Morgunblaðið - 04.01.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980
31
Sagt eftir leikinn
Jóhann Ingi Gunnarsson
landsliðsþjálfari:
Þetta var eldskírn þessa hóps og
stóðu strákarnir sig að mörgu
leyti betur en ég átti von á.
Pólverjar eru með mjög sterkt lið
sem hefur undirbúið sig af mikilli
kostgæfni og leikið í það minnsta
40 landsleiki að undanförnu og æft
í langan tíma tvisvar á dag. Þeir
eru nú á meðal sex bestu hand-
knattleiksþjóða veraldar þannig
að útkoma okkar er góð. Við
megum þó ekki ofmetnast. Þetta
var góður handknattleikur sem
sást hér í kvöld hjá báðum liðum.
Eg var svolítið hræddur um
varnarleikinn fyrir leikinn en
Guðmundur
Sigmarsson
í Fram
GUÐMUNDUR Sigmarsson,
tengiliðurinn sterki úr Ilaukum
hefur ákveðið að skipta um félag
— og mun hann ganga í Fram.
„Það voru tvö félög, sem ég var
ákveðinn að velja á milli og Fram
varð fyrir valinu," sagði Guð-
mundur Sigmarsson í viðtali við
Mbl.
Það er ekki að efa að bikar-
meisturum Fram er mikill feng-
ur i Guðmundi. Hann sýndi það
með leikjum sínum í Haukum,
þar sem hann var yfirburðar-
maður, að hvaða félagi í 1. deild
er mikill fengur að honum. Guð-
mundur mun tilkynna félaga-
skipti yfir í Fram í dag, að því er
hann tjáði Mbl.
H.Halls.
hann var lengst af nokkuð góður
þrátt fyrir að hægt sé að gera
betur. Sóknarleikurinn var ágæt-
ur og okkur gekk vel að opna vörn
Pólverja. Við eigum sterka sókn-
armenn eins og til dæmis þá
Sigurð Gunnarsson og Þorberg
Aðalsteinsson. Piltarnir þurftu að
sanna sig í þessum leik og það
tókst þeim bærilega.
Það urðu mér hins vegar mikil
vonbrigði að ekki skyldu vera
fleiri áhorfendur í Laugardals-
höllinni. Þetta er þjóðaríþrótt
íslendinga og eina íþróttin þar
sem við getum staðið verulega í
erlendum þjóðum. Það mæta allt
að 10 þúsund manns á knatt-
spyrnuleik á Laugardalsvelli þrátt
fyrir að engin von sé um sigur. Því
koma ekki fleiri að sjá okkur? Við
munum gera okkar besta í þeim
tveimur leikjum sem eftir eru á
móti Pólverjum hér heima og
vonandi tekst okkur að sigra. Að
lokum vil ég taka það fram, að ég
var ánægður með íslensku dómar-
ana í leiknum, þeir dæmdu vel.
Ólafur Jónsson fyrirliði:
Mér sýnist Jóhann þjálfari vera
á réttri leið með liðið. Með smá-
heppni hefðum við getað sigrað í
leiknum. Við munum fara með því
hugarfari í næstu leiki að leggja
þá að velli og vonandi tekst það.
Þorbergur Aðalsteinsson
Með smáheppni hefðum við
hæglega getað sigrað í þessum
leik. Pólska liðið er sterkt enda
hefur það æft gífurlega vel að
undanförnu en við aðeins saman í
10 daga. Við munum gera allt til
þess að sigra þá á laugardag og
sunnudag.
-þr.
• Reykjavíkurmeistarar Fram í innanhúsknattspyrnu 1979—’80
Ljósm. Mbl. Emilía.
Fram rauf ein-
okun Valsmanna
REYKJAVÍKURMÓTIÐ í inn-
anhúsknattspyrnu fór fram í
Laugardalshöllinni í fyrrakvöld
og lauk því með óvæntum sigri
Fram. Það þarf varla að spyrja
að því, að liðið sem Fram vann í
úrslitunum var Valur, sem unnið
hefur flest mót til þessa. Sigur
Fram var með ólíkindum miðað
við yfirburði Vals oft og tíðum.
Fram vann 9—4 og var aðeins
jafnræði með liðunum í fyrri
hálfleik.
