Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
7
Fúlegg
Tímans
Manninum á götunni
þótti það ekkert skrýtið,
þótt lýðræðisleg samtök í
skólum landsíns skyldu
sjá ástæðu til þess að
mótmæla innrás Rússa í
Afganistan fyrir utan
sendiráð þeirra á fimmtu-
daginn. Blóðsúthellingar
og yfirgangur af þessu
tagi hefur aldrei vakið
sérlega hrifningu æsku-
fólks í sæmilega siðuðum
þjóðfélögum. Og áreiðan-
lega hefur verið efnt til
útifundar af minna tilefni
en hér var gert.
Það vekur þess vegna
furðu, að Tíminn skyldi í
gær sjá ástæðu til þess
að gera lítið úr mótmæla-
fundinum: „Eggjum kast-
að í rússneska sendráðið
. í gær“ er áberandi fyrir-
sögn á forsíðunni, þótt
eggið hafi aldrei verið
nema eitt. Og auðvitað
þurfti „nokkra" til þess
að kasta þessu eina eggi.
Nazreddin laug því
einu sinni upp, að hann
heföi orpið eggi og sýndi
konu sinni sem trúnað-
armál, en hún var hin
argasta kjaftakind. Þegar
Nazreddin var síðan kall-
aður fyrir soldáninn voru
eggin orðin mörg þús-
und. Þannig höfðu þau
margfaldast í meðförun-
um eftir því sem sagan
var oftar sögð. Og eins
virðist komið fyrir þeim á
Tímanum. Það er engu
líkara en fúleggjunum
fjölgi þar með degi hverj-
um.
Lágkúran er
söm viö sig
„Áróðursstríðið um Af-
ganistan: Eins og manna
af himni sent fyrir Cart-
er“ er fyrirsögn á
„fréttaskýringu" Þjóðvilj-
ans í gær, sem skrifuð er
af ritstjóranum Árna
Bergmann. í þessari
furðulegu ritsmíð er reynt
að drepa málunum á
dreif með næsta sér-
kennilegum hætti, eins
og niðurlagið ber með
sér: „Það er engu líkara
en að Carter hafi ekki í
langan tíma verið jafn-
heppinn og þegar Kreml-
arbændur ákváöu að
höggva á hnútinn í Af-
ganistan með því að
senda herliö þangað."
„ ... með því að senda
herlið þangað" eru óneit-
anlega hógvær orö, þeg-
ar um blóðuga innrás er
aö ræöa, þar sem börn,
konur og karlar hafa
mætt skriðdrekum með
hnúum og hnefum aö
vopni og annað ekki, en
síðan kramizt undir þeim.
Blóðbaðið verður skelfi-
legra með hverjum degi
og átökin harðari. Og það
getur enginn verið í vafa
um það lengur, hvers
eðlis þau séu. Það getur
verið, aö þessir atburðir
séu fyrst og fremst
„manna af himni sent
fyrir Carter" í hugum
Þjóðviljamanna. Fyrir Af-
gana hafa þeir í för með
sér óumræðilegar hörm-
ungar og þjáningar sem
enginn sér fyrir endann á.
Eggjum kastað í rússneska
sendiráöið í gærdag
». MODVIUIINN — SIDA I
ia af
irter
| larma tn sovetriKianna
-i Þafi krmur þvl alli aft þvl eim
I o* vkollinn ur saufiarleRgnum.
