Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
Skaf tf ellingaf élagið
eignast félagsheimili
SKAFTFELLINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík er um þessar mundir
að eignast sitt eigið félagsheimili
og er þar um að ræða austurcnda
efstu hæðar hússins nr. 178 við
Laugaveg í Reykjavík. Verður
félagið þar næstu sunnudaga með
opið hús til að gefa félagsmönn-
um kost á að kynnast hvað er að
gerast, þiggja kaffiveitingar og
leggja húsakaupunum lið, en það
hefur hlotið nafnið Skaftfcll-
ingabúð.
Opið hús verður n.k. sunnudag
13. janúar og síðan 20. og 27. jan.
kl. 14—17 og verður einnig sýnd
kvikmyndin „I jöklanna sól,“ sem
félagið lét gera fyrir 25 árum. I
frétt frá Skaftfellingafélaginu
segir m.a. að Söngfélag Skaftfell-
inga muni fá inni með starfsemi
sína í hinu nýja félagsheimili og
hefur það þegar haft sína fyrstu
söngæfingu þarna og fengið nýtt
píanó til notkunar. Þá segir í frétt
Skaftfellingafélagsins:
Atthagafélögin hafa treyst bönd
milli byggða, milli átthaga og
síðari heimabyggðar félagsmanna,
sam langoftast hefur til skamms
tíma verið sjálf höfuðborgin.
Skaftfellingafélagið í Reykjavík er
eitt þessara félaga. Ekki er það
elst þeirra, aðrir urðu fyrri til en
skaftfellskir vatnamenn að ríða á
vaðið. Það er ekki heldur hið
yngsta, því að enn er verið að
stofna átthagafélög. Skaftfell-
Atriði úr myndinni.
Polanski í
Fjalaketti
FJALAKÖTTURINN sýnir i dag
klukkan 17.00 í Tjarnarbíói kvik-
myndina „Knife in the Water“,
Hnífur i vatninu, eftir Roman
Polanski og þrjár sýningar verða
síðan á morgun klukkan 17.00,
19.30 og 22.00.
Myndin er pólsk frá árinu 1962
og var fyrsta mynd Polanskis1 í
fullri lengd. Hún hlaut F.I.P.R.E.
S.C.I.-verðlaunin á kvikmynd-
hátíðinni í Feneyjum árið 1962 og
var útnefnd til Óskarsverðlauna
árið 1963.
Myndin fjallar um ung hjón sem
fara í helgarferðalag og taka upp í
bíl sinn ferðalang, sem á eftir að
verða þeim afdrifaríkt. Enskur
texti fylgir myndinni.
ingafélagið var stofnað 1940 og á
senn 40 ára afmæli. Þeirra tíma-
móta minnist félagið með árs-
hátíð, Skaftellingamóti, í Hlégarði
laugardaginn 8. mars n.k.
Skemmtun fyrir
aldraðaí
Háteigssókn
Á morgun, sunnudag, kl. 3 held-
ur Kvenfélag Háteigssóknar
skemmtun fyrir aldraða í Há-
teigssókn í Domus Medica. Þessi
skemmtun er viðtekin venja i
upphafi árs. Margt eldra fólk í
Háteigssókn hefur komið á þess-
ar skemmtanir félagsins.
Að venju verður ýmislegt til
skemmtunar. Þorsteinn Ö. Steph-
ensen leikari les upp, skagfirska
söngsveitin syngur undir stjórn
frú Snæbjargar Snæbjarnardótt-
ur. Frú Emma Hansen flytur eigin
ljóð. Einnig verður almennur
söngur.
Það er von Kvenfélags Há-
teigssóknar, að sem flest eldra
fólk í Háteigssókn sjái sér fært að
mæta á skemmtuninni. Formaður
félagsins er frú Lára Böðvarsdótt-
ir, Barmahlíð 54.
Tómas Sveinson,
sóknarprestur
s.: 40802.
