Morgunblaðið - 04.01.1980, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980
Leikfélag Reykjavíkur:
Kirsuberjagarðurinn.
Sjónleikur í 4 þáttum
eftir Anton Tsjekof.
Þýðandi og leikstjóri:
Eyvindur Erlendsson.
Leikmynd og búningar:
Steinþór Sigurðsson.
Lýsing:
Daníel Williamsson.
Ég hef stundum velt því fyrir
mér hve mjög listaheimurinn
væri ríkari, ef andi manna sem
Anton Tsjekofs hefði ráðið
ríkjum í Rússíá fram til dagsins
í dag. En ekki hugmyndafræði
einstaklinga á borð við Zdanov.
Rússar eru miklir að vöxtum hið
innra, og margar góðar gjafir
hafa njörvast þar, er þvingur
sósíalrealismans tóku að herð-
ast. Hvílíkum vonbrigðum hljóta
menn eins og skáldið Majakovskí
að hafa orðið fyrir, sem lýsir
hlutverki sínu svo:
- Og þegar
þið tilkynnið komu þess
með róstum
og gangið til móts við lausnara
ykkar —
skal ég
rífa út sál mína,
troða á henni,
svo hún verði stór! —
Jón Sigurhjörnsson, Guörún Ásmundsdóttir, Gísli Halldórsson, Þorsteinn Ö. Stephensen og Steindór Hjörleifsson í hlutverkum.
Kirsuberjagarðurinn
og rétta ykkur hana alblóðuga,
sem fána.
En járnhönd stóriðjunnar
varð ofaná, þar giltu sýnilega
tannhjól ein, En það er annars
hlálegt að Tsjekof virðist sjá
þetta fyrir í Kirsuberjagarðin-
um. Athafnamaðurinn Lopakhin
er táknmynd þeirrar hamslausu
orku sem svælir undir sig lönd
og þjóðir í nafni framfara. Ætli
Anton gamli sneri sér ekki við í
boxinu fengi hann vitneskju um,
undir hvaða formerkjum hinir
nýju athafnamenn Rússlands
skráðu sig í gestabók heimsins.
Annars er Tsjekof hvílíkt snyrti-
menni að hann tekur ekki hina
ofvirku Lopakhina, afklæðir þá
mennskum klæðum og fær þeim
klaufir á fætur og horn á enni.
Fyrir Tsjekov erum við sem
umkomulaus börn sem af tilvilj-
un höfum flækst í borð um
bátskænu sem siglir gegnum sef
tímans á lygnum straumi Volgu.
Þessa ferð inn x kyrrð draumsins
sem við og við er rofin er stökkur
reyrinn brotnar, lifum við hjá
Leikfélagi Reykjavíkur nú, er við
sjáum Kirsuberjagarðinn. Sam-
ljómur litanna í leikbúningum
og tjöldum Steinþórs og lýsingu
Daníels Williamssonar er slíkur
að við sígum inn í töfraveröld
Sisley, Monet, Eduard Manet —
þar sem litirnir hvísla hver við
annan svo notalega, að þegar
skær kápan tekur að flaksast á
öxlum Sjarlottu ívanovnu, þá
slæst hún í augun líkt og blaut
tuska. Og áfram heldur báturinn
niður Volgu, uns þú stendur á
lokasviðinu, sérð gamla þjóninn
Firs leggjast til hvílu, búinn að
tapa áttum í áttlausum heimi.
Ekki meira af marklausu skrafi
um Kirsubergjagarðinn — stór
orð í heimi hans eru sem sveðjur
er rista sefið og þagga hinn
óræða klið er það bylgjast fyrir
stefni bátsins. Lesendur góðir,
takið ykkur far með þessu töfra-
skipi gegnum manhæðarhátt
sefið, hafið augun opin og þá
munu nýjar og nýjar tjarnir
opnast, lygnar sem spegill er
varpar mynd himinsins, stund-
um blátærri, stundum hlaðinn
blóðugum skýjum. En gætið ykk-
ar, leggið ekki höndina á vatnið,
það er ekki slípað gler eins og
fæst í búðum og á botni þess lifa
sporðdrekar, en ekki brosmildir
skrýplar. En úr því þið eruð
ívanovnu, er hins vegar að því er
virðist mjög nálægt sjálfri sér og
þar með hlutverkinu. Frábært er
gervi Steindórs Hjörleifssonar
þar sem hann dettur inn og út af
sviðinu sem hinn síblanki óðals-
eigandi Simjonov-Pishjik, enn
fyndnari er Kjartan Ragnarsson
sem Epikhodov skrifstofumaður,
þótt ahugasemdir hans staðfesti
þann grun að Tsjekof hafi ekki
alveg verið samkvæmur sjálfum
sér er hann lagði áherslu á að
Kirsuberjagarðurinn yrði leik-
inn sem léttur gamanleikur,
enda þá dauðvona og á leið út úr
kirsubergjagarði heimsins.
