Morgunblaðið - 04.01.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980
21
Minning:
Séra Pétur Magnús-
son frd Vallanesi
Fæddur 18. apríl 1893.
Dáinn 19. desember 1979.
í dag fer fram útför séra Péturs
Magnússonar frá Vallanesi, en
hann varð bráðkvaddur á heimili
sínu Mímisvegi 4 hér í borg þann
19. des sl. áttatíu og sex ára að
aldri.
Fæddur var séra Pétur 18. apríl
1893 að Vallanesi á Héraði. Voru
foreldrar hans þau prestshjónin
þar, séra Magnús Blöndal Jónsson,
bróðir Bjarna Jönssonar frá Vogi
og þeirra systkina og Ingibjörg
Pétursdóttir Eggerz kaupfélags-
stjóra og bónda í Akureyjum á
Breiðafirði og bar því séra Pétur
nafn afa síns þessa breiðfirska
athafna manns.
Fimm ára gamall missir hann
móður sína og elst upp eftir það í
skjóli föður síns og stjúpu, Guð-
ríðar Ólafsdóttur en hún hafði
áður verið gift Þorvarði Kjerúlf,
lækni á Ormarsstöðum.
í Vallanesi eyddi hinn ungi
prestssonur bernsku og unglings-
árum í stórum systkinahópi og tók
meiri tryggð við þann stað en alla
aðra dvalarstaði og kenndi sig
jafnan við Vallanes eftir að hann
fór úr föðurhúsum.
Að afloknu embættisprófi í guð-
fræði 1920, hélt hann til fram-
haldsnáms í heimspeki og uppeld-
isfræði um eins vetrar skeið við
þýskan háskóla. Eftir þá náms-
dvöl settist Pétur að í Reykjavík.
— I einu erinda sinna í bókinni
„Til mín laumuðust orð“ segir
hann frá þeim atvikum sem lágu
til þess, að hann gerðist prestur í
Vallanesi, 16 árum eftir að hann
iauk guðfræðiprófi, hann kemst
svo að orði: „Þegar ég útskrifaðist
úr háskólanum treysti ég mér ekki
vegna efasemda í trúarefnum, er
námið vakti, að gera prestsþjón-
ustu að lífsstarfi mínu. Ég lagði,
Biblíuna til hliðar, og tók að
stunda bánkastörf, en varð síðar
fulltrúi hjá málafærslumanni. —
Og árin liðu. Lífið færði mér
ýmiskonar reynslu og trúarhug-
myndir mínar breyttust aftur. Eg
tók með köflum að finna
óþægilega til þess, að ég væri í
andlegri sveltu, og mér tók að
detta í hug, hvort ekki væri rétt
fyrir mig að taka upp gamla
þráðinn."
Og þennan þráð tók hann upp er
honum var veitt Vallanessprest-
akall 1939 að aflokinni prestskosn-
ingu þar. Hélt hann staðinn við
ágætis orðstír uns hann lét af
prestskap 1960, kominn þá fast að
aldurstakmarki því sem lögum
samkvæmt bindur enda á störf
opinberra embættismanna.
Eftir að séra Pétur lét af
prestsstörfum, settist hann í helg-
an stein í Reykjavík og hóf all
umfangsmikil ritstörf, ritaði
greinar í blöð og tímarit um hin
ólíkustu efni sumpart í sérbækl-
ingum og hvergi hræddur við að
takast á við verkefnin pg það
jafnvel þótt Nóbelsskald ætti í
hlut.
All mörg leikrit samdi hann á
þessum árum og fékk fyrir sum
þeirra opinbera viðurkenningu og
nokkur hafa verið leikin í útvarpi.
Fimm þessara leikrita hans hafa
verið gefin út í bókarformi, og ber
safn þetta nafn fyrsta leikritsins
„Lífið kastar teningum." Tveim
árum síðar, nánar til tekið árið
1972, birtust á prenti 25 ritgerðir
hans. Nefndi hann safn þetta „Til
mín laumaðist orð.“ Fjalla þau um
hugðarefni höfundar á vegum
trúar, siða, uppeldis, heimspeki og
fagurfræða. Arið 1973 kom út safn
20 prédikana er hann nefndi: „Ég
hef nokkuð að segja þér.“
Öll þessi rit bera vott um
frábæran stílista og oft snilldar-
tök á efni. Um margar af ritgerð-
um hans má hiklaust fullyrða að
þær standa jafnfætis þeim bestu
sem birtar hafa verið hérlendis og
er þó þetta form bókmenntanna
talið eitt vandmeðfarnasta þeirra
allra. Landskunnur var séra Pétur
fyrir prédikanir og erindi sem
hann flutti í útvarp á prestsskap-
arárum sínum.
