Morgunblaðið - 12.01.1980, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKDAGURIZ. TANÚAR1980
4
í sálfræðideildinni i Hólabrekkuskóla. Þrir af starfsmönnum, frá v.
Grétar Marinósson, forstöðumaður deildarinnar, Kristin Ingvarsdótt-
ir og Sigtryggur Jónsson. Ljósm. Emilia
Sálfræðideild
í nýju húsnæði
í HAUST flutti Sálfræðideildin i Hólabrekkuskóla i nýtt og glæsilegt
húsnæði, en jafnframt átti deildin 5 ára afmæli. var stofnuð 1974. En
deildin á að þjóna skólunum í Breiðholti, og Árbæjarhverfi, þ.e.
Breiðholtsskóla, Olduselsskóla, Seljaskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla og
Árbæjarskóla. Sálfræðiþjónustu Reykjavíkurskólanna er skipt i þrjár
deildir, sem þjóna skólunum í Vesturbæ, í Austurbæ og innan Elliðaáa.
Þær eru staðsettar í Tjarnargötu 20, Réttarholtsskóla og Hólabrekku-
skóla, og starfa allt árið að undanskildu fjögurra vikna sumarleyfi.
Af þessu tilefni skoðuðu fræðslu-
stjóri og nokkrir gestir nýju aðstöð-
una og við það tækifæri sagði
forstöðumaður deildarinnar, Grétar
L. Marinósson, m.a.: „Þótt við séum
eingöngu fimm ára, þá er starfsemi
sálfræðideilda skóla hins vegar mun
eldri hér á landi eða síðan Reykja-
víkurborg réð Jónas Pálsson til
starfa árið 1960. í nágrannalöndum
hófst slík starfsemi rétt upp úr
aldamótunum í kjölfar Child Guid-
ance-hreyfingarinnar í Bandaríkj-
unum, greindarprófaöldunnar sem
átti upptök sín í Frakklandi, svo og
upphaf sérkennslu í Danmörku og
víðar.
Hér sem annars staðar á þessi
þjónusta að vera starfsfóiki skóla og
yfirvöldum til ráðgjafar um umbæt-
ur í skólastarfi, svo hægt sé að koma
sem best til móts við þarfir hvers
nemanda. Einnig til aðstoðar við
fyrirbyggjandi starf til varnar því
að vandkvæði rísi, til athugunar,
leiðbeiningar og meðferðar á nem-
endum sem valda sjálfum sér eða
öðrum vandræðum námsiega og í
hegðun og til námsráðgjafar við
unglinga. Þetta er stórt hlutverk,
raunar allt of stórt fyrir okkur í dag
enda höfum við orðið að velja og
hafna."
Grétar ræddi bil það sem víða
virðist liggja milli viðhorfa sálfræð-
inga annars vegar og hins vegar
kennara og foreldra og sagði að
frumskilyrði til samkomulags væri
að þeir hefðu tækifæri til að skiptast
á skoðunum, svo eyða mætti fordóm-
um og misskilningi. í ljósi þessa
hefðu tvær sálfræðideildanna verið
staðsettar inni í skólum og hafa
stöðugt verið að auka starf sitt í
skólunum. Að vísu erum við lengst
af að drukkna í erfiðum málum
einstakra barna og foreldra þeirra
og kennara, sagði hann, en nú
drukknum við þó að minnsta kosti
inni í skólunum í augsýn allra en
ekki í einrúmi úti í bæ, sagði Grétar.
í Sálfræðideildinni í Hólabrekku-
skóla starfa nú 7 manns að meðtöld-
um ritara. Þar eru tveir félagsráð-
gjafar, þrír sálfræðingar auk for-
stöðumanns, tveir sem starfa víð
skólana og einn sem bættist í hópinn
í haust og sinnir eingöngu dagvist-
arstofnunum. Sagði Grétar að
starfsfólki hefði heldur verið að
fjölga en hitt og að hópurinn væri
góður. — í framtíðinni sé ég aukna
vinnu við bætt tengsli heimila og
skóla, við aukna samvinnu kennara
og annars starfsfólks innan skólans,
við samhæfðara átak til að koma
betur til móts við þarfir bæði illa
staddra og afburða vel gefinna
nemenda og almennt aukna meðvit-
und meðal allra þeirra sem vinna í
þágu barna um mikilvægi bættrar
geðverndar í skólum og á heimilum,
sagði Grétar í lok ræðu sinnar.
Sjónvarp í dav»:
11 mörk í enska boltanum
ÞRÍR leikir verða á dagskrá
ensku knattspyrnunnar sem er
að venju á dagskrá sjónvarps
síðdegis í dag, og eru það allt
leikir úr fyrstu deildinni frá þvi
skömmu fyrir áramót. Þetta
eru hörkuleikir, og alls eru þar
skoruð ellefu mörk.
Að sögn Bjarna Felixsonar eru
leikirnir þessir: Chrystal Palace
gegn Middlesborough, Brighton
leikur gegn Manchester City og
loks verður sýnt úr leik Totten-
ham og Aston Villa.
íþróttaþáttur er einnig á
dagskrá sjónvarps í dag, og þar
verða lyftingar fatlaðra meðal
efnis.
