Morgunblaðið - 12.01.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
13
Ríkið tekur drjúgt
HVAÐ fær ríkið fyrir hverja selda
flösku af sterku víni? Þessari
spurningu hafa vafalitið margir
velt fyrir sér. Það á vist að heita
leyndarmál hve álagningin er mik-
il. að minnsta kosti gefur ÁTVR
ekki slíkt upp. En blaðamaður fór á
stúfana til að komast að hver
álagningin er á nokkrum þekktum
víntegundum og eftir þá könnun
kom í ljós að ríkið fær reiðinnar
býsn fyrir hverja selda flösku.
Hver seld flaska af Vodka Wybor-
owa kostar í ÁTVR 10.500. En hvað
skyldi ríkið þurfa að borga fyrir
hana. Jú, hver flaska kostaði í lok
síðasta árs 354 krónur en þá var um
FOB-verð að ræða. Álagningin er því
29,66 föld — já tæplega þrítugföld.
Dágóð álagning það, eða finnst
ykkur ekki. Smirnoff-vodkinn am-
eríski gefur ekki alveg eins mikið af
sér. Hver flaska þar kostaði 478
krónur í innkaupsverði og þá er
miðað við sif—verð. í ÁTVR kostar
Smirnoffinn 11.000 krónur. Álagn-
ingin er því 23 föld. Nú rússneski
vodkinn kostar ríkið 320.75 krónur í
innkaupi hver flaska. Álagningin er
því 34.29 föld — eða svo vitnað sé til
prósentutölunnar þá er álagningin
þrjúþúsund tvöhundruð tuttugu og
níu prósent. Nú er rússneski vodkinn
ódýrari í innkaupum en sá pólski en
samt er hann dýrari! Já, vegir guðs
eru órannsakanlegir — og ríkisins
iíka.
En hlutfallið er ekki alltaf svona.
Til að mynda kostar hver flaska af
Gordons gyn 761 krónu í innkaupi en
í útsölu kostar hún 11.000. Álagning-
in er því liðlega 14föld. Svo við
tökum að lokum Bacardi Rom þá
kostar hver flaska í innkaupum 569
krónur. í útsölu 11.200 krónur —
álagningin þar er því liðlega lOföld.
REYKINGAR
„Tekist hefur að
halda í horfinu66
í NÝÚTKOMNU Upplýsingariti
Samstarfsnefndar um reykinga-
varnir er m.a. birt línurit, þar sem
sýnd er þróun tóbakssölu hér á
landi árin 1968—1978 með tilliti til
gramma á hvern íbúa. í ritinu segir
m.a.:
„Ljóst er að á þessu ári hefur
glatast svolítið af þeim ávinningi,
sem orðið hefur af reykingavarna-
starfinu hér á landi. Þetta kemur
meðal annars fram í því, að síga-
rettusalan hefur aukist lítillega það
sem af er árinu miðað við fyrra ár,
en sala á öðrum tóbaksvörum hefur
aftur á móti minnkað.
Þegar á heildina er litið er stað-
reyndin samt sú, að tekist hefur að
halda i horfinu varðandi tóbaks-
neyslu íslendinga. þegar litið er á
fimm ára tímabil. Salan hjá Áfeng-
is- og tóbaksverslun ríkisins er en
um 100 grömmum minni á íbúa en
hún var 1974. Ef ekkert hefði verið
að gert varðandi fræðslu- og upplýs-
ingastarf um skaðsemi tóbaks hefði
aftur á móti mátt búast við verulegri
aukningu tóbaksnotkunar síðustu
fimm árin miðað við þróun áranna á
undan.
Áskorun samstarfsnefndarinnar
og nokkurra félagasamtaka á sviði
heilbrigðismála til stjórnvalda um
aukna fjárveitingu til reykingavarna
hefur enn engan hljómgrunn fengið.
Samstarfsnefndin gerir sér þó
vonir um að ríkisstjórnin láti eitt-
hvað af þeim 2000 milljónum króna,
sem nýákveðin hækkun á tóbaksvör-
um færir ríkissjóði renna til reyk-
ingavarna í landinu."
fyrir alþingi um skeið, sem ein-
mitt eykur rétt föður.
Já, það er rétt. Vorið 1976 var
lagt frumvarp til barnalaga fyrir
alþingi, þar sem stórt skref er
stigið til að jafna þetta misrétti.
En enn þann dag í dag hefur þetta
frumvarp ekki verið samþykkt og
fengið sáralitla umræðu. Eg talaði
við dómsmálaráðherra á sínum
tíma, Ólaf Jóhannesson og
Steingrím Hermannsson síðar.
Þeir lýstu samúð sinni en ekkert
hefur gerst. Það virðist algjört
slen og áhugaleysi ríkja um þessi
mál. Eg hef rætt við núverandi
dómsmálaráðherra og auk þess
þingmenn, ég hef gengið á milli
emSættismanna og manna í dóms-
kerfinu og alltaf fengið sama
svarið. Þar var lýst samúð og svo
framvegis en ekkert hefur gerst.
