Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980 Minningarorð: Hákon Guömundsson fyrr- verandi yfirborgardómari Fæddur 18. okt. 1901. Dáinn 6. jan. 1980. Hákon Guðmundsson, fyrrum yfirborgardómari í Reykjavík, lést hinn 6. janúar 75 ára að aldri. Með honum er góður drengur á braut genginn. Hann fæddist að Hvoli í Mýrdal, sonur hjónanna Guð- mundar Þorbjarnarsonar og Ragnhildar Jónsdóttur. Guðmund- ur var mikill athafnamaður og landskunnur á sinni tíð fyrir forustu sína í búnaðarmálum. Var hann við verslunarstörf í Vík á unga aldri en kvæntist heimasætu á Hvoli 1895, þar sem þau hófu búskap og bjuggu um 15 áræskeið. Árið 1907 keyptu þau Stóra-Hof á Rangárvöllum af Einari Bene- diktssyni og bjuggu þau þar stóru rausnarbúi upp frá því. Þar uxu börn þeirra úr grasi og vandist Hákon því við venjuleg sveitastörf framan af árum. Þaðan var hann sendur til náms í Flensborgar- skóla er hann hafði aldur og þroska til, og síðar settist hann í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1922. Snemma á þessu hausti var tekið þéttingsfast í hönd mína á skólaganginum af hávöxnum pilti, sem sagði: Veist þú að við erum nafnar. Þótti mér vænt um að eignast nafna og nokkur upphefð því að hann var einum bekk ofar, en nafnið var þá svo fágætt, að mér var raun að. Stúdentsprófi lauk Hákon vorið 1925 en lög- fræðinámi á því merkisári 1930. Að því loknu réðst hann sem fulltrúi til lögmannsins í Reykjavík og var þar í starfi uns hann var skipaður ritari hæsta- réttar þann 1. júní 1936. Því starfi gegndi hann í 28 ár með ágætum. Munu margir minnast hinna fróð- legu þátta hans um dómsmál, sem hann flutti um langt skeið í útvarpið. Málin voru skýrð á svo greinargóðan hátt og skýran að allir urðu nokkurs fróðari í lögum og um almennan réttargang sam- tímis því að hæstiréttur varð að lifandi stofnun í hugum manna um land allt. Hinn 1. ágúst 1964 urðu enn þáttaskil í embættisframa hans er hann var skipaður yfirborgardóm- ari í Reykjavík, en því embætti gegndi hann uns hann lét af störfum nokkru fyrir sjötugt í árslok 1973. Þetta er aðeins þurr upptalning á embættisferli hans. Sakir kunnáttu, reynslu og mannþekkingar Hákonar Guð- mundssonar gat ekki hjá því farið að margs konar aukastörf hlæðust á hann á lífsleiðinni. Verður fæst af því nefnt hér, en hann var skipaður í Félagsdóm við stofnun hans 1938 og sat hann þar fram í ársbyrjun 1974. Þá starfaði hann í sáttanefndum og gerðardómum og var til kvaddur til margs fleira. Þá hefur hann skrifað margar rit- gerðir um lögfræðileg efni, sem of langt væri upp að telja. Um nokkurt skeið var hann formaður Flugmálafélagsins og sæti átti hann í Náttúruverndarráði í nokk- ur ár. Hugðarmál Hákonar Guð- mundssonar utan starfssviðs og embættis var skógrækt, gróður- vernd og landgræðsla, og í þágu þeirra mála varði hann miklu af frítíma sínum og kom mörgu góðu til leiðar. Hann var einn af stofnendum Skógræktarfélags íslands árið 1930 ásamt Guðmundi föður sínum og eftir að hann fluttist að Birkihlíð á Digranes- hálsi 1939 átti hann tíðförult í gróðrarstöðina í Fossvogi, en það- an lá leið hans að Skógræktarfé- lagi íslands. Sat hann alla aðal- fundi félagsins