Morgunblaðið - 04.01.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980
3
Framkvæmdastjóri íslensks markaðar í Keflavík:
Allur samdráttur hjá Flug-
leiðum kemur illa við okkur
RÁÐAMENN þeirra fyrirtækja
á Keflavíkurflugvelli er annast
þjónustu við flugumferð og
farþega er um völiinn fara hafa
lýst áhyggjum sínum vegna
fækkunar ferða Flugleiða um
Ísland og telja stefna í óefni þar
sem fyrirsjáanleg sé fækkun
starfsfólks í öllum starfsgrein-
um er tengjast fluginu á ein-
hvern hátt í kjölfar minnkandi
umferðar. í samtali við Mbl. í
gær lýstu þeir m.a. þeirri hug-
mynd sinni að stjórnvöld
reyndu að auka umferð um
flugvöllinn t.d. með þvi að fá
erlend flugféiög til að hafa
viðkomu í Keflavík á leið sinni
yfir Atiantshafið.
— Allur samdráttur í ferðum
Flugleiða kemur illa við rekstur
okkar með því að verslun minnk-
ar og verðum við þá að fækka við
okkur starfsfólki verði sam-
drátturinn varanlegur, sagði Jón
Sigurðsson framkvæmdastjóri
íslensks markaðar. — Ég tel
fullvíst að erlend flugfélög
myndu vilja hafa hér viðkomu ef
stjórnvöld fengjust til þess að
lækka lendingar- og þjónustu-
gjöld, en þá yrðu þau að vera
samkeppnisfærari en nú er t.d.
við flugvellina í Shannon og
Prestwick svo dæmi sé tekið.
Starfsmenn fyrirtækisins eru nú
23 og sagði Jón ekki enn neitt
ákveðið með uppsagnir. Sagðist
hann hafa margfalda reynslu
fyrir því að útlendingar óskuðu
eftir því að staðnæmast á
íslandi til að versla á Kefla-
víkurflugvelli og taldi hann
nokkurrar óánægju gæta meðal
farþega Flugleiða eftir að þeir
hafa ekki viðkomu á Islandi.
Sagði Jón að salan hefði numið
kringum 760 m.kr. á síðasta ári
og væri kringum 92,5% hennar í
erlendum gjaldeyri.
Auka hefði átt
flugumferðina
— Ljóst er að alvarlegt
ástand skapast hjá Fríhöfninni
varðandi starfsmenn og vinnu-
fyrirkomulag dragi verulega úr
umferð um völlinn, sagði Þórður
Magnússon fjármálastjóri Frí-
hafnarinnar og sagði hann allar
breytingar á því fyrirkomulagi
vera pólitíska ákvörðun, og
hefðu ekki verið ræddar. Starfs-
menn í verslun eru 30 og 8 á
lager. Opið er frá kl. 7—19 og
utan þess tíma eru starfsmenn
kallaðir til vinnu séu farþegar á
ferðinni og sagði Þórður að með
minnkandi umferð yrði hún
einnig óreglulegri og stærri hluti
hennar félli þá utan venjulegs
dagvinnutíma. — Hefðu stjórn-
völd sennilega fyrir löngu átt að
gera tilraunir til að auka umferð
um völlinn, en það virðist ekki
hafa verið gert, sagði Þórður.
— Minnkandi flugumferð
hlýtur að koma við okkar starf
og þar sem við erum ekki
bjartsýnir á að önnur flugum-
ferð komi í staðinn er fyrir-
sjáanlegt að við þurfum að
fækka starfsmönnum, sagði
Knútur Höiriis stöðvarstjóri
Olíufélagsins hf. er annast af-
greiðslu eldsneytis á flugvélar.
Sagði Knútur að um 20 starfs-
menn ynnu við það og önnuðust
einnig afgreiðslu fyrir flugvélar
hersins og því augljóst að
minnkaði flugumferð yrði að
fækka mönnum, þótt menn
héldu enn í þá von að ástandið
yrði aðeins tímabundið og því
hefðu ekki verið teknar neinar
ákvarðanir ennþá.
Vonandi tímabundið
Jóhann Pétursson stöðvar-
stjóri Pósts og síma á Kefla-
víkurflugvelli sagði að frí-
merkjasala væri jafnan nokkur
til ferðamanna er færu út úr
landinu en frá því árið 1970 hefði
póstafgreiðsla á flugvellinum
verið opin allan sólarhringinn,
þ.e. næturvakt sem kölluð væri
út þegar tilefni gæfust. Sagði
hann frímerkjasölu auk sölu
póstþjónustu til íslensks mark-
aðar vegna sendinga fyrirtækis-
ins til útlanda nema kringum
1,5—3 m.kr. á mánuði og væri
frímerkjasalan allstór hluti
þessarar upphæðar. Kvaðst Jó-
hann óttast að mest ætti eftir að
draga úr póstverslun íslensks
markaðar er fram færi gegnum
kynningarlistum, sem t.d. ferða-
menn er hér hafa verið pöntuðu
eftir þegar heim væri komið.
Hjá pósti og síma á flugvellinum
starfa nú 7 manns og kvaðst
Jónann vona að ástand þetta
væri aðeins tímabundið svo ekki
þyrfti að koma til uppsagna.
Pétur Guðmundsson flugvall-
arstjóri var spurður hvort hugs-
anlegt væri að auka umferð
erlendra flugfélaga um Kefla-
víkurflugvöll og sagði hann að
flugvélar millilentu fyrst og
fremst af hagkvæmnisástæðum
og réðu þá vindar því hvort þær
færu milli Evrópu og Ameríku
um ísland eða sunnar. Þá vildu
flugfélögin helst ekki millilenda
nema til að taka upp farþega og
væru hinar nýtilkomnu beinu
ferðir Flugleiða þar skýrasta
dæmið. Hugsanlegt væri að
verslunarfyrirtækin gætu rekið
áróður til að ýta undir frekari
umferð og hefði það t.d. verið
reynt fyrir nokkrum árum en
forráðamenn flugfélaga yfirleitt
gefið þetta svar að tæpast væri
það hagkvæmt nema til að taka
farþega. Þá taldi Pétur lend-
ingargjöld það lítinn hluta af
kostnaði við ferðina að þótt til
kæmi einhver afsláttur þeirra
myndu félögin tæpast láta það
atriði ráða úrslitum. Einnig væri
spurning um hversu mikla elds-
neytissölu olíufélögin gætu ann-
ast og óvíst hvort verð þess væri
hagstæðara hér en á öðrum
flugvöllum.
Varðandi hina fyrirhuguðu
flugstöðvarbyggingu sagði Pétur
að ekki þyrfti endilega að breyta
henni svo mikið þótt búist væri
við minni umferð. Mest rými
færi undir að taka á móti
farþegum og innritun þeirra í
ferðir, en biðsalur fyrir farþega
sem millilentu væri ekki svo
mikill hluti byggingarinnar.
Hins vegar sagði hann hönnun
byggingarinnar í sífelldri end-
urskoðun með tilliti til umferð-
arspádóma.