Morgunblaðið - 12.01.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.01.1980, Qupperneq 15
“MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980 15 Jón Óttar Ragnarsson: Baráttulist eða markaðslist? Sá misskilningur er enn út- breiddur að frjáls listsköpun sé eitthvert náttúrulögmál sem ekki verði stöðvað hvernig sem allt veltur. Fátt er fjær sanni. Enda þótt listsköpun sé mannin- um án efa í blóð borin sýnir reynslan að hún á sér ekki stað ef umhverfið er henni óhagstætt. Ríkisvaldið hefur frá upphafi vega einkum notað tvær aðferðir til þess að drepa listirnar í dróma. Önnur er sú að heimta að listamenn snúi sér eingöngu að því sem mætti kalla baráttulist. Hin er sú að afneita öllu nema markaðslist. Má vart á milli sjá hvor aðferðin — sé þeim beitt af hörku — hafi reynst lista- mönnum þyngri í skauti. Austantjalds heimtar ríkis- valdið baráttulist sem þjónar hagsmunum heildarinnar eins og valdhafar skilgreina þá. Aðra list er reynt að uppræta. Sú list sem fær að þrífast er leyfð með skilyrðum. Gildir það einkum um þöglar greinar á borð við skautahlaup, ballett og dans. Á Vesturlöndum heimta sum- ir stjórnmálamenn eingöngu markaðslist. Sjónarmið þeirra er að ríkið megi ekki styðja lista- menn af hugmyndafræðilegum ástæðum. Þetta þýðir að stjórn- völd láta listir og listamenn afskiptalaus með öllu. Einungis sú list sem „selst“ á upp á pallborðið við þær kringumstæð- ur. Afleiðingar þessa boðskapar — sem sumir hafa ranglega orðað við frjálshyggju — blasa við í meira eða minna mæli í öllum löndum vestan hafs. Eru þær einkum áberandi á sviðum þar sem stuðningur hins opin- bera hefur verið smásmugu- legastur. Ýmsir fúskarar sem „selja“ eru titlaðir listamenn en aðrir sem „selja illa" eitthvað annað. íslendingar hafa ekki farið varhluta af markaðslistinni. Uppgangur afþreyingariðnaðar- ins hér á landi er orðinn slíkur að margir eru farnir að rugla honum saman við list. Auk þess hafa margir farið út á þá braut að framleiða verk sem falla að smekk „neytenda“ en vilja samt láta kalla sig listamenn. Að kalla á markaðslist á ekkert skylt við frjálshyggju heldur er hér á ferðinni enn einn angi af alræðishugsun. Frjáls- hyggja í markaðsmálum getur aðeins gilt þegar framleiðand- inn getur óhræddur lagað verk sín að kröfum neytenda. Þetta boðorð gildir aftur á móti ekki á sviði lista því sá sem fer inn á þá braut hættir að vera listamaður. Stuðningur við listir er fylli- lega hliðstæður við stuðning til menntakerfisins. Sá stuðningur byggist á því að verðmæti sem Listir og stjórn- mál 2 felast í góðri menntun skila sér til baka — oft margfaldlega — síðar á starfsævi einstaklings- ins. Neysluvara sem neytandinn óskar ekki eftir er lítils virði eða einskis virði jafnt í nútíð sem framtíð. En málverk eftir góðan listamann sem enginn vildi kaupa árið sem það var málað — vegna þess að höfundur þess var þá óþekktur og verkið framand- legt og jafnvel ögrandi — getur engu að síður selst 20 árum síðar og þá fyrir upphæð sem að raungildi er margfalt hærri en sú sem höfundurinn setti upp í fyrstu. Þegar rætt er um fjármögnun listar er m.a. rætt um það hvort það sé þjóðfélagslega réttlætan- legt að listamaður sem skóp verkið búi við sult og seyru alla ævi þótt verk hans seljist á tugi milljóna eða meira nokkrum áratugum seinna og verði síðari kynslóðum ævarandi uppspretta ánægju og gleði. Hefðu listamenn á borð við Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving, Jón Stefánsson og Asgrím Jónsson fengið að njóta ávaxtanna af eigin starfi eins og nær allar stéttir krefjast nú hefðu þeir allir orðið auðugir menn. Þess í stað áttu þeir við mikla fjárhagsörðugleika að stríða á þeim tíma þegar mörg þeirra bestu verk urðu til. Óraunhæft er að ætlast til þess að þjóðfélagið greiði lista- mönnum að fullu „raungildi" verka þeirra langt fram í tímann. Það hlýtur þó að vera réttlætismál að tryggt sé að góðum listamönnum — ungum sem gömlum — séu búin sömu lífsskilyrði og öðrum vinnandi þjóðfélagsþegnum. Meðal grannþjóðanna er stuðningur við listamenn mestur í rótgrónum lýðræðislöndum, t.d. Vestur-Þýskalandi og Norð- urlöndum. Á ferð um V-Þýska- land fyrir skömmu hitti ég ýmsa stjórnmálamenn að máli en þó engan — hvorki íhaldsmann né sósíalista — sem sagðist efast um að því mikla fé sem veitt er m.a. til tónlistar og leiklistar sé vel varið. Staðreyndin er sú að æ fleiri stjórnmálamenn á Vesturlönd- um gera sér ljóst að innblástur og gagnrýni listama-nnanna verður ekki metin til fjár. Auk þess er listsköpun eitthvert frið- samlegasta form einstaklings- baráttu sem til er. Ástæðan er fyrst og fremst sú að góð list krefst þrotlausrar vinnu jafnt fyrir þann sem skapar, flytur og nýtur. Sú staðreynd að frjáls list- sköpun er etv. sú starfsemi sem hvað mest stuðlar að friði manna í millum getur skipt sköpum þegar þess er gætt að margir listamenn eru ekki ein- hamir. Þess eru mörg dæmi að listin — eins og ástin — getur breyst í andstöðu sína sé hún kyrkt í fæðingu. Ef til vill var einn hættulegasti einræðisherra allra tíma — Adolf Hitler — dæmi um þetta. Hitt er algengara að listin — sé að henni þjarmað — verði vísir að andspyrnuhreyfingu. I alræðisríkjum austantjalds hafa listamenn myndað með sér ýmis samtök sem starfa undir yfir- borðinú. Ef til vill verða þau kveikjan að þeirri hreyfingu sem fyrr eða síðar mun skekja þessa „bergmálslausu múra“ til grunna í eitt skipti fyrir öll. Því er ekki heldur að leyna að gagnrýni listamanna hittir fleiri en valdhafa alræðisríkjanna. Hér á Vesturlöndum hefur gagn- rýni þeirra orðið óvægnari í seinni tíð. En ef betur er að gáð má rekja mikið af þeirri gagn- rýni til þess útbreidda misskiln- ings að markaðurinn eigi að skera út um hvað sé list og hvað ekki. Þar sem þessi gagnrýni er á rökum reist er hún jákvæð og a.m.k. enn sem komið er mælt í fullri friðsemd. Dæmi um hin jákvæðu áhrif listarinnar má m.a. sjá hjá katólsku kirkjunni á miðöldum. Eitt snjallasta framtak kirkj- unnar var að taka listamenn — málara, myndhöggvara og arkí- tekta — í þjónustu sína. Þær fögru dómkirkjur og listaverk sem margir fremstu listamenn heims sköpuðu á hennar vegum hafa án efa átt sinn stóra þátt í velgengni þessarar öflugu trúar- stofnunar. Að lokum: Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir þurfa eins mikið — líklega meira — á listamönnunum að halda en listamennirnir á þeim. Aðeins með því að hlúa að starfi þeirra frá upphafi geta stjórnmála- mennirnir vænst þess að njóta trausts þeirra þegar þeir eru orðnir viðurkenndir fyrir verk sín. w í kulda og myrkri ég kvað og ég baðst ekki vægðar, og kvæð- ið var gjöf mín til lífsins sem vera ber. Ég veit hún var lítil og þó var hún aldrei til þægðar þeim, sem með völdin fóru í landi hér. 55 Úr „Að fengnum skáldalaunum“ eftir Stein Steinarr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.