Morgunblaðið - 04.01.1980, Side 13

Morgunblaðið - 04.01.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980 13 Pólýfónkórinn íslendingar eru sérkennilegir listneytendur og skiptast nær því í tvo andstæða hópa er tileinka sér annað hvort það þýngsta og erfið- asta eða það viðaminnsta og létt- asta og hafa sáralítinn áhuga á því sem á milli er. I kórsöng vilja og geta þeir hlustað á þung og erfið tónverk og það hefur sýnt sig, að þegar bæði erlendir og innlendir flytjendur hafa reynt að flytja tónlist, sem er beggja blands, að landanum hefur fundist fátt um tiltækið. Þessi sérkenni eru ef til vill hluti af svæðismótaðri skap- gerð þjóðarinnar og reynslumun manna í mennt og menningu, sem annað hvort markast af þjóðlegri íhaldsemi og söfnunaráráttu eða eftiröpun erlendra tískufyrirbæra, sem menn telja sér trú um að sé svar við kalli tímans. Söfnun og geymd menningarfyrirbæra fá fyrst gildi er upp úr þeim vex sköpun er svarar kalli tímans og nýsköpun markbrennd sínum tíma, er fær fólk til að líta upp, þegar kalli tímans er snúið gegn sjálfu sér, en ekki sem eigin glansfæging og sjálfsdekur eins og ávallt hefur komið fram í stjörnudýrkun og hjá forréttindastéttum á öllum tímum. Gildi listaverka fer eftir því hver þörf samfélagsins er hverju sinni. Vill samfélagið lofsöng um eigið ágæti, er ríkjandi upplausn og gagnrýni, er verið að byggja upp samkvæmt nýfengnum markmið- um, er ofmettun og gauragangur kominn á sjúklegt stig eða er með njönnum að vakna þörf fyrir spennu og æsandi hluti, eða nær áhugi mann ekki lengra en að fullnægja frumþörfum sínum. Að skilja blæbrigði síns tíma og snúast Tónlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON á sveif með þeim eða gegn, er leyndardómur þess farnaðar er frægð og frami blómstrar í. Um eilíft gildi verka hefur aldrei verið hægt að slá neinu föstu en eitt virðist sameiginlegt með þeim verk- um frá ýmsum tímum, er enn halda velli, að verkstæðisgerð þeirra er svo vönduð að enn þá kunna menn ekki betur til verka. Andstæðuna má glögglega sjá í kennslubókum, í hljóðfæraleik, þar sem fyrrum fræg verk eru orðin viðfangsefni nem- enda og verkstæðislega lítilfjörleg viðfangsefni reyndra og velþjálf- aðra tónlistarmanna. Þannig er það menntunar- og þjálfunarstig og þörf samfélagsins sem miklu ræður um eftirtekt manna og eitt skýrasta dæmið um þessa sveifluvirkni milli venjubundinna athafna og fram- sóknar til nýrri viðfangsefna, er starfsemi Pólýfónkórsins. Starf- semi kórsins olli straumhvörfum í söng og flutningi kórtónlistar hér á landi, bæði er varðar barokktónlist og nútímatónlist og sótti um árabil sífellt fram til stærri verkefna. Á þeim vettvangi hafði stjórnandinn Ingólfur Guðbrandsson það sem markmið, auk þess að leggja áherzlu á vandaðan flutning, að taka til meðferðar eingöngu vönduð og góð tónverk. Flytjendur verða ekki aðeins stórir af því að flytja vel, heldur og ekki síður, hversu viðfangsefnið er krefjandi um mikilleik og mikla listamennsku í gerð sinni. í dag nýtur kórinn virðingar fyrir vel unnið starf en þá vakir við næsta fótmál hættan á endurtekningu og þessa tilhneigingu má finna í við- brögðum stjórnandans er hann haslar sér völl sem stjórnandi hljóðfæratónlistar. Hljóðfæratón- list er sprottin af átökum manna við hljóðfæri og stjórnun slíkrar tónlistar verður ekki vel af hendi leyst, nema til komi þekking á refilstigum hljóðfæratækninnar og tónhugsun tengdri henni. Á sama hátt verður söngur ekki meðfæri- legur öðrum en þeim er sérlega hafa lagt sig eftir söng. Á sviði söngtónlistar hefur Ingólfur Guð- Ingólfur Guðbrandsson brandsson unnið stóra sigra og þar er hann heima hjá sér og hefur skílið eftir sig þau spor í íslenskri tónlistarsögu er vísuðu leiðina af krossgötum vanþekkingar og stefnulausrar leitar. Það er vandséð hvort Ingólfi tekst að skapa sér jafnmikið nafn sem stjórnandi hljóðfæratónlistar og hann hefur gert á sviði söngstjórnar. Tónleikar Pólýfónkórsins hófust á Magnificat eftir J.S. Bach. Einsöngvarar voru sópransöngkonurnar Sigrún Gests- dóttir og