Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 32
i á ritstjórn og skrifstofu:
10100
JMargunblabib
^Síminn á afgreiöslunni er
83033
Jtivrfjunblnbib
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980
Harmleikur um borð í varðskipinu Tý:
Tveir ungir skipverj-
ar stungnir til bana
Skipverja, sem talinn er hafa framið verknaðinn, saknað
Akureyri, 7, janúar. Frá SigtryKKÍ SÍKtryggssyni blaðamanni Mbl.
ENN kunna menn enga skýringu á tildrögum þess hörmulega atburðar,
sem varð um borð í varðskipinu Tý norður af landinu í gærmorgun, þegar
tveir varðskipsmenn voru stungnir með hnífi svo að þeir hlutu bana af og sá
sem talinn er hafa framið það voðaverk hvarf strax á eftir, en grunur leikur
á því að hann hafi varpað sér fyrir borð. Þeir, sem létust af völdum
hnífsstungnanna hétu Jóhannes Olsen háseti, 22 ára gamall, til heimilis að
Meistaravöllum 35, Reykjavík og Einar Óli Guðfinnsson léttadrengur, 18
ára gamall, til heimiiis að Skriðustekk 13, Reykjavík. Þeir voru báðir
ókvæntir. Maður, sem talinn er hafa framið verknaðinn og hvarf af skipinu
hét Jón D. Guðmundsson, 3. vélstjóri, 32 ára gamall, til heimilis að
Dvergabakka 22. Jón lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Magnússonar lögfræðings Landhelg-
isgæslunnar lét Týr úr höfn i
Reykjavík sl. föstudag. Var skipið við
gæslustörf um 50 sjómílur norðvest-
ur af Grímsey, þegar atburðurinn
varð laust eftir kl. 9 í gærmorgun. Að
sögn Jóns var Jóhannes heitinn
staddur í eldhúsi skipsins ásamt
bátsmanninum og jafnvel fleirum.
Kom Jón þá inn í eldhúsið, en hann
hafði nýlokið vakt í vélarrúmi. Hafði
Jón aðeins verið inni skamma stund,
er hann greip skyndilega stóran
stefnan tekin á Eyjafjörð og siglt til
Akureyrar. Lagðist varðskipið upp að
Torfunesbryggju laust fyrir kl. 18.
Lík varðskipsmannanna voru flutt
frá borði og í lögreglubíla, sem biðu á
bryggjunni og skipverjar stóðu heið-
ursvörð um borð. Fjórir rannsóknar-
lögreglumenn frá rannsóknarlög-
reglu ríkisins voru þá komnir til
Akureyrar og hófu þeir strax vett-
vangsrannsókn og yfirheyrslur yfir
skipverjum ásamt einum rannsókn-
arlögreglumanni frá Akureyri. Eng-
inn fékk að fara frá borði, né um
Jóhannes Olsen Einar óli Guðfinnsson
Rannsóknarlögroglumenn ganga hér frá borði landhelgisgæsluflugvélarinnar á flugvellinum á Akureyri i
eftirmiðdag i gær. Þeir sem sendir voru frá Reykjavík til að vinna að frumrannsókn málsins eru: Ivar
Hannesson, Ragnar Vignir, Grétar Sæmundsson og Haraldur Árnason. Einnig vann við rannsóknina Ófeigur
Baldursson frá Akureyri. Ljósm. Emiiía.
Geir Hallgrímsson:
Tímabiindin þjóð-
stjórn með tiltek-
in meginverkefni
Fyrsti fundur flokksformannanna fjögurra í dag
eldhúshníf, sem lá þar á borði og rak
hann í síðuna á Jóhannesi og særði
hann miklu og djúpu sári. Því næst
rauk hann út úr eldhúsinu og inn í
borðsalinn en þar var Einar heitinn
staddur. Hann hafði nýlokið við að
taka niður jólaskraut og var að byrja
að ryksuga, þegar Jón bar þar að og
skipti engum togum, að hann rak
hnífinn í Einar, líklega í kviðarhol.
Að því búnu hvarf hann úr borðsaln-
um. Jón var ekki undir áhrifum
áfengis.
Að sögn Jóns urðu menn sem steini
lostnir við þessa skyndilegu atburði.
En strax voru gerðar ráðstafanir til
að hjúkra hinum særðu. Ljóst var
fljótlega, að Jóhannes var lífshættu-
lega slasaður, en Einar var hins
vegar talinn minna slasaður. Stefnan
var sett á Grímsey, haft var sam-
band við lækni í Siglufirði til þess að
fá ráðleggingar um meðferð hinna
slösuðu og loks var boðum komið til
stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í
Reykjavík. Hún hafði síðan samband
við sjúkrhúsið á Akureyri og var í
skyndi undirbúið sjúkraflug frá Ak-
ureyri til Grímseyjar með tvo lækna
og hjúkrunarfólk. Það flug var hins
vegar aldrei farið því að rúmlega
hálfri klukkustund eftir atburðinn
andaðist Jóhannes og Einar skömmu
síðar og er álitið að báðir hafi látist
af völdum innvortis blæðinga.
