Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
Útgefandi mliXnÞiÞ hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á kr. eintakið. mánuði innanlands. I lausasölu 230
Frumskylda
sjálfstæðra þjóða
Þau þrjú Norðurlanda, sem aðild eiga að Atlantshafsbanda-
laginu, Danmörk, Noregur og ísland, vóru öll hernumin í
síðari heimsstyrjöldinni, þrátt fyrir þá yfirlýsta hlutleysisstefnu.
Sú bitra reynsla, sem brann á baki þessara þjóða, sannfærði þær
um, að hlutleysið býður hættunni heim. Það varð því að leita
haldbetri leiða til að gegna þeirri frumskyldu hvers sjálfstæðs
ríkis að tryggja öryggi sitt. Það var gert með samátaki
lýðræðisþjóða; aðild að Atlantshafsbandalaginu.
í lok síðari heimsstyrjaldarinnar innlimuðu Sovétríkin Eystra-
saltsríkin þrjú og slógu hrammi sínum á gjörvalla A-Evrópu.
Innrásin í Tékkóslóvakíu var dæmigerð fyrir valdbeitingu þeirra
á þessu „áhrifasvæði". Útþenslustefna Sovétríkjanna hefur allar
götur síðan sagt til sín í flestum heimshornum. Kúbudeilan,
hernaðarafskipti með kúbönsku herliði í Afríkuríkjum og
Víetnömum í Asíu og innrásin í Afghanistan eru nokkur dæmi af
fjölmörgum þessu til staðfestingar.
Útvörður Norðurlanda í austri, Finnland, fór heldur ekki
varhluta af rússneskri íhlutun. Innrás Sovétríkjanna í Finnland á
sinni tíð og margs konar þrýstingur á síðari árum eru talandi
dæmi þar um. Flotaumsvif Sovétmanna á Norðurhöfum, sem ná
allt upp að Islandsströndum, segja og sína sögu. Upplýsingar
brezka blaðsins Daily Telegraph um sovézkar heræfingar með
hugsanlega innrás á Hjaltlandseyjar og ísland fyrir augum, sem
fram fóru á Eystrasalti 1978, eru og íhugunarefni, svo ekki sé
meira sagt.
Atlantshafsbandalagið hefur tryggt frið í okkar heimshluta í
rúma þrjá áratugi. Þrátt fyrir hávært tal lítils minnihlutahóps
gegn aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu er viljayfirlýsing
meiri hluta þjóðarinnar ótvíræð. Um það ber undirskriftasöfnun
Varins lands og kjörfylgi lýðræðisflokkanna ótvírætt vitni. Þorri
Islendinga vill tryggja öryggi þjóðarinnar með óbreyttri
utanríkisstefnu.
Ekkert hef ur breytzt
Innrás Sovétríkjanna í Afghanistan, sem var hlutlaust land
utan varnarbandalaga, er enn ein sönnun hvors tveggja:
útþenslustefnu Sovétríkjanna og algjörs vanmáttar hlutleysis í
öryggismálum þjóða. Þetta grófa hernaðarofbeldi hefur verið
fordæmt hvarvetna um hinn lýðfrjálsa heim og þykir að því
leytinu verra en innrásin í Tékkóslóvakíu, að Afghanistan var
utan svonefnds „áhrifasvæðis" Sovétríkjanna. Þó skýtur skökku
við þegar Mbl. spyr nokkra frammámenn íslenzkra sósíalista um
álit þeirra á þessari hernaðaríhlutun.
Einar Olgeirsson, hinn aldni forvígismaður íslenzkra sósíalista
sem skipar heiðurssæti framboðslista þeirra í Reykjavík, og
Ingimar Jónsson, formaður svokallaðrar „íslenzkrar friðarnefnd-
ar“ og Alþýðubandalagsforingi í Kópavogi, vildu ekkert láta hafa
eftir sér um málið — og þögn er sama og samþykki, segir
máltækið. Benedikt Davíðsson, frambjóðandi Alþýðubandalags á
Reykjanesi, segir málið það flókið, „að of langt væri að fjalla um
skoðun sína á því“, Elín Guðmundsdóttir, formaður kvenfélags
sósíalista, neitaði að svara vegna þess að hún hefði „of einhæfar
upplýsingar og þekkti ekki forsögu málsins".