frá 1949, oftast sem ritari, en 1957 var hann kosinn í stjórn þess og varð strax varaformaður þess. Þegar heilsa Valtýs Stefánsson- ar brast hlaut hann að taka að sér formannsstörfin, og 1961 varð hann formaður félagsins. Því starfi gegndi hann til ársins 1972. Þá baðst hann undan endurkosn- ingu þrátt fyrir beiðni samstarfs- manna og lét svo um mælt, að menn mættu ekki verða mosa- grónir í störfum því að slíkt tefði ósjálfrátt eðlilega þróun félaga, ef ungir og áhugasamir menn væru of lengi vonbiðlar og kæmust ekki að til að beita kröftum sínum. En formannsstarf Skógræktarfélags Islands var og er tímafrekt starf, og hefur það aldrei verið launað nema með starfsgleðinni og fé- lagsskap góðra manna. Á því 15 ára tímabili, sem Hákon Guðmundsson sat í stjórn félagsins, voru mörg mál til lykta leidd og miklu komið í verk af skógræktarfélögum landsins. Að vísu starfa félögin sjálfstætt, en það er Skógræktarfélag íslands, sem markar stefnuna og leggur félögunum allt það liðsinni, sem kostur er á. Þegar horft er um öxl kemur í ljós, að á því tímabili, sem Hákon Guðmundsson stýrði félag- inu, færðu skógræktarfélögin mjög út kvíarnar og juku bæði við lönd sín og gróðursetningu til mikilla muna. Á þetta eftir að skýrast betur þegar saga félagsins verður skráð og trén teygja úr sér. Ár eftir ár höfðu gróðurvernd- armál verið mjög ofarlega á baugi á stjórnar- og aðalfundum Skóg- ræktarfélags íslands og rædd fram og aftur, en langtímum saman miðaði undur hægt í þeim málum. Þörf var orðin á að vekja meiri athygli á yfirþyrmandi gróðureyðingu hvarvetna um land allt, enda var og er gróðurlendi landsins enn að fara forgörðum. Því voru stofnuð samtök um landvernd og náttúruvernd árið 1969 til að vinna á þessu sviði. Hópar þeir, sem að þessu stóðu, voru ærið sundurleitir, og þurfti því að bræða þá saman á skyn- samlegan hátt til sameiginlegra átaka í rétta átt. Fyrir þrábeiðni stofnenda samtakanna lét Hákon Guðmundsson til leiðast að taka að sér forustuna fyrstu árin en með því skilyrði þó, að hann gegndi ekki þessu starfi nema um hríð. Ég tel mig segja rétt frá, að honum tókst að beina samtökun- um á rétta braut, gera þau að fræðslu- og upplýsingastofnun en ekki framkvæmdastofnun, sem margir ætluðu í upphafi og reyndu til lítils gagns. En allt þetta tók langan tíma og samtökin máttu ekki við því að missa Hákon frá starfi fyrr en kraftar hans voru að þrotum komnir. Honum var ekki undankomu auðið frá því að starfa að landbótum og gróðurvernd. Ævistarf Hákonar var á tveim ólíkum sviðum. Annars vegar voru embættis- og skyldustörfin, sem hann leysti af hendi með einstakri prýði og samviskusemi að dómi allra þeirra, sem til þekktu. Hins vegar vann hann meira en meöal- mannsverk í þágu gróðurs og þjóðar um marga tugi ára fyrir hugsjónina eina saman. Við áttum mjög náið samstarf um mörg ár og allan þann tíma minnist ég ekki að okkur hafi orðið sundur- orða þótt greint hafi á í fáein skipti. Mjög var gott að vinna með honum að vandasömum málum því þár naut athygli hans og réttsýni sín vel, og þótt hann vildi miðla málum í lengstu lög var hann þó fastur fyrir og sló ekki af því, sem hann taldi