Vafalaust munu ritstörf hans
halda lengur á lofti minningu
prestssonarins frá Vallanesi en
samskipti hans við okkur sam-
tíðarmennina.
Persónulega kynntist ég ekki
séra Pétri fyrr en hann gerðist
prestur austur á Héraði, en þó
einkum eftir að hann gerðist
prófdómari við landspróf í Eiða-
skóla. Það var vissulega tilhlökk-
unarefni að fá hann til sín á
hverju vori og deila við hann geði
í hálfan mánuð í hvert sinn.
Sem prestur var hann vinsæll
hjá sóknarbörnum sínum og lét
hann sér annt um velferð þeirra
og við sum batt hann traustum
vináttuböndum. Öll prestverk sín
framdi hann af sérstakri alúð og
vandvirkni svo að til var tekið. En
það er nú svo, að óvandvirkni,
flaustur og subbuskapur getur
líka sett svip sinn á prestsstörf
eins og önnur störf, þótt lítt séu
þau þá til þess fallin að auka á
virðingu fyrir þeim presti er slíkt
hendir eða því starfi er hann
hefur talið sig kallaðan til að
gegna.
Sem prófdómari reyndist séra
Pétur alveg frábær. Fór hjá hon-
um allt það saman, sem hverjum
prófdómara er nauðsynlegt að
hafa til að bera. Kunnátta í
fræðunum, nákvæmni og sam-
viskusemi í dómum um úrlausnir
en þó ekki síst sá velvilji og
skilningur sem haldast verður í
hendur við nákvæmni og sann-
girni til þess að dómsniðurstaðan
verði réttlát. Ekki minnist ég þess
að landsprófsnefnd hafi nokkru
sinni riftað þessum dómum okkar,
jafnvel þótt stundum hafi verið
telft á tæpasta vað og þá í þeim
tilfellum að talið var að fremur
væri um skort á þroska að ræða en
getuleysi, sem mundi lagast, jafn-
vel á næsta sumri og sem alltaf
varð.
Sem heimilismaður, þá daga
sem prófið stóð yfir, var séra
Pétur alveg einstakur, kurteis,
nærgætinn og barngóður svo af
bar. Kom það sér vel á okkar
barnmarga heimili. Þegar börn
okkar sóttu til hans kom mér í hug
saga sem faðir hans, séra Magnús,
sagði okkur eitt sinn er hann gisti
hjá okkur hjónum og dóttir okkar
sótti til hans, að kona sín hefði
sagt að á meðan hundar og börn
sæktu til hans þá væri hann ekki
orðinn vondur maður.
Séra Pétur var einhver mesti
viðræðusnillingur sem ég hefi
kynnst, þessi hæfileiki hans kem-
ur vel fram í ritgerðum hans. Því
fór þó víðsfjarri að við værum
sammála, einkum greindi okkur á
í stjórnmálum, bókmenntum og
listum. Séra Pétur var mikill
listunnandi, var fagurkeri, málaði
myndir og lék á hljóðfæri. Hann
varði eða hélt fram sjónarmiðum
sínum oft af mikilli rökfimi,
jafnframt því að deila á þær
skoðanir sem honum voru önd-
verðar en hann gat líka verið svo
rökþéttur að lítt tjóaði við hann
að deila. Eitt sinn bauð hann sig
fram til þingmennsku, og var
framboðsfundum þeim sem hann
tók þátt í viðbrugðið, slíkir voru
yfirburðir hans í málfærslunni,
sem logaði af leiftrandi háði og
skemmtilegheitum þótt honum
tækist ekki að sama skapi að
sannfæra kjósendur um ágæti
málstaðarins. Til voru þeir sem
fylgdu honum fund af fundi til að
njóta þessarar óvenjulegu
skemmtunar.
Séra Pétur var alla ævi ógiftur,
hef ég þó fáa hitt sem heitar þráðu
að eiga fjölskyldu, það kom greini-
lega í ljós á okkar heimili.