Aðrir vóru skýrari í máli. María Þorsteinsdóttir fyrrverandi
formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, sagði: „Ég lít á
þetta sem hernaðaraðstoð." Þessi skoðun hljómar eins og „Fréttir
frá Sovétríkjunum", sem hún ber ábyrgð á. Jón Múli Árnason
útvarpsráðsmaður Alþýðubandalagsins sagði hreint út: „Stjórn
Afghanistan bað sovézku stjórnina um aðstoð og var hún veitt
sem betur fer.“
Þessi íslenzku viðbrögð við hernaðarofbeldi Sovétríkjanna í
Afghanistan eru einkar athyglisverð og lærdómsrík fyrir
íslenzkan almenning. Þau sýna ótvírætt að í raun hafa sterk
áhrifaöfl í innsta kjarna íslenzkra sósíalista ekkert lært og ekkert
breytzt frá því að þau réttlættu innrásina i Finnland. I þeirra
huga er ofbeldi ýmist gott eða illt, eftir því hver beitir því. Eðli
verknaðar skiptir ekki máli, heldur hver að honum stendur. Og
Sovétþjónkunin blómstrar eins og auðræktuð jurt í gróðurhúsi,
enda segir Árni Bergmann ritstjóri Þjóðviljans, að nú hafi
Sovétmenn „höggið á hnútinn" í Afghanistan og „Carter hafi ekki
í langan tíma verið jafn heppinn". Kommunistum á íslandi er
sama um örlög Afghanistans. Þeir hugsa aðeins um eigið skinn,
leggja t.a.m. áherzlur á, að harmleikurinn í Afghanistan sé
„áróðursstríð". Þetta er svonefnt tvöfalt siðgæði. Hér er um
innrás að ræða, klippt og skorið. En þetta sýnir þó inn í
hugskotið. Það er gott. Og hvað merkir: að höggva á hnútinn?
Auðvitað að leysa vandamál. Leysir innrás vandamál?
Nei, venjulegt fólk skilur ekki svona málflutning — sem betur
fer.
VÆNTANLEGAR forsetakosningar hafa mjög verið til umræðu manna á meðal
að undanförnu og nöfn margra manna verið nefnd í sambandi við þær. Hér
birtast svör nokkurra þeirra, sem nefndir hafa verið:
„Kemur ekki
til greina“
— segir
Guð-
mundur
Kjærne-
sted
„ÞESSU er fljótsvarað. Þetta er
svo fjarri lagi að ég hef ekki einu
sinni leitt hugann að því,“ sagði
Guðmundur Kjærnested skipherra
hjá Landhelgisgæzlunni við Mbl.
en margir hafa nefnt hann sem
heppilegan mann í forsetaembætt-
ið. Guðmundur sagði að það hefði
verið nefnt við hann hvort hann
væri reiðubúinn að gefa kost á sér
en hann kvaðst hafa tekið því
fjarri. „Þetta kemur ekki til greina
af minni hálfu,“ sagði Guðmundur.
„Hef ekki af-
skrifað þann
möguleika“
— segir
Hjalti
Þórarins
son
„ÉG hef ekki afskrifað þann mögu-
leika að gefa kost á mér“, sagði
Hjalti Þórarinsson yfirlækir við
Landspítalann í samtali við Mbl. í
gær, en nafn Hjalta hefur verið
nefnt í sambandi við forsetakjör.
„Ég hef fengið margar áskoranir
og að sjálfsögðu mun ég íhuga
málið gaumgæfilega áður en ég tek
ákvörðun. Það verður þó vart í
bráð, þar sem ég er á förum til
útlanda í kynnisferð í minni
grein,“sagði Hjalti.
„Gef ekki
kost á mér
til framboðs“
— segir
Gylfi Þ.
Gíslason
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi yfirlýsing frá Gylfa Þ.
Gíslasyni prófessor:
Þegar fregnir tóku að birtast um
það fyrr í vetur, að forseti íslands,
dr. Kristján Eldjárn, hygðist ekki
gefa kost á sér til framboðs á ný,
og þó einkum eftir að hann lýsti
því yfir í nýársávarpi sínu til
þjóðarinnar, að svo yrði, hafa
margir farið þess á leit við mig, að
ég gæfi kost á mer til næsta
forsetakjörs. Þegar ég lét af þing-
mennsku fyrir hálfu öðru ári, gerði
ég opinberlega grein fyrir því,
hvaða störfum ég hefði hug á að
sinna á næstu árum. Þau áform
mín eru óbreytt. Ég mun því ekki
gefa kost á mér til forsetafram-
boðs á sumri komanda.
Reykjavík, 11. janúar 1980
Gylfi Þ. Gíslason
„Hef hugsað mér
að hljóta meiri
reynslu í starfi
minu hjá FIDE“
— segir
Friðrik
ólafsson
FRIÐRIK Ólafsson forseti FIDE
er einn þeirra manna, sem nefndir
hafa verið sem líkleg forsetaefni.
Morgunblaðið spurði Friðrik hvort
hann myndi hugsanlega gefa kost
á sér í embættið:
„Þessu hefur verið skotið að mér
og það yljar manni auðvitað um
hjartaræturnar að vera nefndur á
nafn í sambandi við þetta virð-
ingarembætti. En það er auðvitað
annað að vera sameiningartákn
þjóðar og leiðtogi en að starfa fyrir
skákhreyfinguna og reyna að
sætta menn og málefni úti í heimi.
Ég held líka að mig vanti vissa
reynslu og þekkingu til þess að
gegna embætti forseta íslands og
hef hugsað mér að starfa lengur
fyrir Alþjóða skáksambandið og
hljóta meiri reynslu í því starfi
áður en ég fer að huga að öðru. Ég
sá nú reyndar í sjónvarpsfréttun-
um á dögunum hvaða eiginleikum
fólk telur að forsetinn þurfi að
vera búinn og það er nú langt í frá
að ég sé búinn öllum þeim eigin-
leikum, sem þar voru nefndir!"
