Morgunblaðið - 04.01.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.01.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980 11 íslamski marxisminn íranskeisari sagði óhikað við erlenda blaðamenn. að meðal andstæðinga sinna væru ísl- amskir marxistar, þ.e. hópur mótmælenda, sem í senn eru yfirlýstir fylgjendur spámanns- ins og Marx og baráttumenn fyrir samofinni trúarlegri og stjórnmálalegri byltingu. At- burðarásin styður þessa grein- ingu. Tvær túlkanir á írönsku bylt- ingunni hafa samtímis litið dagsins ljós. Annie Kriegel, sér- fræðingur í marxisma fyrr, nú og í framtíðinni, slær því föstu af sínu Sinai-fjalli, að enn einu sinni láti almenningsálitið á Vesturlöndum blekkjast af allri þessari yfirborðsmennsku íslamskra „trúvakningar- bragða", í bland við „trúarof- stæki" og „rétttrúnað Kórans- ins“. Af sama öryggi veltir Helene Cariere d’Encausse, sér- fræðingur í minnihlutahópum í Sovétríkjunum, fyrir sér „óum- breytanleika Sovétríkjanna" og telur stjórnendur Sovétríkjanna ráðvillta og óörugga andspænis fjöldahreyfingum, sem gætu ein- hvern næstu daga gripið millj- ónir múhameðstrúarmanna í Mið-Asíu, sem zarinn lagði undir sig og bolsevikar innlimuðu í sósíalistískt lýðveldi. í báðum tilfellum breiða slíkar fullyrðingar yfir götin í upplýs- ingunum og óhjákvæmileg sefj- unaráhrif. í höfuðlausu landi mætast og fylkja sér í kringum 79 ára gamlan öldung allir and- stæðingar einræðisins, leikbræð- ur og trúbræður, frjálshyggju- menn og rétttrúaðir, marxistar og fylgjendur íslamsks lýðveldis. Hversu fjölbreytt sem hún er, þá rennur byltingin sitt hefð- bundna skeið. Þeir sem hefja hana, ljúka henni sjaldan. Þremur árum eftir töku Bast- illunnar voru lýðveldissinnar og aðdáendur þingræðisins breska og dreifingar valdsins horfnir. Khomeini heldur eða virðist halda samstöðunni, af því að honum hafa fallið í skaut ómót- mælanleg áhrif yfir fjöldanum. Og þeir, sem bíða eftir völdun- um, fylkja sér að baki honum. Rifur má þó merkja í samstöð- unni, þótt enginn hætti í augna- blikinu á að draga alveldi Aya- tollans í efa. Brottför stjórnar Bazargans batt enda á fyrsta skrefið. Sú stjórn, sem aldrei megnaði í raun að gegna hlutverki sínu, var fulltrúi hægfara, frjáls- lyndra eftirlifenda úr þjóðar- fylkingunni, sem studdi Mossa- degh fyrir 25 árum. Arás stúd- entanna á bandaríska sendiráðið dregur hlut íslömsku marxist- anna. Hún útilokar pólitíska stefnu Jimmy Carters (að halda eðlilegu sambandi við hið nýja íran og leggja þeim til varahluti 9g matvæli), myndar gjá milli írana og Bandaríkjamanna og gerir þjóðina enn róttækari. Viss atriði minna á tækni kommúnista. Tíl dæmis láta stúdentarnir við sendiráðið mannmergðina gera greinarmun á bandarísku þjóðinni og stjórn- völdum, „fólkið er heilbrigt, en stjórnvöld eru spillt". En í stærstum hluta þriðja heimsins, sem býr við harðstjórn, ráðast byltingarsinnar ósjálfrátt á heimsvaldastefnur, án þess að Moskva þurfi þar endilega að hafa hönd í bagga. Toudeh-flokkurinn, einu marxistarnir í íran sem hlýða beint tilskipunum frá Moskvu (foringi þeirra bjó í Austur- Þýskalandi fram að falli keisar- ans), beitir eðlilega sínum að- ferðum. Þeir leggja sig fram um að nota eins lengi og mögulegt er nafn Khomeinis, um leið og þeir undirbúa næsta skref, hið ísl- amska og marxíska lýðveldi. Sovétríkin hafa eflaust furðað sig á hve fljótt keisaraveldið lét sig og á vanmætti Bandaríkj- anna. Ottast Rússar smitun? Telja þeir veldi sínu ógnað af uppreisnum íslama í ríkjum Mið-Asíu? Ef til vill, ef litið er langt fram í tímann. En eins og er bendir allt til þess að þeir hiki ekki við að nýta sér tækifærið og ýta undir múhameðstrúarmenn- ina. í Afganistan eru þeir búnir að efna til stjórnar, ósvikinnar sov- éskrar stjórnar. Að vísu rekur þessi stjórn sig á uppreisnar- menn, og enn einu sinni ímynda Bandaríkjamenn sér að Sovét- ríkin muni