Þegar búið var að hlúa að hinum
slösuðu eins vel og unnt var hófst leit
að Jóni D. Guðmundssyni. Hann
fannst þá hvergi þrátt fyrir endur-
tekna og ítarlega leit í skipinu. Þá
var liðinn svo langur tími síðan hann
hafði sést síðast um borð, að talið var
gersamlega vonlaust að snúa skipinu
við til að finna hann á lífi.
Eftir að mennirnir létust var
borð nema með sérstöku leyfi. Yfir-
heyrslum var haldið áfram á lög-
reglustöðinni á Akureyri í gærkvöldi
og var talið líklegt að þær myndu
standa fram á nótt. I dag verður
málið tekið fyrir í sjódómi á Akur-
eyri. Forseti sjódómsins er Ásgeir
Pétur Ásgeirsson fulltrúi bæjarfóg-
eta, en hann stjórnar rannsókninni.
Jón Magnússon sagði að lokum, að
engin skýring hefði komið fram á
tildrögum þessa atburðar. Jón D.
Guðmundsson hefði starfað í Land-
helgisgæzlunni um þriggja ára skeið
og reynst hinn bezti starfsmaður.
Mikil leit hefur farið fram að
hnífnum, en hann hefur ekki fundist.
Skipherra á Tý í þessari ferð er
Bjarni Helgason.
Morgunbláðið birtir á forsíðu í dag
mynd af heiðursverði skipverja Týs,
þegar látnir skipsfélagar voru fluttir
í land á Akureyri, myndir af þeim
báðum hér á síðunni, en tókst ekki að
afla myndar af Jóni D. Guðmunds-
syni.
BREZK samninganefnd frá rikis-
fyrirtækinu British National Oil
Corporation, sem sér um sölu á
olíu úr Norðursjó, er væntanleg
til íslands í dag til viðræðna við
Olíuviðskiptanefnd, viðskipta-
ráðuneytið og forstjóra oliufélag-
„ÞAÐ er ráðgerður fundur for-
manna stjórnmálaflokkanna fjög-
urra klukkan hálf tiu i fyrramálið
til að kanna möguleikann á þvi að
koma á samstjórn allra þessara
flokka, svokallaðri þjóðstjórn, sem
starfaði um tímabundið skeið að
tilteknum afmörkuðum verkefnum,
eins og til dæmis kjördæmamálinu
annars vegar og verðbólguvandan-
um hins vegar,“ sagði Geir Hall-
grimsson formaður Sjálfstæðis-
anna um sölu 100—125 þús.
tonna af gasoliu til íslands á
seinni hluta þessa árs.
Það magn á að fullnægja að
verulegu leyti olíuþörf fyrir fiski-
skip, diselvélar og til húsahitunar.
flokksins i samtali við Mbl. i
gærkvöldi. Mbl. spurði Geir, hvort
það væri niðurstaða þeirra könnun-
arviðræðna, sem hann hefur staðið i
að undanförnu, að einhver áþreif-
anlegur flötur væri á samstarfi
allra stjórnmálaflokkanna. „Það er
ef til vill of mikið sagt, að tala um
áþreifanlegan flöt, en engu að síður
er nauðsynlegt að ganga úr skugga
um, hvort þessi möguleiki er fyrir
hendi,“ sagði Geir.,
Samningafundir munu standa yfir
á miðvikudag og fimmtudag og ef
svo fer sem horfir að hagstæðari
samningar náist en gilda á Rotter-
dammarkaði þá er búizt við að
gengið verði frá samningum á
þessum fundum.
Mbl. spurði Geir þá um tillögur
Sjálfstæðisflokksins, m.a. í efna-
hagsmálum. Hann sagði: „í þeim
efnum hefur Sjálfstæðisflokkurinn
ekki lagt fram neinar tillögur, en
hins vegar viljum við leggja áherzlu
á, að verði framhald á slíkum
fjögurra flokka viðræðum, þá séu
hugmyndir allra lagðar til grund-
vallar lokaniðurstöðunni". Geir kvað
það hins vegar rétt, að „ýmsar
hugmyndir" hefðu verið settar í
könnun og rannsókn, en kvaðst ekki
vilja ræða efnisatriði þeirra hug-
mynda.
Morgunblaðið hefur birt tillögur
þær sem vinstri flokkarnir lögðu
fram í stjórnarmyndunartilraun
Steingríms Hermannssonar, en með-
al þeirra hugmynda, sem nú hafa
verið settar í vinnslu eru áhrif þess
að vísitalan verði tekin alveg úr
sambandi til 1. september, eða að
allt að 15 vísitölustigum samtals 1.
marz og 1. júní verði frestað, en á
móti komi einhvers konar félags-
málapakki, sem hefur verið rætt um
upp á 25 til 30 milljarða króna.
Sjá umsagnir Tómasar Árnason-
ar, Lúðvík Jósepssonar og Bene-
dikts Gröndal á bls. 15
Verður samið um Norð-
ursjáyarolíu í vikunni?