Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
29
að gjalda en flestir honum
óvandabundnir. Þó var reyndar
rétt á mörkum að við litum svo á
að hann væri okkur óvandabund-
inn og við honum því að um
alllangt skeið var hann höfuð
hálfgildings stórfjölskyldu starfs-
manna Borgardóms. Þessum hópi
stýrði hann af einstakri lagni og
hlýleik. Með réttsýni hans, léttri
lund og margháttaðri reynslu
virtist öll stjórn embættisins
verða áreynslulaus og án árekstra.
Ohætt er að segja að hann hafi
litið á okkur öll sem jafningja og
félaga sem hann studdi í daglegri
önn og gladdist með á góðum
stundum. Reisn Hákonar út í frá
sem yfirmanns embættisins var
jafnframt okkar stolt.
Þannig var þetta og þessi sam-
veruár skulu nú þökkuð af heilum
huga.
Um leið og við kveðjum þennan
látlausa höfðingja með ríkurfi
söknuði vottum við fjölskyldu
hans dýpstu samúð.
Kveðja frá Dómarafélagi íslands
Hákon Guðmundsson fyrrv. yf-
irborgardómari, sem lést á þrett-
ánda dag jóla, var í tengslum við
dómstóla og dómstörf alla starfs-
ævi sína. Dómarastörfum gegndi
hann að aðalstarfi frá 1930—1936,
er hann var fulltrúi lögmannsins í
Reykjavík, og síðar frá 1964—
1974, er hann gegndi embætti
yfirborgardómara í Reykjavík.
Hæstaréttarritari var hann
1936—1964, í 28 ár, eða nærfellt
helming þéss tíma, sem Hæsti-
réttur hefur starfað. Þá var hann
formaður Félagsdóms frá stofnun
þess dómstóls árið 1938—1974 og
vann ómetanlegt starf við mótun á
starfsháttum dómsins og úrlausn-
um hans. Enn var hann formaður
Siglingadóms frá 1964—1975. Við
það bætast svo setudómara- og
rannsóknarstörf í ýmsum málum.
Af öðrum lögfræðistörfum Há-
konar má nefna, að eftir hann
liggja markverðar ritgerðir um
lögfræðileg efni, er sýna m.a. að
hann hafði ágætt vald á íslensku
máli. Þá tók hann þátt í samningu
lagafrumvarpa og margir minnast
hinna frábæru þátta hans um
dómsmál í Ríkisútvarpinu.
Æviferill Hákonar, sem rakinn
verður hér í blaðinu í dag, var
litauðugur, enda var hann maður
fjölhæfur, gæddur góðum gáfum
og áhugasvið óvenju víðtækt.
Þeim, sem kynntust honum, mun
hugstæður leiftrandi áhugi hans á
margvíslegum málefnum, svo og
elja hans við að hrinda í fram-
kvæmd þeim málum, er honum
var hugað um. Hann var óvenju
heilsteyptur persónuleiki, í miklu
andlegu jafnvægi, íhugull og
hleypidómalaus, vandur að virð-
ingu sinni og þeirra stofnana, sem
hann vann, maður góðgjarn og
með næma réttlætiskennd. Hann
var fróður um menn og málefni,
hafði góða kímnigáfu, sagði vel frá
og var hnyttinn í orðum. Fram-
koma háns var virðuleg og reisn
yfir honum. Til hans var mjög
leitað um forystu í félagsmálum,
enda var hann ósérhlífinn og
úrræðagóður. Með slíkum manni
var gott að eiga samleið.
Hákon Guðmundsson tók að sér
forystu í Dómarafélagi íslands
árið 1965 og var formaður þess í 6
ár. Vann hann þar ágætt starf.
Fyrir þá forystu og veigamikil
störf í þágu dómgæslu kaus Dóm-
arafélag Islands hann heiðursfé-
laga árið 1974.
Við leiðarlok blessa dómarar
landsins minningu mæts dreng-
skaparmanns og votta frú Ólöfu
og öðrum vandamönnum samúð.
Ármann Snævarr.
Hákon Guðmundsson, yfirborg-
ardómari, er kvaddur í dag. Aðrir
munu verða til þess að rekja ættir
hans og æviferil. Er því hér aðeins
um að ræða fátæklegar þakklæt-
iskveðjur frá þeim samferða-
mönnum Hákonar undanfarin 10
ár, sem báru gæfu til að vinna með
honum að landverndarmálum,
sem voru eitt af meginhugðarefn-
um hans.