Hvað valdið hefur, veit ég ekki
því til þess skorti hann hvorki
andlegt né líkamlegt atgervi, vel
farinn í andliti og snyrtimenni að
af bar. Ekki veit ég þó hversu
góður eiginmaður hann hefði orðið
og áreiðanlega ekki eins og hann
hefði viljað vera, til þess var hann
kannski of ráðríkur og helst til
nákvæmur, en hitt fullyrði ég, að
sem faðir hefði hann orðið flestum
betri.
Ég vil ljúka þessum fátæklegu
minningarorðum um séra Pétur
vin minn með því að vitna enn til
sama erindis í bók hans „Til mín
laumaðist orð“ og áður var vitnað
til, en erindið nefnir hann Valla-
nes. Það hefst með þessum orðum:
„Það bar iðulega til á prestskapar-
árum mínum í Vallanesi, að ég
gengi með langferðafólki upp á
hólinn fyrir ofan íbúðarnúsið, til
þess að það gæti sem best notið
útsýnisins. Við slík tækifæri kom
fyrir að einhver léti á sér skilja, að
hann hefði heyrt meira látið af
útsýninu þarna, en sér finndist
ástæða til. Ég þykktist ekkert út
af þessu, fyrir hönd prestsseturs-
ins, en tók ævilega fram, að
himininn væri það fegursta í
Vallanesi." Nú hefur séra Pétri
hlotnast nýr „Vallanesshiminn".
Megi honum undir og í þeim himni
reynast raun lofi betri. A þeim
himinleiðum biðjum við, vinir
hans honum allrar belssunar um
leið og við þökkum fyrir samver-
una hér megin grafar.
Þórarinn Þórarinsson
frá Eiðum.
í dag er gerð frá Dómkirkjunni
útför séra Péturs Magnússonar.
Hann fæddist 18. apríl 1893 að
Vallanesi. Faðir hans var Magnús
Blöndal Jónsson, prestur þar, son-
ur séra Jóns Bjarnasonar og konu
hans, Helgu Árnadóttur, en móðir
Ingibjörg Pétursdóttir Eggerz,
kaupmanns í Akureyjum.
Pétur ólst upp í Vallanesi. Kvað
hann föður sinn hafa haldið þeim
krökkunum mjög til vinnu, eins og
þá hafi verið siður. Varð hann því
fljótlega líkamlega stæltur.
Hitt taldi Pétur að ekki hefði
verið síður um vert fyrir andlega
eflingu að í stóru baðstofunni í
Vallanesi hafi á kvöldvökunni
aftur og aftur verið lesnar allar
gullaldarhókmenntir þjóðarinnar
svo og allt það af ljóðum og
sögum, frumsömdum eða þýddum,
sem aldamótaskáldin góðu létu frá
sér fara, að ógleymdum húslestr-
um og sálmum.
Eftir fermingu hóf Pétur lang-
skólanám, fyrst á Akureyri en
síðan í Menntaskólanum í
Reykjavík og varð hann stúdent
árið 1916.
Þá innritaðist hann í guðfræði-
deild haskólans og lauk þaðan
kandidatsprófi árið 1920. Það
sama ár hélt hann utan til fram-
haldsnáms í Þýzkalandi og lagði
þar aðallega stund á heimspeki og
uppeldisfræði.
Þegar heim kom, gaf hann sig
um tíma að tungumálakennslu en
árið 1923 réðst hann til starfa í
íslandsbanka og síðan í Útvegs-
banka íslands h.f. og starfaði
hann þar til ársins 1933.
Á árunum 1934 til 1937 fékkst
Pétur við málflutningsstörf og
önnur skyld störf í lögmannsstofu
í Reykjavík og eftir það hafði
hann með höndum ýmis önnur
störf, þar til hinn 24. september
1939, er hann var skipaður sókn-
arprestur í Vallanesi, en því emb-
ætti gegndi hann tii ársins 1960,
er hann lét af prestsstarfi fyrir
aldurs sakir.
Eins og hér kemur fram, lagði
Pétur hönd á margar og ólíkar
starfsgreinar. Má raunar segja, að
hverju starfi'í hans höndum væri
vel borgið, svo miklum hæfileik-
um, sem hann var búinn. En í
mínum huga er enginn vafi á því,
að prestsstarfið hafi verið honum
hugleiknast.
