Morgunblaðið - 04.01.1980, Page 14

Morgunblaðið - 04.01.1980, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980 Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB: Jöfnum launin strax — verðbólgan gerir það ekki Launajöfnun er vinsælt kjörorð stjórnmálamanna t öllum flokkum — og meginþorri almennings hef- ur lýst sig fylgjandi því, að launakjör þeirra lægstu væru bætt sérstaklega. Hafa verið gerðar ýmsar til- raunir til að breyta launahlutföll- um bæði með lagaboði eða sér- stökum takmörkunum í kjara- samningum. Árangurinn af allt að 40 ára viðleitni í þessa átt er samt ekki meiri en svo, að nýlega birtust í sama dagblaðinu tvær greinar — önnur eftir alþingis- mann og hin eftir formann eins stærsta verkalýðsfélags landsins — þar sem fullyrt er, að þjóðfé- lagsmisréttið í launamálum hafi aldrei verið meira en nú. Greinarhöfundar bentu ekki sjálfir á neina lausn á vandamál- inu — en báru fram ósk um hreinskilnar umræður og sam- stillt átak í því að söðla um — orsök vandans var svo af báðum talið vísitölukerfið — sem vænt- anlega yrði þá að afnema eða breyta. Vísitölufiktið hefur brugðist Þessar skoðanir eru dæmigerð- ar fyrir mjög útbreiddan mis- skilning, sem hefur ríkt hér lengi. Vísitöluskerðingar með svokall- aðri „krónutölureglu" eða „vísi- töluþaki" hafa verið margendur- teknar af stjórnvöldum. Aldrei hafa þær þó ráðið neina bót á vandanum, heldur jafnan skapað nýtt og aukið misrétti. Ástæðurnar eru líka augljósar hverjum þeim, sem grandskoðar þessi tvö uppáhaldsáróðursbrögð stjórnmálamanna sem fjölmiðlar hafa magnað. Launafarvegir í þjóðfélaginu eru fjölmargir — og er grunn- kaupið aðeins einn af mörgum. Hinir heita ýmsum nöfnum — námskeiðsálag — yfirvinnuálag — hæðarálag — verkfæraálag — bónushækkun — uppmælingar- álag — verkstjórnarhækkun — aflahlutur — fæðispeningar — aldurshækkun — starfsþjálfun- arhækkun — óþrifaálag — við- gerða- og breytingaálag — þunga- og erfiðisálag — fjarverutillegg o.fl., o.fl., að ógleymdum sjálfum yfirborgununum. Flestallar þessar greiðslur eru óskertar prósentuhækkanir ofan á mjög lágan grundvöll — og á þær koma því yfirleitt fullar vísitölu- hækkanir og jafnvel stundum meira (þar sem ein prósentuhækk- unin kemur stundum ofan á aðra prósentuhækkun). Þótt grunnkaupskvíslin sjálf sé stífluð, t.d. með „krónutölureglu" eða „vísitöluþaki", þá brenglar það bara og breytir fastlaunakerfi eins og hjá opinberum starfs- mönnum en allar aðrar rásir í launamálum eru áfram óbeislað- ar. — Og misréttið vex en minnk- ar ekki. Gerum launa- byltingu Eru þá engin úrræði til — er þetta óumbreytanlegt náttúrulög- mál? Vissulega ekki — en það verður þá að gera samtímis fjöl- margar og róttækar breytingar — brjóta niður ýmsar gamlar og úreltar hindranir í núverandi launakerfum — og ef vel á að vera þarf að framkvæma algerlega launabyltingu hér á landi. Ansi er nú hætt við, að þá reynist e.t.v. tregastir og íhalds- samastir ýmsir þeir, sem nú út- hrópa mest vísitölukerfið sem verðbólguvald. Flestir þeirra, sem fjallað hafa um launamál, hafa látið við það eitt sitja að benda á