Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980 19 Rússar aðvara Norðmenn Ósló, 11. janúar. AP. Landvarnaráðherra Noregs, Thorvald Stolten- berg, sagði í gærkvöldi að alls engar ögranir hefðu verið settar á svið með- fram landamærum Noregs og Sovétríkjanna. Hann sagði þetta vegna ásakana sovézku fréttastofunnar Tass þess efnis, að norskir herforingjar hefðu notað ástandið í Afghanist- an fyrir „átyllu til þess að magna spennu" á landamærunum. „Norðmenn hafa ekkert gert til að auka viðsjár," sagði Stolten- berg í viðtali. „Staðhæfingar Rússa hafa því við alls ekkert að styðjast." Aðspurður hvort ummæli Tass hefðu leitt til viðbúnaðar á landa- mærunum sagði Stoltenberg, að hann vildi ekki ræða norskar hernaðarráðstafanir. Indira tekur við á mánudag íbúar í litlu þorpi á Indlandi (agna Indiru Gandhi verðandi forsætisráðherra Indlands eítir að úrslit kosninganna í landinu lágu fyrir. Indira mun sverja embættiseið sinn sem forsætisráðherra á mánudagsmorgun eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu i 34 mánuði. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir verða helztu ráðherrar í stjórn hennar. Sexburar í Flórens Flórens, 11. janúar, AP. KONA í FLórens fæddi í dag sexbura eftir að hafa tekið horm- ónalyf. Læknar við sjúkrahúsið segja, að börnin, 4 stúlkur og 2 drengir, eigi mjög góða mögu- leika á að komast til þroska. Sexburafæðingin í Flórens er önnur „stóra“ fæðingin á lta.Hu á hálfu ári. í ágúst síðastliðnum fæddi koúa í Napóli áttbura. Tvö barna hennar lifa og eru komin heim eftir að óttast hafði verið um að öll myndu látast. Hvorki konan né aðstandendur hennar hafa nokkuð vilja segja við fréttamenn þar sem þau hafa skrifað undir samning við ítalskt tímarit sem mun „sjá um hina stóru fjöl- skyldu" eins og AP orðaði það gegn einkarétti sögu þeirra. ■ ■■ \f/ ERLENT ÓL varla hundsaðir Washington, 11. janúar. AP. BANDARÍSKA stjórnin hefur komizt að þeirri niðurstöðu. að hún geti ekki komið í veg fyrir að Bandaríkjamenn taki þátt 1 Ol- ympiuleikunum í Moskvu í sumar þannig að vafi leikur á því að Bandaríkin geti beitt slikum refsiaðgerðum gegn Rússum. Carter gæti í mesta lagi beðið íþróttamenn og áhorfendur að ákveða sjálfviljugir að fara ekki til leikanna meðan sovézkt herlið er í Afghanistan, að sögn banda- rískra embættismanna. Þeir við- urkenndu að ólíklegt væri að Carter færi fram á slíkt nema hann væri viss um að áskorun hans yrði hlýtt. Því hefur bandaríska stjórnin ákveðið að hafast lítið að í þessu máli, halda hugmyndinni um að hundsa leikana vakandi og bíða og sjá hvernig atburðirnir í Afghan- istan og víðar hafa áhrif á al- menningsálitið að sögn embætt- ismannanna. „Við erum á móti því að pólitík sé leidd inn í Olympíuhreyfing- una,“ sagði talsmaður bandarísku Ólympíunefndarinnar. Ýmsir íþróttamenn hafa tekið í sama streng. „Bann á leikana virðist til- gangslaust," sagði A1 Oerter, fjór- faldur ólympíumeistari í kringlu- kasti, sem ætlar sér að vinna fimmtu ólympíuverðlaunin í sumar þótt hann sé orðinn 44 ára. Þótt bandarískir íþróttamenn og fulltrúar þeirra ákveði að taka ekki þatt í leikunum af fúsum vilja vill Carter-stjórnin vera viss um stuðning Vestur-Þjóðverja áð- ur en hún leggur til að fallið verði frá þátttöku í leikunum að sögn bandarískra embættismanna. | Helsinki -2 skýjað V- Jerúsalem 13 skýjað Jóhannesarborg 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 rigning 7 Las Palmas Lissabon London 19 skýjað 12 heið8kírt 5 skýjaö Los Angeles 17 rigning T T „ Madríd 8 heiðskírt I/ Pi liir Miami 27 skýjað yM'f Mallorca 12 skýjað víða um heim Moskva New York -l2ðnjókoma 1 skýjað Akureyri -3 alskýjað Ósló -5 skýjað Amsterdam 0 skýjað París 3 skýjað Aþena 12 skýjað Reykjavik 0 úrkoma Barceiona 11 léttskýjað Rio de Janeiro 35 rigning Berlín -8 skýjað Rómaborg 9 skýjaö BrUssel -2snjókoma Stokkhólmur 0 skýjað Chicago 6 rigning Tel Aviv 18 skýjað Feneyjar 3 heíðskfrt Tókýó 8 heiöskírt Frankfurt 0 skýjað Vancouver -6 snjókoma Genf 5 skýjað Vínarborg -1 skýjað Ekkert korn frá EBE til Rússa EBE EKKERT lát er á við- brögðum við innrás Rússa í Afghanistan. Hér fara á eftir nokkrar fréttir