Morgunblaðið - 04.01.1980, Page 2

Morgunblaðið - 04.01.1980, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980 2 Einar Bragi rithöfundur: Tvo daga í f angelsi frekar en að greiða sekt vegna meiðyrða Byrjar afplánun á mánudaginn I leiguflugi fyrir ríkisstjóra ARNARFLUG sendir í dag þotu sína utan til að annast leiguflug fyrir ríkisstjóra Sao Paulo í Brasiliu, en hann er á ferð ásamt um 70 manna fylgdarliði um nokkur lönd í Evrópu og Asíu. Verður vélin í þessu flugi i 13 daga og fylgir henni ein áhöfn. Stefán Halldórsson starfs- mannastjóri Arnarflugs sagði að þetta væri nokkuð óvenjulegt leiguflug, því hingað til hefði félagið venjulega leigt vélar sínar til að annast áætlunarflug á vegum annarra flugfélaga. Þota Arnarflugs tekur ríkisstjórann og fylgdarlið hans í Róm á morgun og verður m.a. farið með hópinn til borga í Saudi—Arabíu og Irak og hópnum síðan skilað í París. Um frekara leiguflug Arnarflugs sagði Stefán ekki enn fullráðið. Um áramótin hættu hjá Arnar- flugi 7 flugfreyjur, 4 flugvélstjór- ar og einn flugmaður er sagt hafði verið upp, og frá l.apríl n.k. munu tveir flugvélstjórar í viðbót hætta. Nokkrir flugmanna félagsins er verið hafa í millilandaflugi annast nú innanlandsflugið ásamt þeim flugmönnum sem áður störfuðu hjá Vængjum, en nú starfa hjá félaginu alls 16 flugmenn, 5 flug- vélstjórar og ein flugfreyjuáhöfn. Ljósm. Kristján. Ætla að skipta um númer HAPPDRÆTTI Háskóla íslands hélt í gær veislu þar sem voru meðal annarra vinningshafarnir frá Stykkishólmi er hlutu 45 milljón króna vinning á miða sinn, 51931. í spjalli við Mbl. kom fram að þau eiga þennan eina miða nífaldan og ætla að skipta um númer og gefa öðrum tækifæri til að vinna á hann enda vita þau að lögmál líkindareiknings segir að líkurnar séu einn á móti einhverri stjarnfræðilegri tölu um vinn- ingsvon fyrir þau á þetta númer, en vinningurinn hefði fleytt þeim yfir erfiðan hjalla í húsbyggingu. Hyggjast þau því freista gæfunnar með nýjum miða. Á myndinni eru frá vinstri Emil Þór Guðbjörnsson, Guðmundur Magnús- son rektor og Hrafnhildur Jónsdóttir. Ljósm. Skúli Þórðarson. Myndin var tekin á nýársnótt af bifreið, sem hafnaði á staur við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og er ónýt á eftir. Bifreiðin vafðist utan um staurinn ef svo má segja og má telja það kraftaverk að ökumaðurinn slapp lifandi. Hann lærbrotnaði á báðum fótum. Rauði krossinn: Á VEGUM Rauða kross íslands er nú tilbúið hjálparlið til að fara til Thailands til hjálparstarfa, en í síðasta mánuði fór 7 manna hópur þangað til að aðstoða við flóttamannahjálp. Að sögn Auðar Einarsdóttur hjá Rauða krossinum hefur verið beðið um lið skurðlækna, svæfingarlækna og skurðstofu- og gjörgæsluhjúkrunarkvenna ásamt fararstjóra er gæti farið utan með stuttum fyrirvara. Auður Einarsdóttir sagði að erfitt væri að fá menn til að fara með stuttum fyrirvara þar sem ekki væri hægt að segja til um hvort þörf yrði fyrir fólkið strax eða ekki fyrr en að einum til tveimur mánuðum liðnum og því væri nú til athugunar að Norðurlöndin sameinuðust um að útvega svona hópa. Hópurinn sem er hins vegar tilbúinn að fara utan núna með 6 daga fyrirvara er Eyjólfur Haraldsson læknir, hjúkr- unarfræðingarnir Karólína Bene- diktsdóttir, Sigríður Guðmundsdótt- ir, Þóra Arnfinnsdóttir og Anna Óskarsdóttir og með þeim Baldvin Hafsteinsson sem fararstjóri. Áuður kvað fólkið hafa sótt nám- skeið á vegum Rauða krossins líkt og fyrri hópurinn og væri sem fyrr segir reiðubúinn að hverfa utan með 6 daga fyrirvara. Þá sagði Auður að ekki hefðu borist fréttir af hópnum sem nú dvelst í Thailandi nema hvað öllum liði vel, en illa hefur gengið að ná sambandi við hópinn til að heyra nánari