Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
17
Frá pallborðsumræðunum s.l. miðvikudaK, í.v. Knútur óskarsson, séra Halldór Gröndal, Þórður
Sverrisson, Konráð Guðmundsson og Bjarni Árnason. Ljósmynd Mbi. RAX.
jr
S.I. með námskeið í gisti- og veitingahúsarekstri:
Nýjar rekstraraðferðir
eru framtíðarverkefnið
Stjórnunarfélag íslands
gekkst fyrir námskeið um gisti-
og veitingahúsarekstur fyrir við-
komandi aðila i s.l. viku og stóð
námskeiðið í þrjá daga að Hótel
Loftleiðum. Alls sóttu um 40
veitingamenn víðs vegar af land-
inu námskeiðið sem var sett upp
að beiðni Sambands veitinga- og
gistihúsaeigenda.
Almennt var fjallað um stjórn-
un og rekstur veitingahúsa og lögð
var sérstök áherzla á kynningu
kerfa til þess að bæta hráefnisnýt-
ingu. Þá var fjallað um aðferðir til
þess að gera sér grein fyrir
daglegri afkomu veitingastaða að
sögn Þórðar Sverrissonar fram-
kvæmdastjóra Stjórnunarfélags
íslands.
Framsögumenn á námskeiðinu
voru þeir Pétur Maack dósent við
Háskóla íslands, Tómas Tómasson
rekstrarstjóri hjá Brauðbæ, Þórð-
ur Hilmarsson rekstrarráðgjafi
40 veitingamenn
víðs vegar af
landinu sóttu
námskeiðið
hjá Hagvangi og Þórður Sverris-
son framkvæmdastjóri Stjórnun-
aifélagsins, en hann stjórnaði
síðan pallborðsumræðum með
þátttöku Knúts Óskarssonar hjá
Ferðamálaráði, Séra Halldórs
Gröndal sóknarprests og fyrrver-
andi veitingamanns, Konráðs
Guðmundsonar hótelstjóra á Hót-
el Sögu og Bjarna Árnasonar
framkvæmdastjóra hjá Brauðbæ.
Þórður Sverrisson sagði í sam-
tali við Mbl. að í pallborðsumræð-
unum hefði komið fram almennur
vilji fyrir því að taka upp nýjar og
betri aðferðir við rekstur veitinga-
húsa á íslandi. Þá kom ennfremur
fram að hótel- og veitingarekstur
er að verða ótrúlega stór atvinnu-
rekstur hér á landi. Þessi iðnaður
er kominn í fjórða sæti hvað
varðar gjaldeyristekjur.
Þá má geta þess að almenn
ánægja kom fram hjá þátttakend-
um á námskeiðinu með námskeið
sem þessi og í því sambandi sagði
Þórður aðspurður að Stjórnunar-
félagið gerði nokkuð af því að
skipuleggja námskeið fyrir ein-
staka þjóðfélagshópa, t.d. hefði
það skipulagt námskeið fyrir
Dómarafélag íslands á s.l. ári og
áhugi væri vaxandi á þessu.
Konráð Guðmundsson hótel-
stjóri á Hótel Sögu sagði aðspurð-
ur að námskeiðið hefði tekist með
ágætum og hefðu komið fram
margar mjög athyglisverðar hug-
myndir um breyttan og bættan
rekstur gisti- og veitingahúsa.
Sex fyrirtæki í Japan á móti 600 í Sviss:
Síga fram úr Sviss-
lendingum í úragerð
JAPANIR framleiddu fleiri úr á s.l. ári heldur en Svisslendingar í
fyrsta sinn í sögunni samkvæmt upplýsingum frá Samtökum
úraframleiðenda í Japan.
Yoshinori Shirakawa fram-
kvæmdastjóri bandalagsins sagði
á fundi með fréttamönnum í
vikunni að búast mætti við því að
þegar upp væri staðið hefðu Jap-
anir framleitt í kringum 59 millj-
ónir úra á móti 50 milljónum
Svisslendinga, sem til þessa hafa
framleitt mest allra.
Svisslendingar framleiddu um
helming allra úra á markaðinum
árið 1970, en árið 1975 fór verulega
að halla undan fæti hjá þeim með
tilkomu elektrónísku úranna, en
þá hófu Japanir fyrir alvöru að
framleiða úr og hafa þeir stöðugt
verið að auka markaðshlutdeild
sína.
Á árinu 1978 voru framleidd alls
um 230 milljónir úra í heiminum
og framleiddu Svisslendingar þá
um 22%, Japanir um 19%, Sovét-
menn um 12% og Bandaríkjamenn
um 11%.
Shirakawa sagði að helztu vand-
ræði Svisslendinga væri hár
launakostnaður, of sterk staða
svissneska frankans svo og að þeir
hefðu ekki náð nægilega góðu
valdi á elektrónikkinni, en það
hefðu japönsku fyrirtækin Seiko
og Citizens hins vegar gert og
stæðu fremst allra á því sviði.
í dag eru starfandi um 600
úrafyrirtæki í Sviss, en á s.l.
áratug voru þau flest starfandi
um 1300, en í Japan eru aðeins
starfandi sex fyrirtæki.
VltJolUr 11
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Inngangur að
HEINESEN
William Heinesen:
í MORGUNKULINU
Samtímasaga úr Færeyjum.
Þorgeir Þorgeirsson þýddi.
Myndskreytingar: Ólafur Gísla-
son.
