Morgunblaðið - 04.01.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980
17
HELGI HÁLFDANARSON:
EINN OG ÁTTA
Skrýtið er það; æði margir
virðast líta svo á, að nýliðin
áramót séu um leið áratuga-
mót, að áttunda áratug ald-
arinnar hafi lokið með árinu
1979 og sá níundi sé þegar
hafinn með ártalinu 1980.
Þetta er því líkast, að tíu
kílómetra vegalengd teldist
lokið um leið og níundi
kílómetrinn væri að baki, þó
að sá tíundi væri enn fram-
undan. Ýmsir virðast rétt-
læta þetta tímatal með því
að gera sér í hugarlund
eitthvert núll-ár; en „árið
núll“ gat því miður hvergi
komizt fyrir í áraröðinni,
því árið eitt e.Kr. hófst um
leið og árinu eitt f. Kr. lauk,
rétt eins og hitastigið +1°C
tekur við af hitastiginu
-1°C; þar er ekkert hitastig
á milli; aðeins eru mót
þessara tveggja hitastiga
kölluð „hitahæðin 0°C“. Og
jafnvel þótt fæðing Krists
hefði tekið tólf mánuði, sem
kallaðir væru „árið núll“, þá
breytti það engu um þá
hörðu staðreynd, að í hverj-
um tug eru tíu einingar en
ekki níu, hvort sem talin eru
ár eða annað. Þess vegna var
áttunda áratug eftir Krists
burð ekki lokið fyrir en árið
80 var á enda runnið; á
miðju ári 1980 eru einungis
liðin 1979,5 ár frá fæðingu
Krists; og næstu aldamót
verða því ekki fyrr en í
árslok árið 2000.
En svo voru eitt sinn
merkishjón, sem kunnu ekki
að telja meira en átta. Þau
sögðu „einn og átta“, þegar
synir þeirra voru orðnir níu.
Þetta voru, sem kunnugt er,
þau Grýla og Leppalúði og
strákar þeirra, jólasveinarn-
ir. Um þá fjölskyldu er
ýmislegt rauláð við börn um
og eftir áramót, meðal ann-
ars vísa, sem nú á tímum er
oft höfð eitthvað á þessa
leið:
Jólasveinar ganga um gólf
með gylltan staf í hendi;
móðir þeirra sópar gólf
og hýðir þá með vendi.
Ég býst við að þessi sam-
setningur sé fremur nýlega
til orðinn; og kannski er
hann ekki lakari en sumt
annað af því tagi, þó að
varla geti hann talizt ungu
brageyra nein búningsbót.
Raunar gat gengið á ýmsu
um stuðlun í kveðskap fyrr
en á vorri tíð, og ekki er
fyrir það að synja, að saman
væri rímað gólf og gólf. En
Grýlu húsfreyju var annað
fremur borið á brýn en
þrifnaður; og gyllti stafur-
inn minnir kannski öllu
meir á stásslega múndér-
ingu Sankta-Kláusar en
ferðabúnað Giljagaurs og
þeirra bræðra. Svo er að sjá,
að þarna sé komin uppdubb-
uð jólasveinavísa, sem forð-
um var höfð á þessa leið:
Jólasveinar ganga um gátt
með gildan staf í hendi
móðir þeirra hrín við hátt
og hýðir þá með vendi.
En það getur líka vel
verið, að vísan um gyllta
stafinn sé eldri en ég hef
hugmynd um, og hin vísan
sé síðari tilraun til að end-
urbæta þann kveðskap um
kvenskörunginn Grýlu og
syni hennar, sem fylla ekki
tuginn, því þeir eru einungis
einn og átta, eins og árin,
sem nú eru liðin af áttunda
tug tuttugustu aldar.
Sigurður Óskarsson, form. Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins:
Nýja stjóm —
sterka stjórn
Á síðasta landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins var mörkuð sú stefna í
kjaramálum, að dagvinnulaun ein-
staklings mættu ekki vera undir
þeim mörkum að nægðu til sóma-
samlegrar framfærslu meðal-
fjölskyldu. í kjaramálastefnu
Sjálfstæðisflokksins er lögð
áhersla á verndun kaupmáttar
launa hins almenna launþega,
láglaunafólksins og að tryggð sé
afkoma elli- og örorkulífeyrisþega.
Þá hafa sjálfstæðismenn tekið
undir þá afstöðu verkalýðshreyf-
ingarinnar, að með félagslegum
aðgerðum megi leiða til aukins
jafnaðar og þjóðfélagslegs rétt-
lætis og að með slíkum aðgerðum
sé hægt að bæta verulega lífskjör
launafólks.
