Morgunblaðið - 12.01.1980, Page 2

Morgunblaðið - 12.01.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1980 Þjóðstjórnarviðræður: Fundir fram á helgina FULLTRÚAR stjórnmálaflokk- anna ræddust við um myndun þjóðstjórnar í gær og í dag er gert ráð fyrir því að þeir raeðist við á ný. Flokkarnir hafa fengið í hendur greinargerð frá Seðla- banka Islands um þann 25 til 30 milljarða króna félagsmála- pakka, sem tilgreindur var í þeim Iciðum til láusnar efnahags- vandans, sem Þjóðhagsstofnun hafði áður rciknað út. í gær- kveldi barst svo flokkunum ný skýrsla frá bjóðhagsstofnun, þar sem gerð er úttekt á skattamál- um. Eftir fundina, sem ráðgerðir eru í dag, er við því búizt, að formenn flokkanna fjögurra hittist á sunnudag. Að þeim fundi loknum er búizt við því, að Geir Hall- grímsson geri upp hug sinn varð- andi áframhald tilraunar hans til myndunar þjóðstjórnar. Alþýðubanda- lagið semur tillögur í efnahagsmálum ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur að undanförnu unnið að tillögum i efnahagsmál- um og er talið að þær muni liggja fyrir í endanlegri gerð um eða upp úr helg- inni. Fyrstu drög þessara til- lagna munu hafa legið fyrir skömmu fyrir áramót og ítar- legri gerð 3ja janúar, sem síðan hefur verið til umræðu m.a. við forystumenn Al- þýðubandalagsins í verka- lýðshreyfingunni. Loðnuaflinn: 14 skip með 7060 lestir FJÓRTÁN loðnuskip fengu afla í fyrrinótt og gærmorgun 50 — 60 mílur vestur og norðvestur af Barða., samtals 7060 lestir. Níu fóru til Siglufjarðar, tveir til Bolungarvíkur. einn til Patreks- fjarðar og tveir á Faxaflóahafn- ir. Þessi skip tilkynntu um afla: Ársæll 390 lestir, Óli Óskars 140, Pétur Jónsson 670, Náttfari 520, Húnaröst 620, ísleifur 440, Kap II 600, Jón Finnsson 530, Þórshamar 550, Skírnir 450, Hafrún 580, Hákon 650, Gullberg 500 og Þórð- ur Jónason 420. „Tilkynni ákvörðun mína á mánudaginnu — segir Guðlaugur Þorvaldsson „ÉG get ekki beðið með það lengur að gefa ákveðið svar og það er að vænta yfirlýsingar frá mér á mánudaginn,“ sagði Guð- laugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari þegar Mbl. spurði hann í gær hvort hann gæfi kost á sér í embætti forseta Islands. „Það hefur verið mikill þrýst- ingur á mig að undanförnu alls staðar að af landinu. Ég hef hugsað mjög mikið um þetta á síðustu dögum enda um að ræða ákvörðun, sem kann að breyta mjög mikið mínum högum. En það er ekki eftir neinu að bíða og ég ætla að ákveða mig endanlega núna um helgina," sagði Guðlaug- ur. Mynd þessa tók varnarliðið á Keflavíkurflugvelli af vél af gerðinni Tuploev TU —142, sem á Vesturlöndum er kölluð Bear-Foxtrot. Vélar af þessari gerð eru notaðar til kafbátahernaðar. Þær eru búnar tundurskeytum og djúpsprengjum. Raninn fram úr nefi vélarinnar er til þess að hún geti tekið eldsneyti á flugi. Varnarliðið hefur aldrei fyrr sent fra áer mynd af flugvél af þessari gerð. 170 sovéskar flug- vélar 4 loftvarna- svæði Islands 1979 VARNARLIÐIÐ á Keflavíkur- flugvelli fylgdist með ferðum 170 sovéskra flugvéla á loft- varnasvæði íslands á árinu 1979. Voru ferðirnar þannig um 20 fleiri en árið 1978, en þá voru þær nær tvöfalt fleiri að meðaltali en næstu fimm ár á undan. Ferðir sovéskra flugvéla við ísland hafa þannig aukist jafnt og þétt undanfarin ár eins og hernaðarumsvif Sovétríkjanna um heim allan. Að sögn varnar- liðsins hefur þeirrar breytingar helst orðið vart í flugi Sovét- manna umhverfis landið, að æ fleiri tegundir flugvéla sækja nú suður á Atlantshaf einkum þó langdrægar kafbátaleitarflug- vélar. Flug Sovétmanna einkennist af þeirri útþenslustefnu, sem þeir fylgja á öllum heimshöfun- um, þar sem herfloti þeirra lætur æ meira til sín taka. Sé litið til lendinga sovéskra flug- véla á íslandi, kemur í ljós, að fyrsta sovéska flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í september 1957. Síðan höfðu