þörfina á breytingum, en skirrast við að koma með beinar tillögur um einstök verkefni eða framtíðar- skipan þessara mála. Úndirritaður ætlar hins vegar að freista þess að koma hér á framfæri tveimur hugmyndum, sem vísi að umræðugrundvelli í væntanlegri samningagerð stétt- arfélaganna á þessu nýbyrjaða ári. Það skal tekið fram, að mark- miðið er að framkvæma launa- jöfnun strax með frjálsum kjara- samningum — en síðan væri kaupgjaldsvísitala í fullu gildi. Þannig verði haldið óbreyttu út allt samningstímabilið því launa-, hlutfalli, sem samkomulag tækist um í byrjun. Eitt allsherjar- launakerfi Víðtækri samvinnu verði komið á með öllum heildarsamtökum launafólks, þ.e. Alþýðusambandi íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Bandalagi háskólamanna og Sam- bandi íslenskra bankarnanna. Reynt verði að ná samstöðu um meginatriði rammasamnings, þar sem kveðið væri á um lágmarks- kaup, verðlagsbætur, vinnutíma- ákvæði, yfirvinnugreiðslur, vakta- álag og e.t.v. fleiri sameiginlega þætti eins og félagsleg réttindi, starfsfræðslu o.fl. Leitast verði einnig við að samræma sjónarmið þessara sam- taka varðandi mat á menntun, starfsþjálfun og ýmsum stjórnun- arþáttum starfa. Hvert þessara samtaka geri síðan sjálfstæða samninga við sína viðsemjendur á svipuðum tíma. Einstök stéttarfélög semji jafn- framt um endanlega röðun, starfs- aldursákvæði, bónus og uppmæl- ingareglur, og önnur sérsamn- ingaákvæði fyrir sína félagsmenn, með rammasamninginn sem fasta viðmiðun. Þar sem slíkir heildarsamn- ingar væru alger nýjung og hlytu að verða flóknir og vandasamir, þrátt fyrir mikla einföldun frá því sem gilt hefur, þá yrði gildistími fyrstu samninga af þessu tagi að vera stuttur. Tækifæri til end- urskoðunar og leiðréttingar á ein- stökum atriðum þarf að geta átt sér stað innan mjög langs tíma. Prósentukerfi skrúfað niður Eflaust hefur ýmsum þegar ofboðið sú hin mikla bjartsýni (eða einfeldni) að láta sér detta í hug að reyna að sameina öll þessi stéttarsamtök um svona gagn- gerða launabyltingu. Hér skal því bent á einfaldari útfærslu sem miðar að því að breyta með vissum samræmdum aðgerðum þeim sundurleitu launa- kerfum, sem nú eru í gildi. Heild- arsamtökin mundu samt sem áður þurfa að koma sér öll saman um sams konar launajöfnunaraðgerð- ir. Þar kæmi eftirfarandi til greina: a) Grunnlaunahækkanir á lægstu launin verði hlutfallslega mest- ar og fari síðan prósentuhækk- unin stöðugt minnkandi eftir því sem ofar dregur. Þannig verður launajöfnun framkvæmd strax og henni stjórnað með samkomulagi, í stað þess að láta sívaxandi verðbólgu framkalla ófull- komna launajöfnun einhvern tímann í framtíðinni. Jöfn krónutöluhækkun á grunnlaunin eða á kaup, sem er yfir ákveðnu marki (grunn- launaþak), kæmi einnig til álita sem leið að þessu marki. b) Allar prósentutölur í núver- andi kjarasamningum, sem bætast ofan á grunnkaup eða ákveðna viðmiðun (aflahlut o.fl.), mætti lækka eftir fyrir- framgerðu samkomulagi og á sama hátt hjá öllum. Væri t.d. samið um að lækka prósentur um 1/5 hluta þá yrði 1% hækkun að 0,8% 5% hækkun að 4% 