Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 18
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 198Q
Hluti af jólasveinum Vestmannaeyja á leið til fjalla i jólalok. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir.
mSpli
mjr m Æ m hLúú
Þrettánda-
gleði
með sóma
í Eyjum
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Týr
í Vestmannaeyjum stóð að
vanda fyrir þrettándagleði í Eyj-
um þar sem jólasveinar,
skrípitröll, huldufólk og álfar
stigu dansinn blítt og létt og
flugeldum var skotið af fjöllum í
göngu jólasveina. Hundrað
huldra vætta tóku þátt í gleðinni
auk mikils fjölda Eyjarskeggja.
Þá héldu Eyverjar, Félag ungra
sjálfstæðismanna, grímudans-
leik að vanda fyrir unga fólkið
og var þar mikil þáttaka og
margar útgáfur búninga.
Grýla og Leppalúði léku við hvern sinn fingur.
Þessi fékk fyrstu verðlaun á grímudansleiknum bessi fluga á grimuballinu þótti afbragðsvel
fyrir skemmtilega framkomu. en verðlaunahaf- gerð með ljósabúnað á höfði og allt tilheyrandi.
inn sem heitir Bjarnhéðinn Grétarsson var
útbúinn eins og hann væri í poka á baki þess
grímuklædda. Fjær horfa þeir á Sigurður
Karlsson formaður Eyverja og Guðjón Hjörleifs-
son Elliðaeyingur.
Fyrirlestur um
nifteindastjömur
Einar Guðmundsson eðlis-
fræðingur flytur almennan
fyrirlestur um NIFT-
EINDASTJÖRNUR þriðju-
daginn 8. janúar 1980 kl.
17.15 í stofu 157 í húsi
verkfræði- og raunvísinda-
deildar við Hjarðarhaga.
Fyrirlesturinn er öllum op-
inn.
Eðlisfræðifélag íslands
Eðlisfræðiskor verkfræði- og
raunvísindadeildar.
P.S. Fyrirhugað er að
Knútur Árnason flytji
fyrirlestra um efni tengd
nútíma öreindafræði 21. og
22. janúar kl. 17.15.
Nánar verður tilkynnt um
þetta síðar.
(Fréttatilkynning).
Þrettándavaka Heim-
dallar og Hvatar
Á þRETTÁNDANUM, síðastlið-
inn sunnudag, efndu sjálfstæðis-
félögin Heimdallur og Hvöt til
sérstakrar jólavöku, þar sem
jólin voru kvödd. Vakan var
haldin siðdegis, milli klukkan 3
og 7, og var haldin í Valhöll við
Háaleitisbraut. Að sögn Bjargar
Einarsdóttur, formanns Hvatar,
var það mál manna að mjög vel
hefði tekist til með þessa þrett-
ándavöku.
Gleði hefði verið ríkjandi, og
jólastemning meðal þátttakenda
sem voru á öllum aldri. Ármann
Kr. Einarsson rithöfundur var
sögumaður á vökunni, og sagði
hann frá áhrifamikilli þrettánda-
sögu úr æsku sinni, þá söng Jón
Þorsteinsson söngvari forsöng í
kvæðinu um Ólaf Liljurós, og tóku
viðstaddir undir, en börn úr skól-
um Reykjavíkur léku efni kvæðis-
ins. Þá söng Jón einnig ýmis lög er
sérstaklega eiga við á þrettándan-
um, og lék Jónína Gísladóttir
undir á píanó. Þá sýndi hópur
fólks úr Þjóðdansafélagi Reykja-
víkur nokkra dansa, og tóku
viðstaddir þátt í dansinum. Dans-
ararnir voru í gömlum litskrúðug-
um búningum, og nokkrir gest-
anna voru í íslenskum búningum.
Þrettándavöku Heimdallar og
Hvatar lauk síðan með almennum
söng.
Ritstjóraskipti hjá
Degi á Akureyri
RITSTJÓRASKIPTI hafa orðið
hjá blaðinu Degi á Akureyri.
Erlingur Daviðsson hefur látið af
ritstjórn, en við starfi hans tekið
Hermann Sveinbjörnsson frétta-
maður hjá Rikisútvarpinu. Her-
mann er lögfræðingur að mennt,
en hefur starfað hjá Ríkisútvarp-
inu síðan 1977.
Erlingur Davíðsson hefur verið
ritstjóri Dags allt frá árinu 1956,
en áður hafði hann verið starfs-
maður blaðsins. Blaðamaður við
Dag verður auk ritstjóra Áskell
Þórisson, og framkvæmdastjóri er
Jóhann Karl Sigurðsson.
Hermann Sveinbjörnsson rit-
stjóri.
Ospektir unglinga
á þrettándakvöld
TALSVERÐAR óspektir urðu á þrettándann á Selfossi
og í Hafnarfirði, þar sem hópar unglinga fóru með
ærslum og ólátum um bæina. Voru unglingarnir á
aldrinum 13 til 17 ára á Selfossi að sögn lögreglunnar
þar, en allt frá 14 ára upp í 20 ára í Hafnarfirði að sögn
lögreglunnar þar. Á báðum stöðum var nokkur hópur
unglinganna færður í fangageymslur lögreglunnar.
Á Selfossi hófust lætin eftir
þrettándaskemmtun Ungmenna-
félagsins, sem þó hafði farið vel
fram. Söfnuðust unglingarnir
saman við brúarsporð Ölfusár-
brúar, og tíndu til ýmislegt drasl
til að hindra umferð um brúna.
Lögreglumenn hreinsuðu dótið af
jafnharðan, en urðu þá fyrir
barðinu á unglingunum er grýttu
þá með klakastykkjum. Slösuðust
fjórir lögreglumenn í þeim átök-
um, en enginn þó mjög alvarlega.
í Hafnarfirði urðu einnig
óspektir sem fyrr segir, og voru
allmargar stórar rúður brotnar
við Strandgötu, meðal annars í
Sparisjóðnum. Nemur tjónið
hundruðum þúsunda króna. Að
sögn lögreglunnar var þetta þó
venju fremur kyrrlátt þrettánda-
kvöld í Hafnarfirði, en þar hafa
löngum orðið ólæti þetta kvöld.
Lögreglan handtók nokkra unglinga á Selfossi og i Hafnarfirði vegna
óláta á þrettándakvöld, og var þessi mynd tekin i miðbæ Hafnarfjarð-
ar er lögreglumenn færa unglingspilt i fangageymslur.