Morgunblaðið - 04.01.1980, Qupperneq 1
32 SÍÐUR
2. tbl. 67. árg.
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Carter biður þingið
að fresta SALT II
Vopnabúnaður skammt
frá Kabúl. Af þessari einu
mynd má sjá hve gífur-
legur herbúnaður Sovét-
manna er. Yfir 50 skrið-
drekum hefur verið raðað
upp skipulega auk f jölda
herflutningabifreiða og
tjalda.
Simamynd AP.
Washington. Moskvu, Lundúnum. 3. janúar. AP.
JIMMY CARTER, forseti Bandaríkjanna. bað í dag þingið að fresta
umfjöllun um SALT II samkomulagi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
vegna innrásar Sovétmanna í Afghanistan. Jody Powell, blaðafulltrúi
forsetans, skýrði frá þessu. Hann sagði þó, að þetta þýddi ekki að SALT II
samkomulagið væri endanlega úr sögunni. Thomas Watson, sendiherra
Bandaríkjanna í Moskvu kom í kvöld til Bandaríkjanna eftir að Carter
kallaði hann heim. TASS-fréttastofan sovézka skýrði óvenjufljótt frá
ákvörðun Carters og gagnrýndi hana, þar sem Sovétmenn hefðu aðeins
veitt Afghönum „hernaðaraðstoð“.
Innrás Sovétmanna hefur mælst
misjafnlega fyrir víðs vegar um
heim. Ríki austurblokkarinnar fögn-
uðu henni. Evrópskir kommúnista-
flokkar fordæmdu hana, en með
semingi þó og brezki kommúnista-
flokkurinn tók afstöðu með innrás-
inni. Ýmis helztu blöð á Bretlands-
eyjum hvöttu til harðari aðgerða,
svo sem að stöðva hveitisölu til
Sovétríkjanna, hætta við þátttöku í
Olympíuleikunum, auka hervæðingu
Vesturveldanna, hernaðarstuðning
við Pakistan og að hafna SALT II
samkomulaginu. Ásamt vestrænum
ríkjum hafa flest ríki Asíu hvatt til
að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
verði kallað saman til að fordæma
íhlutun Sovétmanna.
Víða kom til mótmælaaðgerða við
sovézk sendiráð. í Istanbúl lézt einn
háskólanemi þegar ráðist var á
ræðismannsskrifstofu Sovétmanna.
Saudi-Arabía hvatti ríki múham-
eðstrúarmanna til að fylkja sér að
baki uppreisnarmönnum í Afghan-
istan.
Yfirstjórn suðurvængs NATO
lýsti yfir áhyggjum sínum vegna
aukins styrks Sovétmanna. Harold
Shear flotaforingi lýsti innrás Sov-
étmanna sem sérstaklega vel út-
færðri í öllum atriðum og sagði það
ógnvænlegt að nú á skömmum tíma
hefðu Sovétmenn náð sterkum ítök-
um í Eþíópíu, Angóla og Afghanist-
an — með því hefðu þeir náð
ákjósanlegri fótfestu til að ná yfir-
ráðum yfir Mið-Austurlöndum.
Hreinsanir í afghanska
hernum og vaxandi átök
Kahul. Nýju-Delhi, Karachi,
Moskvu — 3. janúar. AP.
HARÐIR bardagar geisuðu víðs
vegar i Afghanistan milli sovéskra
hermanna annars vegar og her-
manna, sem hafa risið upp gegn
sovéskri innrás í landið, og skæru-
liða múhameðstrúarmanna hins
vegar. Indverska fréttastofan UNI
sagði í dag, að sums staðar hefði
Sovétmönnum vegnað vel í bardög-
Jcrúsalcm, 3. jánúar. AP.
ÞRÁLÁTUR orðrómur er á kreiki
um það í hópi öfgasinnaðs rétttrú-
arfólks i Jerúsalem að Messías sé að
koma.
Þrjá lærða og virta rabbía
dreymdi sömu nóttina að siðasta
stórorrusta jarðarinnar yrði háð í
um en annars staðar hefðu þeir átt
í vök að vcrjast, meðal annars í
Herathéraði í vesturhluta landsins.
Þar hafa Sovétmenn mætt harðri
mótspyrnu. íranska fréttastofan
skýrði frá árás skæruliða á fangels-
ið i höfuðborg héraðsins, Herat.
Þar hafi skæruliðar barist við
sovéska hermenn og náð fangelsinu
á sitt vald og frelsað alla fangana.
Þá skýrði UNI frá því, að Sovét-
apríl á þcssu ári og að þá mundi
þúsund ára ríkið hefjast.
