Morgunblaðið - 04.01.1980, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980
n
%
Ekki dagur
risanna
Á ÍTALSKAN mælikvarða
þá hreinlega drukknaði 1.
deildin f knattspyrnu í
morkum. en úrslit leikja
urðu sem hér segir:
Inter — Fiorentina 0—0
Pescera — AC Mílanó 2—1
Cagliari — Roma 1—3
Lazió — Torino 2—1
Juventus — Ascoli 2—3
Avellino — Perugia 2—2
Boiognia — Napóli 0—0
Catanzarro — Udinese 1 — 1
Tap Juventus á heimavelli
kom auðvitað eins og skratt-
inn úr sauðarleggnum, en
Ascoli komst í 3—1 áður en
heimaiiðinu tókst að minnka
muninn með góðum enda-
spretti. Pietro Anastasi og
Franco Belotto (2) skoruðu
mörk Ascoli, en Roberto
Tavolo og Antonio Cabrini
svöruðu fyrir Juventus. Þá
kom tap meistaranna AC
Mílanó gegn Pescera mjög á
óvart, enda Pescera neðsta
liðið í deildinni. Mörk Pes-
cera skoruðu þeir Giordano
Cinquetti og Piergiorgio
Negrisolo, en eina mark
ACM skoraði Pietro Gehdin.
Þetta var ekki dagur ris-
anna, þar sem Torínó tapaði
einnig. auk þess sem Cag-
Iiari, eitt af efstu iiðunum,
tapaði og Inter varð að gera
sér að góðu jafntefli á
heimavelli sinum.
Inter hefur þó enn foryst-
una i deildinni, hefur 20 stig
að loknum 14 umferðum. AC
Milanó hefur 17 stig. Siðan
koma fjögur félög með 15
stig hvert, Torínó, Lazíó,
Perugia og Cagliari.
6:02,2
1:20,1
Sundfólk
Ægis setur
mörg ný met
í SEINNI hluta desember
mánaðar hélt Sundfélagið
Ægir þrjú innanfélagsmót í
sundi í Sundhöli Reykja-
vikur.
Á mótum þessum voru sett
nokkur íslandsmet og ungi-
ingamet. Helstu úrslit á mót-
unum voru eftirfarandi:
1500m skriðsund karla.
Ólafur Einarsson Æ 19:56,8
Sveinamet (20:41,2).
lOOm fjórsund karla.
Ólafur Einarsson Æ
Sveinamet (6:20,1).
lOOm flugsund karia.
Ólafur Einarsson Æ
Sveinamet (1:21,7).
400m baksund kvenna
Þóranna Héðinsdóttir Æ
5:42,6 Telpnamet (5:48,8)
50m baksund karla.
Hugi S. Harðarson Self. 30,6
Piltamet (31,3)
4xl00m bringusund kvenna
Stúlknasveit Ægis 5:42,7
íslandsmet og stúiknamet
(5:44,3 og 5:56,0)
4x50m bringusund kvenna
Stúlknasveit Ægis 2:37,0
íslandsmets- og stúlkna-
metsjöfnun.
4x50m fiugsund kvenna.
Stúlknasveit Ægis 2:17,0
íslandsmet og stúlknamet
(2:18,3 og 2:23,9)
4x50m skriðsund kvenna
Stúiknasveit Ægis 2:03,7
Stúlknamet (2:04,5)
4x50m fjórsund kvenna
Stúlknasveit Ægis 2:18,0
íslandsmet og stúlknamet
(2:18,4 og 2:19,1)
4xl00m skriðsund kvenna
Stúlknasveit Ægis 4:28,2
Stúlknamet (4:35,0)
í svigunum fyrir aftan eru
eidri metin.
Eggert Jóhannesson
raðinn þjálfari Víðis
Gardi, 3. janúar.
EGGERT Jóhannesson hefir ver-
ið ráðinn þjálfari meistaraflokks
Víðis fyrir næsta keppnistímabil.