fregnir. Margeir og Jón með 2Vt vinning Á alþjóðlegu skákmóti í Prag þar sem þeir keppa Margeir Pétursson og Jón L. Árnason eru þeir báðir með 2 og hálfan vinning eftir 5 umferðir, en Margeir auk þess með biðskák. Margeir á biðskák við Tranftetter og taldi sig eiga lakari stöðu og Jón tefldi við Hruska í gær og vann hann. Ekki kvað Margeir hægt að segja til um hverjir væru efstu menn mótsins vegna fjölda biðskáka, en nær allar skákir í gær fóru í bið og verða þær tefldar í dag fyrir hádegi og 6. umferð síðdegis. Jóhann vann Pólverjann JÓHANN Hjartarson vann í gær Pólverjann Radziejevski í tólftu umferð Evrópumeist- aramóts unglinga í skák sem nú fer fram í Groningen í Hollandi og lýkur í dag. Jóhann er þá í 10.—12. sæti með 6 og hálfan vinning. Efst- ur er Sovétmaðurinn Chernin með 10 vinninga og hefur hann þegar tryggt sér sigur á mót- inu. Elvar í 4.—7. sæti í næstsíðustu umferð ELVAR Guðmundsson sem nú keppir á unglingamóti í skák í Hallsberg í Svíþjóð vann í gær í næstsíðustu umferð Þjóðverjann German og hefur hann nú 5 vinninga af 8. Elvar Guðmundsson sagði að síðustu umferðina ætti að tefla í dag, en hann er nú í 4.-7. sæti og bjóst við að halda þeirri stöðu í síðustu umferðinni. Efstur að ólok- inni einni umferð er MeNabb með 7 vinninga og Hodge með 6 og hálfan vinning. „ÞAÐ ER EKKI nema um tvennt að ræða samkvæmt þeim boðum sem ég hef fengið, og ég hef þegar lýst því yfir skilmerkilega að ég borga ekki sektina, og því kemur að arrestingunni,“ sagði Einar Bragi rithöfundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Einar var sem kunnugt er einn þeirra sem á sínum tíma voru dæmdir fyrir meiðyrði í garð aðstandenda Varins lands. Einar sagðist hafa fengið boð um að mæta til afpiánunar í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg á mánudaginn kemur, þann 7. janúar, klukkan 10 árdegis, og það myndi hann gera. Einar Bragi sagði sér ekki vera gert að sitja lengi inni, aðeins í tvo daga. Sömu fjárupphæð og honum var gert að greiða í sekt hefur Einar þegar greitt í Málfrelsissjóð. Einar sagði það sína skoðun að Vilmundi Gylfasyni hefði verið í lófa lagið að náða sig og fella niður refsingu, en það hefði hann ekki gert. Mætti í þessu sambandi nefna að tveir dómsmálaráðherr- ar á undan honum hefðu setið í embætti án þess að aðhafast í málinu. Einar sagði að lokum ekki vita hvað aðrir þeir er dóma fengu fyrir sömu sakir hygðust gera, annað en það er hann hefði lesið í blöðum um það mál, og sagði hann ekki vera um samtök að ræða í því skyni að greiða ekki sektirnar. Málfrelsissjóð sagði hann ekki mega veita styrki til greiðslu á sektum, en styrki gætu menn fengið úr honum til að standa straum af málskostnaði. Það hefðu bæði hann og fleiri gert; sótt um og fengið styrki úr Málfrelsissjóði til greiðslu á málskostnaði vegna málaferlanna er spunnust út af skrifum manna um undirskriftasöfnunina Varið land. INNLENT Vilmundur Gylfason: Starfssvið ráðuneytis að framfylgja og fullnusta slíkum málum VILMUNDUR Gylfason dómsmálaráðherra var að því spurður í gær hvort hann hefði í hyggju að náða þá er dæmdir voru fyrir meinyrði í garð aðstandenda Varins lands. Vilmundur sagði, að ráðherra færi með náðunarvald, en starfssvið ráðuneytis væri að framfylgja og fullnusta slíkum málum sem því er hér væri til umræðu og í ljósi þess hefði aðilum málsins verið send bréf og töluðu dagsetningar þeirra sínu máli. Bréfin hefðu verið send þeim er ekki hefðu enn gengið frá sínum málum, en hann hafði ekki handbæra tölu um það hversu margir hefðu greitt sektir sínar og hversu margir hefðu þá fengið til- kynningu um að mæta til afplánunar. Fleiri tilbúnir að fara til Thailands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.