Morgunblaðið - 12.01.1980, Side 36

Morgunblaðið - 12.01.1980, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1980 viw MORó-dN IíAFP/NU Hann er að reyna að gefa letidýrinu! Við eigum enga stórusystur þetta er hún mamma okkar! V erðbólgudraugn- um verði komið f yrir kattarnef BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í dag tökum við fyrir úrspils- æfingu. skemmtilegt spil, sem alveg eins mætti kalla samlagn- ingaræfingu. Norður gefur og allir eru á hættu. Norður S. KD7 H. K32 T. D54 L. Á1098 Suður S. ÁG1098 H. Á4 T. 732 L. KG6 Suður er sagnhafi í fjórum spöðum en austur og vestur hafa báðir alltaf sagt pass. Vestur tekur fyrsta slag á tígulás og spilar síðan lágum tígli. Drottn- ingin frá blindum en austur tekur með kóngnum og næst tígulgosann en þá lætur vestur hjarta. Áustur skiptir þá í tromp og vestur er með en í næsta trompslag lætur hann lauf. Og nú ættir þú að mynda þér skoðun um framhaldið. Vörnin hefur þegar fengið þrjá slagi svo það er eins gott, að ekki sé gefið á laufdrottninguna. Og við gerum allt sem við getum til að komast hjá því. Vestur hefur átt aðeins þrjú spil í tígli og trompi i upphafi. En það þýðir um leið, að austur átti níu spil í þessum litum, fimm tígla og fjóra spaða. Finna þarf því hvern- ig hin spilin fjögur á hendi hans skiptust. Eftir að hafa tekið trompin tvö, sem austur á eftir spilum við hjartaás, kóng og trompum þriðja hjartað. í rauninni er þetta bara varúð- arráðstöfun, þar sem spilafjöldi vesturs í hjarta og laufi eykur mjög líkurnar á, að drottningin sé á hendi hans. En hafi austur átt þrjú hjörtu í upphafi eru eftir upplýst tólf spil á hendi hans og við látum það þrettánda koma í laufkónginn áður én við svínum. Samlagningaræfingar þessu líkar koma furðu oft fyrir og í þessu spili var eins gott að þekkja aðferðina því spil austurs og vesturs voru þessi: COSPER ÖZob S'PIB >■( COPINMGIN Það getur orðið erfitt að selja villuna vegna reimleika? „Fyrir kosningar 1978 boðaði Alþýðuflokkurinn mjög róttækar og að því er virtist skynsamlegar aðgerðir gegn hinum ógnvekjandi verðbólgudraug, sem hefir aldrei orðið eins feitur og nú. Ein af boðuðum aðgerðum var sú að afnema að mestu tekjuskattinn en neysluskattar kæmu í staðinn. Þetta hefði stöðvað að mestu hin gífurlegu skattsvik sem nú tíðkast. Með því að afnema tekju- skattsríkisbáknið myndu sparast geysilegar fjárhæðir bæði í fólks- haldi, húsnæði og tilheyrandi ört vaxandi pappírsflóði, sem virðist einna helst líkjast stórfljóti í vorleysingum í gjörvöllu ríkis- bákninu. Umrædd stefnuskrá Alþýðu- flokksins, að ráðast að rótum verðbólgunnar á sem stytztum tíma, var ekki ósvipuð leiftursókn Sjálfstæðisflokksins. En andstæð- ingunum tókst að telja of mörgu fólki trú um að þetta yrði í raun stórsókn gegn þeim lífskjörum sem við njótum nú. Augljóst er að mikinn óhug hefir sett að afætu- lýð ríkisbáknsins og víðar, því vissulega munu ófáir missa þar spón úr aski í bili eða á meðan beizlun orkuauðæfa okkar fer að bera árangur í nýjum, stóraukn- um útflutningsatvinnurekstri. Þegar minnst er á sparnað hjá einhverju ríkisbákninu þá er ætíð svarið: Ekki er hægt að spara hjá mér, þvert á móti er mér bráð- nauðsynlegt að fá fleira starfsfólk, stærra húsnæði og meira fjár- magn. Þegar nánar er aðgætt um úrslit síðustu kosninga þá held ég að fylgjendur alvöruhjöðnunar verð- bólgu megi sæmilega við una. Það er til lítils að smákrukka í slæma graftarígerð, hún bara fær- ist í aukana. Það er því þjóðar- nauðsyn að nú takist sem fyrst að mynda sterka, samhuga ríkis- stjórn, sem hefir þor og getu til að framkvæma skurðaðgerðina og leiða þjóðina út úr hinu ógnvekj- andi verðbólgumyrkri. Segja má að selshaus Fróðár- undra sé táknrænn um verðbólgu- drauginn. Þegar kraft- og kjark- litlir menn börðu á hausinn hver eftir annan, gekk hausinn upp við hvert högg. En þegar ungur, ódeigur og framsýnn maður ræðst til atlögu við selsdrauginn er hann fljótur að forða sér. Við þurfum svo sannarlega sem flesta Kjart- ans líka til átaka til að koma verðbólgudraugsa endanlega fyrir kattarnef. Eins má líkja þessu við kóngssoninn í ævintýrunum. Við þurfum kóngsson, sem þorir að brjóta niður, bæði hið andlega og efnislega verðbólguþyrnigerði, sem of fáir virðast nú sjá leið út ur- Ingjaldur Tómasson.