unnið áhrifaríkara í
Safnaðarheimili Hálogalands-
kirkju við Sólheima en það sem
sagt er og gert á AA-fundunum.
Þeir eru þar nálægt 200 fundir á
ári, hjá öllum deildunum, þar
sem A A hefur tvo fundi á viku
Ala — non einn og Ala — teen
einn.
En hver greiðir húsaleiguna?
Varð einhverjum að orði. Eng-
inn. Það er líkt og framlag
Langholtssafnaðar til líknar-
mála, svaraði ég. Samt er það
furðulegt, að Ileilbrigðismála-
stjórn, sjúkrasamlag. ríki og
borg, allir þessir aðilar, sem nú
síðustu ár greiða tugi eða hundr-
uð milljóna fyrir hælisvist alko-
hólista, sem nú eru sem betur fer
styrktir til sjúkrahússvistar og
læknishjálpar líkt og aðrir sjúkl-
ingar, skuli ekki veita húsaleigu-
styrk til að annast þessa
lífsnauðsynlegu eftirmeðferð
allra sjúklinganna — sjálfa A A
fundina.
Þetta skildi enginn. Skilur þú
það lesandi góður? Er það
kannske einn af skuggum for-
tíðar í baráttu við Bakkus, þar
sem enginn fékk fjárhagsaðstoð
til slíks starfs um áratugi við
erfiðustu viðfangsefnin, þótt
lögð væri nótt við dag í þrot-
lausri önn, án allrar kröfu að
tjaldabaki í leik lífsins?
Við kvöddumst við dyrnar á
Sólheimum 17. Dásamlegur
morgunn, sannur sunnudags-
morgunn var að baki. Bros hans,
orð og ilmur munu lengi lifa í
minningum ókominna daga.
Reykjavík 26. júlí 1979.
ir^Hl ' ||i- . ' **#?*■**+,.,.
■
„ -
I
Glæsibæ
Full búö
af nýjum vörum
til jólagjafa
á dömur og herra.
FATADEILD
S&KARNABÆR
Glæsibæ — Sími 81915