Morgunblaðið - 12.01.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
39
r
Fá Valsmenn
þýskan þjálfara?
í DAG kemur vestur-þýskur
þjálfari til landsins á vegum
knattspyrnudeildar Vals. Vals-
menn hafa verið að leita fyrir sér
með þjálfara um langt skeið og
virðast málin nú vera komin á
lokastig. Þjóðverjinn sem hingað
kemur til viðræðna heitir Volker
Hofenberg og hefur hin ágætustu
meðmæli sem knattspyrnuþjálf-
ari í heimalandi sinu. Hann mun
stjórna æfingu hjá Val á sunnu-
dag. Allt er samt á huldu með
hvort hann verður ráðinn eða
ekki. Viðræður milli hans og
forráðamanna knattspyrnudeild-
ar Vals eiga eftir að fara fram.
Valsmenn hafa leitað víða fyrir
sér og eru líka með tvo hollenska
þjálfara í sigtinu og einn rússn-
eskan ef ekki næst samkomulag
við Volker Hofenberg.
Enn eru nokkur 1. deildarlið
þjálfaralaus. Víkingar, ÍBV, ÍBK
og Valur. Allar líkur eru á að
Þróttur ráði til starfa enska þjálf-
arann Ron Lewin sem þjálfaði Iið
KR fyrir nokkrum árum. En
sennilega munu þessi mál öll
skýrast á næstunni því nú fer hver
að verða síðastur með að tryggja
sér starfskraft fyrir sumarið.
-þr
Sævar Jónsson einn af
traustustu varnarmönnum
í íslenskri knattspyrnu í
dag.
Pétur Ormslev einn hættu-
legasti framlínumaður
Fram í knattspyrnu.
Pétur og Sævar
til Þýskalands
ÞEIR Sævar Jónsson
knattspyrnumaður úr Val
og Pétur Ormslev úr Fram
fóru í gærdag utan til
V-Þýskalands og munu
dvelja þar við æfingar í 10
til 15 daga. Ekki gat Mbl.
fengið það staðfest hvar í
Þýskalandi þeir munu
dveljast en það mun vera
hjá áhugamannafélagi og
var allt útlit fyrir að þeir
félagar myndu keppa með
liðinu á morgun, sunnu-
dag.
-þr.
Frjálsar íþróttir
í KR á uppleið
KNATTSPYRNUFÉLAGI
Reykjavíkur eru nú starfandi
milli þrjú og fjögur þúsund
félagar í 11 deildum. Starf deild-
anna allra er öflugt, þó það sé
eðlilega misjafnlega mikið milli
deilda. Frjálsíþróttadeild KR er
ein deilda félagsins, sem starfað
hefur hvað lengst með glæsibrag
og er það metnaður allra góðra
KR-inga að svo megi verða sem
lengst.
Á s.l. hausti tóku þeir Höskuld-
ur Goði Karlsson og Valbjörn
Þorláksson að sér þjálfun frjáls-
íþróttafólks KR og hefur samstarf
þeirra verið gott og þátttaka ungs
áhugafólks verið með ágætum á
æfingum deildarinnar til þessa.
Betur má þó ef deildin vill ná sínu
öndvegissæti meðal íslenskra
frjálsíþrótta, þó félagið eigi enn
mestu afreksmenn frjálsíþrótta í
landinu, þá gera forráðamenn þess
sér glögga grein fyrir því að sé
þeim yngstu ekki sýnd sú virðing,
sem þeim ber með góðri kennslu
og leiðbeining, þá næst aldrei hið
setta takmark.
Frjálsíþróttadeild KR vill vekja
athygli foreldra og ungs fólks á
því að skipulegri æfingastarfsemi
er haldið uppi af tveim reyndum
mönnum á sviði frjálsíþrótta, sem
nú hafa skipt með sér verkum,
eftir þá reynslu sem þeir hafa af
samstarfi sínu til þessa. Mun
Höskuldur taka að sér yngra
fólkið og byrjendur, en Valbjörn
sjá um þá sem þegar hafa komist
nokkuð áleiðis í íþróttinni.
Æfingar munu fara fram í
KR-húsinu, stóra sal, á miðviku-
dögum kl. 19.40—21.20 og sunnu-
dögum kl. 18.50—19.40 og eru
þessar æfingar ætlaðar yngstu
þátttakendunum.
í Baldurshaga — undir stúku
Laugardalsvallar — munu þeir
sem eldri eru æfa mánudaga kl.
18.00-19.40, þriðjud. kl. 17.10-
18.50 og föstud. kl. 18.50 -20.30,
auk þess sem lyftingaherb.-rgið er
opið sömu daga og hér eru ^aldir.
Þá skal og þess getið að í KR-saln-
um verður tími fyrir stangar-
stökkvara og kastara á sunnudög-
um kl. 14.10-16.20.
Forráðamenn frjálsíþrótta-
deildarinnar hafa þá ákveðið í
samráði við þjálfarana að gangast
fyrir mótum bæði utanhúss og
innan á komandi vikum og höfða
þar til þeirra yngri jafnt sem
þeirra eldri. Hyggst stjórn deild-
arinnar vanda til þessara móta og
veita sigurvegurum eiguleg verð-
laun.
Stjórn frjálsiþróttadeildar KR.
Pétur Guðmundsson sem sést á myndinni fyrir miðju í
baráttu undir körfunni sýnir nú mjög góða leiki með
liði sínu í Bandaríkjunum. Pétur verður íslenska
landsliðinu í körfuknattleik mikill styrkur í þeim
átökum sem framundan eru.