Baldvin Elíasson var mark-
hæstur hjá Fram með 3 mörk,
einnig skoraði Pétur Ormslev
þrivegis. Tvö mörk skoraði Guð-
mundur Steinsson og eitt mark
skoraði Rafn Rafnsson. Atli
Hilmarsson skoraði tvívegis fyrir
Val, en þeir Ingi Björn og
Grímur Sæmundsson skoruðu
einnig hvor sitt markið.
Keppt var í tveimur riðlum og
urðu úrslit sem hér segir:
1. riðill:
KR — Þróttur 5—1
KR — Fylkir 4—2
KR — Fram 4—5
Fylkir — Fram 5—9
Þróttur — Fram 4—6
Fylkir — Þróttur 5—5
2. riðill:
Valur — Ármann 10—2
Valur — Leiknir 12—4
Valur — Víkingur 6—5
Víkingur — Leiknir 10—3
Víkingur — Ármann 6—4
Ármann — Leiknir 6—4
Svo sem sjá má, var síður en svo
um einstefnu að ræða í riðlunum,
Valur keppti grimmt við Víking og
Fram átti í stríði við KR.
• Viggó Sigurðsson svífur inn í vítateig Pólverja og skorar eitt af fjórum mörkum
sínum í leiknum. Ljósm. Mbl. Emilía.
Herslumuninn vantaði hjá
íslenska landsliðinu
PÓLVERJAR sigruðu íslendinga
i landsleik í handknattleik sem
fram fór í gærkvöldi með 25
mörkum gegn 23, eftir að staðan
í hálfleik hafði verið 14 — 12 fyrir
Pólverja. Það voru lengst af
miklar sviptingar í leiknum,
einkum undir lokin, þegar menn
töldu sig hvað eftir annað sjá
vendipunkta i leiknum, án þess
að úr yrði. T.d. má nefna að á 56.
minútu leiksins voru tveir Pól-
verjar reknir af leikvelli með
stuttu millibili þegar staðan var
23—21 Póllandi i hag. ísland
minnkaði muninn í eitt mark, en
i staðinn fyrir að ísland næði að
jafna, tókst Pólverjum að bæta
við marki þrátt fyrir að þeir
væru aðeins fjórir innl á vellin-
um. Og þegar staðan var 22—24
og Pólverjar enn tveimur færri,
lét Sigurður Sveinsson Woiczak
markvörð verja frá sér vítakast.
Þá má einnig geta þess, að varið
var frá Bjarna Guðmundssyni úr
hraðaupphlaupi þegar staðan var
25—23 fyrir Pólland og 30 sekúnd-
ur til leiksloka. Má segja að þá
fyrst hafi úrslit leiksins verið
ráðin.
Þeir 2000 áhorfendur sem
mættu í Höllina voru tæpast
sviknir þó að landinn hefði tapað.
Islendingar eru orðnir vanir því í
gegnum árin, en það yljar alltaf
þegar islenskum landsliðum tekst
að veita fremstu þjóðum heims
verðuga keppni og rúmlega það.
Islenska landsliðið gerði marga
hluti vel í leiknum í gær og var
óþekkjanlegt frá slökum leikjum
gegn Bandaríkjunum, eins og
reyndar var við að búast. Höfuð-
verkurinn var þó áberandi sá sami
og í leikjunum gegn USA, þ.e.a.s.
varnarleikurinn, hann var oft
frekar slakur og verður að kippa
honum í liðínn. íslendingar hafa
alltaf getað skorað mörk, meira að
segja verið snjallir á þeim vett-
vangi. En gegn ótrúlega snörpum
Pólverjunum stóðu íslensku leik-
mennirnir allt of oft sem freðnir
væru.
Ef litið er á gang leiksins, þá
leit ekki vel út hjá íslenska liðinu í
byrjun. Pólverjar komust í 4—2 á
skömmum tíma og virtust hafa
lítið fyrir áhlaupum sínum. Þetta
breyttist þó, einkum fyrir tilstilli
Jens Einarssonar, sem varði um
tíma mjög vel. ísland jafnaði sem
sagt 4—4 og síðan voru allar
jafnteflistölur upp í 9—9 með liðin
til skiptis í forystu, Pólverja þó
heldur oftar. Þegar staðan var
ísland — Pólland
23:25
síðan 12—11 fyrir Pólverja kom
afdrifarík mínúta þegar línu-
maðurinn Wilkowski skoraði
tvívegis, fyrst af línu eftir snjalla
sendingu frá Klempel og síðan
eftir hraðaupphlaup. En Sigurður
Sveinsson átti síðasta orðið í fyrri
hálfleik er hann skoraði úr víta-
kasti.