Þar nutu sín hinar fjölbreyttu
gáfur hans, hugmyndaflug og
myndauðgi jafnt við skýringar á
biblíutextum sem leiftrandi og
skapandi hugsun hans og rökvísi
við að kryfja vandamál líðandi
stunda.
Fór því fljótt orð af honum sem
miklum kennimanni. Auk prests-
starfa sinna í Vallanesi, prédikaði
hann árlega hér í Reykjavik um
margra ára skeið og var þeim
guðsþjónustum jafnan útvarpað.
Pétur var líka snjall tækifæris-
ræðumaður og í kappræðum stóð-
ust honum fáir snúning. Á það
reyndi meðal annars, er hann
bauð sig fram til þings í Suður-
Múlasýslu. Fyrir tveim eða þrem
árum var þekktur stjórnmála-
maður spurður að því í sjónvarpi,
hvað honum væri efst í huga eftir
áratuga stjórnmálabaráttu. Hinn
aðspurði þurfti ekki lengi að leita
í huga sér. Án augnabliks hiks
svaraði hann: „Það voru fram-
boðsfundirnir með séra Pétri frá
Vallanesi."
Pétur átti sér fjölmörg hugðar-
efni. Hann var ljóðelskur mjög og
hafði á hraðbergi mikið af öndveg-
isljóðum íslenzkra skálda sem og
stórverk erlendra ljóðskálda, bæði
á frummáli og í þýðingum. Svo
trútt var minni hans, að hann gat
tímum saman farið með slík verk
án þess að fipast. Grundvöllurinn
var að sjálfsögðu lagður í æsku
hans á kvöldvökunni í Vallanesi,
en að auki naut hann þess, að
hann hafði sjálfur næmt brageyra
og fékkst nokkuð við Ijóðasmíð,
þótt minna færi fyrir því en
skyldi.
Pétur fékkst einnig nokkuð við
leikritagerð. Hlutu tvö af leikrit-
um hans verðlaun í samkeppnum
og voru flutt í útvarpi. Mikið yndi
hafði hann af góðri tónlist og lék
sjálfur vel á píanó. Þá fékkst hann
og nokkuð við myndlist.
Pétur bjó áratugum sman í
Reykjavík og undi hér vel hag
sínum en fyrst og fremst átti
Vallanes hug hans og meðan hann
bjó hér fór hann þangað á hverju
sumri og hausti. Um Vallanes
kemst hann m.a. svo að orði í
ritgerðasafni sínu: Til mín laum-
aðist orð:
„Annars voru það haustkvöldin,
sem ég unni mest, þegar ég var að
alast upp í Vallanesi — haust-
kvöld, sem gátu búið yfir hásum-
arhita — kvöld, sem virtust brjóta
í bága við allar reglur, sem ríkja
nærri slóðum íshafanna. Þessi
kvöld gátu í senn verið full af
fegurð og dularfullri kyngi. — Á
fjarvistarárum mínum frá Valla-
nesi, voru og eru ævinlega þessi
kvöld, sem hugur minn og þrá
beinist helzt að.“
En fyrst og fremst stóð hugur
Péturs til prestsstarfa, til heim-
speki og til uppeldisfræða. Hann
var góður málamaður, víðlesinn og
þar á meðal á öndvegisrit guð-
fræðinga, heimspekinga og upp-
eldis- og sálfræðinga. Var mjög
fáttítt að hann væri ekki vel
heima í hverju því umræðuefni,
sem á góma bar. Hann var barn-
góður og átti létt með að vinna
trúnað barna og unglinga og
óþreytandi var hann í að veita
þeim tilsögn, hvort sem var á
sviðum trúar, bókmennta eða
lista. í predikanasafni sínu: ÉK
hef nokkuð að segja þér, kemst
hann á einum stað svo að orði:
„Lát þér ekki gleymast, ungi
maður, að sú stund kemur, er öll
auðu blöðin, er þér hafa verið
gefin í hendur, verða aftur af þér
heimtuð og þess krafist, að þú
gerir grein fyrir því, hvað þú
hefur skrifað á þau. — Reyn að
haga lífi þínu svo, að þú þurfir
ekki að bera kvíðboga fyrir þeim
reikningsskilum.
Hvert augnablikskast, hvert æðarslag
er eilifðarbrot, þú er krafinn til starfa.
Hvað vannst þú Drottins veröld til þarfa?
Þess verður þú spurður um sólarlag.
