Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 34
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980
3. deild handknattleikur
Keflvíkingar komu á óvart
en Breióablik er að stinga af
KEFLVÍKINGAR komu á óvart í
3. deildinni í handknattleiknum
um helgina með því að ná jafn-
tefli við Óðinsmenn, því þrátt
fyrir þokkalegan árangur hinna
fyrrnefndu undanfarið var búist
við að þeim hrakaði við að missa
nú hvern máttarstólpann af óðr-
um úr liðinu. „En það koma
menn í okkar stað,“ sagði einn
utanfarinn og vissi hvað hann
söng. — Breiðabliksmenn héldu
uppteknum hætti og gjörsigruðu
Selfyssinga. Breiðablik er nú
hreinlega að stinga hin liðin af
með fullt hús stiga, en ekkert
hinna hefur tapað færri en þrem
stigum og flest fleirum.
Keflvíkingar
með „nýjan“ mann
Leik Keflvíkinga og Óðins-
manna var flýtt um heilan dag,
sem var angi af húsnæðisvanda
þeirra syðra, en í leikjaskrá var
gert ráð fyrir því að heimaleikir
Keflvíkinga eftir áramót yrðu
leiknir í nýja húsinu þeirra, sem
er svo ekki tilbúið. Þeir verða því
enn að fá inni í Njarðvík.
í lið Keflvíkinga vantaði nú
Þorstein Ólafsson og Bjarna Sig-
urðsson, sem eru farnir sinn í
hvora áttina. En í þeirra stað var
kominn Björn Blöndal, sem síðast
lék með HK og áður með KR.
Reyndist hann betri en enginn,
þótt æfingalaus sé. Óðinsmenn
mættu með a.m.k. í aðalatriðum
óbreytt lið. Þeir hófu leikinn með
talsverðum þunga og leiddu stöð-
ugt til leikhlés, en þá stóð 7:9, og
síðan áfram allt til loka. En á
síðustu mínútunum virtust þeir
hreinlegá sprungnir, þótt ótrúlegt
sé, og þá fengu Keflvíkingar ein 5
dauðafæri í röð til þess að hrifsa
sigurinn, en mistókst jafn oft að
skora. Eftir atvikum var jafntefl-
ið, 18:18, sanngjarnt.
Fyrir Keflvíkinga skoruðu
Björn Blöndal, Jón Ólsen og Ör-
nólfur Oddsson 3 mörk hver,
Sigurður Björgvinsson 2, en þetta
var kveðjuleikur hans, Grétar
Grétarsson og Ragnar Margeirss-
on einnig 2 hvor. En fyrir Óðinsm-
enn Hörður Sigurðsson 5, Gunnl-
Handknalllelkur
__________________/
augur Jónsson og Oskar Bjart-
marz 4 hvor og Frosti Sæmundss-
on 3.
Fyrirliðinn fór
í dómaragallann!
Það átti ekki af Selfyssingum að
gnaga á laugardaginn og eru þeir
þó orðnir misjöfnu vanir í hand-
knattleiknum í vetur. Þeir þurftu
að fá leik sínum við Breiðabliks-
menn flýtt um tvo og hálfan
klukkutíma þar sem forystumenn
þeirra þurftu að mæta síðar um
daginn með 3. og 5. flokk karla í
Reykjavík til keppni í íslandsmót-
inu. Þetta var vitað með 10 daga
fyrirvara, en ekki tókst að fá
dómara austur „svona snemma",
kl. 13.30. Það varð því úr að
fyrirliði þeirra Selfyssinga og að-
alforingi, Þórður Tyrfingsson,
klæddist dómaragallanum, en í
dómaragallann fór Breiðabliks-
maður, Jóhannes Gunnarsson,
sem dæmdi þarna sinn fyrsta leik
á ævinni!
Um leikinn sjálfan er það eitt að
segja að dómararnir voru framan
af bestu mennirnir á velljnum og
raunar góðir til loka, en Breiða-
bliksmenn heldur daufir fram í
seinni hálfleik og settu þá loksins
á ferð. Selfyssingar áttu aldrei
neina von um stig. í leikhléi stóð
9:13 en endirinn varð 16:31.