| þegar a-ftslu menn Frakklands
I og Veslur Þyskalands. Giscard
I D'Kslaing og Hrlmul Schmidt,
' hali slungifi saman nefjum um
| þaft meft hvafia hrlti þeir gelu
- rrynl afi bjarga slfikunarstrfnu I
sambufi auslurs og veslurs —
a þrail fyrlr alll
Sovétmenn sárir
Sovrimenn rru brrsymlrga
mjfig sártr yfir þvl hvernig
Bandarlkjammn hafa brugfiisl
vift rkk' slst a þetta vifi um rift-
Pakistan Sama blafi birtlr fra- t ir * « . •
sagnir fmtaritara sinna I Kabul U on DcElir
a m k hafa komifi þvi
afi foringjar margklofmna
hrrvfinga skarulifiahopa mu
hamrfistrúarmanna hafa komifi
a ffil samnginlegu rafii Hl afi
taka vifi og nyu afistofi tra
muhamefiskum rlkjum
Su grrmja sem aberandi er I
soveskum blofium yfir fram
vindg mala vrrfiur ofur skiljan-
leg þegar þess er g*ll hve ra>ki
Irga Bandarlkjamenn hala néll
alburfii srr nl framdrauar
Varnarmálaráfiherra þeirra
Harold Brown. hrfur lagi
grundvoll afi hernafiarsamstarfi
vifi Klna Ralt rr vifi Brrta um
rflingu floUslfifivar a rynni
DiegoGarciaa Indlambhafi Þa
helur Bandarikjamonnum loks
ins tekist aft fa Tyrki ttl afi Iryfa
aflur afnol af herstfifivum og
hlerunarstofivum sem hafa vrr
ifi lokafiar fyrir Bandarikja
monnum slfian I Kypurdeildunni
1975 Segja ma. afi Bandarlkja
monnum berist fleiri ivkilm lil
afi hrrssa upp a hrrnafiarsioftu
slna m þeir grla nvtt Þrir hafa
m.a hafnafi nlbofii Israela og
Egypla um hrrnafiarafislofiu a
landi þessara rlkja
Mrira en svo eflir afi Carler
tilkynnti um refsiafigrrfiir grgn
Sovrirlkjunum hrkkuftu vrrfi-
brrf a markafii I Wall Strrrl um
trp lultugu stig. og rr þafi
mesU stðkk upp a vifi a hrilu
Þafier engu llkara en afi Cart
Helgi Tryggvason:
Réttur og
skylda 1.
Leikreglur barna
Þegar lítil börn fara að leika
sér saman, verður þeim venju-
lega fyrir að reyna að líkja
eitthvað eftir því, sem þau sjá og
heyra fyrir sér, t.d. úr daglegu
nauðsynjastarfi innan húss og
utan, o.fl. Þetta er eðlilegt,
vegna þess að hermihvötin er
þeim í blóðið borin. Sú hvöt er
líka mannsbarninu afar nauð-
synleg til þroska, vegna þess að
það þarf að læra svo margt og
mikið með því að líkja eftir
öðrum, enda er eðlisávísun þess
miklu minni en hjá dýrunum.
Mannsbarnið er því miklu há-
ðara umhverfi sínu, til þroska
eða vanþroska eftir atvikum,
heldur en uppvaxandi afkvæmi
dýranna. En ímyndunarafl
barnsins leitast við að fylla
drjúgum upp það, sem á vantar.
Ég vil þessu næst leiða athygli
ágætra lesenda að einu atriði
sérstaklega: Börnum er eðlilegt í
leikjum sínum að viðhafa ein-
hverjar ákveðnar reglur fyrir
félagsleik sínum. Sumt skal vera
sameiginlegt öllum og öllum
heimilt. Um ýmislegt í leiknum
fer á víxl eftir vissum skilyrðum.
Annað er algerlega bannað.
Réttindi og skyldur eru hug-
tök, sem koma snemma á
dagskrá hjá börnum í leik á
þann hátt fyrst og fremst, að
engum er leyfilegt að gera hvað
Helgi Tryggvason
sem honum kann að detta í hug.
Börnunum finnst að það verði að
vera leikreglur, sem eru eitthvað
í líkingu við fyrirmyndir frá
fullorðna fólkinu, eins og eðlilegt
er. Börnin þurfa fyrirmyndir að
svo mörgu, þar sem þau, eins og
að ofan getur, eru miklu fátæk-
ari en dýrin af því, sem snertir
eðlisávísun, en eru sérlega með-
tækileg fyrir mótunaráhrif.