Herzog hjá
Fjalaketti
FJALAKÖTTURINN verður með
aukasýningu á mynd WERNERS
HERZOGS, „Aguirre, reiði
guðs“, í Tjarnarbíói í dag klukk-
an 14.00.
Hún var gerð í Vestur-Þýzka-
landi árið 1973. Hún fjallar um
leit Spánverja á 16. öld að E1
Dorado, landi gullsins, sem átti að
vera nálægt Amazonfljóti í
Brasilíu.
Á myndinni eru frummælendurnir á fundinum. þeir Már Pétursson, Eirikur Tómasson, Hjalti
Zophaniasson deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, en hann var dómsmálaráðherra til trausts og
halds. Þá getur að líta Vilmund Gylfason, Tryggva Gunnarsson form. Orators og Önnu
Gunnlaugsdóttur fundarritara. Ljósm. Mbl. Kristján.
Fjölmennur fundur Orators
ORATOR. félag laganema,
gekkst á fimmtudagskvöld
fyrir almennum fundi, en efni
fundarins var „Endurbætur og
opnun dómkerfisins“, en það
mál hefur að undanförnu verið
mjög til umræðu. Þrír frum-
mælendur mættu á fundinn, en
það voru þeir Vilmundur Gylfa-
son dómsmálaráðherra, Eiríkur
Tómasson lögfræðingur og Már
Pétursson formaður Dómarafél-
ags Reykjavíkur.
í upphafi fundarins flutti
Tryggvi Gunnarsson, formaður
Orators, stuttan inngang og
kynnti hann frummælendur.
Síðan fluttu framsögumenn
sínar ræður. Fyrstur tók til máls
Vilmundur Gylfason. Hann
ræddi um dómskerfið almennt
og benti á ýmislegt sem þar
mætti betur fara. Þá minntist
hann á sérstakan skattadómstól,
sem dæma ætti í skattsvikamál-
um, en sá dómstóll væri nú í
undirbúningi. Taldi Vilmundur,
að sá dómstóll yrði mjög til bóta.
Næstur talaði Már Pétursson,
formaður Dómarafélagsins.
Hann fann að ýmsu sem dóms-
málaráðherra hafði sagt og virt-
ist ekki sérlega hrifinn af hug-
myndinni um sérstakan skatta-
dómstól. Hins vegar benti Már á
leiðir til að bæta dómskerfið og
bar þar hæst frumvarpið um
Lögréttu. Síðastur frummæl-
enda talaði Eiríkur Tómasson
lögfræðingur. Hann fjallaði um
ýmsar hugsanlegar úrbætur á
dómskerfinu og lýsti sig sam-
þykkan öllum breytingum til
hagræðis, svo framarlega sem
þær skertu ekki réttaröryggið.
Ekki var Eiríkur, fremur en
Már, ýkja hrifinn af hugmynd-
inni um sérstakan skattadóm-
stól, en taldi þó að hér væri um
tilraun að ræða sem ekki gæti
leitt neitt illt af sér, þó fram-
kvæmd væri.
Er frummælendur höfðu lokið
máli sínu voru almennar um-
ræður. Að síðustu töluðu frum-
mælendur aftur og stilltu þeir
ræðutíma sínum í hóf, enda
klukkan langt gengin í tólf.
Fundurinn var fjölmennur og
voru bæði fundarmenn og frum-
mælendur sammál um að hann
hefði tekist vel.
Frá fundinum i Lögbergi.
Sighvatur Björgvinsson, f jármálaráðherra:
Frétt Þjóðviljans
uppspuni f rá rótum
Sighvatur Björgvinsson,
f jármálaráðherra, hefur
beðið Morgunblaðið að
birta meðfylgjandi bréf til
Einars Karls Haraldsson-
ar, ritstjóra Þjóðviljans:-
Einar Karl Haraldsson
ritstjóri Þjóðviljans
Reykjavík
Reykjavík, 11. jan. 1980
I Þjóðviljanum í gær er haft
eftir Birni Friðfinnssyni, fjár-
málastjóra Reykjavíkurborgar, að
gert hefði verið ráð fyrir því að
ríkissjóður greiddi um 1000 millj-
ónir króna upp í reikninga sjúkra-
stofnana til borgarinnar í desem-
ber, en þær greiðslur hefðu ekki
komið. Hefði þetta valdið því, að
um sl. áramót hefði staða borg-
arsjóðs verið neikvæð um 1200
milljónir króna og í fyrirsögn í
fréttinni segir Þjóðviljinn að með
þessu móti hefði fjármálaráð-
herra snuðað borgina um 1 millj-
arð króna í desember.