Ekki er hægt að skýra frá
markaskorun einstakra manna í
liði Selfyssinga þar sem skráning
markanna riðlaðist við breytta
stöðu foringja þeirra, en fyrir
Breiðablik skoruðu Hallvarður
Sigurðsson og Kristján Halldórs-
son 7 mörk hvor, Sigurjón Rann-
versson 6, Brynjar Björnsson 4 og
Ólafur Björnsson 3.
Staðan í 3. deild
Breiðablik 6 600 178:11612:0
Óðinn 6 3 21 144:127 8:4
Akranes 6 3 21 136:121 8:4
Stjarnan 5 31 1 119:97 7:3
Keflavík 5 31 1 115:94 7:3
Grótta 6 1 0 5 131:154 2:10
Dalvík 6 1 0 5 123:159 2:10
Selfoss 6 0 0 6 100:180 0:12
Næstu leikir
Á miðvikudaginn kl. 20 eiga
Stjarnan og Grótta að leika í
Ásgarði og á föstudaginn kl. 20.30
Breiðablik og Óðinn að Varmá.
íslenski landsliðshópurinn í körfuknattleik sem tók þátt i keppnisferðinni til írlands og Luxemborgar.
Lengst til vinstri er Einar Bollason landsliðsþjálfari. .
Ljósm Emilía.
Vel heppnuð keppnisför
ÍSLENSKA landsliðið í körfu-
knattleik er væntanlegt heim í
dag eftir velheppnaða keppnis-
ferð til írlands og Luxemborgar.
Liðið Iék fjóra leiki í ferðinni og
sigraði í þremur þeirra. Fyrst
vannst sigur gegn Luxemborg
eins og greint hefur verið frá og
eftir að hafa tapað fyrsta leik
sinum á móti írum sneri íslenska
liðið dæminu við og sigraði í þeim
tveimur næstu. A föstudag var
leikið í Dublin og þá sigraði
Kðrtuknattlelkur
_____________________/
íslenska liðið með 10 stiga mun,
88 gegn 78, og í síðasta leiknum
sem fram fór i ferðinni og leikinn
var í Cork, sigraði liðið örugg-
lega með 90 stigum gegn 84.
í leiknum á föstudag var Jón
Sigurðsson atkvæðamestur í
íslenska liðinu og skoraði 17 stig
og sýndi frábæran leik. Jónas
Jóhannesson sýndi og góð tilþrif
og skoraði 13 stig. Kristján
Ágústsson var með 11 stig og þeir
Gunnar Þorvarðarson og Birgir
Guðmundsson skoruðu 10 stig
hvor.
Þrátt fyrir nokkuð slæma byrj-
un í síðari leiknum þar sem Irar
náðu forystunni 10 gegn 2 í
upphafi, tókst íslendingum að
snúa dæminu við og náðu öruggri
forystu og leiddu allan tíman með
nokkrum mun. Mesti munur í
leiknum var 17 stig. Kristján
Ágústsson fór á kostum í leiknum
og var stigahæstur með 22 stig.
Torfi skoraði 14 stig og lék mjög
vel í vörninni. Kolbeinn Kristins-
son var mjög góður í þessum leik
og skoraði 12 stig. Þorvaldur
Geirsson skoraði 10 stig en aðrir
minna.
• Dr. Janus Cerwinski stjórnandi pólska landsliðsins i handknatt-
leik, er íbygginn á svipinn á þessari mynd sem Emilia tók af honum í
Laugardalshöllinni um helgina. Janus er íslendingum að góðu kunnur
siðan hann starfaði hér á landi að handknattleiksþjálfun. Janus taldi
að við værum enn í sama frumskógarleiknum hvað varðar þjálfun
handknattleiksmanna. „Það þýðir ekki að leggja stranga og mikla
þjálfun á menn scm vinna 10 stunda vinnudag. Þið verðið að breyta til
ef toppárangur á að nást.“
Jón bjargaði
öðru stiginu
fyrir Fylki
var stiginn æðisgenginn darraðar-
dans á fjölunum.