En þegar við nefnum leikregl-
ur og yfirleitt almennar reglur
fyrir gildandi hegðun, kemur
margt upp á teninginn, svo sem
geifluð hugmynd um hið altæka
„frelsi" hvers einstaklings,
þannig að hver og einn geti sagt:
Mitt frelsi á ekki að mótast af
því, sem einhverjum öðrum
þóknast að segja, því að þá er
það ekkert frelsi! Slík ömurleg
málfærsla hefur á öllum tímum
viljað skjóta upp kollinum hjá
vanhugsandi fólki. En allra frá-
leitast er það á þessum tímum,
þegar mannkyninu fer fjölgandi
með ógnþrungnum hraða, svo að
það ástand krefst vaxandi gætni
og tillitssemi í öllum umferðar-
reglum hins daglega lífs, til þess
að forðast 1) dauðaslys eða 2)
ævarandi örkuml. Þetta gildir
jafnt á landi og sjó og í lofti. Og
ætli það séu ekki margir sann-
færðir um það í hjarta sínu, að
t.d. umferðarslysin gerast langt
um fleiri fyrir það, að allt of
mörgum verður það á að hugsa
of mikið um að halda utan að
sínum eigin réttindum, en
gleyma að festa sér í minni, að
réttindi hvers manns enda þar,
sem hann rek-ur sig á rétt
náungarts til þess að komast hjá
sömu áföllum. En svona atriði er
nauðsynlegt að íhuga og velta
fyrir sér þeim óalandi öfgahug-
myndum, sem leika lausum hala
á þessu sviði, sérstaklega með
tilliti til þeirra, sem eru að vaxa
upp.
Nánar rætt í næsta þætti.
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
tP
Þl ALGLVSIR l'M ALLT
LAN'D ÞEGAR ÞL ALG-
LYSIR I MQRGLNBLADINL
Árshátíð í Austurbæjarbíói
frestað
Árshátíöum yngrideilda og unglingadeilda KFUM og
KFUK, sem vera áttu í dag kl. 13.15 og 15.00 er
frestaö um einn dag og veröa sameiginlega sunnu-
dag kl. 13.15 í Austurbæjarbíói.
Músikleikfimin
hefst mánudaginn 14. janúar
Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir konur
á öllum aldri. Tími fyrir byrjendur og
framhaldsnemendur.
Kennt verður í húsi Jóns Þorsteinssonar.
Kennari Gígja Hermannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í síma 13022 eftir
kl. 1 alla daga.
I dag kl. 15.00
Danski listmálarinn BODIL KAALUND flytur fyrirlest-
ur meö litskyggnum: „Tradition og fornyelse í
grönlandsk kunst", í fyrirlestrarsal hússins.
Eftir fyrirlesturinn mun hún ásamt grænlensku
listakonunni AKE HÖEGH leiðbeina gestum um
grænlensku listsýninguna „Land mannanna“ í sýn-
ingarsölum hússins.
Sýningin er opin daglega kl. 14—19.
Verið velkomin.
NORRÆNA HUS0 POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
Hef flutt skrifstofu mína aö Sigtúni 7, Rvík.
(Breiðfjörðsblikksmiöju). Nýr sími 81171.
Annast eins og áöur framtals- og bókhaldsaðstoö
svo og ýmiss konar ráögjöf og umsýslu. Athugiö aö
panta framtalsaöstoðina tímanlega. Símatími kl.
3—6 virka daga.
Siguröur S. Wiium, skrifstofa,
Sigtúni 7, Rvík. Sími 81171.
Blaöberi óskast nú þegar til að bera út
Morgunblaóiö í Hraunsholt (Ásar).
Upplýsingar gefur umboösmaöur Morgun-
blaösins í Garöabæ, sími 44146.
JMtolpititltfftfetfe