Megi þessi alvöruþrungnu
ljóðstef Einars Benediktssonar
hvarfla sem oftast að huga þínum
á ókomnum ævidögum. Megi
áminningin, sem þau fela í sér,
verða þér að logandi kyndli, er lýsi
þér við að skrifa á auðu blöðin,
sem lífið réttir þér.“
Sjálfur var Pétur mikill og
einlægur trúmaður, hjálpsamur
og góðviljaður. I raun lét hann
aldrei af prestsstarfi. Hann var
alla tíð að miðla öðrum af reynslu
sinni og þekkingu og benda á, að
framar öllu öðru bæri að keppa að
þroska sálarinnar og ræktun hug-
arfarsins. Að því marki stefndi
hann sjálfur í lífi sínu. Þykir mér
ólíklegt, að hann hafi þurft að
bera kvíðboga fyrir sínum reikn-
ingsskilum.
Á yngri árum og fram eftir
öllum aldri var Pétur mjög mann-
blendinn og hrókur alls fagnaðar
þar sem hann kom, enda aufúsu-
gestur. Hin síðustu ár dró hann
sig hins vegar úr fjölmenni og
nokkurrar hlédrægni og varúðar
tók að gæta hjá honum í um-
gengni við ókunnuga aðila en þeim
mun meiri rækt lagði hann við
vini sína, kunningja og fjölskyldu.
Hann andaðist að heimili sínu,
Mímisvegi 4, hér í borg, hinn 19.
fyrri mánaðar.
Ég hefi þekkt Pétur allt frá því
er ég man fyrst eftir mér. Fannst
mér þegar í æsku mikið til hans
koma og hefir það álit ekki
minnkað með árunum.
Létt lund hans, leikandi kímni
og aðrir eðliskostir hans auk
ýmissa sameiginlegra áhugamála
okkar urðu til þess, að ég átti með
honum miklu fleiri óglcymanlegar
ánægjustundir en nokkrum tölum
verður á komið. Fór þeim fjölg-
andi eftir því sem aldursmunar
okkar tók minna að gæta.
Hann verður mér, og að ég hygg
öllum, sem áttu nokkui veruleg
skipti við hann, ætíð minnisstæð-
ur.
Að ósk Péturs verða jarðneskar
leifar hans lagðar til hinztu hvílu
í kirkjugaðrðinum á Selfossi. Sálu
hans bið ég fararheilla og blessun-
ar í nýjum heimkynnum.
Jón Bjarnason.
Séra Pétur í Vallanesi er látinn.
Hann var orðinn heilsuveill. And-
látsfregnin kom mér ekki á óvart.
Við séra Pétur vorum hvorki
sveitungar né jafnaldrar. En at-
vikin höguðu því þannig að leiðir
okkar lágu saman úm hríð við þó
nokkur en næsta ólík tækifæri.
Þegar hann var sóknarprestur í
Vallanesi átti ég sæti í skólanefnd
á Hallormsstað. Við vorum jafnan
kvaddir til skólasetninga og skóla-
slita. Ein hugvekja hans við slíkt
tækifæri hefur orðið mér minnis-
stæðari en margt annað talað orð,
sem ég hef hlýtt.
Við vorum báðir í framboði við
alþingiskosningarnar 1949. Hann
mun hafa verið elstur frambjóð-
enda í Suður-Múlasýslu þá, en
allra manna hressastur þegar
gengið var til leiks á málþingum.
Var létt yfir framboðsfundum og
einstaklega góður félagsandi á
ferðalögum frambjóðenda.
Úrval úr ræðum og ritum séra
Péturs hefur verið gefið út í
þremur bindum. Sá sem blaðar í
þessum bókum kemst að raun um
að enda þótt oft væri grunnt á
glettni og jafnvel gáskanum hjá
presti þá var hann undir niðri
mikill alvörumaður.
Séra Pétur var í raun mjög
gagnrýninn á samtíð sína. Fannst
hún vanmeta suma göfugustu
þættina í menningararfleifð fyrri
kynslóða. Og hann óttaðist um
afdrif slíkra menningarverðmæta
í ölduróti framtíðar.
Við fráfall séra Péturs minnist
ég margra glaðra samverustunda
okkar og góðra. Frá hans hendi
mætti ég ávallt mikilli vinsemd og
kveð hann með þökk í huga.
Bróður hans Páli og öðru
skylduliði sendi ég alúðarkveðjur.
Vilhjálmur Hjálmarsson