Hákon var formaður stjórnar
Landverndar fyrstu 10 ár þeirra
samtaka og varð því til að móta
stefnu þeirra. Hann var alla tíð
aldursforseti innan stjórnarinnar
og var það gæfa samtakanna að
eiga Hákon að við framkvæmd
þeirra mála, sem samtökin hafa
að hugsjón.
Hákon var samnefnari alls hins
bezta í íslenskri menningu, gagn-
menntaður og víðlesinn, og skóg-
rækt, landvernd, náttúruvernd og
ekki sízt mannvernd voru hugðar-
efni, sem hann helgaði alla sína
krafta. Hvorki tími né fyrirhöfn
voru til spöruð til að sjá þeim
málum farborða. Á síðasta starfs-
ári gekk hann ekki heill til skógar,
en karlmennið Hákon Guðmunds-
son lét ávallt hugsjónirnar sitja í
fyrirrúmi fyrir eigin velferð.
íslenzk þjóð sér nú á bak einum
af sínum beztu sonum og fyrir þá
gæfu að fá að njóta leiðsagnar
hans verða stjórnendur Land-
verndar honum ávallt þakklátir.
Frú ÓLöfu og dætrum Hákonar
sendum við innilegustu samúð-
arkveðjur og biðjum Guð að blessa
minningu hans.
F.h. stjórnar og starfsfólks
Landverndar,
Karl Eiríksson.
Afmælis- og minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og
með góðu línubili.
Margrét Astvalds-
dóttir — Kveðja
Fædd 31. maí 1959.
Iláin 15. dcsember 1979.
I svartasta skammdeginu og
miðjum jólaundirbúningi barst
okkur sú harmafregn að Magga
væri dáin.
Við kynntumst flestar Möggu að
hausti fyrir þremur árum er við
stofnuðum saumaklúbb.
Magga var einstaklega kát og
lífsglöð. Gleði hennar er okkur
minnisstæðust úr árlegum ferða-
lögum og hófi saumaklúbbsins, er
síðast var haldið á hinu nýja
heimili þeirra í Hafnarfirði, og
kom þar vel fram hve gott var
hana heim að sækja.
Oft hefur verið einmanalegt hjá
þeim mæðgum Huldu litlu og
henni, er Ingólfur var á sjónum,
en innileg eftirvænting er hans
var von í land. I mars síðastliðn-
um fæddist þeim önnur dóttir,
Ása. Fjölskyldan var nýflutt á sitt
eigið heimili, og var tilhlökkunin
mikil, því nú ætluðu þau að halda
jól öll saman í fyrsta sinn.
Það er erfitt að skilja af hverju
ung móðir er kölluð burt frá
manni og tveimur ungum dætrum.
En einhver hlýtur tilgangurinn að
vera, þó að hann sé ofar okkar
skilningi.
Við minnumst Möggu með mikl-
um söknuði og skarð hennar
verður seint uppfyllt. Biðjum við
góðan Guð að styrkja Ingólf og
dætur á þessari erfiðu stund.
Saumaklúhburinn.
Minning — Kristín
María Magnúsdóttir
Þín náðin, Drottinn, nóg mér er,
ví nýja veröld Kafstu mér.
þinni birtu, hún brosir öll,
í bláma sé ég lífsins fjöll.
(Sálmur E.K.)
Þegar kirkjuklukkurnar
hringdu inn jólahátíðina kvaddi
Kristín Magnúsdóttir þennan
heim. Kristín var frá Ólafsvík,
dóttir Magnúsar Kristjánssonar
smiðs og konu hans, Kristínar
Þórðardóttur. Magnús var
tvíkvæntur, seinni kona hans var
Katrín Eyjólfsdóttir. Börn Magn-
úsar og Kristínar voru 7, 4 komust
upp, en Magnús og Katrín eignuð-
ust 3 börn.
