Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 5

Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 5 Chr. Bönding var á ferð á Indlandi nokkru eftir að Indira Gandhi vann þar sinn mikla kosningasigur og hittust þau og áttu tal saman. „Eigum að koma áleið- is til umheimsins því sem er kjölfesta okk- ar Norðurlandabúa“ — sagði Chr. Bönding ritstjóri í viðtali við Mbl. í sambandi við fund Norðurlanda- ráðs i Reykjavík kemur hingað góður gestur. þar sem er Chr. Bönding ritstjóri Nordisk Presse- bureau i Kaupmannahöfn, en hann er raunar ekki óþekktur á þessum breiddargráðum. Chr. Bönding ritstjóri er eini maðurinn sem hefur setið fundi allra Norðurlandaráðsþinganna, því að hann hefur verið með frá upphafi ráðsins 1953, en af því getur enginn annar státað, hvorki stjórnmála- maður né fréttamaður. Nordisk Pressebureau hefur starf- að síðan í heimsstyrjöldinni síðari, að hún var reyndar ólögleg og starfaði í leynum í Danmörku undir hernámi nasista og sendi þá norræn- ar fréttir um allan hinn frjálsa heim. Upp úr því var síðan komið á fót löglegri fréttastofu, sem síðan studdi óspart við bakið á Norðurlandaráði við stofnun þess og síðan. Nordisk Pressebureau átti sinn þátt í að mynda þjóðarstemmningu í Danmörku fyrir því að íslendingar fengju heim handritin — sendar voru frá fréttastofunni greinar og hvatn- ingar frá nefnd, sem einkum sátu í danskt mennta- og skólafólk — og eftir að Norðurlandaráði hafði verið komið á laggirnar 1953, lagði fréttastofan ríka áherzlu á að Island gæti orðið liður í þessari fréttaþjón- ustu. Þessi áætlun varð að virkileika þegar Chr. Bönding og Sigurður Bjarnason, þáverandi ritstjóri Mbl. gerðu með sér samkomulag. Bönding kom í fyrsta skipti til Islands árið 1960 vegna fyrsta fundar Norðurlandaráðs á Islandi og síðan hefur hann margsinnis komið hingað, sjálfur segir hanri það muni líkast til vera um fimmtíu sinnum. Mbl. spurði Bönding hvaða skoðún hann hefði á almennri þróun á íslandi sem hefði orðið frá því hann kom í fyrsta skipti. — Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig þið hafið tekið öllu því sem ykkur hefur að höndum borið. Fyrstu árin sem ég heimsótti Island gafst mér kostur á að heimsækja nánast allar byggðir á íslandi, og get ég þakkað það Fiugfélagi íslands. Gkki sízt var ég þakklátur fyrir þá ein- stöku alúð sem mér var hvarvetna sýnd. Frá því ég var barn hefur mér fundizt ég vera svo „norrænn" að það er jafn eðlilegt fyrir mig að líta einnig á mig sem eins konar Islend- ing. Kannski hafði það djúpstæðari áhrif á mig en annað að ég kynntist hér einhverju þvi sem mér fannst upprunalega „norrænt" en við í Danmörku vorum farin að fjarlægj- ast þetta vegna nálægðar okkar við meginland Evrópu. Þegar við sem Norðurlandabúar förum út í heiminn — svo sem ég hef haft tækifæri til sem blaðamaður Nordisk Pressebureau þá hefur það mikla þýðingu, að við þekkjum upp- runa okkar. I þessu efni hafa íslend- ingar sýnt styrk og einlægni, sem hefur hrifið mig mjög í hvert skipti sem ég hef komið. — Hvað um framtíðina? — Ef ég á að láta í ljós ósk íslands til handa — þá er hún sú að okkur auðnist að koma því áleiðis til umheimsins, sem er kjölfesta okkar Norðurlandabúa — einkum Islend- inga. Margir Islendingar hafa farið vítt um. Ég hef hitt íslendinga í öllum heimshornum. Mig langar til að yfirfæra til Islands sem sagt hefur verið í söng um Danmörku: „Lítið land — og þó svo vítt um veröld." * Ivar Guðmundsson um lagmetismálin: Skattgreiðendur eiga heimtingu á að fylgjast með MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til ívars Guðmundssonar, aðalræð- ismanns í New York, og spurði hann hvort hann vildi svara ummælum Gylla Þórs Magnús- sonar, sem birtust í Mbl. á laugardag sem svar við viðtali við ívar er Morgunblaðið birti á föstudag í síðustu viku. Ivar kvað nei við. Astæðan til þess, að hann hefði svarað fyrir- spurn Mbl. um hið illa ástand í lagmetismálum okkar hefði ver- ið sú, að hann teldi, að íslenzkir skattgreiðendur ættu heimtingu á að fá að vita ástæðurnar fyrir því, að þeir yrðu nú að taka á sig milljóna króna tap fyrirtækis, sem nýtur fjárstuðnings og orðið hefur þurfalingur almennings í landinu fyrir handvömm þeirra manna, sem áttu að gæta hags- muna fyrirtækisins, en sem ekki virðast hafa tök á verkefninu. Telji viðkomandi það óhrðður um sig, þá það, en verður að sjálfsögðu að teljast til sjálf- skaparvítis. er öll von uti enn þvi viö erum meö ÚTSÖLUMARKAÐINN umtalaöa á BÓKAMARKADINUM í sýningarhöllinni Ártúns- höfða. Sprenghlægilega lág verö á fatnaöi á herra, dömur, unglinga og börn. Einnig efni og efnabútar. Þú mátt prútta um veröið á ýmsum vörum. Allt mjög góöar vörur (lOjíj KARNABÆR J "úTSÖLUMARKAÐUR - SÝNINGARHÖLLINNIÁRTÚNSHÖFÐA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.