þar hitta fyrir sitt Víetnam. Hernaðaríhlutunin ber vitni um ásetning Sovétmanna um að hnýta þar að. Andstætt Bandaríkjunum skera Sovétríkin ekki við nögl, þegar þau telja markmiðið þess virði. Þau bregða nákvæmu máli á land- fræðilegt gildi viðkomandi áfanga eða umbreytinga. Hjá Sameinuðu þjóðunum fylgja fulltrúar Moskvu sömu línu og önnur ríki, sem eiga hagsmuna að gæta í sendiráðum. Útvarp Svoétríkjanna hefur þó kvatt stúdenta og stutt baráttu þeirra við heimsvaldasinna. Svo er skipt um tón, þegar kemur að bandarísku fulltrúunum. En úr- slitin ráðast í íran: hverjum mun íran tilheyra eftir daga Khomeinis? Ef anti-auðvald- stefna breiðir sig út yfir landa- merki allra olíuframleiðsluríkja, hvað verður þá um sjálfstæða Evrópu? Teningunum hefur enn ekki verið kastað. Trúarleg fyrirlitn- ing Khomeinis á Bandaríkjunum nærir hreint pólitískt hatur marxista á heimsveldissinnum. Bandaríkjunum hættir til að samsamast heimsveldisstefnum á sama hátt og íslamskir bar- áttumenn samsamast boðunar- mönnum sósíalisma. I heimi múhameðstrúarmanna hafa skilin milli trúar og stjórn- mála alltaf verið nokkuð yfir- borðskennd. Karlar og konur, sem æða tómhent á móti skothríðinni og æpa „Allah er mikill“, eru í hlutverki krossfara eða öllu heldur píslarvotta, en ayatollarnir og mollarnir binda sig ekki allir við íslamskt lýð- veldi. Marxistar eru ekki einir um þá list að kunna að kalla lýðinn út á götuna. Stjórnmálin í íran koma ólg- unni upp á yfirborðið, þar sem nýtt ríki er í mótun í bylting- unni. Fyrir hvatningu og leið- sögn yfirmanna shita-kirkjunn- ar losnar um trúarhreyfingu, sem hætt er við að raski jafn- vægi í landinu, verði hún bæld niður. Svo gæti farið að shitarn- ir hlýði á morgun kalli manns að nafni Imam. Við getum áttað okkur á skynsamlegum rökum íslömsku marxistanna. Ekki er ég samt viss um að atburðarásin sjálf fylgi skynsemi, sem á uppruna sinn á Vesturlöndum. Trúarof- stæki er ekki töfrasproti til nota fyrir einfaldar sálir. Það er líka viss barnaskapur í því að um- breyta óskapnaðinum í mynstur leniniskrar hernaðarlistar. eftir franska fréttskýr- andann Raymond Aron Agnar Kl. Jónsson kjörinn fyrsti heiðursfélagi Lög- fræðingafélags íslands HINN 19 desember sl. var hald- félags íslands. Á fundinum var inn aðalfundur Lögfræðinga- Agnar Kl. Jónsson ambassador í Kaupmannahöfn kjörinn fyrsti heiðursfélagi félagsins. Ilann hefur sem kunnugt er annast útgáfu Lögfræðingatals i þrjú skipti, ritað sögu Stjórnarráðs Islands i tveimur bindum. auk margs annars um lögfræðileg efni. Fráfarandi formaður, Hallvarð- ur Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri, flutti skýrslu stjórnar um starfið á liðnu ári. Var það með fjölbreyttasta móti, margir fræðafundir um lögfræðileg efni haldnir, þar sem bæði voru íslenskir og erlendir fyrirlesarar og í októbermánuði var haldið málþing að Minniborg í Grímsnesi um viðfangsefni úr stjórnarfars- rétti. Síðasti fræðafundur var haldinn 13. desember sl. og ræddi þar dr.' Ármann Snævarr hæsta- réttardómari um efnið: Foreldra- réttur — barnaréttur. Hugleið- ingar um væntanleg barnalög. Hina nýju stjórn félagsins skipa: Gunnar G. Schram prófess- or, forseti lagadeildar, formaður. Guðmundur Vignir Jósefsson hrl. varaformaður og meðstjórnendur eru : Friðgeir Björnsson borgar- dómari, Ingibjörg Rafnar lögfr., Logi Guðbrandsson hrl., Pétur Hafstein stjórnarráðsfulltrúi og Skarphéðinn Þórisson hdl. Oll börn œttu að f a að lœra að dansa Símar20345’ 24959,38126, 74444, 39551. Kennslustaðir Reykjavík: Kópavogur: Brautarholt 4, Hamraborg 1, Drafnarfell 4, Þingholsskóli Félagsheimili Fylkis Seltjarnarnes: (Árbæ). Felagsheimiliö. Hafnarfjörður: Gúttó. Mosfellssveit: Hlégaröur AKRANES: Innritun í Röst sími 1716 mánud 7. janúar kl. 12—5. Innritun og upplýsingar kl. 13—19 Ath. Konubeat tímana. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.