Morgunblaðið - 12.01.1980, Page 40

Morgunblaðið - 12.01.1980, Page 40
' Sími á ritstjórn og skr'fstofu: 10100 JtUrgunbtabib Síminn á afgreiðslunm er 83033 JW#r0imblnbi?) LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980 Flugleiðir: Tían leigð í tvo ar frá 1. marz FLUGLEIÐIR hvKgjast leijfja DC-10 breiöþotu sína frá 1. mars n.k. til bandaríska flugfélagsins Air Florida. Veröur vélin leigö í tvö ár án áhafnar. en stjórn Flugl'eiða samþykkti á fundi sínum i Ka'r aö heimila leijíuna. samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar hlaöafulltrúa. Samkvæmt upplýsingum Leifs Magnússonar, framkvæmda- stjóra flugdeildar Flugleiða, verða notaðar tvær DC-8 þotur til þess að annast flug Flugleiða yfir Norður-Atlantshaf auk flugs fyrir Air Bahama. Sagði Leifur að ný ferðaáætlun á leiðinni yfir Norður-Atlantshafið yrði gerð á næstu tveimur vikum og m.a. verður beina flugið milli New York og Luxemburg tekið til endurskoðunar og allt útlit er fyrir að dregið verði úr því að verulegu leyti m.a. til þess að tíðni ferða um ísland verði meiri. Þriðja DC-8 þota Flugleiða er á söluskrá, en hins vegar á félagið von á nýrri Boeing 727-200 í vor og fer sú vél í Norðurlandaflugið auk Boeing 727-vélanna beggja. Mögulega verður þó önnur gamla Boeing 727-vélin leigð. DC-10 breiðþotan kom til landsins fyrir liðlega ári, en samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa er reiknað með að vélin komi aftur inn á flugleiðir Flugleiða að loknum tveggja ára leigusamn- ingi við Air Florida. Flugstjórar Flugleiða á DC-10-vélunum munu því innan skamms aftur taka til starfa á Attunum. Eins og sagt hefur verið frá hefur fargjaldastríðið á Atl- antshafsleiðinni skapað mikinn vanda hjá Flugleiöum, en að undanförnu hefur ýmislegt komið í ljós sem bendir til þess að fargjöld fari nú aftur hækkandi og m.a. hefur bandaríska flugfé- lagið Kapitol sem hóf flug á sl. ári og bauð 350$ fargjald á flugleiðinni til Brússel frá New York, nýlega hækkað fargjaldið upp í 450$. Kröfur ASÍ liggja fyrir: Geirfinnsmálið: 5% grunnkaupshækkim- og verðbótakerfi YMSÍ RÁÐSTEFNA Alþýðusambands íslands um kjaramál gekk í gær frá kröfum sambandsins í kom- andi kjarasamningum. Krafizt er almennrar 5% kauphækkunar, teknar upp verðbótakröfur Y’erkamannasambands ísiands og lagður fram sérstakur félags- iegur kröfupakki. Ráðstefnuna sátu um 100 manns og voru kröfurnar samþykktar sam- hljóða, en um þriðjungur ráð- stefnufulltrúa sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Kjaramálaráðstefnan kaus samninganefnd, sem skipuð er 41 samningamanni og samkvæmt upplýsingum Snorra Jónssonar, starfandi forseta ASI, þá gerir hann ráð fyrir að óskað verði eftir fyrsta viðræðufundi með viðsemj- endum ASI, Y’innuveitendasam- bandi Islands og Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna næst- komandi mánudag. Sagði Snorri, að þá væri ætlunin að kynna viðsemjendunum kröfurnar. Eins og áður segir, eru verðbótakröfurnar hinar sömu og formanna og sambandsstjórnar- fundur Verkamannasambandsins samþykkti nýlega. Þær gera ráð fyrir verðbótum í krónutölu fyrir neðan 300 þúsund krónur, sem reiknist sem prósenta af þeirri upphæð og síðan, að sama regla gildi fyrir 400 þúsund krónur og begar kjaramálaráðstefna Alþýðusambands tslands hófst í gærmorgun stóðu nokkrir fulltrúar farandverkafólks með kröfuspjöld utan við Loftleiðahótelið og krofðust þess, að ráðstefnan tæki tillit tii hagsmuna þeirra. Rauðsokkahreyfingin afhenti einnig miða með sinni kröfugerð. Myndin er af nokkrum kjaramálaráðstefnufulltrúum sem taka við kröfumiðum af ungri stúlku. i.jAsm. Mbi.