En ég geri mér vonir um að
frumvarpið verði samþykkt.
Réttindaleysi föður óskilgetins
barns er þá nánast algjör?
Já, við erum langt á eftir
nágrannaþjóðum okkar í þessum
efnum. En það er ekki bara
næstum ómögulegt fyrir föður
óskilgetins barns að fá umráða-
rétt, hann hefur engan lagalegan
umgengnisrétt. Hann hefur ekki
einu sinni rétt til að greiða meðlög
óski hann þess. Ósk um það verður
að koma frá móður. Nú svo tel ég
meðferð barnaverndarnefndar og
barnaverndarráðs ámælisverða.
Maður hefur þar enga tryggingu
að mál fái heiðarlega og vandvirka
meðferð, lög og reglugerðir þar að
lútandi eru svo óljósar og loðnar.
Þú hefur ekki fengið né færð
að sjá barn þitt. Er það ekki
þungur baggi að bera?
Það segir sig sjálft og sjálfsagt
getur enginn skilið það nema hafa
lent í því sjálfur — það er
ólýsanlegt. Stúlkan bjó með okkur
foreldrunum þrjú fyrstu ár ævi
sinnar, síðan í sjö mánuði með
mér einum. Síðan kemur samfé-
lagið, ásamt móður barnsins, og
segir: Þú færð ekki að sjá barnið
þitt — þú færð ekki að umgangast
það. Punktur basta og svo er talað
um jafnrétti. Sér hver hvert jafn-
réttið er.
HELGARVIÐTALIÐ:
Fyrir skömmu skipaði Vilmundur Gylfason dómsmálaráðherra í embætti
umboðsfulltrúa Alþingis. Hann útnefndi flokksbróður sinn og fyrrum alþing-
ismann, Finn Torfa Stefánsson. Um þessa embættisveitingu hafa verið deildar
meiningar, greinar hafa veriö skrifaðar í blöð og fyrirspurnir og gagnrýni hefur
komið fram á Alþingi. Því hefur verið haldið fram, að Vilmundur hafi verið að
koma föllnum flokksbróður til hjálpar, og að með þessari embættisveitingu sé
verið að vega að dómstólunum í landinu. Að framkvæmdavaldið, í skjóli Alþingis,
sé að ná tökum á dómstólunum. Blaðamaður ræddi við Finn Torfa stutta stund í
vikunni.
Er starf umboðsfulltrúa
beinlínis aöför að einum meg-
inþætti stjórnkerfisins —
dómstólunum?
Til að byrja með takmarkast
starf umboðsfulltrúa við þær
stofnanir em falla undir dóms-
málaráðuneytið. Dómstólarnir
falla undir ráðuneytið en þeir
eru, og ég legg áherzlu á þaö,
sjálfstæðir í dómsathöfnum. Þaö
er ekki ætlunin aö skipta sér af
efnislegri niðurstööu dómstól-
anna. Fjarri því. Ég held miklu
fremur að segja megi, að hiö
nýja embætti sé til styrktar
dómstólunum. Hingaö leitar fólk,
sem er óánægt með efnislegar
niðurstöður dóma. Þaö stendur í
þeirri trú, að framkvæmdavaldiö
og ráöuneytiö geti breytt dóm-
um en slíkt er aö sjálfsögöu
rangt. Umboðsfulltrúi getur veitt
fræðslu um þessa hluti, sem
áreiöanlega kemur dómstólum
vel líka.
Finnur Torfi Stefánsson
— umboðsfulltrúi Alþing-
is.
Ljósmynd RAX.
Fékk starfið þrátt
fyrir þingsetuna
En ef umboösfulltrúinn telur
niöurstöðu dómstóls ranga?
Ef til þessa kæmi, gæti ég eigi
aö síður ekkert aðhafst, þar sem
dómstólarnir hafa úrskurðar-
valdiö. Þeirra niðurstöðu veröur
ekki breytt og mér dytti aldrei í
hug að gera minnstu tilraun til
þess.
Er starfið þá í því fólgið að fá
leiðréttar ákvarðanir stjórn-
valda, þar sem tilefni reynist
vera til?
Nei. Það veröur jafnframt
hlutverk umboðsfulltrúa aö veita
fólki leiöbeiningar um samskiþti
sín viö stofnanir ríkisvaldsins og
lögfræöilega ráögjöf eftir því
sem unnt verður. Það má segja
aö að því leyti sé um að tefla vísi
aö ókeypis lögfræöiaðstoð. Þeg-
ar á þeirri fyrstu viku, sem ég hef
starfað, hafa um 50 einstakl-
ingar leitaö til mín og flest
erindin hafa veriö aö fá leiösögn.