ein eða tvær flugvélar Sovétmann viðdvöl á flugveilinum árlega nema árin 1963—66 og 1968—69. í kjölfar jarðskjálfta í Perú 1970 og í tengslum við hjálparstarf þar var Sovétmönnum leyft að nota Keflavíkurflugvöll fyrir 61 AN- 12 flugvél og 4 AN-22 vélar í júlí 1970 með því skilyrði, að vélarn- ar dveldust ekki næturlangt á flugvellinum. Aðeins 21—23 vél- ar fóru um völlinn frá Rússlandi til Perú. 18. júlí 1970 týndist AN-22 vél á milli íslands og Grænlands. Níu dagar liðu, þar til tvær AN-12 vélar frá Aeroflot komu til Keflavikur til að leita að týndu vélinni. Sovétmenn vildu einnig fá heimild til að fá aðstöðu fyrir hervél á Kefla- víkurflugvelli til leitarinnar, en íslensk stjórnvöld höfnuðu þeirri beiðni. AN-12 vélunum var upp- haflega heimilað að dveljast á vellinum í 7 daga en síðan til 20. ágúst 1970. Þá hurfu þær á brott án þess að týnda flugvélin fynd- ist. Þegar Bresnéff heimsótti Kúbu í ársbyrjun 1974, var Sovétmönnum leyft að nota Keflavíkurflugvöll fyrir AN-22 vélar, sem fluttu varning til Kúbu, og lentu þær 22 sinnum á vellinum. Frá 1974 hafa einstak- ar sovéskar flugvélar lent í Keflavík. Síðla árs 1978 hófst nýr þáttur í flugsamskiptum Sovétríkjanna og íslands, þegar hóp AN-26 véla var heimilað að lenda í Reykjavík á leið sinni til Kúbu. Voru þrjár slíkar ferðir farnar síðastliðinn vetur. Þess má geta, að Sovétmenn notuððu vélar af AN-gerð til liðs- og hergagnaflutninga til Afghan- istan við hernám landsins. F asteignagjöldin: Óhætt hefði verið að samþykkja tillögu sjálfstæðismanna um að fara hægar í sakirnar — segir Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi „Heildarálagning fasteignagjalda i Reykjavík á árinu 1980 er 6.236.480 þúsund krónur, sem er 83,8% hækkun frá fyrstu álagningu síðasta árs.En i frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir 1980 er gert ráð fyrir að heildarálagningin verði 5.744 milljónir króna, þannig að tekiurnar verða þá tæpum 500 milljón krónum meiri,“ sagði Birgir Isleifur Gunnarsson borgar- fulltrúi í samtali við Mbl. í gær. „Hér er um að ræða gífuriega hækkun fasteignaskatta, sem er mun meiri en frumvarp að fjárhagsáætlun spáði fyrir um. Þessi hækkun á rætur að rekja til þess að fasteignamat hefur hækkað verulega milli ára, en auk þess bætast við nýjar eignir frá ári til árs. Við Sjálfstæðis- menn lögðum í borgarstjórn til að ekki yrðu lagðir á fasteigna- skattar í jafn ríkum mæli, held- ur yrði aftur horfið til þeirra álagningarreglna, sem giltu 1978, en það var síðasta árið, sem við réðum ferðinni varðandi álagninguna. Greiðsla fasteignaskatta verð- ur nú þungbærari fyrir allan almenning, því hér er um að ræða meiri hækkun en hækkun á almennum launatekjum á sama tíma. Reykjavík ásamt Kópavogi er með hæstu álagningarprós- entu af sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu, en hin sveitar- félögin veita öll afslátt frá lög- leyfðri álagningu. Mér sýnist þessi álagning benda til þess, að óhætt hefði verið að samþykkja tillögu okkar Sjálfstæðismanna um álagn- ingarreglur og fara hægar í sakirnar, en vinstri meirihlutinn felldi okkar tillögu," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. Haukur í tvísýnni biðskák „ÉG ER með 3,5 vinninga úr sex umferðum og er nú að fara að tefla biðskák úr þcirri sjöundu. Staðan er tvísýn, en ég held nú að ég standi betur að vígi ef eitthvað er,“ sagði Haukur Angantýsson, nýbakaður alþjóðlegur meistari í skák, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi í Skien i Noregi, en þar teflir Haukur nú á alþjóðlegu móti. Haukur vann tvær fyrstu skák- irnar, gegn Nicklason og Wibe en tapaði svo fyrir þeim Iskov og Gulbrandsen, en þeir voru efstir í gær eftir 7 umferðir með 5 vinninga. I fimmtu umferð gerði Haukur jafntefli við Schneider og vann svo Wahlbom. Tefldar verða 9 umferðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.