Markverðir beggja liða vörðu
eins og berserkir og sóknir gengu
á víxl. Rétt fyrir leikslok var svo
einum Fylkismanni vísað af velli
fyrir gróft brot. Og Týrarar nýttu
sér það til vítakastsins örlagaríka
6 sekúndum fyrir leikslok. Dauða-
þögn ríkti í salnum þegar Snorri
tók vítakastið en síðan leið frá
áhorfendum grátklökk vonbrigða-
stuna er Jón varði skot Snorra.
Jafntefli var því staðreynd.
Eins og fyrr var Fylkisliðið
mjög jafnt, og þar skaraði enginn
framúr nema þá markvörðurinn
Jón Gunnarsson sem öðrum frem-
ur tryggði Fylki hið dýrmæta stig,
varði af snilld allan leikinn.
Leikmenn Týs voru gráti næst
af vonbrigðum í leikslok, og vissu-
lega hlýtur það að vera sárt að
glata svona á síðustu stundu
möguleikanum á báðum stigunum.
En nýliðarnir geta þó verið sæmi-
lega ánægðir með frammistöðu
sína. Komnir með 3 stig úr sínum
þremur fyrstu leikjum í 1. deild-
inni.
Þeirra besti maður í leiknum
var Sigurlás Þorleifsson sem var
mjög ógnandi og skoraði glæsileg
mörk. Egill Steinþórsson var að
vanda góður í markinu.
Mörk Fylkis: Ásmundur Krist-
insson 4, Einar Ágústsson 3,
Gunnar Baldursson 3, Sigurður
Símonarson 3, Ragnar Her-
mannsson 3, Guðmundur Krist-
insson 1, Óskar Ásgeirsson 1.
MÖrk Týs: Snorri Jóhannesson 7
(4v), Sigurlás Þorleifsson 5, Logi
Sæmundsson 2, Ingibergur Ein-
arsson 1, Þorvarður Þorvarðsson
1, Kári Þorleifsson 1, Óskar Ás-
mund8Son 1.
HKJ.
Týr — Fylkir
18:18
Á sunnudag mætti lið Fylkis Iiði
Týs. Og lauk þeim leik með
jafntefli 18—18. í einum mest
æsandi leik sem boðið hefur verið
upp á i íþróttahúsinu í Vest-
mannnaeyjum. Týrarar virðast
vera sérfræðingar að halda
áhangendum sinum á heljarþröm
spennunnar á lokaminútunum.
Er þar skemmst að minnast er
þeir töpuðu með einu marki fyrir
Þrótti á allra siðustu sekúndu
leiksins og á sunnudaginn fékk
Týr dæmt vítakast á Fylki þegar
aðeins 6 sckúndur voru eítir af
leiknum. Og staðan var 18—18.
Jón Gunnarsson hinn snjalli
markvörður Fylkis gerði sér þá
lítið fyrir og varði frá Snorra
Jóhannessyni. Þetta var þriðja
vitakastið sem Jón varði í leikn-
um snilldarlega og honum geta
Fylkismenn þakkað stigið sitt í
leiknum.
Hitt er svo annað mál, að
jafntefli verður að telja réttlát
úrslit í leiknum. Ættu bæði liðin
að geta vel við unað að hafa náð í
annað stigið.
Öfugt við leikinn deginum áður,
voru það nú Fylkismenn sem
komu ákveðnir til leiks en eitt-
hvert slen var yfir Týrurum.
Skoraði Fylkir þrjú fyrstu mörkin
og leiddi síðan lengst af með þetta
eitt til þrjú mörk yfir. Staðan í
hálfleik var 9—8 fyrir Fylki. Mikil
og vaxandi barátta var svo í síðari
hálfleiknum og spennan í húsinu
gífurleg. Þegar þrjár mínútur
voru til leiksloka jafnaði Fylkir
18—18, en þessar síðustu mínútur