um viðbrögð í gær, föstudag. EBE BANNAR KORNSÖLU BRUSSEL: Efnahagsbandalagið staðfesti að það mundi ekki selja Rússum korn í stað þess korns sem Bandaríkjamenn hafa stöðvað sölu á. EBE selur lítið af korni til Sovétríkjanna, en stjórn bandalagsins sagði að hert yrði á eftirliti með korn- útflutningi til Austur-Evrópu. ANKER GAGNRÝNIR VIN: Anker Jörgensen forsætis- ráðherra Dana, sagði að loknum samræðum við Bruno Kreisky, kanzlara Austurríkis, að innrás Rússa í Afghanistan boðaði breytingu á framferði Rússa og væri brot á alþjóðalögum. „Við höfum áhyggjur af frekari af- leiðingum málsins fyrir heim- inn, ekki sízt vegna þeirrar öryggisleysistilfinningar sem hefur skapazt," sagði hann. Jörgensen sagði að deilan um staðsetningu nýrra kjarnorku- eldflauga væri flóknari en áður vegna innrásarinnar. Annað- hvort yrðu Bandaríkjamenn og Rússar að komast að samkomu- lagi eða auka yrði herútgjöld, koma upp nýju varnarkerfi og kannski koma af stað nýju köldu stríði. Þetta kvað hann hættu- lega leið og sagði að engin önnur skynsöm leið væri til en déten.te og vona yrði að skynsemin sigr- aði. SCHMIDT HRINGIR BONN: Helmut Schmidt, kanzl- ari Vestur-Þýzkalands, hringdi í Carter forseta til að ræða Afg- hanistan-málið og önnur alþjóð- amál. Talsmaður Bonn-stjórnar- innar sagði að Schmidt færi bráðlega til Washington og talið er að hann geri það í marzbyrj- un. Schmidt hefur einnig ráðfært sig við Giscard d’Estaing Frakklandsforseta og stýrt fundi í vestur-þýzka öryggisráðinu. Að loknum þeim fundi var innrás Rússa í Afghanistan harðlega fordæmd en ítrekað að Bonn- stjórnin ætlaði að halda áfram slökunarstefnu. BRÚÐA BRENND BANGKOK: Um 1,000 múham- eðstrúarmenn mótmæltu innrás Rússa í Afghanistan, brenndu brúðu sem átti að tákna Leonid Brezhnev forseta og hrópuðu „Dauði yfir Sovétríkjunum" fyrir framan sendiráðið í Bang- kok, Thailandi. Borin voru spjöld sem á stóð: „Múhameðstrúarmenn í Thai- landi styðja baráttu Afghanist- ans gegn sovézku herliði" og „Blóðs múhameðskra bræðra verður hefnt“. Múhámeðs- trúarmenn eru um fjórir af hundraði Thailendinga og til- tölulega hófsamir þótt nokkrir þeirra berjist fyrir sameiningu við Malaysíu. FYLGJA RÚSSUM VÍN: Blöð í Austur-Evrópu gagnrýndu Bandaríkin harðlega fyrir að leggjast gegn innrás Rússa í Afghanistan. Greinar birtust í búlgörskum, tékkóslóv- akískum og ungverskum blöðum þar sem sovézka innrásin var fordæmd. En ekkert var minnzt á málið í rúmenskum blöðum. HAFÐIR í HALDI TOKYO: Sovézkir hermenn höfðu hóp japanskra fréttaritara sem þeir grunuðu um að vera njósnara Kínverja í haldi í sex tíma í Kabul fyrr í vikunni að sögn blaðsins Mainichi. f .t'L Islands ferma skipin sem hér segir: ANTWERP: Skógafoss 12. jan. Fjallfoss 17. jan. Reykjafoss 24. jan. Skógafoss 31. jan. Fjallfoss 6. feb. Reykjafoss 14. feb. ROTTERDAM: Skógafoss 11. jan. Fjallfoss 18. jan. Reykjafoss 23. jan. Skógafoss 30. jan. Fjallfoss 7. feb. Reykjafoss 13. feb. FELIXTOWE: Mánafoss 16. jan. Dettifoss 21. jan. Mánafoss 28. jan. Dettifoss 4. feb. Mánafoss 11. feb. Dettifoss 21. feb. HAMBORG: Mánafoss 18. jan. Dettifoss 24. jan. Mánafoss 31. jan. Dettifoss 7. feb. Mánafoss 14. feb. Dettifoss 24. feb. PORTSMOUTH: Ðakkafoss 14. jan. Brúarfoss 15. jan. Bakkafoss 4. feb. Selfoss 7. feb. Bakkafoss 25. feb. HELSINGBORG: Háifoss 16. jan. Laxfoss 22. jan. Háifoss 29. jan. Laxfoss 5. feb. Háifoss 12. feb. KAUPMANNAHÖFN: Háifoss 17. jan. Laxfoss 23. jan. Háifoss 30. jan. Laxfoss 6. feb. Háifoss 13 feb. GAUTABORG: Skeiösfoss 12. jan. Álafoss 16. jan. Tungufoss 23. jan. Úöafoss 30. jan. Álafoss 6. feb. MOSS: Skeiösfoss 14. jan. Álafoss 18. jan. Tungufoss 25. jan. Úöafoss 31. jan. Álafoss 8. feb. BERGEN: Skeiösfoss 16. jan. Tungufoss 21. jan. Álafoss 4. feb. KRISTIANSAND: Álafoss 19. jan. Úðafoss 1. feb. GDYNIA: Múlafoss 11. jan. Lagarfoss 24. jan. írafoss 7. feb. HELSINKI: Lagarfoss 21. jan. írafoss 4. feb. WALKOM: Lagarfoss 22. jan. írafoss 5. feb. WESTON POINT Kljáfoss 16. jan. Kljáfoss 30. jan. simi Frá REYKJAVIK: ámánudögumtil AKUREYRAR ÍSAFJARÐAR á miðvikudögum til VESTMANNAEYJA EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.