Þannig vakti hinn háli, ungi
þjónn, Jasha (Jón Hjartarson),
enga sérstaka kátínu hjá mér,
frekar gamli þjónninn Firs í
styrkum höndum Þorsteinn Ö.
Stephensen. Varja uppeldisdótt-
ir Ranévskaja (Valgerður Dan),
er ein af þesum konum sem hafa
allar langanir veraldnarinnar
læstar í hjarta sér. Dunjasha
(Hanna María Karlsdóttir),
skrifstofustúlka er máske með
lyklana en lætur þá seint af
hendi. Jafnvel þótt augnlaus
förumaður (Karl Guðmundsson)
stökkvi upp í bátinn.
Því hefur verið haldið fram, að
Tsjekof lýsi sjálfum sér í stúd-
entinum Trofomov, boðbera nýs
tíma, Rússlands framfaranna.
Ef til vill hefur Tsjekof fengið
þarna útrás fyrir ósögð orð er
hann sjálfur var stúdent, en þá
varð hann að horfa á eftir
mörgum góðum félaga í dýfliss-
ur Alexanders annars, er þeir
opnuðu munninn, hver veit? í
það minnsta er Hjalti Rögnvalds
nógu reiður í hlutverkinu.
Jæja þá höfum við kynnst
þessu samferðafólki okkar á leið
okkar gegnum Kirsuberjagarð-
inn. Varla hefur sú kynning
verið öllum leið því ég heyrði
konu á næsta bekk hvísla að
sessunaut sínu: „Mann langar
bara að vera kominn þarna.“
Töluverður sigur þetta fyrir leik-
stjórann Eyvind Erlendsson og
ekki bregst hann fremur með
þýðingu verksins, sem er sérlega
lipur og nálægt því máli sem
talað er af hvunndagshetjum
dagsins í dag. En það eru einmitt
þess konar hetjur sem eru við-
fangsefni Anton Tsjekofs, á þær
fellur ekki ryð tímans.
Hanna Maria Karlsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Jón Hjartarson í hlutverkum.
komin um borð er ekki úr vegi að
kynna ykkur fyrir samferðafólk-
inu.
Þar verður þá fyrst fyrir
vingjarnlegur, miðaldra aðals-
maður, Gaév, Leonid Andreé-
vitjs. Þessi undarlegi maður,
sem ekki gerir flugu mein, talar
hvílíkt líkingamál að oft er á
mörkum rugls, eins og þegar
hann heilsar gamla bókaskápn-
um í fyrsta þætti. Ólæsi hans og
blinda á veruleikann er að því er
virðist alger, næstum absúrd. En
hann er læs á aðra hluti. Það er
álitið að Tjsekof hafi jafnvel
skrifað þetta hlutverk fyrir
ákveðinn mann, leikhúsjöfurinn
Konstantín Sergejvitsj Stanis-
lavskí — ég efast um að sá
snillingur hafi lyft Gaév hærra
Leiklist
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
en Gísli Halldórsson gerir nú á
fjölunum í Iðnó.
Ranévskaja, Ljúbov Anddre-
évna, er systir Gaévs. Hún er
álíka óraunsæ persóna en í
hennar óraunsæi er kaldari
strengur. Hún er táknmynd
þessa fátæka aðalsfólks í Rúss-
landi þess tíma, sem mænir til
Parísar en getur ekki slitið sig
frá kirsuberjunum sem vaxa upp
úr hinni safaríku rússnesku
mold. Þetta yndislega fiðrildi
sem við sjáum flögra um á
sviðinu síbrosandi fær verðuga
meðferð hjá Guðrúnu Ásmunds-
dóttur.
Athafnamanninn Lopakhin
Érmolaj Aleksejvitsj gæti eng-
inn nema Jón Sigurbjörnsson
leikið hjá Leikfélaginu, til þess
hefur hann bæði röddina og
kraftalegan vöxtinn. Þetta hlut-
verk má hins vegar ekki nálgast
á fjarrænan hátt, leikstjórinn
ætti að vita að þannig er ekki
stíll Tsjekofs. Á þetta einnig við
um hlutverk Anja, dóttur Ran-
évskaja (Lilja Þórisdóttir).
Soffía Jakobsdóttir í hlutverki
hins þóttafulla, strákslega heim-
iliskennara, trúðsins Sjarlottu