réttast í hverju máli. Ljúfmennska hans og hjartahlýja var með eindæmum, þannig að öllum leið vel í návist hans. Því er það með sárum söknuði að hann er kvaddur í dag. Hákon Guðmundsson kvæntist Ólöfu Árnadóttur prests Jónsson- ar á Skútustöðum og Auðar Gísla- dóttur árið 1933, hinni ágætustu konu, sem bjó honum gott og friðsælt heimili. Bjuggu þau lengst af í Birkihlíð þar sem þau græddu ófrjóa móa og grýtt holt við hin erfiðustu ræktunarskilyrði með þrautseigju og þolinmæði þannig að landið er að mestu vaxið trjám. Átti húsfreyjan ekki síður hluta að máli í öllum ræktunar- störfunum. Dætur þeirra eru þrjár, Inga Huld, Auður Hildur og Hjördís Björk, dugmiklar konur hver á sínu sviði. Þegar dæturnar voru af höndum komnar og að landi þeirra í Birkihlíð var þrengt og af því tekið sakir útþenslu borgarinnar námu þau hjónin nýtt land á bökkum Ölfusár árið 1972, þar sem þau byggðu sér hús við hæfi og hófu nýja ræktun. Þar nutu þau hjónin góðra stunda um nokkur ár sem ljúft mun að minnast. Hákon Bjarnason. Hákon Guðmundsson lauk laga- prófi frá Háskóla íslands í júní 1930 og gerðist þegar fulltrúi lögmannsins í Reykjavík. Emb- ætti lögmanns hafði þá nýlega verið stofnað, og undir verksvið þess féllu störf, sem nú eru unnin hjá embættum borgarfógeta og borgardómara. Hákon var á lög- mannsskrifstofunni í 6 ár, en 1. júní 1936 varð hann hæstaréttar- ritari. Því embætti gegndi hann í 28 ár, uns hann var skipaður yfirborgardómari í Reykjavík frá 1. ágúst 1964. Hann lét af embætti um áramótin 1973—74, er hann var kominn fast að sjötugu og fluttur austur fyrir fja.ll. Embættisferill Hákonar var langur og störf hans á þéssum vettvangi viðamikil og ágætlega vel af hendi leyst. Þó voru mikil- vægustu lagastörf hans ekki hluti af embættisrekstrinum heldur tengd Félagsdómi. Eftir talsverð- ar deilur samþykkti Alþingi vorið 1938 lög um stéttarfélög og vinnu- deilur. Efni laganna var mörgum viðkvæmt mál, og var því ljóst, að vel þurfti að vanda til allrar framkvæmdar þeirra. I lögum þessum, sem enn eru að miklu leyti gildandi réttur hér á landi, var og er kafli um sérstakan dómstól, Féiagsdóm. Dómstólinn fjallar um kærur vegna meintra brota á lögunum, um kærur vegna meintra brota á vinnusamningum, um ágreining um skilning á slíkum samningum og fleiri atriði þessu skyld. Félagsdómur er skipaður með sérstæðum hætti. Svipar honum til gerðardóma að því leyti, að samtök á vinnumála- sviðinu tilnefna sum dómaraefnin. Hæstiréttur velur forseta Félags- dóms. Sú varð niðurstaða dóm- enda í Hæstarétti 1938, að þeir báðu Hákon að taka þetta starf að sér. Hann varð við þeirri ósk og var síðan endurskipaður á þriggja ára fresti, eins og lög standa til, uns hann óskaði að fækka starfs- skyldum sinum haustið 1974. Sú staðreynd, að Hákon var í 36 ár falið það erfiða verkefni að vera forseti Félagsdóms, ber þess ljóst vitni, að hann naut mikils trausts. Eru og því til staðfestu ummæli forystumanna Alþýðusambands- ins og Vinnuveitendasambands- ins, sem vel eru kunnugir sögu dómsins. Má fullyrða, að í Félags- dómi hafi glöggt komið fram ríkustu eðliskostir Hákonar, rétt- sýni, heilbrigð skynsemi og vel- vild. Þessir