Morgunblaðið - 04.03.1980, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
Friðrik með skák-
skýringar i kvöld
Spennan í Reykjavíkurskák-
mótinu fer nú vaxandi með hverri
umferð, og um leið fjölgar
áhorfendum á Hótel Loftleiðum,
þar sem teflt er. I sjónvarpi eru
skákirnar einnig skýrðar dag-
lega, og má ætla að áhorfendum
þar fari einnig fjölgandi eftir þvi
sem á mótið líður.
Þeir Jón Þorsteinsson skák-
maður, lögfræðingur og fyrrum
alþingismaður og Friðrik Ólafsson
stórmeistari sjá um skákskýr-
ingarnar, og hefur þeim farið það
vel úr hendi eins og þeirra er von
og vísa. í kvöld eru skákskýr-
ingarnar á dagskrá sjónvarpsins
klukkan 20.40, og það er Friðrik
sem sér um þær að þessu sinni.
Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák og forseti Alþjóðaskáksam-
bandsins verður með skákskýringar í sjónvarpi i kvöld, þar sem
hann fjallar um skákir á Reykjavíkurskákmótinu.
Dýrlingurinn stendur i ströngu i kvöld í sjónvarpi, þar sem hann fæst við bófa og fagrar konur. Raunar
stendur hann í svo ströngu að þessu sinni, að honum nægir ekki einn þáttur til að leysa vandamálið,
heldur verður framhald eftir viku, svo mikið hlýtur að liggja við.
Dýrlingurinn stendur í ströngu
beggja vegna Ermarsunds í kvöld
Dýrlingurinn er á dagskrá
sjónvarpsins i kvöld, og hefst
þátturinn klukkan 21.25. Sér-
stakt er við þennan þátt að hann
er sá fyrri af tveimur, en sá síðari
verður sýndur eftir viku. Þættir
þessir nefnast Fólginn fengur, og
að auki hefur sá fyrri sérheitið
Sjósvalan. Þýðandi þáttanna er
Guðni Kolbeinsson.
Guðni sagði að þættirnir fjalli
um það, hvernig glæpamenn
nokkrir reyna að komast að hvar
gullfengur er þeir rændu er niður
kominn.
Hefst þátturinn á því að maður
nokkur ferst í siglingakeppni í
Englandi, og þrátt fyrir að hann
hafi virst vel efnum búinn kemur í
ljós að ekkja hans stendur uppi
slypp og snauð, nema hvað hún
erfir snekkju sem geymd er í
Frakklandi. Þangað heldur ekkjan
unga, sem er ægifögur að sjálf-
sögðu, og hyggst selja snekkju
mannsins síns sáluga.
Ekki gengur það alveg árekstra-
laust fyrir sig, þar sem fyrri
félagar manns hennar koma og
krefja hana sagna um felustað
gulls sem þeir hafi stolið í samein-
ingu, en síðar hvarf. Ræningjarnir
munu hafa verið sex saman, og
fellur grunur á Simon nokkurn
Templar, að hann hafi verið í
vitorði með þeim.
Útvarp ReykjavíK
ÞRIÐJUDIkGUR
4. marz.
MORGUNINN__________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).Dagskrá. Tón-
leikar
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Hallveig Thorlacíus heldur
áfram að lesa „Sögur af
Hrokkinskeggja“ í endur-
sögn K.A. Miillers og þýð-
ingu Sigurðar Thorlaciusar
(11).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. •
10.25 „Man ég það sem löngu
leið“ Ragnheiður Viggós-
dóttir sér um þáttinn. Aðal-
efni þáttarins eru frásögur
Gísla Jónssonar alþm. af
foreldrum sinum.
11.00 Sjávarútvegur og sigling-
ar. Úmsjónarmaður: Ingólf-
ur Arnason. Fjallað um nám
í íiskiðnaði og talað við
Benedikt Sveinsson og Ilösk-
uld Asgeirsson stjórnar-
menn í félaginu Fiskiðn.
11.15 Morguntónleikar.
SÍÐDEGIÐ
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Á
frívaktinni. Sigrún Sigurð-
ardóttir kynnir óskalög sjó-
manna.
14.40 íslenzkt mál. Endurtek-
inn þáttur Ásgeirs Blöndals
Magnússonar frá 1. þ.m.
15.00 Tónleikasyrpa. Létt-
klassísk tónlist, lög leikin á
ýmis hljóðfæri.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Ungir pennar. Harpa Jós-
efsdóttir Ámin les efni eftir
börn og unglinga.
16.35 Tónhornið. Sverrir Gauti
Diego stjórnar.