Kröfur ASÍ:
F'élagsmálapakk-
inn í 23 liðum
ALÞÝÐUSAMBAND íslands leggur fram með kröfum sínum
sérstakan kröfupakka um félagsmálabætur, 23 kröfur, sem samþykkt-
ar voru á kjaramálaráðstefnunni í gær. Hér verður í stuttu máli gert
grein fyrir þessum félagsmálapakka:
Gerð er krafa um breytingu á
lögum um atvinnuleysistrygg-
ingar, sem fela í sér rýmkaðan
bótarétt, hækkun bóta, lengri
bótatíma og flutning greiðslna í
fæðingarorlofi frá Atvinnuleys-
istryggingasjóði til almanna-
trygginga.
Þá er þess krafizt við ríkisvald
og/eða atvinnurekendur, að for-
eldri skuli eiga rétt á fæðingaror-
lofi á fullum launum í þrjá
mánuði og greiðist laun af al-
mannatryggingum og að foreldrar
geti fengið leyfi og laun í veik-
indatilfellum barna þeirra. Sé
barn 10 ára eða yngra, geti
foreldrar fengið leyfi á launum,
þegar sá sem venjulega annast
barnið er veikur, og gildir þá einu
hvort um er að ræða heimavinn-
andi foreldri, sem er veikt, dag-
mamma eða annar aðili, þegar
foreldri þarf að fylgja barni til*
læknisskoðunar, þegar foreldri
þarf að hafa samband við þá
uppeldisstofnun, sem barnið kann
að vera á, t.d. dagheimili, þegar
faðir þarf að vera heima til þess
að annast barn eða börn fjölskyld-
unnar vegna fæðingar nýs fjöl-
skyldumeðlims.
Þá eru settar fram kröfur um 7
ára áætlun um að koma dagvist-
unarkerfi í viðunandi horf, svo að
unnt sé að fullnægja þeirri eftir-
spurn, sem er eftir slíkri þjónustu.
Orlof verði 27 virkir dagar fyrir
alla, sem unnið hafa 10 ár eða
lengur hjá sama atvinnurekanda
og sé starfsmaðurinn 50 ára eða
eldri skal hann fá 4 daga að auki
og skulu allir starfsmenn fá or-
lofstillag að upphæð 60 þúsund
þegar þeir fara í leyfi. Vextir af
orlofsfé verði hækkaðir til sam-
ræmis við vexti af sparisjóðs-
reikningum.
I skattamálum eru gerðar þær
kröfur, að upp verði tekin sam-
tímasköttun, barnabætur verði
hækkaðar, svo og persónuafslátt-
ur og skattaeftirlit verði aukið. Þá
er þess krafizt að húsaleiga verði
frádráttarbær til skatts. Þá verði
skattleysismörk hækkuð.
Sjómenn, sem unnið hafa í 25 ár
fái fullan rétt til ellilífeyris við 60
ára aldur og sé um skerta starfs-
orku einstaklings að ræða geti
hann notið ellilífeyris frá 62ja ára
aldri. Þá er þess krafizt að bætur
almannatrygginga verði hækkað-
ar almennt, svo og tekjutrygging
og að kostnaður vegna tannvið-
gerða verði tekinn inn í almanna-
tryggingar.
Þess er krafizt að eftirvinna
verði afnumin í áföngum, þannig
að fimmtudagur falli út 1980 og
síðan einn dagur á ári hverju þar
til öll eftirvinna er aflögð.
Þá er lagt til að frumvarp til
laga um aðbúnað og hollustuhætti
verði samþykkt, teknar verði upp
viðræður við ríkisvald um lög-
skráningu sjómanna og að séð
verði um að réttur sjómanna í
veikinda- og slysatilfellum verði
eigi minni en fólks í landi. Þá er
krafizt meirihlutaaðildar að
stjórnum lífeyrissjóða verkalýðs-
félaga og slysatryggingar verði
hækkaðar.
Þess er krafizt að lögfestir verði
frídagar á öllum fiskiskipum yfir
jóladagana og að ríkisframlag
verði aukið til byggingar og rekst-
urs sjómannastofa.
I húsnæðismálum er þess kraf-
izt að byggingasjóði verkamanna
verði séð fyrir þriðjungi þess
fjármagns, sem byggingaþörf
landsmanna segir til um.
Þá er krafizt breytinga á lögum
um rétt verkafólks til uppsagnar-
frests frá störfum og til launa
vegna sjúkdóms og slysatilfella og
einnig er krafizt löggjafar um
orlofsheimili. Þá eru settar fram
kröfur um dagvistun og húsnæð-
ismál aldraðra.
Ýmislegt fleira er í þessum
félagsmálapakka en síðasta kraf-
an og hin 23. er um farandverka-
fólk. Þess er krafizt að húsnæði
þess standist ströngustu kröfur,
samið verði um hámarksverð á
fæði farandverkafólks og að
tryggt sé að í hverri verstöð sé
trúnaðarmaður, sem sinni rétt-
mætum kröfum farandverkafólks
og gæti hagsmuna þess gagnvart
atvinnurekendum.