Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980 17 Nýtingin for niður í 33% ÍSLENDINGAR léku þrjá landsleiki í handknattleik við Pólverja um helgina. Sá íyrsti fór reyndar fram á fimmtudag, næsti á laugardag og sá síðasti á sunnudag. Sóknarnýting íslenska liðsins var allþokkaleg i leikjunum. í fyrsta leiknum var hún um 49%, í þeim næsta öllu lakari eða 43%, og í þeim síðasta 33% sem er nokkuð slakur árangur. Hér á eftir fara töflur yfir einstaka leikmenn í þeim leikjum sem fóru fram á laugardag og sunnudag. Tafla yfir leikinn hefur þegar birst í blaðinu. Það skal tekið fram að töflur þessar eru frá Jóhanni Inga landsliðsþjálfara. Fyrri leikurinn i tölum fyrst mörk þá mistök. Bolta glatað eða skot sem ekki gaf mark. Steindór Gunnarsson 4/6 Viggó Sigurðsson 4/13 Sigurður Gunnarsson 4/9 Ólafur Jónsson 3/5 Þorb. Aðalsteinsson 4/7 Andrés Kristjánsson 1/2 Bjarni Guðmundsson 1/4 Atli Hilmarsson 0/2 Friðrik Þorbjörnsson 0/0 Stefán Halldórsson 0/1 Jens Einarssön var í marki fyrstu 20 mínúturnar. Varði fjögur skot þar af tvö með úthlaupum. Síðan lék Kristján Sigmundsson í markinu. Varði 9 skot. í þriðja og siðasta leiknum var nýting sem hér segir. Ólafur Jónsson 3/6 Þorbjörn Jensson 2/4 Steindór Gunnarsson 1/4 Friðrik Þorbjörnsson 0/0 Þorb. Aðalsteinsson 0/2 Bjarni Guðmundsson 1/4 Viggó Sigurðsson 5/13 Sig. Sveinsson 3/6 Sig. Gunnarsson 0/8 Guðm. Magnússon 0/1 Ísland fékk fimm vítaköst — Viggó skoraði úr tveimur en í eitt sinn var varið hjá honum. Pólland fékk þrjú vítaköst, tvö nýtt. Fimm Pólverjum var vikið af velli í tvær min. hverjum — einum íslending, Friðriki. Kristján Sigmundsson varði fjögur skot í fyrri hálfleik — Brynjar Jensson sex í þeim síðari. Ellefu sinnum í leiknum glataði íslenzka liðið knettinum — oft á klaufalegan hátt. — þr. Enginn náði 12 réttum í 19. leikviku Getrauna komu fram 4 raðir með 10 réttum og var vinningur á hverja röð kr. 386.000.— en með 9 rétta voru 68 raðir og vinningur fyrir hverja röð kr. 9.7000.— Eftir að dregið hafði verið um ieikina i 3. umferð bikarkeppninn- ar ensku, komu félögin i Bristol sér saman um að annað léki sinn hcimaleik á föstudeginum 4. janúar til þess að forðast árekstur, en þetta var aldrei tilkynnt getraunafyrirtækjum svo sem hinum ensku, og þaðan af síður til íslands. Voru því aðeins 11 nothæfir leikir á seðlinum, og einn hinna heppnu með 10 rétta var með þennan leik tvítryggðan á kerfi, og var þar af leiðandi með 10 rétta í 2 röðum og 6 raðir með 9 réttum. Vinningurinn fyrir þennan seðil nemur því kr. 830.000.— — Þr. Þorsteinn knatt- spyrnumaður ÍBK ÞORSTEINN Ólafsson hefur verið kjörinn knattspyrnu- Tvö ný heimsmet NÚ eru innanhússmótin í frjálsum íþróttum hafin fyrir alvöru í Banda- ríkjunum og heimsmetin láta ekki standa á sér. Á móti um helgina settu Bandarfsku hlaupararnir MC Tear og Evelyn Ashoford ný heims- met í 60 metra hlaupi á móti sem fram fór í Kaliforníu. Mc Tear tvíbætti metið. Fyrst hljóp hann á 6,53 sek. en síðan á 6,38 sek. í úrslitunum. Dágóöur tími það. í kvennaflokki hljóp Ashford á 