“ • 40 stunda vinnuvikan „Eg las fróðlegustu bókina, sem út kom fyrir jól, það var Kommúnistahreyfingin á íslandi. Lítið hafa þeir breyst og af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Vestur S 2 H. D9876 T. Á6 L. D7542 Austur S. 6543 H. G105 T. KG1098 L. 3 Maigret og vínkaupmaöurinn 17 gæti það. Hún veit hvað hún vill. Hann leit á hana nokkuð forviða, hann var hissa á því hvað þessi stúlka sýndi mikla heilbrigða skynsemi i tali sinu. Og engin spurning virtist koma flatt upp á hana. Hispursleysi hennar vakti samúð hjá honum og þegar maður sá langan og krangalegan likama hennar á hreyíingu var samt ekki hægt að verjast brosi. — I gærkvöldi var ég i Quai de la Tournelle. — Að heimsækja gamlingj- ann? Afsakið. Ég meina föður- inn. — Hvernig samdi þeim? — Afleitlega, að því er mér skildist. — Af hverju? — Ég veit það ekki. Það á sér víst langan aðdraganda. Ég held að föðurnum hafi fundist sonur sinn harðsvíraður og ófyrirleitinn. Hann vildi aldrei taka við neinu frá honum. og ég veit ekki nema það hafi verið af einskærri þvermóðsku að hann hélt áfram með krána sína þótt eldgamall væri. — Talaði Chabut um hann? — Mjög sjaldan. — Og að öðru leyti hafið þér ekkert að segja mér? - Nei. — Hafið þér aðra elskhuga? — Nei, hann var meira en nóg fyrir mig. — Ætlið þér að vera hérna áíram? — Já, cf þau vilja hafa mig. — Hvar er skrifstofa Lepr- etres? — Á neðstu hæðinni. Glugg- arnir snúa út i portið. — Ég ætla að líta inn hjá samstarfsfólki yðar fyrst. Þar logaði einnig Ijós og tvær af ungu stúlkunum voru að skrifa á ritvélar, en sú þriðja sem var elzt var að fara i gegnum póst. — Látið mig ekki trufia ykk- ur. Ég er lögregluforingi, sá sem hefur eftirlit með rann- sókninni og ég þarf eflaust seinna að tala við ykkur hverja í sínu lagi. Það sem mig langar til að vita núna er bara hvort einhver ykkar hefur einhvern grunaðan. Þær litu hver á aðra og fröken Bertha — sú sem var um þritugt. roðnaði. — Hafið þér einhvern grun? spurði hann. — Nei. Ég veit ekki neitt. Ég varð jafn hissa og allir aðrir. — Lásuð þér um morðið í blöðunum? — Nei, ég frétti ekki af því fyrr en ég kom í vinnuna í morgun... — Þér vissuð ekki til að hann ætti sér óvildarmenn? Þær sneru sér allar frá hon- um og horfðu hver á aðra. — Þið skuluð ekki vera neitt feimnar. Ég hef fengið töluvert að vita um lífshætti hans og um afstöðu hans til kvenna. Það gæti verið afbrýðisamur eigin- maður eða unnusti á ferðinni. Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónadóttlr sneri á Islensku Enga þeirra virtist langa til að segja neitt. — Hugsið málið! Það gæti ýmislegt gefið okkur vísbend- ingu þótt það virðist ekki stórt í sjálfu sér. Hann og Lapointe fóru fram. Þegar þeir komu niður lauk Maigret upp dyrunum hjá bók- aranum. Lýsing Gíraffans kom vissulega heim og saman. — Hafið þér unnið hjá fyrir- tækinu lengi? — Aðeins í fimm mánuði. Fyrr var ég í leðurvöruverzlun. — Vissuð þér um hin aðskilj- anlegu ástarævintýri yfir- manns yðar? Hann roðnaði, opnaði munn- inn en vissi sýnilega ekki hvað hann ætti að segja. — Haldið þér að í hópi þeirra manna sem hann tók á móti hér hafi verið einhver sem hafði ástæðu til að hata hann? — Nei, hvers vegna skyldi einhver gera það? — Hann var harðsoðinn kaupsýslumaður, ekki satt? — Það væri að minnsta kosti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.