Elísabet Erlingsdóttir, Elisabeth Stokes mezzosópran, Jón Þorsteinsson tenor og Hjálmar Kjartansson bassi. Sigrún hefur fallega sópranrödd en þarf að afla sér meiri raddögunar, sem ekki ætti að teljast mikil áhætta, því Sigrún hefur sýnt það rækilega að hún hefur mikla hæfileika og glæsilegt raddefni. Elísabet Erlingsdóttir er reynd söngkona og söng sína aríu vel. Aftur á móti gætti nokkurs ósamræmis í flutningi tríósins, sem báðar sópransöngkonurnar og mezzosópransöngkonan enska fluttu. Hjálmar Kjartansson bassi flutti eina aríu og gætti í söng hans bæði þreytu og öryggisleysis. Jón Þorsteinsson og Elisabeth Stokes sungu dúettinn „Et misericordia" og síðar sína aríuna hvort. Elisa- beth Stokes er góð söngkona flutti sinn þátt yfirvegað og af góðri kunnáttu. Jón Þorsteinsson er góð- ur söngvari og hefur þegar vakið verðskuldaða athygli fyrir glæsi- lega frammistöðu, svo litlu var hér í raun bætt við og bíða íslenskir hljómleikagestir eftir því að Jón syngi þeim heilan konsert, svo að von manna megi rætast í glæsi- legum ferli hans. Pólýfónkórinn söng víða fallega þó að stjórnand- anum tækist ekki að magna með flytjendunum ýtrustu átök til meistaralegrar túlkunar. Næstu tvö verk voru hljómsveit- arverk, það fyrra eftir Bach og seinna eftir Corelli. Hljómsveitin var hljómfalleg og var margt mjög vel gert í leik hennar, en meginhluti sveitarinnar voru nemendur, en með þeim reyndir tónlistarmenn, eins og konsertmeistarinn Rut Ing- ólfsdóttir, blásararnir, sem allir eru í Sinfóníuhljómsveit íslands og nokkrir strengir einnig, þar í flokki Pétur Þorvaldsson celloleikari. Tónleikunum lauk svo með þrem- ur þáttum úr Messiasi, eftir Hánd- el, Því barn er oss fætt, Hjarðljóð- inu og Halelujakórnum. Fyrsti þátturinn var við mörk of mikils hraða en kórinn skilaði sínu glæsi- lega. Halelujakórinn var stórkost- lega fluttur og víst er að á vettvangi kórsöngs er Pólýfónkórinn undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar eitt- hvað sem hlustendur telja sig eiga erindi við og á þeim vettvangi hefur hann magnað áræði íslendinga og verið fyrirmynd til stórra átaka á sviði söngs og flutnings stórkost- legrar tónlistar. Elisabeth Stokes Elisabet Erlingsdóttir Jón Þorsteinsson Sigrún Gestsdóttir Hjálmar Kjartansson Skólakór # Garðabæjar SKÓLAKÓR Garðabæjar undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur hélt tón- leika dagana 27. og 28. desember og flutti tónlist eftir Buxtehude, Benjamin Britten, einnig algeng jóla- lög frá ýmsum löndum og Máriuvers eftir Pál ísólfs- son. Kórinn er frábærlega vel þjálfaður raddlega en varð- andi stjórnun mætti vera meiri rósemi og staldrað aðeins við, þannig að tón- unin væri ekki við það að vera andstutt. Fyrsta verkið var In dulce jubilo, Kantata eftir Buxtehude, og lék með strengjakvartett nemenda. Einnig aðstoðaði Þorvaldur Björnsson á org- el og sex fullorðnir karl- menn, sem sungu undir- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON raddir verksins. Verkið var merkilega vel flutt, bæði af strengjaleikurunum og kórnum en hefði mátt vera rólegra í framsetningu. Næst komu sex jólalög frá ýmsum löndum og var greinilegt hve létt börnin áttu með flutning þeirra, en eins og fyrr vantaði rósemi í sönginn. Tónleik- unum lauk með A Cere- mony of Carols, eftir Britt- en, en undirleik á hörpu annaðist Elisabet Waage. Skólakór Garðabæjar og stjórnandi kórsins, Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Verkið er ekki auðvelt í söng og reynir á raddhæfni og tóneyra barnanna, sem skiluðu því mjög fallega, en aftur var það óróleikinn, sem sneið það af er vantaði á að flutningurinn væri glæsilegur. Guðfinna Dóra Olafsdóttir hefur með þjálfun Skólakórs Garða- bæjar náð frábærum ár- angri og ekki verður sagt, að þau ungmenni er komu þarna fram vitni um annað en að tónmennt á íslandi sé í slíkri framför að stór- kostlegt megi kallast og muni í framtíðinni skipa þjóðinni í flokk með öðrum þjóðum, er best menntaðar eru á sviði tónmennta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.