Mál og menning 1979.
I morgunkulinu er fyrsta
skáldsaga Williams Heinesens.
Hún kom út 1934. Heinesen sem er
að verða áttræður (15. janúar) hóf
bókmenntaferil sinn með ljóða-
bókinni Arktiske elegier (1921).
I morgunkulinu er þriðja bókin
sem Mál og menning gefur út eftir
Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þor-
geirssonar með styrk frá Norræna
þýðingarsjóðnum. Áður eru komn-
ar Turninn á heimsenda, ljóðræn
skáldsaga í minningabrotum úr
barnæsku, og smásagnasafnið
Fjandinn hleypur í Gamalíel. Vert
er að vekja athygli á þessum
bókum eftir einn helsta sagna-
meistara norrænna þjóða. Á það
skal ekki síst lögð áhersla að
þýðingar Þorgeirs Þorgeirssonar
eru gerðar af vandvirkni og eftir-
minnilegum hagleik. í morgunkul-
inu vitnar um að Þorgeir er enn að
sækja í sig veðrið.
I morgunkulinu er að mörgu
leyti góður inngangUr að skáld:
verkum Williams Heinesens. í
sögunni kemur fram hin einkenni-
lega blanda af dul og raunsæi sem
setur svip sinn á allt sem Heine-
sen hefur samið. Hann lýsir af
nærfærni ungu fólki og þó einkum
eftirvæntingu ástarinnar og þeim
seið sem henni fylgir. Það er
skammt í örvæntingu þegar til-
finningunum er misboðið, um-
hverfið þrengir að viðkvæmum
kenndum. Jafnframt deilir Heine-
sen á ýmislegt í fari þeirra sem
með völdin fara, en mest ber á
rækilegri og miskunnarlausri út-
tekt á trúargrillum. í morgunkul-
inu er þó minni ádeilusaga en
ýmsar aðrar skáldsögur Heine-
sens. Hún er fyrst og fremst breið
lýsing á lífi Færeyinga á tímum
þegar nútíminn heldur innreið
sína í gervi vélknúinna skipa. í
skipi sem kemur af hafi í lok
bókarinnar er fólgin von um betri
tíð.
Vel mætti að því finna að í
morgunkulinu sé saga þar sem of
margar persónur koma við sögu,
mynd höfundarins sé eilítið rugl-
ingsleg og skorti hnitmiðun á
köflum. Það rúmast margt í sög-
unni og víða er komið við. Þetta
getur þó varla talist galli þegar
þess er gætt hve sagan er heillandi '
lestur. Ymsar persónur bókarinn-
ar og sögusvið hafa öðlast meiri
dýpt í síðari bókum höfundarins.
Hér erum við kynnt fyrir því fólki
og umhverfi sem Heinesen valdi
sér ungur að yrkisefni. Heimur
sögunnar minnir þráfaldlega á De
fortabte spillemænd (1950) sem
kom út á íslensku undir nafninu
Slagur vindhörpunnar í þýðingu
Guðfinnu Þorsteinsdóttur.
Sálræn innsýn Heinesens er oft
með ólíkidum. Glöggt dæmi er
lýsingin á háskalegri ferð þeirra
Josva og Hildu innundir eyna, en
pilturinn rær með stúlkuna á
bátskænu inn í dimman helli þar
sem verður að fara eftir þröngri
rennu. Hugmyndir um varúlfa og
víti eru rifjaðar upp í frásögninni
af samskiptum Josva og Hildu,
enda Heinesen lagið að draga upp
myrkar myndir og sýna inn í
leynda heima þótt hann dvelji oft
við hið barnslega og óspillta í
tilverunni. En kannski er rödd
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hans hljómmest þegar hann lýsir
ólgandi djúpum tilfinningalífsins,
fólki sem er á mörkum brjálsemi.
Rómantísk lífssýn tekur oft völdin
af raunsæismanninum og ein-
hvern veginn finnst manni að
þetta sé í samræmi við færeyska
þjóðarvitund. í bókmenntum Fær-
eyinga er hið dulkynjaða og
draumkennda oft það sem mest
ber á og snilldarlega túlkað af
William Heinesen
fleiri höfundum en William
Heinesen.
I upphafi í morgunkulinu er
talað um sólarglóð sem getur verið
í senn fyrirheit eða váboði. Þessi
kafli er ákaflega fallegur skáld-
skapur og nýtur sín vel í þýðingu
Þorgeirs Þorgeirssonar. Þannig er
sviðsmynd Heinesens:
„Bátana sem stefna þennan
morgun útnorður grámoskuna á
Þrymseyjarsundi til framandi
djúpsjávarmiða ber í þverhníptar
eyjar sem rísa handanvið regn-
slæður og öldufalda en renna áður
en varir útí grámann einsog þær
hverfi. af sviði raunveruleikans
inní veröld sagna og hindurvitna.
Það er hinsvegar þessi bátur með
bláleitum pústreyk og gljáþvegnu
dekki, kompás og loggi, veiðarfær-
um og sjóklæddum mönnum sem
verður hinn áþreifanlegi vettvang-
ur þarsem framtíð öll og afkoma
veltur á lifrar- og lýsismettuðum
aflafengnum og því hvernig tekst
að hrifsa hann uppúr djúpunum."
Þess skal að lokum getið að
myndskreytingar Ólafs Gíslason-
ar, vinjettur við hvern kafla,
miðla andrúmi sögunnar og eiga
því heima þar.