Samkvæmt sumum fréttum
dreymdi rabbíana að naumlega yrði
komizt hjá kjarnorkustyrjöld milli
risaveldanna. Aðrir sögðu að átökin
miklu hefðu þegar átt sér stað og að
Messías kæmi með friði og spekt.
Kabbalistar hafa þótzt sjá merki
komu Messíasar í eitt ár og margt
menn hefðu hafið hreinsanir í
afghanska hernum og að ýmsir
háttsettir herforingjar hefðu verið
settir af en ekki var getið um örlög
þeirra.
Sovésk dagblöð skýrðu frá bardög-
um í landinu í dag. Izvestia skýrði
frá því, að barist hefði verið í Kabúl
og á landsbyggðinni, „Skæruliðar
andbyltingaraflanna slitu síma-
hefur þótt benda til þess að fótatak
hans hafi heyrzt.
Rabbíarnir vilja ekkert láta hafa
eftir sér, en þegar einn þeirra,
Ephraim Manella, var að því spurð-
ur hvort Messías væri að koma,
svaraði hann með gömlum máls-
hætti Gyðinga: „Þeir sem segja vita
ekki, þeir sem vita segja ekki.“
sambandi við Kabúl," sagði blaðið.
Pravda sagði að rangt væri að álíta
að „andbyltingaröfl myndu láta
niður vopn. Erlendri íhlutun heims-
valdasinna er ekki lokið í landinu,"
sagði blaðið.
Harðir bardagar voru í Honarhér-
aði. UNI hafði eftir diplómötum, að
skæruliðar hefðu ráðist á tvær
sovéskar flutningalestir. Engar
fréttir voru af mannfalli þar. UNI
skýrði frá, að harðnandi átök ættu
sér nú stað í héruðunum Badakshan,
Paktia, Kandahar og Nannarhar.
Sovétmenn náðu í dag á sitt vald
borgunum Kandahar og Jalalabar.
Bardagar um Kandahar stóðu í tvo
daga, að þvi er haft var eftir
flóttafólki, sem flýði yfir landamær-
in til Pakistan. Margir hermenn í
afghanska hernum snerust gegn
Sovétmönnum þegar þeir komu til
borgarinnar, en einnig bárust fréttir
af öðrum sem tóku Sovétmönnum
fagnandi. Þá var haft eftir skærulið-
um að mikið mannfall hefði orðið
þegar barist var í Kabúl. Um 250
manns hefðu fallið, þeirra á meðal
margir Sovétmenn.
Kínverska blaðið La Kung Pao,
sem túlkar skoðanir kínverskra
stjórnvalda og gefið er út í Hong
Kong, sagði í dag að Sovétmenn
stefndu að því að sameina Baluchi-
ættflokkana í Afghanistan, íran og
Pakistan í eitt ríki og þar með láta
þann draum frá tíð keisaraveldisins
rætast, að fá aðgang að Indlands-
hafi. „í dag þýðir þetta, að Sovét-
menn ná kverkataki á líflínunni frá
Mið-Austurlöndum til Evrópu," var
skrifað og ennfremur, „innrás Sovét-
manna er greinilega örvænting. Sov-
étmenn hafa orðið að bylta þremur
„vinum" sínum og koma þeim fyrir
kattarnef. Staða Sovétmanna í Af-
ghanistan er veikari en jafnvel
Bandaríkjamanna i Víetnam".
Tito á sjúkrahús
BelKrad. 3. janúar — AP.
JOSIP Tito, Júgóslavíuforseti. var í
dag lagður inn á sjúkrahús í
Ljublana vegna blóðtappa í fæti. í
stuttri tilkynningu sjúkrahússins
sagði. að Tito hefði verið lagður inn
að ráði lækna hans. Tito er nú 87
ára gatnall.
Gull-
æði
Lundúnum. 3. janúar. AP.
VERÐ á gulli hækkaði enn í
dag meira en nokkurn óraði
fyrir. Þegar gjaldeyrismörkuð-
um í Zúrich og Lundúnum var
lokað í dag var verð á gulli 635
dollarar í Zúrich og 630 dollar-
ar í Lundúnum hver únsa. í
Hong Kong var verð á gulli enn
hærra, þar seldist únsan á 619
dollara.
Gullæði virðist hafa gripið
um sig og almennt er talið að
skýringin sé hið ótrygga ástand
í heiminum. I gær var verðið á
gulli 562 dollarar hver únsa á
gjaldeyrismarkaðinum í Lund-
únum.
Sovéskar herflutningaþotur affermdar í Kabúl, höfuðborg Afghanistans. Símamynd AP.
Jerúsalem:
Komu Messíasar spáð