Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980
VlFP
RAFríNLl 1 f
i^j^TLn/ /)
^-2^ LTÍSi
ÉK held þú ættir að hækka
tóninn, þeir heyra ekkcrt uppi
á Kjalarncsi...!
Þegar þú verður orðinn útla-rA
ur vinur minn, muntu (IjótleKa
«eta tileinkað þér hina við-
teknu retflu hvernijí maður
þreifar sík áfram í lcitinni að
vatnslekanum!
Mamma. má éjj fá kústinn í
kvöld?
SHnnri ■ \: $ \ n i
Draumar í
heimsfréttum
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Vestur gaf og opnaði á einu
hjarta í fimmtu þraut jólablaðs-
ins. Síðan sögðu andstæðingarnir
alltaf pass en þér var gert að spila
fjóra spaða með spil suðurs.
Norður
S. KD10
H. Á63
T. K864
L. 742
Suður
S. AG9763
H. 104
T. Á75
L. K3
Málið snerist um að finna að-
ferð, sem gæfi hvað skástar vinn-
ingslíkur eftir að vestur spilaði út
hjartakóng.
Opnun vesturs segir, að ekki
þurfi að búast við kraftaverki í
þessu spiii. Austur á örugglega
ekki laufásinn þó hann geti átt
eitthvað af lægri háspilunum. Af
því leiðir, að hann er óvinurinn,
sem ekki má komast að til að spila
laufinu.
Eini liturinn sem hann gæti
fengið slag í er tígullinn og í veg
fyrir það verður að koma. En þar
verður þó að fá tíunda slaginn.
Norður
S. KD10
H. Á63
T. K864
„ L. 742
Vestur Austur
S. 82 S. 54
H. KDG95 H. 872
T. G93 T. D102
L. ÁD5 Suður b. G10986
S. ÁG9763
H. 104
T. Á75
L. K3
Sama er hvernig tíglinum er
spilað, ekki er hægt að stýra hvor
fengi slag, sem þar væri gefinn.
En nota má hjartað úr því
vestur á gosann eins og reikna má
með eftir útspilið. Þú gefur fyrsta
slaginn og einnig sennilegt fram-
hald vesturs í hjartanu (ef hann
skiptir getur þú spilað því sjálfur).
Síðan lætur þú tígul í hjartaásinn
og seinna fríspilar þú fjórða tígul-
inn í blindum og lætur í hann lauf
heima. Til að þessi leið takist
mega trompin ekki skiptast ver en
3—1, hjörtun 5—3 og tíglarnir
hegða sér vel með skiptingunni
3-3.
■0
a
ttti
6196
©PIB
con«»«ni<
COSPER
„Komu Messíasar spáð, segir í
forsíðufyrirsögn Morgunblaðsins
4. jan. sl. og eru þar þrír yfirprest-
ar gyðinga í Jerúsalem bornir
fyrir sama eða líkum draumi. Efni
hans á að vera það, að í apríl n.k.
verði naumlega komist hjá kjarn-
orkustyrjöld, en síðan hefjist þús-
undáraríki. Einnig er þess getið að
„kabbalistar" (dulrænumenn)
Gyðinga hafi þótzt sjá merki um
komu Messíasar í eitt ár og að
fótatak hans hafi heyrzt. Koma
þessar fréttir nokkuð heim og
saman við það sem sagt hefur
verið frá um Mahdistauppreisnina
í Mekka í Saudi Arabíu í nóvem-
ber sl., því að sú uppreisn byggðist
á Messíasareftirvæntingum,
skyldum þeim sem Gyðingar bera
í brjósti, þó að trúin sé önnur.
Einnig kemur þetta heim við það
að bresk— ísraelítarnir eru farnir
að gefa út rit Adams Rutherfords
merkilegasta rithöfundar síns en
spádómur Rutherfords var ein-
mitt Messíasarspádómur ef
grannt er skoðað og beinist til
Islands enn meir en ísraels eins og
kunnugt er. Hef ég séð nýprentaða
bók eftir Rutherford í bókabúð, en
ekkert hefur verið skrifað um
hana hér og læt ég ógert að giska
á ástæður til þess.
Annars er það tímanna tákn út
af fyrir sig að heimsfréttastofur
eins og AP skuli vera farnar að
segja frá draumum manna — og
það þótt rabbíar eigi í hlut. Má
vera að rannsóknir á fyrir-
burða—draumnum eins og þær
sem stundaðar hafa verið í seinni
tíð hafi átt þátt sinn í að gera
þetta mögulegt. Samkvæmt einni
skýringu á eðli drauma endur-
spegla þeir líf sem í raun og veru
er samtímis að gerast annars
staðar, oft á öðrum jarðstjörnum
himingeimsins. Væri þá drauma
rabbíanna að rekja til hnatta þar
sem Messíasar eru þegar farnir að
koma fram, samfara mikilli styrj-
aldarhættu og væri atburðarásin
þar þá skyld en heldur á undan því
sem hér er. Ef svo er þá mætti
búast við að áður en árið 1980 er á
enda verði fleiri Messiasar farnir
að láta til sín heyra hér en þegar
hefur orðið vart við.