Undanfarin þrjú ár hefir Sigurð-
ur Ingvarsson þjálfað liðið en
hann býr hér í þorpinu.
Verið er að koma fyrir flóðljós-
um til æfinga á melavellinum og
hefir verið komið upp þremur
staurum og verið að leggja að
þeim rafmagn. Engar byggingar
hafa verið við melavöllinn og varð
knattspyrnufélagið að kaupa sér
skúr til bráðabirgða til að setja
upp rafmagnstöfluna. Mikill hug-
ur er annars í félögunum að koma
sér upp litlu félagsheimili við
völlinn sem mætti þá einnig vera í
búningsaðstaða. Þyrfti byggingin
að vera 160—180 fermetrar. Er
mál þetta þó á algjöru frumstigi.
Knattspyrnufélagið gengst fyrir
firmakeppni í knattspyrnu í
íþróttahúsinu í Njarðvíkum dag-
ana 13. og 20. janúar. Öllum
fyrirtækjum er boðin þátttaka.
Spila fjórir menn í liði í senn en
alls mega vera 9 manns í hverju
liði. Skráning er þegar hafin hjá
Þóri Guðmundssyni, en hann hefir
nýlega tekið við formennsku
knattspyrnudeildarinnar, en
skráningu lýkur 10. janúar.
Arnór.
Frá framkvæmdunum við íþróttavöllinn. Búið er að koma upp
ljósastaurunum og verið að leggja að þeim rafmagnið.
Ljósm.: Jónas EKÍlsson
• Frá gamlárshlaupi ÍR. Myndin var tekin í upphafi hlaupsins, en
það hófst og endaði við ÍR-húsið í Túngötu, eftir að hlaupararnir
höfðu hiaupið 10 kílþmetra hring um Vesturbæinn og Seltjarnarnes.
Hörkukeppni var í
gamlárshlaupi ÍR
ÁGÚST Þorsteinsson UMSB bar
sigur úr býtum í gamlárshlaupi
ÍR er háð var á gamlársdag.
Hörkukeppni var lengst af um
þrjú fyrstu sætin. en Ágúst þó
öruggur síðasta spölinn. Upp-
gjöri Gunnars Páls Jóakimssonar
ÍR og Mikko Háme ÍR um annað
sætið lauk ekki fyrr en á síðustu
50 metrunum í þessu 10 kíló-
metra langa hiaupi. Þá var barist
hart um ailt upp í 12. sæti og
breyttist innbyrðis röðun kepp-
enda oft.
Alis hófu 20 konur og karlar
hiaupið og luku allir keppni,
langflestir léttir í spori þrátt
fyrir jólahaldið. Meðal keppenda
voru tvær af fremstu hlaupakon-
um landsins í dag, Lilja Guð-
mundsdóttir ÍR, sem kom heim i
jólafrí frá Svíþjóð, og Thelma
Björnsdóttir UBK. Árangur Lilju
er athyglisverður og bendir til
þess að hún hafi undirbúið sig af
kostgæfni í vetur. Árangur Ág-
ústs er ekki síður athyglisverður
fyrir pað að hann hefur átt við
iangvarandi meiðsli að stríða, en
virðist loks vera að ná sér af
þeim. Úrslitin í hlaupinu, sem
háð var nú fjórða árið i röð og er
að verða að hefð meðal hlaupara.
urðu annars:
1. Ágúst Þorsteinss. UMSB 32:18
2. Gunnar P. Jóakimss. ÍR 32:29
3. Mikko Háme ÍR 32:31
4. Gunnar Snorrason, UBK 34:36
5. Óskar Guðmundsson FH 34:38
6. Einar Guðmundsson FH 34:51
7. Lúðvík Björgvinss. UBK 34:57
8. Ágúst Gunnarsson UBK 34:59
9. Ágúst Ásgeirsson ÍR 35:21
10. Jóhann Sveinsson UBK 35:32
11. Steinar Friðgeirss. ÍR 35:43
12. Stefán Friðgeirss. ÍR 36:36
13. Lilja Guðmundsdóttir ÍR 37:04
14. Sigurjón Andrésson ÍR 37:32
15. Magnús Haraldsson FH 37:51
16. Björn Pedersen ÍR 38:07
17. Guðmundur Ólafss. ÍR 38:22
18. Sigurður Haraldss. FH 38:43
19. Ingvar Garðarsson HSK 43:30
20. Thelma Björnsd. UBK 47:45
I
■?í
• Skúli óskarsson, íþróttamaður ársins 1978, virðir fyrir sér hinn
glæsilega verðlaunagrip sem fylgiur útnefningunni hverju sinni.
