Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980 33 fclk í fréttum ... og þá var kátt í höllinni... + ÞESSI mynd var tekin aí sænsku konungshjónunum Karli Gustav og Silvíu drottningu í höll sinni í Stokkhólmi, reyndar skömmu fyrir jólin er jólaundirbúningurinn stóð þar yfir. — Með þeim á myndinni eru börn þeirra Victoria prinscssa og prinsinn Carl Philip, sem fæddist í maimánuði síðastl. — Nú um áramótin, þegar nýja árinu var fagnað í konungshöllinni og glösum lyft í skál fyrir nýja árinu var og skálað fyrir Victoriu prinsessu, sem frá og með 1. janúar 1980 er ríkisarfi sænsku krúnunnar. — Silvía drottning hefur verið heldur óhress yfir samskiptum sínum við sænska blaðamenn. sem hún segir að hafi aðeins áhuga á útliti hennar. Segi ekki frá því sem hún starfi og leggi til málanna í alvarlegum hlutum. Drottningin bætti við: Það er eins og blöðin og tímaritin telji hattana mína merkilegri! Byggung, Kópavogi Úthlutun íbúöa í 5. byggingaráfanga fer fram nú á næstunni. Þeir félagsmenn sem ætla aö sækja um íbúöir veröa aö staöfesta umsóknir sínar fyrir 15. janúar n.k. á skrifstofu félagsins aö Hamraborg 1, Kópavogi. Stjórnin. KAEON skðlinn Námskeiö fyrir allar konur sem vilja vera öruggar um útlit sitt og framkomu. KARON-skólinn leiöbeinir yöur um snyrtingu, líkamsburð, fataval, hárgreiöslu, mataræöi og alla almenna framkomu. Mánudag 14. janúar hefjast almenn námskeið fyrir aldursflokkana: 16—24 ára, 25 ára og eldri. Innritun og upplýsingar í síma 38126 frá kl. 16—20 í dag, miövikudag, og fimmtudag. Hanna Frímannsdóttir. Það sem sprengjur ekki eyðilögðu hefur dýrtíðin lagt í rústir + EINN frægasti skemmti- staður í London, sem Þjóð- verjum tókst ekki að eyði- leggja í loftárásum sínum á London í síðustu heimsstyrj- öld, verður nú að lúta í lægra haldi fyrir breyttum skemmtanavenjum fólks og vaxandi dýrtíð. Þetta er Kab- arettinn í Savoy Ilótclinu í Dragið njósn- arana fyrir dóm + „ÞETTA er ekki sendiráð okkar. — Leiðið njósnarana íyrir rétt, stendur á þessu spjaldi, sem fólkið heldur á. Þessi mynd er tekin fyrir nokkru í Teheran fyrir utan bandariska sendiráðið, þar sem starfsmenn sendiráðsins eru hafðir í haldi. Fólkið sem kom með þetta spjald er frá Banda- ríkjunum og var í hópi Banda- ríkjamanna er kom til borgar- innar fyrir nokkru til að lýsa stuðningi sinum við „stúdent- ana“. sem halda sendiráðsbygg- ingu lands þeirra og löndum þeirra i gislingu. Maðurinn lengst til vinstri heitir Fred Hanks frá borginni Detroit. en konan til hægri Carol Downer og er frá Los Angeles. London. Akveðið er að þegar hljómsveitin hefur leikið brezka þjóðsönginn í dag- skrárlok hinn 27. þ.m. verði Kabarettum lokað fyrir fullt og allt. — Þegar þessi tíðindi spurðust fyrir nokkru rifjuðu blöðin upp nöfn frægra lista- manna sem þar komu við sögu. Nefnd voru Noel Cow- ard. söngkonan Len llornc. franski leikarinn og hjarta- knúsarinn Maurice Cheval- ier, tónskáldið George Gershwin. Juliette Greco. og þar dansaði á fjölunum eitt sinn, á gullöld Kabarettsins, ballerínan fræga Anna Pal- ova. DALE CARNEGIE Kynningarfundur veröur haldinn í kvöld 8. janúar kl. 20.30, aö Síðumúla 35 uppi. ★ Námskeidiö getur hjálpað þér aö: ★ Öölast HUGREKKI og meira SJÁLFS- TRAUST. ★ BÆTA MINNI þitt á nöfn, andlit og staöreyndir. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sannfæringarkrafti í samræöum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐ- INGU og VIÐURKENNINGU. ★ Taliö er að 85% af VELGENGNI þinni sé komin undir því, hvernig þér tekst aö umgangast aöra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustaö. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíöa. ★ Veröa hæfari aö taka viö meiri ÁBYRGÐ án óþarfa spennu og kvíða. ★ Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie námskeiöinu. í dag er þitt tækifæri. Hringiö eöa skrifiö eftir upplýsingum í síma 82411 $ Einkaleyfi á Islandi ^7® STJORNUNARSKOLINN 1 OA LF, CA N.ÍMSK /íA'AO/í. EWl A Konráö Adolphsson j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.