Stefnan sett á
Evrópukeppnina
„ÉG er mun bjartsýnni en áður á
góðan árangur í Polar-Cup-
keppninni eftir þessa vel heppn-
uðu landsleikjaferð,44 sagði Einar
Bollason í gær er Mbl. ræddi við
hann um ferðina, sem körfu-
knattleikslandsliðið fór til
Luxemborgar og írlands. Við
höfum reyndar sett stefnuna á
Evrópukeppnina 1981 og munum
gera allt til þess að vel takist til í
þeirri keppni. Við verðum í
C-keppninni og stefnum að þvi að
verða í tveimur efstu sætunum og
komast í B-keppnina. Það verður
crfitt að fjármagna þetta fyrir-
tæki. sem mun kosta um 20
milljónir. Vinsældir körfuboltans
hér á landi munu byggjast á
góðum árangri landsliðsins í
framtiðinni, en ekki þeim er-
lendu leikmönnum sem hér leika.
Ég hef farið þess á leit við Mark
Christianssen að hann verði að-
stoðarþjálfari hjá mér og líklegt
er að af því verði. Því, sem er
einna helst ábótavant hjá körfu-
boltamönnunum okkar, er að þeir
eru ekki í nægilega góðri líkams-
æfingu. Það kom greinilega fram í
ferðinni. Þá mun það vera rétt að
flest félögin hér æfðu lítið sem
ekkert yfir jólin en það gengur
ekki ef árangur á að nást. Ég er nú
kominn með góðan landsliðs-
kjarna með sterkum leikmönnum.
Nokkrir leikmenn komu mjög á
óvart í ferðinni út eins og til
dæmis Torfi Magnússon sem hef-
ur aldrei verið betri svo og Jónas
Jóhannesson. Þó átti Kristinn
Jörundsson góða og jafna leiki og
varð hann stigahæsti leikmaður
ferðarinnar með 50 stig. Við ætl-
um okkur að æfa allt næsta sumar
og þá ætti árangurinn að fara að
koma í ljós. Þá megum við ekki
gleyma því, að okkur bætist góður
liðsstyrkur þegar þeir Pétur Guð-
mundsson og Flosi Helgason koma
heim og æfa með okkur.
-þr.
Nýir erlendir
leikmenn í körfu
FRAM og ÍBK urðu bæði fyrir
því áfalli að missa án fyrirvara
sína erlendu leikmenn og þjálf-
ara, eins og flcstum er kunnugt.
Bæði liðin hafa þó hrugðist
skjótt við og fyllt í skörðin.
Framarar hafa ráðið til sín
blökkumann. Darrell Shouse að
nafni. Hljómar þetta eftirnafn
kunnuglega, enda er hér um að
ræða bróður Danny Shouse, sem
leikur hér á landi með meistara-
flokksliði Ármanns. ÍBK hefur
einnig ráðið til sín nýjan am-
erískan leikmann frá Indiana.
Ileitir sá leikmaður Monnie Ostr-
om.
Loks má geta þess, að John
Johnson hefur ráðið sig upp á
Akranes og mun þjálfa og leika
með ungu liði ÍA-manna.
Aðeins eru 3 ár síðan körfu-
knattleiksdeild ÍA var stofnuð.
-þr.
Tvísýn
barátta
Úrslit á Íslandsmótinu í
Meistaraflokki kvenna í
körfuknattleik til þessa.
KR - ÍR 54-43
ÍS - ÍR 46-49
ÍS - KR 35-59
Friðleifur
sigraði
MEISTARAMÓT TBR í öðl
ingaflokki fór fram í TBR
Húsinu sunnudaginn 6. jan-
úar 1980.
Úrslit urðu þessi: í ein-
liðaleik karla sigraði Frið-
leifur Stefánsson KR Garðar
Alfonsson TBR í úrslitaleik
15-5,15-3.
Í tvíliðaleik karla sigruðu
Kjartan Magnússon TBR og
Garðar Alfonsson TBR þá
Hæng Þorsteinsson TBR og
Viðar Guðjónsson TBR 18—
14.18-15.
Í tvenndarleik sigruðu
Ilængur Þorsteinsson TBR
og Lovísa Sigurðardóttir
þau Reyni Þorsteinsson KR
og Vildísi K. Guðmundsson
KR 11-15,15-5,15-1.
Meistara-
mót TBR
MEISTARAMÓT TBR í ein
liðaleik 1980:
Hið árlega meistaramót
félagsins i einliðaleik fer
fram i húsi TBR, Gnoðar-
vogi 1, sunnudaginn 20. jan-
úar n.k. Keppt verður i
Meistara A og B- flokki
karla og kvenna.
Mótið hefst kl. 14.00 og
skulu þátttökutilkynningar
hafa borist til TBR eigi
siðar en miðvikudaginn 16.
janúar n.k.
Keppnisgjald verður 3.500
kr.
-----«-« 4---
Skíða
kennsla
UM IIELGINA gengst
Skiðafélag Reykjavíkur
fyrir kennslu i göngu og
svigi við skiðaskálann í
Hveradölum. Innritun fer
fram hjá lyftuvörðum. Allir
velkomnir.
Aðalfundur
Ness
AÐALFUNDUR Golfklúbbs-
ins Ness fer fram á morgun
sunnudag og hefst kl. 14.00 i
Haga við Ilofsvallagötu.
Stjórnin.
Knattspyrnu-
námskeið
NÚ stendur yfir knatt-
spyrnunámskeið hjá drcngj-
um 6—10 ára í Gerpluhús-
inu í Kópavogi. Námskeiðið
stendur yfir til 1. apríl.
Innritun fer fram á staðn-
um. Allar upplýsingar i
Gerpluhúsinu.