Morgunblaðið - 04.01.1980, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.01.1980, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980 Anna Bjarnadóttir skrifar frá Chicago I Chicago er önnur stærsta borg Bandaríkjanna. Hún er í Illinoisríki og stendur við Lake Michigan. Þjóðabrot alls staðar að úr heiminum byggja Chicago. Þar er stærsta nýlenda Pólverja fyrir utan Pólland en írar hafa löngum ráðið flestu í borginni. Hin ólíku þjóðarbrot standa öll vörð um menningu sina og eru hreykin af uppruna sínum. Ár hvert er haldin hátíð þar sem fólk klæðist þjóðbúningum og selur vörur og heitan mat frá „gamla landinu“. — Myndirnar eru frá þeirri hátíð. — ab. Leikur að vísindum Til eru þeir sem vita fátt leiðinlegra en söfn. Þeir hafa lítinn áhuga á að ganga um stóra sali og virða fyrir sér dauða hluti, hvort sem þeir eru minjar frá fornu fari eða listaverk líðandi stundar. Forráðamenn vísindasafna hafa reynt að ná til þessa fólks eins og annarra með því að gera það að þátttak- endum í safninu. Eitt fræg- asta safn sinnar tegundar er vísindasafnið í Miinchen. Það er fyrirmynd sams konar safna víða um heim. Eitt þeirra er The Museum og Science and Industry of Chicago, eða Vísinda- og tæknisafnið í Chicago. Safnið í Chicago var opnað árið 1933 en stofnandi þess, Julius Rosenwald, fékk hug- myndina þegar hann heim- sótti safnið í Munchen ásamt syni sínum 1911. Safnið hef- ur notið mikilla vinsælda allt frá opnun og nú heimsækja það um 4 milljónir manna á r hvert. Þar er framvinda í tækni og vísindum sýnd á lifandi hátt og fullyrðingar úr kennslubókum gerðar auðskiljanlegar. Þar er að finna ýmsa takka og tæki sem börn og fullorðnir geta leikið sér að og öðlast þannig skilning á ýmsum lögmálum. Til dæmis er grundvallarkenning hag- fræðinga um framboð og eftirspurn sönnuð með leik sem tapast fljótt ef reynt er að yfir- eða undirbjóða verð mótherjans á kringlum of gróflega. (Bækistöð Chicago -skólans í hagfræði, sem kennir að frjáls samkepnni geti leyst öll heimsins vanda- mál, er aðeins steinsnar frá safninu). Annar leikur sýnir Koianáma i kjallara safnsins nýtur mikilia vinsælda með aðstoð tölvu hversu næringar- og hitaeiningarík fæða sem maður velur sér er. Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að fá tölvuútskrift með upplýsingum um það hvort fæðan myndi bæta á mann kílóum eða ekki. Mestra vinsælda nýtur þó kolanáma í kjallara safnsins og þýskur kafbátur sem var hertekinn við strendur Afríku í heimsstyrjöldinni síðari. Kjúklingaútungun- arvél á einnig sína aðdáend- ur og ekki fer stórkostlegur brúðukastali með lyftu og fegurstu munum varhluta af athygli gesta. I vísindasafninu er einnig að finna sýningar sem eru settar upp til skamms tíma í senn. Forstjóri safnsins, Victor J. Danilov, hefur lýst áhuga á að fá íslenska sýn- ingu í safnið. Hann sagði þá sýningu geta kynnt íslensku hitaveituna, fiskvinnslu eða íslenskan iðnað. Fram til þessa hefur slík sýning þótt of dýr. Safnið veitir aðstöðu til sýninga endurgjaldslaust en allan kostnað við uppsetn- ingu sýninga þarf sýnandi sjálfur að bera. Um þessar mundir er í safninu kynnig á starfi finnska arkitektsins Alvars Aalto og sýning á tékkneskum kristal. Fjöldi Chicagobúa hefur það að sið að heimsækja vísindasafnið í jólamánuðin- um. Þá er það prýtt jóla- trjám, skreyttum að sið margra ólíkra þjóða, og stuðlar þannig að jólastemn- ingu borgarbúa. ab

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.