7,04 sek. en eldra metið átti austur— þýska stúlkan Gohr, 7,10 sek. Mörg góð afrek voru unnin á mótinu. í hástökki sigraöi Franklin Jackobs, stökk 2,27 metra. Fyrrum heimsmethafi, Stones, stökk 2,04 metra. Nýtt bandarískt met var sett í 3000 metra hlaupi 7,43,2 mín. maður Keflavíkur fyrir árið sem var að líða. Þorsteinn hefur leikið 13 A—landsleiki og alls 18 Evrópuleiki með liði sínu, fleiri en nokkur annar íslend- ingur. Hann er nú farinn til Gautaborgar þar sem hann leik- ur með IFK. Gerði hann tveggja ára samning við liðið. Þá mun Sigurður Björgvinsson halda utan í dag til Örgryte í Svíþjóð. ÍBK mun því verða án góðra leikmanna næsta keppnistima- bil. óvíst er um aðra leikmenn. Ragnar Margeirsson er enn óákveðinn hvað hann gerir í sínum málum en hugsanlegt er að hann haldi utan á vegum ÍBK í æfingahúðir annað hvort til Belgiu til La Louvier eða þá til Skotlands. Mun Ragnar fara út í þessum mánuði ef af ferðinni verður. —þr. Jóhann Ingi lengst til vinstri skiptir leikmönnum sinum inn á i síðasta leik liðsins i Laugardalshöll á móti Pólverjum. Mikið mun maeða á íslenska landsliðinu i handknattleik á næstu dögum. Ljósm. Guðjón B. „Það er hlegið að okkur“ ÍSLENSKA landsliðið i hand- knattleik hélt til Vestur-Þýska- lands snemma í gærmorgun, en þar er Iiðið meðal þátttakenda i hinni firnasterku Baltic-keppni í handknattleik. í kvöld leikur ísland sinn fyrsta leik í keppn- inni, mætir þá liði Austur- Þjóverja í Minden, heimaborg Axels Axelssonar, Jóns Péturs Jónssonar og Diðriks frá Mind- en sem kunnur er úr mannkyns- sögunni. Landsliðshópur Jó- hanns Inga Gunnarssonar æfði stíft heima á íslandi fyrir keppnina, lék m.a. 5 landsleiki. tvo gegn Bandaríkjamönnum og þrjá gegn Pólverjum. Sann- arlega skiptust á skin og skúrir hjá liðinu í leikjum þessum, eins og við var að búast. enda gerbreytt og mjög ungt lands- lið. En þegar síðasta leiknum gegn Pólverjum var lokið, þótti fróðlegt að heyra hljóðið í Jóhanni Inga. „Fyrsti bestur*4 „Ég er náttúrulega misánægð- ur með útkomuna," sagði Jó- hann. Og hann hélt áfram. „Fyrsti leikurinn var bestur frá handknattleikssjónarmiði, ann- ar leikurinn var að mörgu leyti góður líka hjá okkar mönnum, einkum hin góða barátta sem liðið sýndi þegar Pólverjar kom- ust sex mörk yfir. Okkur tókst að jafna þegar staðan var 19— 19. en síðan kom í ljós, að kjölfestu vantaði í liðið, enginn tók að sér stjórnina úti á vellin- um. Pólverjarnir létu þá skína í reynslu sína og sigu fram úr. Þriðji leikurinn var erfiðastur, ekki aðeins vegna þess að leik- menn voru þá farnir að þekkja hreyfingar hver annars, heldur einnig vegna þreytu. Frá tækni- legu sjónarhorni séð var þriðji leikurinn lakastur. Reyndar var baráttan í liðinu góð og varnar- leikur íslands var líklega bestur í þessum leik. En þegar þreytan seig í minnkaði eðlilega einbeit- ingin. Nú í öllum leikjunum má einnig segja það, að Pólverjarnir voru heppnir þegar á þurfti að halda.