Nú er sá grundvallarmunur á
starfi umboðsfulltrúa hér og í
Danmörku að þar stendur hann
utan við stjórnsýsluna. Hér hins
vegar er hann í kerfinu ef svo
má aö oröi komast. Þú ert
starfsmaöur í dómsmálaráðu-
neytinu og settur í embætti af
flokksbróöur þínum. Er þetta
ekki ókostur?
Menn eru ekki á eitt sáttir um
uppbyggingu svona starfs. Ég
fyrir mitt leyti tel þessa leið góða
og gilda. Reynslan veröur svo að
skera úr um hvort svo sé eða
ekki. Umboðsfulltrúi í Danmörku
hefur ekkert formlegt vald en
embættið nýtur mikillar viröingar
í Danmörku og ég vona að þaö
takist aö vinna því sömu virð-
ingar og áhrifa hér.
En er þá pólitísk veiting til
þess fallin að skapa viröingu?
í strangasta skilningi eru allar
embættisveitingar ráðherra póli-
tískar, hvort heldur hann er að
ráða vélritunarstúlku eða for-
stjóra ríkisstofnunar. Hann ber
stjórnmálalega ábyrgð á öllum
slíkum ákvöröunum. I mínu tilviki
held ég að seta mín á Alþingi
hafi verið talin mér til ókosta er
umsókn mín um starfið var
metin og ég hafi hlotið starfið
þrátt fyrir þessa þingsetu en ekki
vegna hennar. Þetta kemur Ijós-
lega fram er ráöningarskilmálar
eru skoðaðir. Um möguleika
mína til þess aö afla starfinu
virðingar get ég að sjálfsögöu
ekki sjálfur dæmt.
Ertu þá hættur í pólitík?
Ég hef ekki lengur atvinnu af
pólitík.
Má ekki segja, að vegna þess
aö þú gegnir þessu embætti
telji ýmsir sig standa í þakk-
arskuld við þig og geta helzt
goldiö þá skuld með atkvæöi
sínu ef til kemur?
Ég vonast til þess að eiga eftir
að vinna þeim gagn sefn til mín
leita. En fyrir það ætlast ég ekki
til endurgjalds því aö með því
geri ég einungis skyldu mína.
Þú sagöir áöan, aö fyrst um
sinn takmarkaðist starfið við
þær stofnanir, sem falla undir
dómsmálaráðuneytið. Síðar er
því ætlaö að ná til allra ríkis-
stofnana. Nú eru þar ýmsir
flokkspólit ískir menn og konur.
Segjum svoað þú sæir ástæöu
til að hirta einhvern fyrir emb-
ættisníðslu og hann væri
flokkspólitískur. Gæti þá ekki
fortíö þín valdið því að þú yrðir
sakaður um pólitískar ofsókn-
ir?
Þetta er spurning um hversu
embættismönnum er treystandi
til aö líta hlutlægt á mál, og
varðar mitt starf ekki sérstak-
lega heldur embættismenn yfir-
leitt. Mitt mat er það, að ef
eitthvað freisti embættismanna
til hlutdrægni þá muni ýmislegt
annaö vega þar þyngra en
stjórnmálaskoðanir. Þar má til
dæmis nefna frændsemi og vin-
áttu.
Þegar Geir Hallgrímsson
skipaði í embætti húsameistara
ríkisins og var í starfstjórn þá
úthrópaði Vilmundur Gylfason
það sem siðleysi og spillingu,
— hann sagöi ráðherra engan
rétt hafa til slíks. Nú er Vil-
mundur í starfstjórn en samt
setur hann þig í embætti. Er
það ekki siöleysi eða er ekki
sama hver er?
Ákvörðunin um að stofna til
starfans var tekin drjúgum tíma
fyrir síöustu alþingiskosningar. Á
þeim tíma var ekki vitað hvort ég
næði kosningu og sú ákvöröun
þess vegna því alveg óháö
mínum högum. Þá er þess einnig
að gæta aö þegar þessi ákvörð-
un var tekin þá sat Alþýðuflokk-
urinn ekki í starfstjórn, eins og
margir hafa haldið fram, heldurí
minnihlutastjórn með stuðningi
Sjálfstæðisflokksins. Auk þess
er rétt að benda á, aö ráðn-
ingarskilmálum er hagað með
sérstökum hætti. Ég er ráöinn
með 3ja mánaöa gagnkvæmum
uppsagnarfresti og þess utan er
ég ráðinn til eins árs. Þá rennur
starfstími minn sjálfkrafa út.
Þannig eru gerðar sérstakar
ráöstafanir til þess, að sá ráð-
herra, sem kemur á eftir Vil-
mundi Gylfasyni sé óbundinn af
því aö hafa mig í vinnu áfram
telji hann mig óhæfan. Hann
getur skipt um mann, sýnist
honum svo. Hendur hans eru
algjörlega óbundnar. Þetta er
einsdæmi og því engan veginn
sambærilegt.
H. Halls.