Hitt þarf varla að taka fram að
væri sú draumakenning rétt sem
Áslaug Ragnars styðst við í þrett-
án dálka grein sinni með
stríðsletri um fröken Papperheim
(Anna 0. — Mbl. 6. janúar)
undirvitundarkenningin — þá
hefðu draumar eins og þeir sem
rabbíana dreymdi alls ekkert gildi
nema sem upplýsingar um þá
sjálfa. Og vera má að ýmsir séu á
þeirri skoðun að svo sé enn þann
dag í dag.
Þorsteinn Guðjónsson.“
l!
Jpwii
SjBSkfci ■
— Og ekki seifja mömmu neitt um drullukökuleikinn
— skilurðu það!
Maigret og vínkaupmaðurinn
13
íinnst ekkert athugavert við
það sem hann gerði.
— Og máiið i Rue Fortuny
sem er aðeins nefnt í morgun-
blöðunum?
— Það verður án efa fjallað
meira um það síðar. Ilinn myrti
var þckktur og forrikur maður.
Vínsali — Munkavinið var
hans. Það þekkja víst flestir.
— Var það ástríðuglæður?
— Ég veit það ekki enn.
Hann virðist hafa gert i þvi að
afla sér óvildarmanna og það er
ekki ástæða tii að búast við
einni ástæðu frekar en annarri.
— Er það rétt að hann hafi
verið að koma úr hóruhúsi?
— Stendur það i blöðunum?
- Nei. En ég þekki Rue
Fortuny og mér datt það strax i
hug.
Þegar Maigret kom aftur á
skrifstofuna sína var hann í
þungum þönkum. Jeanne Chab-
ut vakti einnig forvitni hans.
Hún hafði ekki grátið og þó
hafði henni áreiðanlega hnykkt
við. Hún var liklega fimm, sex
árum yngri en maður hennar.
Hvaðan hafði hún þcnnan
þokka og þetta áreynslulcysi í
framkomu. Chabut hafði
kynnzt henni þegar bæði voru
fátæk og þá hafði hún verið
venjuleg skrifstofupia.
Oscar hafði keypt fötin sín
hjá beztu skröddurum, en samt
hafði hann alltaf verið grófur
og hrjúfur eins og fyrr. Hann
var heillaður af velgengni sinni
og notaði hvert tækifæri til að
auglýsa það.
Burtséð frá þessu hlægilega
máiverki var það sjálfsagt hún
sem hafði ráðið innréttingu
íbúðarinnar. Gamalt og nýtt
saman svo að úr varð skemmti-
legt og smekklegt heimili þar
sem fólki leið ósjálfrátt vel og
notalega. Á þessari stundu var
hún sennilega að búa sig undir
að íara og skoða líkið. Hún
myndi áreiðanlega ekki depla
auga. Hún var nógu sterk til að
þola ömurlegt andrúmsloftið i
La Morgue.
— Ertu tiibúinn, Lapointe?
- Já.
— Þá leggjum við í’ann.
Hann kiæddi sig i þykka
frakkann sinn og vafði um
hálsinn treflinum væna og
greip hattinn sinn. Áður en
hann gekk út kveikti hann sér í
pípu. Þegar þeir stigu inn í
einn bílanna i portinu spurði
Lapointe:
— Hvert förum við?
— Til Quai de Charenton.
Þeir óku í áttina þangað og á
stóru byggingunum var alls
staðar málað stórum stöfum
Munkavin.
Húsið var gamalt og á lóðinni
var f jöldi vörubíla og verið var
að hlaða þá kössum og maður
nokkur með svuntu framan á
sér virtist hafa yfirumsjón með
verkinu.
— Á ég að koma hieð? Ég get
skilið vagninn eftir hér.
Þeir fundu vínlyktina sterka
hér og þegar þeir komu inn í
breiðan flisalagðan ganginn
Eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristiónsdóttir
sneri á islensku
kom hún á móti þeim eins og
gusa.
Til vinstri voru dyr og í
heldur drungalegu herbergi sat
rangeygð stúlka við simaborð.
— Hvað get ég gert fyrir
yður?
— Hvar hitti ég einkaritara
Chabuts?
Hún leit tortryggin á hann.
— Viljið þér tala við hana
persónulega?
- Já.
— Þekkið þér hana?
—Já.
— Og vitið þér hvað hefur
gerzt?
— Já. Gerið svo vel að segja
að Maigret lögreglufulitrúi sé
hér.
Hún leit áfjáð á hann og
siðan hvarflaði hún augum á
Lapointe hinn unga sem virtist
vckja mun meiri áhuga hennar.
— Halló ... ert það þú Anne-
Marie? Hér er Maigret lög-
regiuforingi og einhver með
honum sem ég veit ekki hvað
heitir. Þeir vilja tala við þig.