“ „Enginn vinstrihandarleikur** „Ég held að ungu leikmennirn- ir hafi haft mikið gott af leikjum þessum, þetta var góð reynsla þótt hún mætti hafa verið meiri. Um Baltic-keppnina vil ég að- eins segja, að ég vona það besta. Pólsku þjálfararnir voru að segja okkur, að við myndum líklega leika um 5.-6. sætið í keppninni, Vestur- og Austur- Þjóðverjarnir væru of sterkir fyrir okkur, en við myndum auðveldlega sigra Norðmenn. Ég tel hins vegar varasamt að líta á leikinn gegn Norðmönnum sem einhvern vinstrihandarleik. I sannleika sagt, verður sá leikur erfiðastur. Bæði verður hann þriðji leikurinn á jafnmörgum dögum, en einnig er hann leikur- inn sem beinlínis er krafist að við vinnum heima fyrir. Það er reiknað með því að við leggjum Norðmenn, en það reiknar eng- inn með því að við sigrum þýsku liðin. Þvi mætum við undir mikilli pressu til leiks gegn Norðmönnum, en höfum síðan engu að tapa, en allt að vinna gegn þýsku liðunum. „Illogið að okkur“ „Þar fyrir utan vil ég benda á þær fórnir sem landsliðsmenn- irnir eru að færa. A sama tíma og leikmenn annarra þjóða þurfa varla að gera handtak annað en að æfa og leika handknattleik, eru okkar menn að basla í fullri vinnu. Strákarnir fá ekki einu sinni greitt vinnutap fyrir þessa ferð, þeir fá 20.000 krónur hver í sinn hlut. Á sama tíma fá t.d. dönsku leikmennirnir mörgum sinnum hærri upphæð á degi hverjum í ferðum sem þessum og eru samt alltaf að kvarta hvað þeir fái lítið. Það er hlegið að okkur. Ég veit svo sem að HSÍ á enga peninga og þarf næstum að berjast fyrir því að kaupa harp- ixdósir, en þetta ástand er bæði þreytandi og fyrir neðan allar hellur." Þetta voru síðustu orð Jó- hanns Inga að sinni og óhætt er að taka undir lokaorðin. KR. *: Erlendur þjálf- ari til Vals? 4 . j§f. * — ÞAÐ er ekkert launungar- mál að við hjá Val ætlum okkur að ráða erlendan þjálfara fyrir næsta keppnistímabil og erum við þegar farnir að leita eftir honum, sagði Þórður Sigurðs- son, formaður handknattleiks- deildar Vals, í spjalli við Mbl. í gær. — Þetta er á byrjunarstigi, sagði Þórður, — en við höfum nú þegar leitað fyrir okkur í Pól- landi í gegn um Janus Cerwinski og hann kom með ýmis nöfn og upplýsingar til okkar núna um helgina. Við munum svo skoða það nánar. Það voru sérstaklega tveir menn sem hann mælti með. Þá erum við að leita fyrir okkur í Rússlandi, við erum spenntir að fá mann þaðan. Þeir eru jú einna lengst komnir í íþróttinni og eru nú á toppnum. Jóhann Ingi Gunnarsson hefur skrifað fyrir okkur til Vestur—Þýskalands og þar er verið að athuga málin. Hvað verður ofan á er ekki hægt að segja á þessu stigi málsins. En þjálfarinn sem við ætlum okkur verður erlendur. Vals- menn hafa nú ákveðið leikdag- ana í Evrópukeppninni í hand- knattleik og mæta þeir Drott úti í Svíþjóð í fyrri leiknum. Hinn 27. janúar fer leikurinn fram í Halmstad. Síðari leikurinn fer fram hér heima 3. febrúar. Við stefnum að því að komast áfram. —þr. Magnús til Magna MAGNÚS Jónatansson hefur verið endurráðinn sem knattspyrnuþjálfari hjá Magna í Grenivík. Magnús þjálfaði Magna síðastliðið sumar við góð- an orðstír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.