Pólverjar náðu fjögurra marka
forystu í upphafi síðari hálfleiks,
16—12, en þá kom Kristján Sig-
mundsson í markið eftir að Jens
hafði drabbast nokkuð niður.
Kristján varði hvert skotið af öðru
og staðan var enn orðin jöfn á 42.
mínútu, 17—17. Síðan sáust jafn-
teflistölurnar 18—18, 20—20 og
21—21. Klempel skoraði þá 23.
mark Pólverja úr víti og í næstu
sókn var brotið á Viggó en ekkert
dæmt, Pólverjar brunuðu upp og
skoruðu, 23—21. Lokakaflanum
hefur þegar verið lýst.
Sóknarleikur íslenska liðsins
var aðallinn að þessu sinni, nýt-
ingin var 49% sem er ágætt gegn
slíkri þjóð. Þorbergur, Viggó og
Sigurður Gunnarsson áttu allir
stórleik í sókninni, einnig Bjarni,
auk þess sem Steindór var frískur
á línunni. Auk þessara fimm
leikmanna var Ólafur fyrirliði
lengst af inni á og þó að hann
hefði verið mistækur í leiknum,
virtist liðið sterkast þegar þessir
sex leikmenn voru inn á. Varnar-
leikurinn var oft, of oft, máttlaus,
þar virtust ýmsir íslensku leik-
mannanna hreinlega ekki hafa
snerpu á við mótherja sína. Oft
fóru Pólverjarnir í gegn eftir
einfaldar bolvindur. Markvarslan
var furðugóð miðað við hve slakur
varnarleikurinn oft var, vörðu
bæði Jens og Kristján þokkalega.
Takist að bæta varnarleikinn, þarf
ekki að hafa áhyggjur, því lið
þetta verður alltaf líklegt til að
gera mörg mörk gegn hvað mót-
herja sem er. Ef á heildina er litið,
er landsliðið á réttri leið, vonandi
tekst að fylgja þessum mjög
þokkalega leik eftir með öðrum
betri.
Mörk íslands: Sigurður Gunn-
arsson 5, Þorbergur 4, Sigurður
Sveinsson 4 (allt víti), Viggó 4,
Steindór og Bjarni 2 hvor, Olafur
Jónsson og Guðmundur Magnús-
son 1 mark hvor.
Klempel skoraði mest fyrir
Pólverja, 7 mörk, 3 víti, Kaluzinski
og Vilkowski skoruðu 5 mörk hvor.
Leikinn dæmdu þeir Gunnlaug-
ur Hjálmarsson og Karl Jó-
hannsson og gerðu það þokkalega,
öðru hvoru þótti manni þó halla á
okkar menn.
gg.
49% nýting hjá
íslenska liðinu
SÓKNARNÝTING íslenska
landsliðsins í leiknum í gær-
kvöldi var allgóð. í fyrri hálf-
leiknum átti liðið 25 sóknir en
skoraði 12 mörk. Og í þeim síðari
22 sóknarlotur og gáfu 11 þeirra
mörk. 47 sóknarlotur í heildina
og 23 mörk eða um 49% nýting.
Markverðir íslenska liðsins
vörðu 13 skot í leiknum. Jens
Einarsson varði 6 skot, fékk á sig
17 mörk. Jens var inná allan
fyrri hálfleikinn og rétt framan
af þeim síðari. Kristján Sig-
mundsson varði 7 skot í síðari
hálfleiknum og fékk á sig 8
mörk.
Nýting leikmanna liðsins var
sem hér segir:
Viggó Sivrurósson
Atli Hilmarsson
Sigurður Gunnarsson
Ólafur Jónsson
Þorbergur Aðalsteinss.
Steindór Gunnarsson
Bjarni Guðmundsson
Sigurður Sveinsson
Guðmundur Magnúss.
skot mðrk bolta
glatað
7 4 3
1 0 0
9 5
4 1 4
9 4 4
3 2
4 2 fiskar 2
vítaköst
4 4 ailt úr
vítask.
1 . 1 fiskarl
vitakast
Sigurður Sveinsson mísnotaði
vítakast á 59. mínútu, pólski
markvörðurinn varði. Tveimur ís-
lendingum var vísað af leikvelli í
tvær mínútur, þeim Guðmundi
Magnússyni og Þorbirni Jenssyni.
Þrem Pólverjum var vísað af velli.
-þr.