íþróttamaður
arsins 1979
útnefndur í dag
í DAG munu samtök íþróttafréttamanna tilkynna úrslit í hinni árlegu
kosningu sinni á „íþróttamanni ársins“. Þetta er í 24. skipti sem
samtök íþróttafréttamanna gangast fyrir slíku kjöri.
Það var fyrst árið 1956 sem íþróttamaður ársins var kjörinn og þá
varð Vilhjálmur Einarsson fyrir kjörinu, en það var einmitt sama ár
og hann hlaut silfurverðlaun sín í þrístökki á Olympíuleikunum í
Melbourne í Ástraiíu.
Hingað til hafa 17 íþróttamenn hlotið umræddan heiðurstitil og
hinn veglega verðlaunagrip er honum fylgir. Vilhjálmur Einarsson
hefur oftast hlotið sæmdarheitið eða fimm sinnum alls.
Hlutur frjálsíþróttamanna hefur verið áberandi bestur í kjörinu um
íþróttamann ársins. Alls hafa frjálsíþróttamenn verið kosnir 12 sinnum.
Knattspyrnumenn, handknattleiks- og sundmenn þrívegis og einu sinni
körfuknattleiksmaður og lyftingamaður. Fyrirkomulag kosningarinnar
hjá íþróttafréttamönnum er þannig að hver fjölmiðill hefur yfir að ráða
einum atkvæðaseðli og ritar á hann nöfn 10 íþróttamanna. Hlýtur efsti
maður 10 stig, sá næsti 9 og svo koll af kolli.
Til þess hafa eftirtaldir íþróttamenn hlotið titilinn íþróttamaður
ársins.
1956 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir
1957 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir
1958 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir
1959 Valbjörn Þorláksson ÍR frjálsar íþróttir
1960 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir
1961 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir
1962 Guðmundur Gíslason ÍR sund
1963 Jón Þ. Ólafsson ÍR frjálsar íþróttir
1964 Sigríður Sigurðardóttir Val handknattleik
1965 Valbjörn Þorláksson ÍR frjálsar íþróttir
1966 Kolbeinn Pálsson KR körfuknattleik
1967 Guðm. Hermannss. KR frjálsar íþróttir
1968 Geir Hallsteinsson FH handknattleik
1969 Guðmundur Gíslason ÍR sund
1970 Erlendur Valdimarsson ÍR frjálsar íþróttir
1971 Hjalti Einarsson FH handknattleik
1972 Guðjón Guðmundsson ÍA sund
1973 Guðni Kjartansson ÍBK knattspyrna
1974 Ásgeir Sigurvinsson Stand. Liege knattspyrna
1975 Jóhannes Eðvaldsson Celtic knattspyrna
1976 Hreinn Halldórsson KR frjálsar íþróttir
1977 Hreinn Halldórsson KR frjálsar íþróttir
1978 Skúli Óskarsson UÍA lyftingar
1979 ? ? ? ? ÞR
Þór mætir Ármann
í kvöld fer fram einn leikur í 2. deild í handknattleik. Á Akureyri
leika Þór og Armann og hefst leikurinn kl. 20.30. Á morgun
laugardag leika svo Armenningar við KA og hefst sá leikur kl. 15.00.
Má búast við hörkuviðureign í báðum þessum leikjum, því víst munu
norðanmenn vilja bæta upp fyrir slakan árangur í leikjum sínum að
undanförnu.
f
'i