í þeim stjórnarmyndunarvið-
ræðum sem nú eru hafnar af hálfu
formanns Sjálfstæðisflokksins er
ljóst, að framangreind atriði
verða grundvallaratriði og ekki
líkur á að samstarf náist um
stjórnarmyndun með þeim stjórn-
málaflokkum sem ekki viðurkenna
MATTHEA Jónsdóttir hlaut
fyrir skömmu gullverðlaun fyrir
akvarellur er hún sýndi á alþjóð-
legri biennalsýningu í Frakk-
landi. Var sýningin í listamiðstöð
Lyonborgar.
í framhaldi af þessari viður-
kenningu verður listakonan kynnt
víða um heim og eru upplýsingar
Sigurður öskarsson
nauðsynlegar aðgerðir í þessum
efnum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ekki útilokað samstarf við neinn
hinna þriggja stjórnmálaflokk-
anna í þessum viðræðum, en í
um starfsferil og æviágrip m.a.
birtar í árbók sem dreift er af
Menningarstofnun Sameinuðu
þjóðanna og alþjóðasamtökum
listamanna. Forseti sýningarinnar
er Roland Laznikas, franskur list-
gagnrýnandi, sem skipulagt hefur
fjölmargar listsýningar og fengið
fólk frá ýmsum löndum til að sýna
í Frakklandi.
umfjöllun fjölmiðla síðustu daga
hefur verið rætt um hugsanlega
stjórnarsamvinnu við Alþýðu-
bandalagið. Ljóst er að slíkar
ályktanir byggja fyrst og fremst á
þeirri staðreynd að afstaða þess-
ara flokka til kjaramála láglauna-
fólks er að verulegu leyti hin
sama.
Miðstjórn og þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins hafa veitt Geir
Hallgrímssyni fullt umboð til þess
að kanna möguleika á stjórnar-
myndun. Sjálfstæðismenn eru
sammála um að meginmáli skipti í
þessum viðræðum hverjir mögu-
leikar eru fyrir hendi um sam-
vinnu til að takast á við þau brýnu
verkefni í kjara- og efnahagsmál-
um sem framundan eru. Fram-
undan er barátta við óðaverð-
bólgu, barátta fyrir bættum
lífskjörum og trygging efnahags-
legs sjálfstæðis íslensku þjóðar-
innar. Meðan þessi verkefni eru
leyst kann að verða nauðsynlegt
fyrir verðandi stjórnarflokka að
leggja til hliðar um sinn a.m.k.
gömul deiluefni.
Matthea Jónsdóttir
Hlaut gullverðlaun
fyrir akvarellur
LJONinyna inui. /t/«u.
Frá afhendingu nýja sjúkrabilsins á Eskifirði 30. desember s.l.
Ný sjúkrabifreið
til Eskifjarðar
Eskifirði, 3. janúar.
EINS og kunnugt er setti dómsmálaráðuneytið
reglugerð um áramótin 1977—1978 þess efnis, að
lögreglan úti á landsbyggðinni hætti öllum sjúkra-
flutningum, en í þess stað skyldu heimamenn sjá um
þessa flutninga framvegís. Þegar þetta var Ijóst hafði
Lionsklúbbur Eskifjarðar um þaö forgöngu að keypt
yrði sjukrabifreið i bæinn.
Samþykktu þeir á fundi
hjá sér seint á árinu 1977
að reyna að fá samstöðu
allra aöila um fjáröflun til
að kaupa sjúkrabíl. Leit-
uðu þeir brátt til allra
félagasamtaka á staðnum
og var samþykkt hjá öllum
þessum félögum að
standa saman um þetta
stórverkefni.
Kosinn var einn fulltrúi
frá hverju félagi í sam-
starfsnefnd og var for-
maöur hennar Sveinn Sig-
urbjarnarson. Samstarfs-
nefndin sá svo um útveg-
un á bílum og búnaði þeim
er honum fylgir. Bíllinn var
pantaður þann 28. nóvem-
ber 1978 og er af gerðinni
Chevrolet Suburban með
drifi á öllum hjólum og
hentar vel til þessara
flutninga.
Bílaklæðningar í Kópa-
vogi sáu um þær breyt-
ingar sem gera þurfti á
bílnum og hefur þetta
fyrirtæki innréttað flesta ef
ekki alla sjúkrabíla lands-
ins og vinna og frágangur
mjög góöur.
Bifreiðin kostar ellefu
og hálfa milljón króna og
hefur safnast um níu og
hálf milljón upp í það, svo
ennþá vantar um tvær
milljónir upp á að endar
nái saman. Samstarfs-
nefndin sendi bréf út til
allra fyrirtækja á staðnum
um miöjan desember s.l.
og er vonast eftir góðum
stuðningi þar. Eignaraðilar
að bílnum verða félögin en
um reksturinn sér Eski-
fjaröardeild Rauða kross-
ins.
— Ævar.