Þessar línur sem ég skrifa um
mína kæru vinkonu, Stínu, eins og
hún var kölluð, verða um okkar
persónulegu kynni og samskipti en
ekki ættartala, til þess er ég ekki
nógu kunnug. Ég kynntist Stínu
fyrst í Grundarfirði, þá sem ungri
stúlku, var hún bústýra hjá
Hjálmtý Árnasyni á Hópi og var
mjög kært með þeim, og hefði hún
ekki orðið fyrir þeirri sorg að
missa hann í sjóinn haustið 1940,
hefði hún orðið meira en bústýra á
Hópi. Var náinn kunningsskapur
milli heimilanna Hóps og Ás-
geirshúss og varð mér mjög hlýtt
til þessa ágæta fólks. Vorum við
Stína mjög handgengnar hvor
annarri, meðal annars var hún hjá
mér er ég átti mitt fyrsta barn.
Stína var mjög þokkaleg stúlka,
ævinlega glöð og hlý í viðmóti við
alla, ákaflega nærfærin við sjúkl-
inga, enda oft á þeim árum fengin
til að sitja hjá veikum. Hún var
framúrskarandi hreinleg og
snyrtileg og var svo hög í höndum
og lagin við allan saumaskap að
allt sem hún gerði með nálinni var
með afbrigðum vel gert. Stína var
í Grundarfirði þar til hún missti
sinn kæra vin í sjóinn, fór hún þá
til Ólafsvíkur og bjó með bróður
sínum meðan hann lifði. Þar
þekktu allir Stínu í Jónshúsi. Ég
kom þar til hennar og þetta litla
hús sem er eitt elsta húsið í
Ólafsvík, ilmaði og glansaði af
snyrtimennskunni hennar Stínu,
Hreinn Þorsteins-
son - Minningarorð
Hreinn Þorsteinsson kvaddi
þennan heim á snöggan og
óvæntan hátt, er hann hné niður
við störf sín um borð í m/s
Snæfelli 29. desember sl., aðeins
49 ára gamall. Hans skarð verður
vandfyllt, því þar fór sérstæður
persónuleiki. Ég, er þessi fátæk-
legu kveðjuorð skrifa, átti því láni
að fagna að kynnast honum og
eiga fyrir einlægan vin í tvo
áratugi.
Hreinn var fæddur hér á Akur-
eyri 23. nóvember 1930. Hann ólst
upp í stórum systkinahópi. Faðir
hans, Þorsteinn Halldórsson, er
látinn fyrir nokkrum árum. Bjó
Hreinn með móður sinni, Rann-
veigu Jónsdóttur, að Glerárgötu
14 í mörg ár og reyndist henni
einstakur sonur. Áttu þau þar
saman fallegt og gott heimili. Þar
var gott að koma. Rannveig býr nú
með yngsta syni sínum, Sævari, að
Þórunnarstræti 112 hér í bæ. I
júní 1977 gekk Hreinn að eiga
Sigurlínu Jónsdóttur, og var það
mikið gæfuspor. Eignaðist hann
þar stjúpbörn, sem urðu honum
mjög kær. Mikið er á Sigurlínu
lagt, sem nú í annað sinni fylgir
eiginmanni til hinstu hvíldar.
Hreinn fór ungur til sjós og
stundaði þá atvinnu alla tíð af lífi
og sál. Held ég, að hann hefði
aldrei unað sér lengi með fast land
undir fótum. Var hann á togurum
Útgerðarfélags Akureyringa og
fleiri skipum og naut alls staðar
trausts fyrir dugnað og samvisku-
semi. Ungur að árum varð hann
fyrir því slysi að hnoðnagli lenti í
hægra auga hans, og missti hann
sjón á því auga. Síðar lenti hann í
öðru slysi um borð í skipi sínu, er
mölbraut annan handlegg hans, og
átti ha-nn lengi í því. Hreinn átti
sér fleiri áhugamál, en sjó-
mennskuna. Hann hafði mikla
ánægju af hestum og átti hin
seinni ár að jafrfaði tvo hesta.
Hreinn Þorsteinsson var dulur
maður. Hann bar ekki tilfinningar
sínar á torg, en þrátt fyrir hrjúfa
framkomu var viðkvæm lund þar
á bak við. Einlægur hlýleiki,
ómæld greiðasemi og hjálpfýsi
voru hans aðalsjnerki. Er það trú
mín að margur hafi notið hjálpar
úr hendi hans án þess að hátt
færi. Hann var sannur trúmaður,
sem alla tíð varðveitti sína
barnstrú af heilum hug. Ég þakka
honum samfylgdina. Hans verður
sárt saknað af mér og öllum þeim
öðrum, sem áttu vináttu hans.
sem ég átti eftir að kynnast betur.