Sjónvarp kl. 20:.')."):
F jallgöngugarpar á ferð
Á dagskrá sjónvarps
klukkan 20.55 í kvöld er
mynd sem nefnist Kapio-
hamar, eftir samnefndum
hamri suður af Nýja-
Sjálandi. Hamar þessi er
um 1400 metra hár, venju-
lega umvafinn brimlöðri,
og er talinn afar torsótt-
ur öðrum en fuglinum
fljúgandi eins og oft er
sagt í ævintýrum.
Myndin fjallar um bar-
áttu fjallgöngugarpsins
Sir Edmunds Hillarys við
fjallið, er hann hugðist
klífa það ásamt mönnum
sínum. Fjallið reyndist
þcim erfitt viðureignar
eins og vænta mátti, þeir
lentu í byljum, urðu að róa
niður hættulegar flúðir og
klífa þverhnípta hamra-
veggi, en allt er það þess
virði þegar ánægjan við að
ná hæsta tindinum er ann-
Einn kunnasti fjallgöngugarp-
ur veraldarsögunnar, Sir Ed-
mund Hillary, sem meðal ann-
ars hefur unnið sér það til
frægðar að klífa Mount Everest
fyrstur manna.
ars vegar. — Ekki er rétt
að taka spennuna frá sjón-
varpsáhorfendum með því
að segja hvernig fór, held-
ur bíða myndarinnar.
Sir Edmund Hillary er
enginn viðvaningur í
íþrótt sinni, sem nú nýtur
æ meiri vinsælda víðs veg-
ar um heim, og er ísland
þar ekki undanskilið. Hil-
lary varð fyrstur til að
klífa hæsta fjall heims,
Mount Everest, sem rís
upp úr Himalajafjallgarð-
inum norðan Indlands-
skaga. Kleif hann fjallið
ásamt félaga sínum, Ten-
zing að nafni, hinn 29. maí
1953, sem frægt er orðið.
Fyrir afrekið var Hillary
aðlaður, og kallast síðan
Sir Edmund Hillary, sleg-
inn til riddara af þjóðhöfð-
ingja Breska heimsveldis-
ins.
Útvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
12. janúar
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikfimi
7.20 Bæn
7.25 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Tónleikar.
8.15 Veðurfr. Forustugr.
dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tón-
leikar.
8.50 Leikfimi
9.00 Fréttir. Tiikynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga:
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
(10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir).
11.20 Að leika og lesa
Jónína H. Jónsdóttir stjórn-
ar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
SÍDDEGID__________________
13.30 í vikulokin
Umsjónarmenn: Óskar
Magnússon, Guðjón Frið-
riksson og Þórunn Gestsdótt-
ir.
15.00 í dægurlandi
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.30 Villiblóm
Ellefti þáttur.
Efni tiunda þáttar:
Gestapó hefur handtekið
þá Bournelle og Flórentín,
en til allrar hamingju
rekst Páll á Brúnó, fornvin
sinn. Hann fylgir Páli til
Beaujolais en þar frétta
þeir að móðir Páls sé farin
til sonar síns i Alsír. Þeir
ákveða að leita hennar þar
og taka sér far með flutn-
‘•gaskipi.
Svavar Gests velur íslenska
dægurtónlist til flutnings og
f jallar um hana.
15.40 íslenzkt mál
Jón Aðalsteinn Jónsson
16.00 Fréttir. Tilkynr.ingar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Heilabrot
Þýðandi Soffia Kjaran.
18.55 Enska knattspyrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá
20.30 Spítalalíf
Bandarískur gaman-
myndaflokkur.
Þýðandi Ellert Sigur-
björnsson.
20.55 Kaipo-hamar
Kaipo-hamarinn rís upp úr
brimiöðrinu suður af Nýja-
Sjálandi. 1400 metra hár
og torsóttur öðrum en fugl-
inum fljúgandi. Þennan
tind hugðist Sir Edmund
Annar þáttur:Skilnaðar-
börn.
Umsjónarmaður: Jakob S.
Jónsson.
17.00 Tónlistarrabb; - VIII
Atli Heimir Sveinsson f jallar
um sænska nútimatónlist.
17.50 Söngvar í léttum dúr.
Hillary klífa ásamt görp-
um sínum, og til þess urðu
þeir að berjast gegn ofsa-
byljum, róa niður hættu-
legar flúðir og sækja upp
snarbratta hamraveggi.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
21.25 Rómeo og Júlía s/h
Bandarisk bíómynd frá ár-
inu 1937, byggð á leikriti
Shakespeares.
Leikstjóri George Cukor.
Aðalhlutverk Norma Shea-
rer og Leslie Howard.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
23.25 Dagskrárlok.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDID_____________________
19.35 „Babbitt“, saga eftir Sin-
clair Lewis
í þýðingu Sigurðar Einars-
sonar. Gísli Rúnar Jónsson
leikari les (7).
20.00 Harmonikuþáttur
í umsjá Bjarna Marteinsson-
ar, Högna Jónssonar og Sig-
urðar Alfonssonar.
20.30 Gott laugardagskvöld
Þáttur með blönduðu efni í
umsjá Óla H. Þórðarsonar.
21.15 A hljómþingi
Jón Örn Marinósson velur
sigilda tónlist, spjallar um
verkin og höfunda þeirra.
22.15 Veðurfegnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Kvöldsagan: „Hægt and-
lát“, saga eftir Simone de
Beauvoir
Bryndis Schram byrjar lest-
ur þýðingar sinnar.
23.00 Danslög. (23.45 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
12. janúar
16.30 íþróttir