40% hækkun að 32% 100% hækkun að 80% Þetta væri mjög áhrifarík launajöfnunaraðgerð. c) Ýmsum álagsgreiðslum fyrir persónuleg óþægindi mætti e.t.v. breyta úr prósentutölum í sömu krónutölu ofan á tíma-, viku- eða mánaðarkaup þeirra sem búa við sömu aðstöðu. Þetta gæti komið til greina við greiðslur fyrir vaktavinnu, yfirvinnu, gæsluvaktir, óþrifa- leg störf, verkfærapeninga o.fl. Launajöfnun eða kjaraskerðing Tilgangurinn með grein þessari er eins og fyrr segir að skapa umræðugrundvöll og vekja athygli á þeirri staðreynd, að vísitölumál eru flóknari en svo, að þau verði afgreidd með þeim einföldu skerð- ingarákvæðum, sem hingað til hafa tíðkast hér á landi, oftast með lagaboði. Launajöfnun er vandasöm að- gerð, þar sem taka þarf tillit til margra þátta. Verðbótavísitalan er hins vegar aðeins mæling á þeim verðhækkunum sem átt hafa sér stað á hverjum ársfjórðungi og er ætlað að tryggja hlutfallslegt gildi launa. Samtenging á þessu tvennu er því afleit blanda tveggja óskyldra hluta, og getur beinlínis valdið ranglæti. Launafólki vil ég að lokum benda á að kynna sér rækilega allt það, sem borið verður á borð fyrir það af ráðamönnum og fjölmiðlum á næstunni. Nauðsynlegt verður að greina þar glöggt á milli annars vegar raunverulegra launajöfnunaraðgerða og hins vegar þeirrar áráttu stjórnvalda og atvinnurekenda að nota ætíð afnám eða skerðingu fullra vísi- tölubóta til stórfelldrar almennr- ar kjaraskerðingar. Úlafsvík: Góð áramót í dásemd- arveðri Ólafsvík. 3. janúar. DÁSEMDARVEÐUR var hér á nýársnótt, logn og því sem næst frostlaust. Hátíðarhöld fóru vel fram og er ekki vitað um nein slys eða óhöpp, né ólæti. Húsfyllir var við guðsþjónustur og mann- margt var á jólatrésskemmtun- um. Töluvert er um skreytingar, bæði af hálfu hreppsins og félaga- samtaka auk einstaklinga. Lions- klúbbur Ólafsvikur gaf stórt jóla- tré sem staðsett er á hafnarsvæð- inu. Á nýársnótt komu klúbbfélag- ar að venju fyrir skreytingu með blysum í Ölafsvíkurenni. Ljómuðu þar hátt á lofti ártölin 1979 og síðan 1980. Haft var á orði að ljósameistarar klúbbsins í ár væru miklir listaskrifarar. Eins og áður sagði gekk allt óhappalaust þótt mikið sé verið með flugelda og þess háttar. Vilja sumir meina að öllu fari aftur og eigi það eins við um það sem sé til gamans gert. Því til sönnunar hefur verið minnst á að fyrir um 30 árum skeði það hér á gamlárs- kvöld, að fjóshaugur einn tókst á loft og dreifðist síðan um allstórt svæði, þar á meðal yfir samkomu- hús hreppsins, sem varð þá auð- vitað l.ítt girnilegt til samkomu- halds það kvöldið. Náðist til hinna seku sem urðu að verka eitthvað upp eftir sig. Þessi saga er ekki seld dýrar heldur en keypt var. Hér vestra eru menn ekki svartsýnni en gengur og gerist. Reiknað er með að bátar hefji róðrá næstu daga, reyndar er einn á sjó í dag og er því von á fyrsta afla vertíðarinnar í kvöld. Helgi. / _ /ZII . . :■■ : / FLIÓTT &VEL! Litmyndir á Kodak pappír . HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI AUSTURVER QLÆSIBÆ S:20313 S:36161 S:82590 Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.