Árin liðu hvert af öðru og ég flutti
til Reykjavíkur. Næstu árin sá ég
Stínu aðeins nokkrum sinnum er
ég var á ferð um Snæfellsnes, þar
til 1971 að ég hitti hana í
Reykjavík. Var hún þá nýkomin af
Vífilsstaðahæli þar sem hún hafði
dvalið í nokkra mánuði. Var hún
húsnæðislaus og bað mig að út-
vega sér eitthvað sem ég og gerði,
því Stína mín flutti inn til mín um
haustið og var hjá mér í 5 ár, þá
Við hjónin vottum eiginkonu,
aldraðri móður, systkinum og
stjúpbörnum okkar dýpstu samúð
og biðjum algóðan guð að styrkja
þau í sinni miklu sorg.
Ásdís Árnadóttir.
Norðlenzkt skammdegið grúfir
yfir Eyjafirði, og er því allra veðra
von. En harmafréttum eru allir
jafnóbúnir að mæta. Þann 29.
desember s.l. spyrst lát Hreins
Þorsteinssonar, Glerárgötu 14,
Akureyri. Hann varð bráðkvaddur
um borð í m/s Snæfellinu.
Þessi sviplega frétt er áfall
kynntist ég fyrst hennar sérstöku
skapgerð, hún var svo góðlynd og
jafnlynd að hún átti fáa sína líka.
Ég fór til Grundarfjarðar að
dvelja þar um jólin, en nokkru
áður en ég fór dreymdi mig
Hjálmtý Árnason, vissi ég í
draumnum að hann var dáinn.
Spurði ég hann á hvaða ferðalagi
hann væri og sagðist hann vera á
leiðinni að sækja hana Stínu. Ég
heimsótti Stínu áður en ég fór
vestur og sagði henni drauminn,
hún brosti og sagði, kannski það
fari að styttast fyrir mér. Og
þegar ég fór fylgdi hún mér fram
á gang og þar sá ég hana í síðasta
sinn er hún sagði: þú skilar kveðju
minni til allra kunningjanna fyrir
vestan.
Um það bil sem Stína flutti inn
til mín sótti hún um pláss á
Hrafnistu því hún var alla tíð
heilsutæp og var því alltaf hrædd
um að verða rúmföst og vildi þá
ekki vera þar sem hún væri öðrum
byrði.
Ég saknaði Stínu þegar hún fór
frá mér og ég sakna hennar nú, en
samgleðst henni samt að vera
komin í æðri og betri heim.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Guð blessi ættingja Kristínar
Magnúsdóttur.
Elísabet Helgadóttir.
öllum, sem þekktu hann, og þeim
mest, sem þekktu hann bezt.
Hreinn var sterkur og einstæð-
ur persónuleiki, æðrulaus með
öllu, hrjúfur við fyrstu sýn, en
mátti í rauninni ekki aumt sjá.
Hreinn var höfðingi í lund, vildi
öllum veita og gott gera sem hann
mátti. Vissi hægri hönd hans
aldrei hvað sú vinstri gaf.
Hreinn var hlédrægur og orðvar
með afbrigðum, hreinskiptinn,
trölltryggur og traustur sem
klettur úr hafinu. Tilfinningasemi
var honum lítt að skapi, og lét
hann ógjarna uppi hug sinn. Þó
sagði hann oft fá orð í fullri
meiningu og svaraði gjarnan hvat-
skeytlega fyrir sig. Hann hafði
unun af því að sýnast vondur
maður. Það fórst honum þó oft
ófimlega. Fátt fyrirleit Hreinn
meir en kveifarskap. Honum þótti
ekki við hæfi að ganga haltur
meðan báðir fætur voru jafnlang-
ir. Þar brá honum til fornmanna
að lífsskoðunum. Þeim þótti og
hin versta hneisa að veröa sótt-
dauður.
Hreinn dó sem hverjum vöskum
manni sæmdi, við starf sitt í
sjálfri hringiðu athafnalífsins. —
En skarð hans verður vart fyllt.
Guð gefi honum góðan byr á
síðustu siglingunni. Eiginkonu
Hreins, móður og öðrum nákomn-
um votta ég einlæga samúð.
Halla