kostir einkenndu og önnur lögfræðistörf hans. Um Félagsdóm má þess geta til við- bótar, að hann fékk mörg og mikilvæg verkefni. Dómarnir frá starfsárum Hákonar hafa verið prentaðir í 7 bindum, sem hann sá um útgáfu á. Dómar þeir, sem hann samdi eru á ljósu máli og skipulegir. Áuk embættisverka og forseta- starfa í Félagsdómi sinnti Hákon Guðmundsson fleiri lögfræðileg- um verkefnum. Hann fékkst all- mikið við fræðilegar rannsóknir í vinnumálarétti og skrifaði um þær ritgerðir allt fram á síðustu ár. Þá kannaði hann atriði í réttarfari, og beindist áhugi hans á því sviði mest að aðstöðu fólks til að reka mál fyrir dómstólum, en kostnaður við málarekstur er mörgum áhyggjuefni. Hákon var aðalframsögumaður um „einstakl- inga og málskostnað" á 21. nor- ræna lögfræðingaþinginu í Hels- ingfors 1957. Um ýmis fleiri lög- fræðileg atriði samdi Hákon greinar fyrir almenning. Þá flutti hann í 15 ár, frá 1949, útvarpser- indi, sem nefndust „Af vettvangi dómsmála" og fjölluðu um störf Hæstaréttar. Kom hin glögga framsetnig hans því til leiðar, að mörgum voru ljós lögfræðileg álitaefni, sem ella hefðu hvergi verið rædd opinberlega. Þá var Hákon síðustu 15 árin prófdómari við lagadeild Háskólans, og vafa- laust hefur lagaþekking hans og lagaþjálfun komið að góðum not- um í mörgum fleiri störfum. Þau voru æði mörg störfin, sem hann tók að sér. M.a. var hann, eins og álþjóð veit, brennandi í áhuga sínum á skógrækt og landvernd. Sá sem þetta ritar kynntist Hákoni Guðmundssyni vegna fjöl- skyldutengsla fyrir hálfum fimmta áratug, og hafði af honum góð kynni alla tíð síðan. Hann og kona hans, Ólöf Dagmar Árna- dóttir frá Skútustöðum, voru frændum sínum góðir gestgjafar og elskulegir vinir. Margir minn- ast Hákonar þessa daga, og von- andi er það nokkur harmabót konu hans og öðru skylduliði, að hann var maður, sem allir virtu, er við hann áttu skipti. Þór Vilhjálmsson. Hákon Guðmundsson er dáinn — og við því er víst ekkert að segja. Haustblómin fölnuðu um leið og hann — og við því er víst ekkert að segja. Lífskveikur hans slokknaði í jólalok — og við því er víst ekkert að segja. Hann er alltaf á norðan þegar sól er hér fyrir sunnan. Það var á þess konar degi að Ólöf bauð upp á kaffi og koníak í skeifunni við slotið á bökkum Ölfusár. Þá var hugurinn heitur og hjörtun hlý. Stelpurnar stungu tánum í sand- inn og strákarnir stungust koll- hnís. Svona gat borgardómur tek- ið hús á bóndanum. „Hann er oft harður á norðan," sagði Hákon, „og þá er að snúast til varnar." Limgerðið í hlaðinu var lágvaxið en „það lofar góðu,“ sagði Hákon. Eins og hann um- lukti okkur ástúð sinni, bjó hann hús sitt skjólviði. Eins og hann stappaði í okkar stálinu, skoraði hann á trén að vaxa. Við munum hann hnarreistan í Hekluferð með staf í hendi, og stjórnaði för. Við munum hann bretta upp buxnaskálmar og bera konur yfir lækinn heim að Stöng. Þá var gaman í Þjórsárdal. I vinnunni kom virðingin af sjálfu sér. Þar var hann húsbóndi eins og heimilisfaðir, en fyrst og fremst Hákon Guðmundsson. En eitt sinn skal hver deyja — og við því er víst ekkert að segja. Og þó. Hann átti skilið að sitja oftar á lognkyrru kvöldi og horfa