17.00 Siðdegistónleikar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.________________'
KVOLDID______________________
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Útvarp frá Háskólabiói:
Afhending bókmennta- og
tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs.
a. Forseti Norðurlandaráðs
setur athöfnina.
b. Afhending bókmennta-
verðlauna. Jorunn Hareide
lektor kynnir Söru Lidman
rithöfund frá Svíþjóð, sem
tekur siðan við verðlaunum
og flytur ávarp.
c. Strengjasveit leikur tvö
íslenzk þjóðlög í útsetningu
Johans Svendsens.
d. Afhending tónskáldaverð-
Iauna. Göran Bergendahl
kynnir Pelle Gudmundsen-
Holmgreen frá Danmörku,
sem síðan tekur við verð-
launum og flytur ávarp.
e. Pétur Þorvaldsson og
Reynir Sigurðsson leika
„Plateu pour deux“ fyrir
knéfiðlu og slagverk (samið
1970) eftir Palle Gudmund-
sen-IIolmgren. tileinkað Suz-
ánne Ibostrup og Jörgen
Frilsholm.
21.00 Á hvítum reitum og
svörtum. Guðmundur Arn-
laugsson rektor flytur skák-
þátt.
21.30 Sónata fyrir bassatúbu
og píanó eftir Paul Hinde-
mith. Michael Lind og Stev-
en Harlos leika.
21.45 Útvarpssagan: „Sólon
íslandus“ eftir Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi. Þor-
steinn Ö. Stephensen les (20).
22.15 Fréttir. Veðurfregnir.
dagskrá morgundagsins.
22.35 Lestur Passíusálma (26).
22.45 Frá tónlistarhátíðinni
Ung Nordisk Musikfest í
Svíþjóð í fyrra. Þorsteinn
Hannesson kynnir, — annar
þáttur.
23.10 Harmonikulög. Andrés
Nibstad og félagar hans
leika.
23.25 Á hljóðbergi. Umsjónar-
maður: Björn Th. Björnsson
listfræðingur. Þýzki leikar-
inn Mathias Wieman les tíu
gömul ástarkvæði eftir
óþekkta höfunda. Walter
Garwig slær undir á lútu.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
4. mars
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Tommi og Jenni
Teiknimynd
20.40 Rcykjavíkurskákmótið
Friðrik Olaísson flytur skýr-
lngar.
30.55 Örtölvubyltingin
(Mighty Micro)
Nýr, bresku fræðslumynda-
ílokkur i sex þáttum.
Fyrsti þáttur. Örtöivur
koma til sögunnar
Þessí myndaflokkur fjallar
um örtölvutæknina, sem nú
er að ryðja sér til rúms.
Sérfróðir menn telja að hún
muni senn gerbylta lifnað-
arháttum þjóðanna, atvinnu-
háttum, tómstundum, mennt-
un, fjármáium og stjórnmál-
um og að sínu leyti jafnast á
við iðnbyltinguna á öldinni
sem leið. Þýðandi Bogi Arn-
ar Finnbogason. Þulur Gylfi
Pálsson.
21.25 Dýrlingurinn
Árcksturinn — fyrri hluti
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
22.15 Hvers virði er norræn
menningarsamvinna?
Umræðuþáttur með þátttöku
fulltrúa frá Danmörku,
Finnlandi, íslandi. Noregi
og Svíþjóð.
Stjórnandi Sigrún Stefáns-
dóttir.
Þýðandi Jón O. Edwald.
23.05 Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
5. mars
18.00 Sænskar þjóðsögur
Tvær fyrstu þjóðsögur af
fimm, sem ungir listamenn
hafa myndskreytt.
Þýðandi Hallveig Thor-
lacius. Sögumaður Jón Sig-
urbjörnsson.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
18.30 Einu sinni var
Sjöundi þáttur.
Þýðandi Friðrik Páll Jóns-
son.
Sögumcnn ómar Ragnars-
son og Brvndís Schram.
18.55 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Reykjavíkurskákmótið
Jón Þorsteinsson flytur
skýringar.
20.45 Vaka
Fjallað verður um manninn
sem viðfangsefni í myndlist
á undanförnum árum. Rœtt
verður við myndlistarmenn-
ina Gunnar Örn Gunnnars-
son, Jón Reykdal og Ragn-
heiði Jónsdóttur.
Umsjónarmaður ólafur
Kvaran listfræðingur.
Stjórn upptöku Andrés Ind-
riðason.
21.30 Fólkið við lónið
Fjórði þáttur.
Efni þriðja þáttar:
Tonet vill hvorki stunda
veiðar né vinna á ökrunum.
Honum finnst skemmtilegra
að slæpast á kránni. Tonet
gengur í herinn og er sendur
til Kúbu. Þaðan berast litlar
fréttir af honum og Neleta,
æskuunnusta hans, gerist
óþreyjufull. Hún veit ekki,
hvað hún á til bragðs að
taka, þegar móðir hennar
deyr. en Tono kemur henni
til hjálpar. Styrjöld brýst út
á Kúbu.
Þýðandi Sonja Diego.
22.25 Biðsalur dauðans
Á St. Bonifacc-sjúkrahúsinu
i Kanada er sérstök deild,
þar sem ekki cr lagt kapp á
að viðhalda lífinu með öllum
tiltækum ráðum, heldur er
dauðvona ftolk húið undir
það sem koma verður, svo að
það megi lifa sína síðustu
daga í friði og deyja með
reisn.
Kanadisk heimildarmynd;
Coming and Going.
Þýðandi Jón O. Edwald.
23.15 Dagskrárlok.