ói. K. m. þar yfir. Laun milli 300 og 400 þúsund króna fái prósentuhækk- un. Krafan á við óskerta fram- færsluvísitölu, sem komi á grunntaxta, þannig að álög, reiknitölur og kaupaukar skerðist ekki og að viðmiðunartölur vísi- töluútreiknings breytist í sam- ræmi við þær kauphækkanir sem verða. Þessi verðbótakrafa olli deilum á ráðstefnunni og sam- þykktu t.d. verzlunarmenn kröf- urnar með fyrirvara. Aðrir lýstu hjásetu á fundinum í gær og mun um þriðjungur ráðstefnufulltrúa hafa setið hjá. Sjá nánar um kjaramála- ráðstefnu ASÍ á bls. 21. Hækkun fasteignagjalda í Reykjavík: Á íbúðarhúsnæði 60% á atY Ínmihúsnæði 55% „STOFN fasteignagjalda er framreiknaðar um 55% á lóðum og atvinnuhús- næði og um 60% á íbúð- arhúsnæði og álagn- ingarprósentan er óbreytt frá 1 fyrra, eða 0,5% á íbúðarhúsnæði og 1,25% á atvinnuhúsnæði,“ sagði Björn Friðfinnsson fjár- málastjóri Reykjavíkur- borgar, er Mbl. spurði hann um fasteignagjöld Reykvíkinga í ár. Björn sagði, að eins og gjöldin væru álögð næmu Erla Bolladóttir dregur framburð sinn til baka fasteignaskattar tæpum 6,4 milljörðum króna; 3,1 milljarði á íbúðarhúsnæði og 3,3 á öðru húsnæði. Skattar af leigu- og íbúða- lóðum eru áætlaðir 86 millj- ónir króna, vatnsskattur og aukavatnsskattur 1660 milljónir króna og bruna- bótaiðgjöld 741 milljón króna. Samanlagt fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík er um 620 millj- arðar króna, annars hús- næðis 263 milljarðar og ógjaldskylds húsnæðis 79 milljarðar. Fasteignamat alls húsnæðis er því 962 milljarðar króna. Sjá: Birgir ísleifur Gunn- arsson: Ohætt hefði verið að fara hægar i sakirnar. Bls. 2 ÞAU TÍÐINDI gerðust í Geirfinnsmálinu í gær, að Erla Bolladóttir dró algjorlega til baka fyrri framburð sinn í málinu. óvíst er á þessari stundu, hvaða áhrif þetta kann að hafa á niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti, en málflutningur hefst á mánudaginn. Þegar dómur var kveðinn upp í málinu í sakadómi Reykjavikur í desember 1977 vó framburður Erlu þungt á metunum, en þá nokkru áður höfðu Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson alfarið dregið framburði sína til baka og sama hafði gert Sigurður óttar Hreinsson, þ.e. bifreiðarstjórinn svokallaði í málinu. Það mun hafa verið um hádegis- bilið í gær, að Erla hafði samband við lögmann sinn og óskaði eftir því að draga framburð sinn til baka. Lögmaðurinn hafði sam- band við ríkissaksóknara sem ósk- aði eftir því við sakadóm Reykja- víkur, að Erla kæmi fyrir dóminn og staðfesti hinn nýja framburð sinn. Fyrir dóminum skýrði Erla svo frá, að hún hefði aldrei farið ferðina til Keflavíkur að kvöldi 19. nóvember 1974, kvöldið sem Geir- finnur Einarsson hvarf, eins og hún hafði sagt í fyrri framburði sínum. Kvaðst hún aldrei hafa heyrt á Geirfinn minnzt. Þá neit- aði hún einnig að hafa unnið að því að koma líki Geirfinns fyrir í Rauðhólum, eins og hún hafði áður haldið fram. Hjörtur Aðalsteinsson, fulltrúi yfirsakadómara, stjórnaði dóm- haldi í gær, en viðstaddir voru m.a. verjendur hinna dæmdu í málinu og ríkissaksóknari, Þórður Björnsson, sem mun hefja sókn- arræðu sína fyrir Hæstarétti á mánudaginn, eins og áður hefur verið getið í Mbl. Erla Bolladóttir hlaut þriggja ára fangelsisdóm í undirrétti. Sævar Marinó og Kristján Viðar voru dæmdir í fangelsi til æviloka, en Guðjón Skarphéðinsson var dæmur í 12 ára fangelsi. Fataiðnaður: 50%fram- leiðniaukning TÆKNIDEILD Félags íslenskra iðnrekenda hefur undanfarna mánuði unnið að svokölluðu „Fataverkefni" í samvinnu við flest fyrirtæki í fataiðnaði á Islandi með það fyrir augum að bæta framleiðsl- una og auka framleiðnina, en að mati Ingjalds Hannibalsson- ar deildarstjóra tæknideildar ættu þessar hagræðingarað- gerðir að hafa í för með sér 30—40% framleiðniaukningu. Ingjaldur sagði í samtali við Mbl. að þegar væri kominn góður árangur í ljós hjá nokkr- um þeim fyrirtækjum sem lengst væru komin með breyt- ingar í samræmi við álit sænskra ráðgjafa sem hafa starfað að þessu verkefni, m.a. væru þrjú þeirra þegar komin með 30—50% framleiðniaukn- ingu. Sjá nánar bls. 17—18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.