yfir fullgróinn ævigarð. Þess vegna er þetta ekki sanngjarnt. En nú er hann genginn annan veg — góður maður. Það er ekki ofsagt að ég sakna hans. BÞG Mætur maður er genginn og öllum er þekktu hann harmur í sinni. Þeir, sem nutu leiðsagnar hans og góðvildar, hefðu viljað njóta þess eilíflega. Mér sjálfum finnst enginn mér óskyldur hafi haft meiri áhrif 4 mig til góðra, skapandi verka en hann. Ávallt var hann sá er gaf, yfirlætislaus og hlýr í senn og tjáði skoðanir sínar af alvöru og festu. Ég hugsa nú til fyrstu áranna þegar ég kom til starfa hjá sKþgræktinni hér í Reykjavík og kynntist þá Hákoni sem eldlegum áhugamanni í samtökum skóg- ræktarmanna. Ég hreifst af heill- andi framkomu hans og ræðu- snilld. Hann hafði þá löngu áður haslað sér völl á vettvangi félags- mála á fjölmörgum sviðum. Þau störf öll leysti hann af svo mikilli prýði að þjóðarathygli vakti. Störf hans sem stjórnar- manns í Skógræktarfélagi Islands og síðar sem formanns í áraraðir eru mér hugstæðust, því ómetan- legt var að fá tækifæri til að starfa með honum í stjórn þess félags. Þau ár lifa skýr í minning- unni. Framlag hans á þeim vett- vangi ætti að vera okkur öllum hvatning til öflugra starfa meðan heilsa og kraftar endast. Við hér í minni fjölskyldu þökkum af alhug eftirminnilegar samverustundir og sendum Ólöfu, dætrunum og öðru venzlafólki innilegar samúð- arkveðjur. Kristinn Skæringsson. Kveðja frá starfsfólki Borgar- dóms Reykjavíkur. Við, sem áttum því láni að fagna að starfa með Hákoni Guðmunds- syni í Borgardómi Reykjavíkur, eigum honum eflaust stærri þökk Ávarp Björns Svein- björnssonar forseta Hæstaréttar á dómþingi Hæstaréttar 7. janúar 1980. Hákon Guðmundsson, fyrrver- andi yfirborgardómari, lézt í gærmorgun á Borgarspítalanum eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann var hæstaréttarritari full 28 ár frá 1. júní 1936 til 1. ágúst 1964. Þá var hann skipaður yfirborgardómari og því embætti gegndi hann unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1973. Hann var forseti Félagsdóms frá stofnun þess dóms 3. desember 1938 til 1. október 1974. Hákon átti fjölmörg áhugamál önnur en embættisstörfin og er þá fyrst og fremst að geta starfa hans að náttúruverndarmálum, sér í lagi skógræktarmálum, og á þessum vettvangi var hann í fylkingarbrjósti meðan heilsan leyfði. Hákon var mikilhæfur maður, sem naut hvarvetna óskoraðs trausts. Því voru honum falin óvenju mörg og vandasöm störf bæði af hálfu opinberra aðila og ýmiss konar félagssamtaka. Öll þessi störf leysti hann af hendi með mikilli prýði. í einkalífi sínu var hann og mikill gæfumaður. Hákon Guðmundsson var ein- staklega hlýr maður í viðmóti og yfirlætislaus en þó fyrirmann- legur og virðulegur í allri fram- göngu. Embættisstörf sín vann hann með reisn og virðuleika. Hann hefur nú lokið þeim störf- um, sem honum voru falin hérna megin grafar og lagt upp í þá ferð, sem við eigum allir eftir að fara. Hæstiréttur vottar ekkju hans, dætrum og öðrum að- standendum innilega hluttekn- ingu. Ég bið dómara og lögmenn að votta Hákoni Guðmundssyni virðingu með því að rísa úr sætum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.