Þar sem frétt þessi er hreinn
uppspuni frá rótum, hafði ég tal af
fjramálastjóra Reykjavíkurborg-
ar, Birni Friðfinnssyni, í gær-
morgun og óskaði skýringa. Fjár-
málastjórinn sagði að frétt Þjóð-
viljans væri ekki frá honum kom-
in, enda hrein rökleysa, og tilbún-
ingur blaðamanns Þjóðviljans.
Ríkissjóður hefði ekki vanrækt
neina greiðsluskyldu til borgar-
sjóðs upp á 1000 milljónir króna af
þeirri einföldu ástæðu, að borg-
arsjóður hefði ekki átt neina kröfu
á ríkissjóð um þá fjárhæð vegna
sjúkrastofnana borgarinnar í des-
embermánuði. Hins vegar hafi
borgaryfirvöld Reykjavíkur leitað
eftir því við Tryggingastofnun
nkisins, að Tryggingastofnunin
ívilnaði borgarsjóði með því að
greiða honum fyrirfram í desem-
bermánuði 150—200 milljónir
króna, sem að réttu lagi áttu ekki
að greiðast fyrr en eftir áramót.
Frétt Þjóðviljans, þ.á m. um
milljarða vanskilin hjá ríkissjóðir,
væri þannig hreinn tilbúningur
blaðamanns Þjóðviljans og ekki á
neinn hátt frá fjármálastjóra
Reykjavíkurborgar kominn.
Fjármálastjórinn, Björn Frið-
finnsson, sendi skriflega yfirlýs-
ingu þessu til staðfestingar og
blaðamanni Þjóðviljans, Einari
Erni Stefánssyni, samrit af yfir-
lýsingunni. Mér kom ekki til
hugar annað en að Þjóðviljinn
myndi sjá sóma sinn í því að
leiðrétta eigin rangfærslur með
birtingu - yfirlýsingar fjármála-
stjóra Reykjavíkurborgar. í blað-
inu í dag sé ég að það er hins vegar
ekki gert, en fullyrt í fyrirsögn að
fjármálastjórinn staðfesti frétt
Þjóðviljans.
Ég vil því hér með óska eftir því
við þig, að blað þitt geri það sem
ég tel að það hafi átt að sjá sjálft
sóma sinn í að gera í gær og birt
meðfylgjandi yfirlýsingu fjár-
málastjóra Reykjavíkurborgar. Ég
tel nauðsynlegt að það sé gert og
rétt að Þjóðviljinn sjái sjálfur um
að leiðrétta sínar eigin rangfærsl-
ur, en til þess að öruggt megi
teljast að sú leiðrétting komist
opinberlega á framfæri hef ég
jafnframt óskað eftir því við
Morgunblaðið, að það birti með-
fylgjandi athugasemdir, þannig að
menn sem bornir eru röngum
sökum í fjölmiðlum fái þó tæki-
færi til að bera hönd fyrir höfuð
sér á opinberum vettvangi, þó svo
að verði þá að bera annars staðar
niður en í frumheimildinni, Þjóð-
viljanum.
Með kærri kveðju
Sighvatur Björgvinsson
Hr. fjármálaráðherra Sighvatur
Björgvinsson,
Fjármálaráðuneytinu,
Reykjavík
Yfirlýsing
í Þjóðviljanum í dag er ekki rétt
farið með efni símtals við Einar
Örn Stefánsson blaðamann, um